Morgunblaðið - 05.07.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.07.1961, Blaðsíða 13
Miðvilíudagwr 5. júlí 1961 MORCVPniLAÐlÐ 13 j afnan að fylgja símstöð. Hólar er sögufrægur staður og þar er kirkjia með merkum minjum frá tímum biskiupanna, eins og kunnugt er. Það eru því margir, sem leggja leið sína að Hóluim og verður að sinna þeim gestum og sýna kirkjuna og staðinn. Komið hefur fyrir, að 5000 manns hafa ritað nöfn sín í gestabók kirkjunnar á einu sumri, og þó eru ætíð marg ir, sem ekki skrá nöfn sin þar.“ Morft heím að Hólum ég, nýgift, var á leið til Hóla. hitti ég á leið minni mann, sem sagði: „Ég skrapp heimeftir í gær.“ Þá hélt ég að þetta væri 'heimaimaður frá Hólum“, sagði Sigrún, „en það var þá Skag- firðingur, sem hafði farið heim að Hólum. Þetta finnst mér táknrænt um hug Skagfirðinga til Hóla“, segir frú Sigrún að lokum. ic Sveitungar og sýslungar? „Okkur hefur fallið ágæt« lega við Hjaltdælinga. Þeir eru öruggt og tryggt fólk. Þeir hafa margir verið hjálplegir við okk- ur, unnið með okkur og reynzt okkur vel. Og um Skagfirðinga yfirleitt höfum við allt gott að segja.“ Kristján Karlsson, skólastjóri búnaðars'kólans á Hóluim í Hjalta (dal sagði liausu starfi sínu á s. 1. vetri. Er hann nú skilar e’kóla, búi og stað af sér í hend- ur hins viðtakandi skólastjóra, Gunnars Bjamasonar, hefur Ihann verið skólastjóri á Hóllum i rúmlega aldarfjórðung eða 26 ár. Kristján mun því hafia sitjórn að heimavistarskóla fyrir ungl- inga lengur en flestir aðrir nú- lifandi skólamenn í landinu. Og enginn skólastjóri á Hólum hef- ur stjórnað skólanum þar sam- fleitt í svo möng ár. Það gefur laugta ileið, að í mörgu hefur verið að snúast fyrir sikólastjóra ihjónin á Hólum undanfarnar vikur. S'kilia þurfti öllu af sér- og útbúa búslóð til flutnings. Síðustu dagana komu svo endur skoðendur og matsmenn, sem Skrifuðu allt upp. Það eru enn gerðir máldagar. Og slík skjöl frá Hólum munu vera til mörg íhundruð ár aftur í tímann. Þó að mörgu væri að sinna, reyndu s'kólastjórahjónin að 'grípa stundir til að bregða sér á bæi og kveðja. Föstudaginn 2. júní komu þau í slí'kum erind um hingað að Ingveldarstöðum. Þótti mér þá bjóðast tilvalið tækifæri til að biðja þau hjónin um stutt viðtal, hvað þau fús- lega veittu. i< Er ekki erfitt að taka sig ^ upp eftir svor. . mörg ár? r „Jú, vissulega. Þetta er erf- iðast meðan það gengur yfir. En nú er þessu að verða lokið og við förum n. k. sunnudag — 4. júní — suður til Reykjavík- ur“, segja hjónin. ★ Nýtt starf þar? „Ég fer að startfa fyrir Stéttarsamband bænda“, segir Kristján. Frá skólanum? „Skólinn hefur jafnan starf- að í tveimur deildum, efrj og neðri deild, og nemendur verið úr ölilum sýslum landsins. Já, fjöldi útskrifaðra búfræðinga, eetli þeir séu ekki um hálft sjötta hundrað þessi 26 ár, en það hafa ekki allir verið tvo vetur.“ •k Breytlngar á unglingunum þessi ár? „Um slíkt er ekkl gott að segj'a. Áður komu rtbmendur eldri i skólann. Þeir bjuggust við örðugleikum og vildu reyna að sigraist á þeim. Enda komu þeir úr ströngum skóla starfs- lífsins. Nú eru nemendur yngri og takia lífið ekki af eins mikilli. alvöru. Ein'hvem veginn finnst naér sá andi ríkjandi, að nú- tímaæs'kan vilji helzt komast út úr öllu á léttan hátt og með eins lírtilli fyrirhöfn og framast er unnt. En auðvitað eru undan tekningiar á þessu, innanum eru alltaf elju og alvörumenn. Ungl ingarnir em samt góðir. Þetta virðist bara vera tíðarandi, sem ef til vill má rekja til batnandi lafkomu þjóðarinnair á öllum sviðum. Já, þú spyrð um félags l'ífið innan skólans. Það hefur alltaf verið gott. Margir hafa á málfundum fengið góða þjálf un í að klæða hugsun sína í búning. Og sérstök rækt hefur verið logð við þetta í skólanum vegna þess, að mér hefiur fund- ist unglingarnir koma verr undir þetta búnir en áður. Ástæðan kann að vísu að vera sú, að nemendur em nú yngri. En gmn ur minn er sá, að höfuðorsökin sé hnignun á starfsemi ung- mennafélaganna í landinu. í þessu sambandi viil ég gjarnan geta þess, að ég hef aldrei átt í örðugleikum með nemendur. Þægð þeirra hefur verið mikil. Það hefur tkannski verið mér hjálp, að ég hef ætíð haft á- nægju af kennslu, talið mér hamingju í að fá að umgangast unglinga og fundist kennslan hvíld“, sagðí Kristján og það bregður fyrir glampa í augum hans. Breytingar á kennsluháttum þessi ár? „Reynt hefur jafnan verið að samræma kennsluhætti þeim breytingum, sem orðið hafia á búrekstri, sérstaklega varðandi tækni. Og síðari árin 'hafa til- raunir aukist m. a. um áburðar- þörf jurta á ræktuðu landi, eink um tilbúinn áburður, kynbætur hrossa o. s. frv.“ ★ Byggingaframkvæmdir und- anfarinn aidarfjórðung? „Byggð hafa verið fjárhús fjós, skólastjórabústaður kennara bústaðir, votheysturnar, smíða- verkstæði, verkfærageymsla, raf- stöð og endurbyggð leikfimis- hús, auk nauðsynlegs viðhalds.“ ★ Og svo er það búreksturinn? „Já, búið er nú um helmingi stærna en'þegar ég tók við því. Sauðfé er um 650, nautgripir um 50 og 'hross um 80 talsins. Tún- stækkun hefur orðið mikil og auk þess framræsla á miklu landi, sem tilbúið er til rækitun- ar. Heimilið er stórt. Á veturna munun hafa verið hér um 60— 80 manns. Aðdrættir fyrir slíkt ‘heimili er því stór liður í bú- rebstrinum. Sótt var í kaupstað mest til Sauðárkróks og nokikuð til Hofsóss. Áður var einnig verzl að við Kolkuós, meðan þar var verzlun. Leiðin var löng og yfir mikil vatnsföll og vegleysur að fara. Flutt var á Wökkum, í kerrum og á sleðum á veturna. Oftast var farið yfir Hrísháls. — Sú saga er um Hrísháls, að þegar kornið var með lík Hóla- feðga, Jóns Arasonar og sona hans, þar á hálsinn, sem Djákna steinn er, byrjuðu klukkur Hóla kirkju að hringja sjálfkrafa og þá sprakk Líkaböng. — Hjaltdælin'gum eru minnisstæð ar hinar löngu klyfja- og kerru lestir til Hóla, t. d. þegar verið var að flytja heim kolin á haust in. En þessi máti á flutningum var fyrir minn tíma. Þegar ég tók við, var flutt á bíl á sumrin og tók förin þá tvær stundir, nú tæpa klukkustund. Á vetrum var flutt á sleðum. Árið 1937 eða tveimur árum eftir að ég tók við akólanum, var komið upp lítilli rafstöð á Hólum. Þá þurfti ekki lengur að flytja stein olíu til Ijósa. Og 1951 var byggð 50 kw rafstöð til viðbótar og er nú eldað við rafmagn og stund um hitað upp. Þetta létti einnig á aðdráttum og skapaði betri skilyrði til geymslu á matvæl- um, því að útbúinn var frysti- klefi. Nú síðari árin hafa vegir og bílar batnað svo, að aðdrætt- ir og flutningur afurða frá bú- inu eru ekki lengur neitt vanda mál miðað við það, sem áður var. Og nú, þegar búið er að byggjia hrú á Hjaltadalsá við Laufshálaholt, má segja að beinn og breiður vegur liggi til Hóla og til mikils hagræðis bú- enda í Hjal'tadal, enda lengi eftir slíkri samgöngubót beðið.“ ár Já, margs þarf búið við, stendur þar. Það hefur þurft góðan vinnukraft við svo umfangsmikinn búrekstur? „Vissulega, og búið hefur yfirleitt verið heppið með starfs fólk sitt. Surnir hafa unnið þar árum saman, t. d. ráðskonur og fjármenn. Og Sigurður bróðir ■k Greiðasala naúðsynleg? „Já,“ segir frú Sigrún. „Vegna mikillar gestakomu var brýn nauðsyn að halda uppi greiðasölu á staðnum, ekki sízt meðan vegir voru torfærir. Varð þá oft einnig að sjá mönnum fyrir gistingu. Stundum tóku stórir flokkar manna, innlendir og erlendir, sér náttstað á Hól- um.“ ár Hátíðar og merkisdagar í tíð ykkar hjóna á Hólum? ,Þær eru helzt þessar: Vígsla sr. Friðriks Rafnars 1937, er 'hann varð vígslubiskup yfir Norðurlandi. 500 ára afmæli prentlistarinnar árið 1940. Hóla- dagar venjulega í ágústmánúði nokkur ár, til að safna' til bygg- ingar minnisvarða Jóns Arason- ar biskups — turn við Hólakirkju —. 1950 var 400 ára minningar- hátíð um dauða Jóns Arasonar biskups. 1956 var 850 ára afmæli biskupsstóls á Hólum. 1957 var 75 ára afmæli bændaskólans. Og Rætt v/ð Kristján Karlsson fyrrv. skólastjóra og konu hans, Sigrúnu Ingólfsdóttur minn var ráðsmaður búsins í 20 ár. Hann á mörg handtök á Hólum. Einnig höfum við notið ágætnar aðstoðar frú Rósu Stef- ánsdóttur við allar Hólahátíðar og móttöku gesta. Annars hefur fólks'haldið breytzt á síðari ár- um. Meðan búið var án véla, var starfsfólkið mest fullorðið fólk. En síðan vélarnar komu til sögunnar, hafa unglingar að mestu starfað við voryrkjur og heyannir.“ ★ Á svowa stað þarf nú fleiru að sinna en búskapnum? „Já, hér er símstöð og póst- hús. Meðan sími var ekki á bæjunum, þurfti að senda boð um væntanlegt símtal. Oftast fónu menn ríðandi í slíkar ferð ir, og stundum varð ég, þegar svo stóð á, að taka þær ferðir að mér. En nú er kominn sími á hvern bæ og er því auðveld- ara um vik, þó að erill hljóti árið 1959 var sr. Sigurður Stefánsson á Möðruvöllum vígð ur vígslubiskup yifir Norðurlandi. Loks ber að geta þess, að minn- isvarði Jósefs Bjömssonar skóla- stjóra var afihjúpaður 1960. AU ar þessar hátíðar hafa verið fjöl- sóttar, t. d. komu á Jóns Ara- sonar hátíðina 5—6 þúsund manns. Þess má og geta, að flest- ar bændafarir, sem farnar hafa verið síðustu ánatugina, hafia komið við á Hólum. Einnig hafa flokkar skólafólks haft viðkomu á Hólum í skólaferðalögum sín- um. Allt er þetta í sambandi við sögu staðarins. Fólk telur sig eiga erindi að Hólum. En Skag- firðingum rennur af skiljanleg- um ástæðum blóðið til skyldunn ar. Þeim þykir vænt um Hóla og vilja veg staðarins sem mestan.“ ★ Þeir segja líka ,,HEIM A» HÓLUM". Frú Sigrún sagði: „Já, þegar ★ Trúnaðarstörf, Kristján? „Ég hef verið í stjórn Bún- aðarsambands Skagafjarðar frá 1936, formaður þess um skeið og fulltrúi á búnaðarþingi frá 1938. ★ Hvernig eru tilfinningal þess, sem yfirgefur Hólastað eftir rúmlega aldarfjórðungs dvöl þar? „Allir sakna Hólia, sem dvelja þar langdvölum og bera hlýjan hug til staðarins“, segja þau 'hjón. „Ég á ek'ki eftir að koma á stað, sem tekur á sama hátt á móti mér og Hólar“, segir frú Sigrún. „Það er einhver dulinn kraft- ur, sem fylgir staðnum, eitthvað sem liggur í loftinu og maður ekki skilur, en áhrifin eru sterk“, segir Kristján skólastjóri. ic Eitthvað, sem þið hjón vild* * uð segja að lokum? „Við höfum margs góðs að minniast frá Hólum. Sá stendur ekki einn, sem hefur hinn sterka kraft staðarins með sér. Það er aldrei ofgert fyrir Hóla. Við ér- um þess fullviss, að vegur fs- liands og vegur Hóla fylgjast að.“ Kristján skóliaistjóri er sonuf Karls Arngrímssonar, fyrr bónda á Landamóti f Köldukinn og á Veisu í Fnjóskadal, nú á Akur- eyri hjá börnum sínum, og koniu hians Kiarítasar Sigurðardófttur frá Dnaflastöðum í Fnjóskadal. En Karítas og Sigurður búnaðar málastjóri vonu alsystkini. Frú Sigrún, kona Kristjáns, er dóttir Ingólfs Bjarnasonar bónda og alþingismanns í Ejósa- tungu í Fnjóskadal og konu hans Guðbjargar Guðmundsdóttur. Kristján og Sigrún eiga fjög- ur mannvænleg börn: Ingólf, Karítas, Karl og Guðbjörgu. En auk þess eiga þau fósturdóttur, Freyju Sigurðardóttur, sem er gift. Böm þeirra hjóna eru upp- komin og stunda nú nám ýmist hér heima eða erlendis. Þau hafa tekið þátt í öllum störfum á Hólum og veitt foreldrum sín- um stuðning. Þeim þykir vænt um Hóla, enda öll fædd þar. í viðtalinu minntust þau hjón in ekki einu orði á það, hve erfitt er að starfia á svona stað, stjóma mannmörgu heimili með gestanauð, sem auk þess er heimavistanskóli. En allir kunn- ugir vita, hve erfitt er að stjóma 'heimavistarskóla. í átján sumur hef ég haft aðstæður til að fylgj- ast með þessu, svo að segja af hlaði næsta bæjar. Ég undrast hve lengi þessi merku hjón hafa treyst sér til að anna svo eril- sömiu starfi, og mætti það vera yngri skólamönnum góð fyrir- ’ mynd. Kristján og Sigrún mennt uðust heimia og erlendis, en Hól- ar í Hjaltadal hafa um aldarfjórð ungskeið átt starf þeirra og líf. Og þegar s'kólastjórafjölskyld- an á Hólum nú kveður staðinn, veit ég að henni verða sendar •h'lýjar og hljóðar þakkir frá oteljandi aðilum og einlægar ámaðaróskir um góða framtið. Ingveldarstöðum 2. júní 1961, ísak Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.