Morgunblaðið - 05.07.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.07.1961, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 5. júlí 1961 hann hélt henni í örmum sér og kyssti hana, vissi hún ekki af neinu öðru en því, hversu mjög hún elskaði hann. En nú herti hún sig upp og sagðist verða að fara, og í þetta sinn hreyfði hann engum mótbárum. I>au gengu út og stigu upp í bílinn og hann ók henni hratt út í Hendon. Þar stöðvaði hann bílinn spöl- korn frá húsinu og gekk með henni síðasta spölin. — Mér skilst, að við hittumst ekki á morgun, sagði hann um leið og hann kyssti hana að skiln aði. — Nei, og heldur ekki á sunnu daginn, er ég hrædd um. Ef Júlía verður nýkomin heim, finnst mér ég þurfi að vera heii-.a. — Það verður langt þangað til á mánudag. — Það finnst mér lika, elskan mín. En það er víst ekkert við því að gera. Hvað ætlarðu að gera um helgina? — Ekkert sérstakt. Aðallega bíða eftir, að hún líði. Hún brosti, tyllti sér á tá og lagði armana um háls honum. — Ég elska þig, Clive, þvi máttu ekki gleyma. Og vertu nú sæll ég verð að þjóta. Ég lofaði að koma snemma heim í kvöld, en hef svikið þaö, eins og ég er vön. VII. Skipið kom að snemma morg- uns og Júlía og Joan, Stephen og Lionel urðu öll samferða til London. Júlía fór að geta sér til um það, hvort fjölskylda henn ar mundi koma að taka á móti henni á járnbrautarstöðinni. Hún hafði símað, þegar þau komu til Southampton og sagt þeim að vera ekki að ómaka sig inn í borgina; hún mundi koma beint heim, en engu að síður fannst henni ekki ólíklegt, að eitthvert þeirra mundi koma til móts við hana á stöðina. Hún leit út um gluggann á gráa kalda Lundúnaloftið á þessum raka febrúardegi og hugsaði með sökunuði til sólskinsins, sem hún hafði fyrir skömmu yfirgefið. Lít ið hafði hún hugsað um það er skjfauMjvv\\jLr\iP stycLÍvöÝuf Skjufþóf Jór\ssor\ & co I icx A'vai'V; Iý'cuI/i h. hún lagði af stað, að hún myndi koma svona fljótt heim aftur. — Jæja, þá erura 'ið komin, sagði Lionel þegar lestin stöðv- aðist. — Ég verð nú að segja, að Lundúnaborg, svo skítug sem hún er, er engu að síður góð til- breyting, þegar maður kemur frá Colombo. — Það er von að þér finnist það, svaraði Júlía og hristi höf- uðið. — Ég er bara ekki eins hrifin af að sjá hana aftur. — Veslings Júlía. Það er varla von. Hann lagði höndina á arm hennar. — Þú verður nú að reyna að gera þér það að góðu, og ekki láta of mikið bera á von brigðunum. En þetta hljóta að vera afskapleg vonbrigði fyrir þig. _ Hún brosti dauflega. — Já, það er svona hér um bil eins slæmt og hægt er að hugsa sér. — Þú ferð nú samt bráðlega út aftur. Væri það óskapleg eig- ingirni af mér að vona, að það yrði ekki alítof bráðlega? Ef þú gætir orðið samferða mér þegar leyfið mitt er á enda, skyldi ég vera feginn. — Ég yrði ekki að sama skapi fegin. Það eru þrír mánuðir þang að til er það ekki. Glaðlegi kunningjatónninn var nú horfinn úr rödd hans og svip urinn var alvarlegur. — Jú, það munu vera þrír mánuðir. Og svo bætti hann við: — Þér þykir af- skaplega vænt um manninn þinn, er það ekki? — Jú, auðvitað. — Hann er heppinn. Ja. . jæja.. nei, það er ekki vert að vera að tala um það núna og þú mundir heldur engan áhuga hafa það ekki? Þú yfirgefur mig ekki á því. En við hittumst aftur, er alveg núna. þó við séum komin til Englands? Mig langar til að hafa einhverja stúlku til að fara út að skemmta mér með.... — Ég held, að hún ætti heldur að vera einhleyp. Hann brosti. — En nú stendur bara svo illa á, að sú, sem ég hef augastað á er ekki einhleyp. Það er nú ólukkan! — Ef þú talar svona fer ég áreiðanlega ekkert út með þér. — Gott og vel. Þá verð ég að haga mér vel. Jæja, hér verðum við víst að kveðjast. Hún kom auga á Söndru í mannþrönginni, og rétti honum höndina. — Já, ég býst við því. Vertu sæll, Lionel og þakka þér fyrir að gera ferðina svona skemmti- lega. Ég er búin að skrifa Kobin, hvað þú hafir haft vel af fyrir mér. Nú sá Júlía Söndru koma hlaupandi og gekk á móti henni. Þær föðmuðust og Sandra hafði orð á því, hve indælt það væri að sjá Júlíu aftur. — En þú þarft ekki að segja það sama við mig, því ég veit, hvernig þér er í skapi. Júlía gretti sig ofurlítið. — Já, þetta urðu hálfgerð vonbrigði, skal ég játa. Hvernig líður mömmu og John? Ágætlega. Mamma er auðvitað fegin, að þú skulir vera komin aftur. Hún var að tala um að fara og taka á móti þér, en ég gat talið hana af því. Það er eng- in skemmtiferð inn í borgina í þessu hundaveðri. Auk þess.. sagði Sandra og gretti sig,..— bjóst ég varla við, að þú kærðir þig um nein fagnaðarlæti við heimkomuna. Enda ertu ekki bú in að vera lengi burtu. — Ég skil. Fannst þér þetta ekki ákoma fyrir mig? — Jú, það er ekki ofmikið sagt. En okkur kom það nú samt ekki á óvart, því að við visum, hvernig ástandið var, áður en við fengum bréfið frá Robin. Þetta var búið að vera í öllum blöðum. Júlía sá út undan sér, að Lionel og Stephen voru nú á leiðinni eftir stöðvarpallinum. Joan var að heilsa móður sinni, sem hafði komið að taka á móti henni. Hún kallaði til Júlíu í kveðjuskyni, og bætti við, að þær yrðu að hitt- ast aftur, og síðan hvarf hún sjónum. — Var þetta skipsfélagi? spurði Sandra. — Já, það var eins ástatt fyrir henni og mér. Kom um morgun- inn og sneri heim síðdegis. Við urðum miklar vinkonur. Júlía tók upp handtöskuna sína. — Ég skrásetti farangurinn alla leið. Ég hélt, að við færum heim með neðan j ar ðarbrautinni. — Það var líka ætlun mín. Það var einkennilegt að vera aftur komin inn í iðandi kösina á brautarstöðinni. Júlía fann til einhverrar óveruleikakenndar. Henni fannst hún eihvernveginn hvergi eiga heima. Hérna átti hún alls ekki að vera, heldur tugi mílna í burtu, í sólbökuðu landi með heitum sandi og skugg sælum pálmum, og með Robin við hlið sér. Nýgift hjón að njóta hveitibrauðsdaganna. En í stað þess.... — Hvernig gengur hjá þér spurði hún systur sína, meðan þær biðu eftir vagninum. — Allt óbreytt. Engar teljandi breytingar, að minnsta kosti. Ekki gat Sandra vitað, að Margot Brasted hafði líka komið til landsins í dag, hugsaði Júlía. Eða vissi hún það kannske, og vildi ekki minnast á það? Því gat Júlía varla trúað. Hún sá aftur fyrir hugskotssjónum sín- um Clive þar sem hann var að bíða eftir konunni sinni á hafn- arbakkanum í Southampton. Tann hafði ekki séð hana, því að hún var í miðri farþega- þvögunni, sem var að ryðjast frá borði, og jafnvel þótt hann hefði komið auga á hana, var vafasamt hvort hann hefði þekkt hana, þar sem þau höfðu aðeins einu sinni sézt í svip og það fyrir löngu. Hinsvegar hefði hún verið fljót að þekkja hann, þó ekki hefði verið nema eftir myndinni, sem Sandra hafði alltaf á náttborðinu sínu. Hún hafði horft á Margot koma hlaupandi ofan af skipinu og kasta sér í fangið á honum. Ef Clive Brasted var í þann veg inn að sækja um skilnað, mundi það að minnsta kosti koma flatt upp á konuna hans, hafði Júlía hugsað með sér, því að hann virt ist það mikið ánægður að hitta hana aftur. — Ertu alltaf að hitta Clive? spurði hún, svo sem til.að þreifa fyrir sér. > — Já, s.varaði Sandra. — Ég gæti beinlínis ekki án þess verið. Ég geri ekki annað en bíða eftir deginum, sem hann verður laus og liðugur. __ Þegar gæsasteggurinn nálg-1 veiðimaður upp og hleypir af I ekki tillit til flughraðans og högfl-j Fljótlega er gæsasteggurinn korn jet veiðima<nnaskýlið, stendur I skoti....En skotmaðurinn tekur j in þjóta fyrir aftan stegginnJ inn úr skotfæri og öruggur i bili. í sama bili kom lestin þjótandl og batt enda á tal þeirra. Það var ekki laust við að Júlíu létti. Hana langaði ekki til að hlusta á syst- ur sína tala um þessa framtíð, sem hún sjálf þóttist viss um, að biði hennar alls ekki. Hún stillti sig því algjörlega um að minnast á Clive það sem eftir var heimleiðarinnar, enda var nóg annað að tala um. Eftir því sem Júlíu sagðist frá ferð sinni, fannst Söndru, að þrátt fyrir allt væri Júlía heppnari en hún sjálf. Að minnsta kosti væri hún ör- ugglega gift, og því gat ekkert breytt. Móðir þeirra beið í opnum dyr unum, þegar þær stigu út úr leiguvagninum, og kom nú þjót andi út, til þess að fagna Júlíu. — Ó, er þetta ekki dásamlegt! Að hugsa sér, að við erum búin að fá þig heim aftur! Sandra hugsaði með sér, gremjulega, að þetta væri móð- ur þeirra líkt. Fyrsta hugsun hennar væri, hve mjög það gleddi hana sjálfa að fá dóttur sína heim, en hugsaði hinsvegar ekkert um tilfinningar Júlíu i þessu sambandi. Frú Fairburn horfði á yngri dóttur sina og sagðist ekki hafa getað trúað heppni sinni þegar bréfið kom frá Robin og hún frétti, hvernig komið væri. En svo hugsaði hún sig samt eitthvað um, því að hún bætti við: — Auðvitað þótti okk ur þetta leiðinlegt þín vegna. SHtltvarpiö Miðvikudagur 5. júlí 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. —. 8:35 Tónleikar — 10:10 Veöur* fregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. -• 12:25, Fréttir og tilkynningar) .1 15:00 Miðcfibgisútvarp (Fréttir. —• 15:05 Tónleikar. —16:00 Fréttir og tilkynningar. — 16:05 Tón« leikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Islenzk tónlist: a) Þættir úr hátíðamessu eftir Sigurð Þórðarson. Guðrún A, Símonar, Magnús Jónsson. Guðmundur Jónsson og Karla kór Reykjavíkur syngja. b) Tilbrigði eftir Jón Leifs um stef eftir Beethoven. Hljóm sveit Ríkisútvarpsis leikur, Hans Antolitsch stjórnar. 20:30 Dagskrá í tilefni af 75 ára afmæll Stórstúku Islands. a) Avarp stórtemplars, Bena-* dikts Bjarklinds. b) Erindi Séra Kristinn Stefáns- son fyrrv. stórtemplar. c) Viðtil við háritara, C. G, Peet. d) Samtal við gamlan templara, e) Söngfélag templara syngur, Ottó Guðjónsson stjórnar. 21:30 Tónleikar: Sónata fyrir víólu og píanó ftir Arnold Bax. William Primrose leikur á víólu og Harri- et Cohen á píanó. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: ,,Ölokna bréfið" eft ir Valeri Osipov: I. lestur (Pétur Sum arliðason kennari þýðir og les). 22:30 „Stefnumót í Stokkhólmi": Nor rænir skemmtikraftar flytja gömul og ný lög. 23:00 Dagskrárlok. Flmmtudagur 6. júlí 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar — 10:10 Veður- fregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar) .1 12:55 ,,A frívaktinni“, sjómannaþáttur (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. -*• 15:05 Tónleikar. —16:00 Fréttlp og tilkynningar. — 16:05 Tón- leikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Lög úr óperum. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Erindi: Á þingi leikhúsmanna f Vínarborg (Guðlaugur Rósin- kranz þjóðleikhússtjóri). 20:20 Tónleikar: Tríó nr. 5 í D-dúr op, 70 nr. 1 (Geister“-tríóið) eftip Beethoven. — Adolf Busch leik ur á fimu, Hermann Busch á selló og Rudolf Serkin á píanó, 20:45 Frásöguþáttur: Sólbráð á Siglu- firði (Þórunn Elfa MagnúsdóttiP rithöf undur). 21:10 Tónleikar: Fjórar konsertaríup eftir Mozart. Maria Stader og Kim Borg syngja 21:40 Erlend rödd: Halvard Lange ræ8 ir um friðsamlega sambúð þjóða (Sigurður A. Magnússon blaðam) 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Ölokna bréfið" eft ir Valeri Osipov; II. (Pétur Sum arliðason kennari). 22:30 Sinfóníutónleikar: Sinfónía nr. 3 op. 27 („Slnfónía Espansiva") eftir Carl Nielsen, Sinfóníuhljðsveit danska útvarps ins leikur. Einsöngvarar: Ingep Lis Hassing og Erik Sjöberg. — Stjórn.: Erik Tuxen. * 23:05 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.