Morgunblaðið - 05.07.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.07.1961, Blaðsíða 11
Miðvik'udagur 5. júlí 1961 MORGUNBLAÐIÐ u Bjorn Sigfússon háskólabóSiavörður: Segulafl raunvísindarita frá meginlandinu EFL.AUST er það álit manna rétt, að amerísk fræðirit, sérlega í ha-gnýtum efnum, séu einn aug Ijósasti og merkasti þáttur „anner,lkianiserijngar“ í þókabúð um Norðurlanda og Vestur- Þýzkalands og í enn ríkara mæli í bókasöfnum tækniskóla og há- skóla. Flestum þjóðum fremur Ibafa hinar germönsku sótzit eftir öllum þessum feng, bæði til náms og til að bera saman við kunn- áttu og vinnuaðferðir sínar íheima fyrir. Sérhvert háskólabókasafn, sem ég veit eitthvað til í þessum Löndum, mun balda fleiri er- lend fræðitímarirt á ensku en nokkurri annarri tungu, og er þar raunar eigi minnstur skerfur brezkra tímarita, sökum ljósrar og haiganlegrar framsetningar á ihverju efni og lægra tímarita- verðs en að meðaiitali er annars Btaðar. Söfn breyta eigi til um tímaritaáskriftir sínar nema imjög hægt, og fjalia ég ekkert um þær í þessari grein, heldur uim nýjar bækur og í raunvís- jndum nærri einum. Árin 1945—58 voru það breyt ingaskeið í Háskólabókasafni, Bem gerði bóknám læknisfræð- innar á safnsvegum nærri alenskt og jók mjög hinn ameríska skerf ritanma í eigu allra há- skóladeilda og þá eigi sízt í stærðfræði og eðlisfræði. Til sam anburðar má nefna, að mikill hluti raunvísindarita, sem út hafa komið á öðrum Norður- löndum eftir stríð, birtist á ensku. Þessum straumi tímans verður aldrei snúið við, enda kysu fláir. En aðrir straumar geta runnið samhliða. Á 6. tug aldarinnar hefur at- hygli manna beinzt á ný að vís indaritum á þýzku í æ fleiri greinum; svissnesk og austurrísk ri't meðta'lin. Jafnframt og af ó- skyldum ástæðum hefur þýzku- kunnátta stúdenta og kandídata telkið framförum, svo að litlu munar oft á henni og enskukunn áittunni. Háskólanám íslendinga í þýzkum löndum hefur vaxið jafnt og þétt og orkað á við- horf fleirri manna en stúdenta; og í þessa áttina rnunu t.d. þeir verkfræðinemiar flestir leita, sem hugsað hefðu sér fullnumun í grein sinni í Höfn, ef þar hefði eigi orðið sú skipulagsbreyting á verkfræðinámi, sem ráðin er. Til að færa okkur heim sann- inn, því að þeim „þótti þú hafa hann oflítinn áður“, eins og sveitungi minn kvað við eyfirsk an ríkisbónda, var fyrir 2 árum rúmum haldin fjölbreytt og stórj tæk sýning þýzkra nútíðarbókaj í Reykjavík. Hún vakti verðskuld aða athygli Reykvíkinga. Að sýningu lokinni var bókun um skipt milli nokkurra safna og stofnana sem gjöf frá þýzka sambandslýðveldinu. Hluti Há- skólabókasafns varð stærstur, og skiptist læknisfræðin milli þess og dcilda I.andsspítalans, en nátt úruvísindi og þyngri hluti tækni ritanna, auk mikils skerfs til hug vísindadeilda, runnu í safn há- skólans. Safnið hefur, af mörgum ástæð um, keypt meira af þýzkum rit um tvö síðustu árin en nokkur 2 ár í sögu sinni áður, og hefði aukn ingin orðið meiri, ef eigi hefði kaupmáttur þess staðið í stað. Síðan bauð þýzka sendiráðið í Reykjavík mér að gera óskalista, 1960, um nýlegar bækur, sem safnið girntist umfram hið fengna, og gerði ég hann að á-. gjamra hætti þrem sinnum lengri en ég mundi fealla hóf; r.okkrar dýrar lestrarsalsbækur í lætknisfræði og dreifð rít í efnafræði, stærðfræði og raf- eindafræði sátu í fyrirrúmi, en þar næst einkum rit miðuð við Guðfræðideild. Á þeim efnissvið um, s-em Lbs. var úthlutað sýning arbókunum 1959, bað ég ekki um rit, sem heitið gæti. Eigi var beð ið um önnur rit en þau, sem hver háskóli í sporum H. í. þarf að eignast, ef tiltök eru. Hátíðargjöf 17. júní 1961. Kvöldi fyrir þann dag var Há skólabókasafni færð mikil bóka- gjöf frá Deutsche Forschungs- ■gemeinschaft. f>að var staðgengill þýzka sendiherrans, Karl Rowold chargé d'affaires, sem færði há- skólanum gjöfina, sem í voru 80 hinna vöildustu binda af óskalist- anum, en um hálft hundráð ann- arra binda ' af honum var gefið Hbs. fyrr þetta ár og væntanleg- ar eru í viðbót allar merkar bæk ur óskalistans, sem til verður náð (óútkomnar). Afmælisósk fylgir allri gjöfinni í heild. Safn mitt er eina háskólabóka- safnið á Norðurlöndum, sem engu getur þurft að kvíða um það, Viðhorf kvenna Það varðar okkur eítir frú Þóru Jónsdóttur UNDANFARIÐ hefur verið rætt nokkuð í blöðum um lauslæti ísl. kvenna og því jafnvel haldið fram, að þær séu allra kvenna lauslátastar. Sú ályktun er dregin af hinni háu prósenttölu óskilgetinna barna, sem talin er hærri en tíðkast annars staðar. Mér virðist þessi niður- staða gefa tilefni til nokk- urrar umhugsunar og jafnvel andmæla, þó ég treysti mér ekki til að gera því nein fullnægjandi skil. I fyrsta lagi á sú algenga ísl. venja, að heitbundið fólk býr saman óvígt, lengri eða skemmri tíma, sinn þátt í þessari háu tölu. Hvað sem segja má til málsbóta þess- ari venju, er hún sízt til þess fallin að auka reisn þjóðarinnar, út á við og inn á við. Á hinn bóginn finnst mér íyrirbrigði þetta ekki bera vott lauslætis viðkom- andi kvenna, miklu fremur bendir það til, að þær séu auðtrúa og um of ósérplægn- ar. — Þá kemur og til að í flest- um öðrum siðmenntuðum löndum munu karlmenn ekki komast hjá að ganga að eiga þær konur, sem ganga með börn þeirra. Hérlendis virð- ast konur engu mannorði hafa að glata í augum al- mennings. Ekki treystist ég til að dæma um hvort á því fer betur eða ver, að öllu leyti, en eðlilega er það mis- vísandi, þegar bera skal sam- an, eftir skýrslum, siðferði ísl. kvenna, við konur þeirra þjóða, sem enn hafa heiður kvenna að hugtaki. í þriðja lagi liggur öll fræðsla um kynferðismál í þagnargildi, og aldrei minnzt á upplýsingar um takmörkun barneigna, þótt það liggi í augum uppi að allir ungling- ar eiga heimtingu á að njóta slíkrar fræðslu. Er t. d. ekki tímabært að vara ísl. drengi við kynvillu? Það er ótrúlegt að fræðsla sem hefur slíka meginþýð- ingu fyrir börn okkar, og varðar hamingju þeirra, skuli ekki vera nefnd á nafn. Ekki verður hjá því kom- izt að minnast á, að ístöðu- leysi íslenzkra kvenna á sér líka sínar orsakir. Þær eru yfirleitt ekki ald- ar upp eða menntaður með það fyrir augum að verða óháðar og sjálfstæðar í hugs- un og lífsstarfi. Þær alast og upp við að því nær ein- göngu karlmenn hafa á hendi yfirráð og forsjá þjóðfélags- heimilisins, en konur þjón- ustustörfin. Af þeirri rót er það kann- ski runnið að margt foreldri óskar sér enn í dag, að verða fremur sona en dætra auðið, og margri móður hættir ó- sjálfrátt til að hafa meira dálæti á sonum sinum en dætrum. Slíkt hefur Tieikvæð áhrif á sjálfsvitund dætr- anna. Þegar þess er gætt að ísl. karlmenn eru ekki skjall- málgir eða riddaralegir, í yfirborðslegum skilningi þess orðs, en í betra lagi orðheldn ir, er auðsætt að ísl. konur eru ekki leiddar í mjög mikla freistni, en vilja of mikið til vinna að vera þeim til lags. Þessu lauslæti ber alþjóð samábyrgð á, m. a. sökum ofmats á karlmönnum og vanmats á konum. Þó fyrir því séu frumstæð og sígild rök, að konur verði að vita fótum sínum forráð í þessum sökum, þá má það ékki draga úr ábyrgð karla í sambúð kynjanna. Gott veganesti væri það uppvaxandi kynslóð, ef for- eldrar leiddu börnum sínum fyrir sjónir. sonum jafnt og dætrum, hversu mikla ábyrgð samlíf og barnagetnaður hef- ur í för með sér. Orðið lauslæti er aðeins notað um konur, og við höld- um öll að við skiljum hvað það merkir, en á tungan nokkurt heiti á þeim körl- um, sem láta sig helzt engu skipta börn sín? Leikflokkur frá Þjóðleik- húsinu hefur að undanförnu sýnt leikritið Horfðu reiður um öxl; á Vestfjörðum hvar- vetna við húsfylli og mikla hrifningu leikhúsgesta. Á fsa- firði var leikurinn sýndur tvisvar og Þjóðleikhúsið sýndi nú í fyrsta sinn í Félagsheim ilinu í Örlygshöfn. Frá Vestfjörðum fer leik- flokkurinn til Norðurlandsins og sýnir fyrst þar á Ásbyrgi í Miðfirði og svo á Blönduósi og Sauðarkróki. Á Akureyri verður leikurinn sýndur mið- vikudaginn 5. og fimmtudag- inn 6. júlí. Einrs og fyrr segir hefur leiknum alstaðar verið vel tekið og virðist sem leik húsgestir kunni vel að meta þessa ágætu sýningu Þjóðleik hússins. að farið verði að klípa af ríkis- styrk þess, sem til bókakaupa skal, ef það skyldi fréttast, að víða komi Hallgerði bitlingar. Bókastyrkinn þann er torvelt að minnka. Mér var mjög útláta- laust að skýra frá því í Mbl. 22. 4. 1959, að þýzku læknisfræðirit- in, sem Landsspítali og Háskóla bókasafn hlutu þá eftir sýning- una, verða með nútíðargengi 240 þús. kr. virði, en fengur Hbs. á sviðum Verkfræðideildar og í al- mennri efnafræði jafngilti 115 þús. kr. (söluskattur ekki álagð- ur), og að þetta var hjálp gegn vanþróun Hbs. Nú hefur affcur bætzt við gjöf úr sömu átt og nemur miklu fé á mælikvarða safns. Renna atburðastraumar samsíða? Gott er það og gleðilegt í háskólasafni, að straumar þekk- ingar renni samsíða um farvegu þess og hverfi eigi smæðar vegna hver undir annan. En margt vill kaffærast, og skal þess eigi dylj- ast. Undan ójafnvægi safns, sem á bylting sína og samruna við Lbs. framundan, sýnist mér á- stæðulaust að kvarta, eða dylja. I dag er svo komið, að allmörg Stærðarhlutföll, sem giltu í Hbs. 1948 (og munu gilda í Lbs. 1961), hafa snúizt við. Rénandi notkun handbóka á Norðurlandamálum (utan lögfræðinnar) var fyrirsjá anleg 1948, svo að þar hefur ekk- ert óvænt gerzt, því síður gerzt snögglega. ítalir standa varla lengur að baki Frökkum, en hvor irtveggja að baki Rússum í fram leiðslu þeirra raunfræðirita, sem um er spurt í söfnum, og er Hbs. sjaldan viðbúið að verða við ósk- um um það, sem samið er á tung um þeirra þjóða. Mikilvægasta breytingin í safninu er, að á 2 árum hefur vogarskál þýzkunnar orðið þyngri en enskunnar að því er varðar stórar handbækur á all flestum raunvisindasviðum há- skólans. Hinar smærri handbæk ur og visindarit á undirstöðusvið um Verkfræðideildar virðast einnig í svipinn fleiri og nýrri á þýzkunni en enskunni. Þá má og nefna, að öflun og notkun þýzkra mótmælendarita (auk fáeinna ka- þólskra merkisverka) virðist sízt minni en hún hefur hér áður mest verið. Á sviðum Heimspeki ‘deildar og í viðskiptafræði er um margar smábreytingar að ræða, en enga auðkennandi í heild. Samferða hlutfallabreytingum þesSum eru raunvísindi farin að verða eins fyrirferðarmikil og hug vísindki í Hbs., ef aðeins eru reiknuð nútíðarrit hvorratveggja. Þetta tel ég staðgóðan hyrningar stein þeirrar sameiningfcr, sem nauðsynleg er á undirstöðufræð- um raunvísinda jafnt sem hug- vísinda í einu ríkissafni og ekki tveim, hvað þá mörgum smá kytr um, eins og verða mun með nú- verandi miðstöðvarleysi safna. Viðleitnin að tvinna raunvís- indi og hugvísindi saman er eitt af elztu og sterkustu menningar- sérkennum Vesturevrópuþjóða, Norðurlönd meðtalin. Til sönn- unar vitna menn gjarnan í nokk- ur stórmenni nýjustu eðlisfræði eða hinn náttúrufróða Goethe. En skemmra má leita dæma, og klofna mundi líklega verkfræð- ingaskóli, tannlæknaskóli, við- skiptafræðiskóli o.s.frv. frá Há- skóla íslands og mikið af aldar- fjórðungssameiningu reynast unn ið fyrir gýg, ef eigi verður enn haldið sameiningarstefnunni með festu. Bókasafnsmálin tilheyra- Orð leikur á, að Sameinaði markaðurinn hafi segulafl, sem muni draga til tíðinda um norð- læg lönd. Má vera að þannig renni atburðastraumar samhliða sem oft fyrr. Á söguöld vorri og siðskiptaöld, og hvenær sem ís- lendingar vöktu með fullri rænu, hafa þeir sótzt eftir sem örustum viðskiptum við þjóðir kringum Norðursjó og sunnan Eystrasalts, og reynsla er, að þar sem verzlun artengslin eflast, ráðast einnig skólaganga og menntatengsl. Það sér glöggt á kynslóð þeirra Gizur ar biskups og Stjörnu-Odda, sem og á siðasfeiptafrömuðum vorum á 16. öld, að þeir skiptu milliliða laust við þýzkar menningarstöðv ar. Þegar svo er sem hér, að mátt ugar landfræðistaðreyndir og af- urðategundarmunur landa valda mestu um að „sagan endurtekst", er hver alda „sögunnar" vön að rísa hærra en hinar fyrri náðu. Björn Sigfússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.