Morgunblaðið - 05.07.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.07.1961, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 5. júlí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 19 Flogið irá Ahareyri til útianda — Vinnuskiptingin Frh. af bls. 20. FYRSTA BEINA utanlandsflugið frá Akureyri var farið í gær. Viscountvél Flugfélagsins flaug með þátttakendur í móti sam- samvinnutrygginga til Osió og Stokkhólms laust eftir hádegið — og var 3 klst. og 20 mín. til Osló. Venjulega eru vélarnar um 4 klst. frá Rvík. Flugstjóri var Jón Jónsson. í fyrradag fór Cloudmastér Flugfélagsins í fyrsta sinn til — Kuwait Framh. af bls. 1 þá skoðun sína, að þegar hefðu verrð gerðar nægilegar ráðstaf- anir til þess að þessu takmarki yrði náð. Og ekkert benti til þess, | að bíð alvarlega ástand, sem ríkt ihefði í Kuwait, myndi breiðast út til fleiri landa á þessum slóðum. Hassuna fagnað Samkvæmt Reuters-fregnum var framkvæmdastjórti Araba- bandalagsins, Abdul Hassuna, fagnað af þúsundum araba, þeg- j ar hann kom til Kuwait frá Bagdad með flugvél á þriðjudag. Hassuna lét svo ummælt við kom una, að hann ætlaði nú að hlýða á sjónarmið Kuwait í deilunni við írak. í Bagdad hefði hann rætt við írakska leiðtoga. Kvaðst íhann vonast til að hagsmunum araba yrði ekki stefnt í voða með ágreiningi íraks og Kuwait. — Hassouna sagðist mundu dvelja í Kuwait í 2—3 daga, en því næst halda til Riyad, höfuðborg- ar Saudi-Arabíu. Irak hindrar aðild Kuwait ' Ráð Arababandalagsins kom saman í Kairo í dag, til þess að fjalla um umsókn Kuwait um að- ild að bandalaginu. Stóð fundur- inn í eina klukkustund, en að ihonum loknum var tilkynnt, að ráðið myndi ekki koma saman aftur fyrr en á miðvikudag í næstu viku. Samkvæmt fregnum Reut- ers beitti Irak neitunarvaldi á fundinum, til þess að hindra aðild Kuwait að bandalaginu. Á hinn bóginn hefur fulltrúi Iraks, Abdul Kotefi, vísað á bug orðrómi um, að Irak myndi segja sig úr Araba- bandalaginu, ef umsókn Kuwait yrði samþykkt. Málflutningur Iraks Fyrir fundinn gaf írakska Btjórnin út orðsendingu, þar sem Bretar eru sakaðir um að sýna af sér yfirgang gagnvart Irak með liðsflutningunum til Kuwait, sem sé að lögum írakskt land. Séu þeir mgð þessu framferði að blanda sér í innri málefni arabaríkjannaö írak hafi einung is ætlað að fylgja kröfum sínum til yfirráða í landinu eftir með friðsamlegum ráðum. Fregnir um hernaðaráform Iraks séu helber uppspuni heimsvalda- sinna. Aðför Breta sé stefnt gegn sjálfstæði arabisku ríkjanna allra og hvetur Irak þau til að sameinast um að hrinda nýlendu- sinnunum af höndum sér. Fundur í öryggisráðinu Sendinefnd stjórnarerindreka frá Kuwait var væntanleg til New York á þriðjudagskvöld, til þess að fylgjast með fundum Öryggisráðsins, er það á mið- vikudag heldur áfram umræðum sínum um ástandið í hinu arabiska furstadæmi. í aðalstöðv um Sameinuðu þjóðanna er talið líklegt, að fulltrúi Kuwait fái að taka til máls, strax í byrjun hæsta fundar, til þess að rök- styðja staðhæfingar sínar um að aðstoð Breta sé ekki ógnun við Irak. Líklegt þykir, að Sovétveldið muni einhverntíma við umræð- urnar ásaka Breta og Bandarík- in fyrir að sölsa undir sig olíu- auðæfi Kuwaits. Varla er þó búist við að sovézki fulltrúinn, sem er Valerian Zorin, muni taka til máls, fyrr en fulltrúar araba- ríkjanna hafa fengið orðið. Kulusuk á Grænlandi, flutti 55 danska verkamenn. Eftir heim komuna, í fyrrinótt fór vélin aukaferð til Skotlands fyrir Loft leiðir og tafðist ytra svo að brott för áætlunarvélar Flugfélagsins til útlanda seinkaði töluvert i gærmorgun. Miklir flutningar eru nú í milli landaflugi Flugfélagsins og verð ur farin aukaferð til Skotlands. Atii togar- anna treg- ur ER verkfallið leystist gátu nokkrir togarar haldið á veið- ar en afferming þeirra sem lágu hér í höfninni gengur hægt vegna vörubifreiða- stjóraverkfallsins. Togararr.ir Freyr, Víkingur og Geir eru farnir á ísfisk- veiðar, ennfremur fór togar- inn Haukur á veiðar í gær . og veiðir í ís svo og Ingólfur Arnarson sem veiðir í salt. Margir togaranna eru nú að veiðum við Vestur-Græn- land en afli er tregur hjá öllum. Einn þeirra, togarinn Narfi, er á karfaveiðum og mun afli einnig tregur hjá honum. Hann mun væntanleg ur hingað til Reykjavíkur í næstu viku fyrsti togarinn sem kemur að landi eftir verkfallið. Á Hlöðufell um helgina UM NÆSTU helgi ráðgera Far- fuglar ferð á Hlöðufell. Ekið verður af þjóðveginum við Hof- mannaflöt um Goðskarð sunnan við Söðulhóla með 'fram Tinda- skaga um Klukkuskarð á Eyfirð ingaveg og að Hlöðufelli Og gist þar í tjöldum. Á sunnudag verður gengið á Hlöðufell og komið í bæinn um kvöldið. Áskriftalistar fyrir sumarleyf isferðirnar í Arnarfell 15. júlí og um Fjallabaksvegi 29. júlí liggja frammi í skrifstofunni, sem er opin á miðvikudags-, fimmtu- dags- og föstudagskvöldum kl. 8:30—10, sími 15937. Á fimmtu- dagskvöld verða sýndar iit- skuggamyndir frá Hlöðufelli og úr Arnasfelli. að félagið setti fram kröfu um vinnuskiptingu í sambandi við lausn vinnudeilna, en mikil átök hafa jafnan orðið um þetta atriði innan félagsins sjálfs. Hef- ur margsinnis farið fram alls- herjaratkvæðagreiðsla um mál- ið innan Þróttar, en úrslit ætíð verið mjög tvísýn, venjulega munað 5—10 atkvæðum á ann- an hvorn veginn. Síðast þegar slík allsherjaratkvæðagreiðsla fór fram, var tillagan í þessa átt samþykkt með örfárra at- kvæða mun, og á þeirri sam- þykkt byggir stjórn Þróttar nú kröfur 'sínar um vinnuskiptingu. Telja margir vörubílstjórar, að bak við þessa kröfu Þróttar- stjórnarinnar búi fyrst og fremst ósk um að geta fengið í sínar hendur skiptingu vinnunnar á þeim stöðum, þar sem .einkum eru starfandi pólitískir andstæð- ingar hennar innan félagsins. Auk þess sem þannig er mikil andstaða gegn vinnuskipting- unni meðal vörubílstjóra sjálfra, telja vinnuveitendur sig alls ekki geta sætt' sig við að vera ekki sjálfráðir um, hverja þeir ráði til sín í vinnu. Verði gengið að kröfu Þrótt- arstjórnar um vinnuskiptingu býðst hún hins vegar til að fall- ast á nokkra lækkun akstur- taxta, þar sem hann sé miðaður við tiltölulega litla nýtingu. Aðrar helztu kröfur Þrótt- arstjórnar eru t. d. þær, að verktakar í ákvæðisvinnu skuli taka einn Þróttarbíl á móti hverjum einum eigin bíl, þó skuli hann einungis nota Þrótt- arbíla sé 40% eða meira af verk- inu akstur. Þá krefjast þeir þess, að fiskkaupendur, sem kaupa fisk við skipshlið, taki einn Þróttarbíl á móti hverjum einum eigin bíl og loks, að skipafélög og skipaafgreiðslur fjölgi ekki bílum sínum og breyti ekki til um tæki. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, mun enn langt í samkomulag, þrátt fyrir það, að fjölmargir sáttafundir hafi verið haldnir með deiluaðilum. Vegna anna sáttasemjara rík- isins, Torfa Hjartarsonar, tók vara-sáttasemjari, Valdimar Stef ánsson saksóknari, að ‘sér að miðla málum í þessari deilu. Ekki hélt hann fund í gær með samninganefndum Þróttar og vinnuveitenda, og ekki var boð- að til næsta fundar. Hjartanlega þakka ég vinum mínum nær og fjær fyrir góðar gjafir, blóm og heillaóskir á 70 ára afmæli mínu 24. júní sl. Jón Ingvarsson, Selfossi Þakka hjartanlega mér auðsýnda vinsemd og vinarhug á 70 ára afmæli mínu 30. júní s.l. Guð blessi ykkur öll. Guðni Einarsson INGUNN JÓNSDÓTTIR hjúkrunarkona andaðist þann 28. júní. — Útförin hefir farið fram. Systkinin Kveðjuathöfn um föður okkar og tengdaföður HJÁLMTÝR JÓHANNSSON fyrrv. bóndi Saurstöðum fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 7. júlí kl. 10,30 f.h. — Jarðsett verður að Stóra-Vatnshorni laugardag- inn 8. júlí kl. 2 e.h. — Kveðjuathöfninni verður útvarpað. Börn og tengdabörn Amma mín GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR frá Langagerði andaðist að heimili sínu Hvolsvelli, mánudaginn 3. júlí Fyrir hönd aðstandenda. Hulda Signrlásdóttir Útför GUNNARS ÖLAFSSONAR kaupmanns í Vestmannaeyjum, fer fram frá Landakirkju laugardaginn 8. þ.m., og hefst með húskveðju á heimili hins látna kl. 2 e.h. Börn og tengdabörn Hjartkær móðir okkar MARGRÉT O. JÓNASDÓTTIR frá Eyjólfsstöðum til heimilis að Bergstaðastræti 64, andaðist í Bæjar- sjúkrahúsinu, þriðjudaginn 4. júlí. — Jarðaríörin aug- lýst síðar. Börn og tengdabörn Eiginmaður minn HELGI R. MAGNÚSSON bankafulltrúi lézt í Landakotsspítala 1. júlí. — Kveðjuathöfn fer fram í Dómkirkjunni, föstudaginn 7. júlí kl. 3,30 e.h. Sigríður Jónsdóttir Maðurinn minn og faðir okkar ÞÓRÐUR GEIRSSON andaðist að heimili sínu Bólstaðarhlíð 33 mánudaginn 3. júlí. Unnur Albertsdóttir og börn Faðir minn JÓN JÓNSSON Grettisgötu 36 andaðist í Landakotsspítala 4. júlí Fyrir hönd vandamanna. Lilja Jónsdóttir Konan mín og móðir okkar MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR Laufásvegi 50 verður jarðsungin frá Fríkirkjunni, miðvikudaginn 5. júlí kl. 1,30 e.h. Kristinn Steinar Jónsson Trausti Kristinsson Magnúsína Jónsdóttir. ABIGAEL JÓNSDÓTTIR frá Þingeyri verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 6. júlí, kl. 3 e.h. Vandamenn Jarðarför JÓSEFlNU GUÐBRANDSDÓTTUR fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. þ.m. kl. 1,30. —- Jarðsett verður í Hafnarfirði -— Blóm og krans- ar afþakkað Fanney Bjarnadóttir Jarðarför föður míns og tengdaföður GUNNARS FRIÐRIKSSONAR fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 5. júlí kl. 3 e.h. — Kransar og blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Jón Valby Gunnarsson, Ingileif Jakobsdóttir Hjartanlegar þakkir til allra sem auðsýndu samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu GUÐBJARGAR ÖGMUNDSDÓTTUR Eiríksgötu 2 Margrét Pálsdóttir, Guðjón E. Guðmundsson, Anna Pálsdóttir, Jón H. Friðriksson, Guðrún Pálsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir og aðrir vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.