Morgunblaðið - 06.07.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.07.1961, Blaðsíða 1
20 síður Mikið mann- fall I Alsír Algeirsborö, Alsír, 5. júlí. — (NTB-Reuter) — 1 D A G kom til alvarlegra átaka víða í Alsír, eftir að Serkir boðuðu 24 stunda alls- herjarverkfall til að mót- mæla skiptingu landsins milli Serkja og manna af evrópsku setterni. Óttast er að nærri eitt hundrað manns hafi ver- ið felldir og um 300 hafi særzt. Talsmaður frönsku stjórn- arinnar í Alsír, Jaques Coup de Frejac, skýrði frá því í kvöld að vitað væri að 80 menn hafi fallið og 266 særzt, en sennilegt að enn ætti eft- ir að berast fréttir um frek- ara mannfall. Það var útlagastjórn Serkja sem hvatti til allsherjarverk- fallsins og virðist þátttaka í því hafa orðið almenn. Franska lögreglan í Alsír hóf skothríð á mótmælagöngur Serkja í mörgum borgum lands- ins, en annars staðar réðust Serkir að fyrra bragði á lög- reglumenn og á verzlanir Ev- rópubúa. MANNFALL Eftir því sem á daginn leið fóru að berast fréttir um mann- fall. Yerst urðu átökin nálægt borginni Constantine á austur- strönd Alsír, en þar og í Djid- jelli voru a.m.k. 26 manns drepnir og um 70 særðir. Ekki er vitað hvernig átökin urðu en óstaðfestar fregnir herma að Serkir hafi þarna ráðist á franska herstöð. í mörgum bæj- um í Castiglione-héraði um 40 km. fyrir austan Algeirsborg kom einnig til alvarlegra átaka milli hersins og Serkja, sem báru græna og hvíta fána upp- reisnarmanna. Allar mótmæla- göngur höfðu verið bannaðar og jafnframt tilkynnt að herinn hefði fyrirskipanir um að tvístra þeim. Frh. á bls. 2 íraksher við landamæri Kuwait Kuwait, 5. júlí (Reuter-NTB) BREZKU hernaðaryfirvöldin í Kuwait tilkynntu í dag að stöðugt væri verið að fjölga hermönnum íraks við landa- mæri Kuwait. Og í fréttum frá furstadæminu Bahrein við Persaflóa berast fréttir um að skriðdrekasveitir ír- aksmanna séu á leiðinni til Iandamæranna. Upplýsingar þessar voru Köldu sjávarskilin gefa von um veiði SAMKVÆMT upplýsingum fréttaritara fyrir norðan hef ur Jakob Jakobsson, fiski- fræðingur um borð í Ægi, komist að þeirri niðurstöðu að köldu sjávarskilin liggi nú nær landi út af Langanesi en í fyrra, og ekki ósvipað því, sem var sumarið 1959. Menn gætu þannig freistast til að Ný eldflaug Tel Aviv, Israel, 5. júlí (Reuter) ISRAELSMENN skutu 1 dag á loft margra þrepa eldflaug, sem komst í um 80 kílómetra hæð. Eldflaugin var 250 kíló á þyngd, og gerð til veðurathuguana. Meðal viðstaddra, er eldflaug- lnni var skotið á loft, voru David Ben Gurion forsætisráðherra, frú Golda Meir utanríkisráðherra og fieiri háttsettir embættismenn. Að loknu geimskotinu sagði Ben Gurion að eldflaugin sann- aði getu vísindamanna ísraels og væri hún að öllu leyti smíðuð í ísrael. ísrael er sjöunda ríkið þar sem tekizt hefur að skjóta eldflaug út í geiminn. Hin ríkin eru: — Bandaríkin, Sovétrikin, Bret- land, Frakkland, Ítalía og Japan. ætla að síldin, sem kemur að vestan og gengur austur með landinu grynni á sér. Átuskil yrði eru þarna sæmileg, svo búast mætti við veiði, ef síld in færir sig á þetta svæði. gefnar á fundi er Derek Horsford hershöfðingi, yfir- maður brezku hersveitanna í Kuwait, átti með frétta- mönnum í dag. ERFIÐLEIKAR Horsford sagði að ráðstafan- ir hafi verið gerðar til að hindra hugsanlega tilraun Iraks- hers til að fara innfyrir landa- mæri Kuwait. Hernaðarlega séð er ekkert sem gefur til kynna að íraksher muni ekki hefja árás, sagði Horsford. Á næstu tveim til þrem dögum munu jarðsprengjur verða lagðar á 125 km. löngu svæði meðfram landamærum íraks. Horsford bætti því við að brezku hermennirnir liðu mjög vegna sandstorma og hita, sem geisað hafa viðstöðulaust frá því brezka liðið steig á land í Kuwait og hafa um eitt hundr- að hermenn verið fluttir frá landamærunum í sjúkrahús sár- þjáðir af hitanum. Talið er að nú séu um 5.000 brezkir hermenn komnir til Breta burt NEW YORK, 5. júlí. öryggis- ráð SÞ ræddi í dag Kuwait- málið. Fyrir ráðinu liggja tvær kærur og er önnur frá Kuwait þess efnis að frak ógni sjálfstæði landsins, en hin kæran frá írak, sem mót mælir liðflutningum Breta til Kuwait. FVulltrúi íraks skýrði ráð- inu frá því að land sitt hefði ekki hernað í huga gegn Ku- wait, en sagði að það vildi friðsamlega lausn málsins. Tók. hann skýrt fram að krafa íraks til Kuwait væri lög- mæt. Sakaði hann Breta um valdbeitingu við botn Persa- flóa í þeim tilgangi að spilla andrúmsloftinu þar og styrkja eigin aðstöðu. Bar hann á móti því að íraksstjórn væri að draga saman her við landa mæri Kuwaits og sagði að brezka herliðið í Kuwait væri eina ógnunin við friðinn á þessum slóðum. Yrði brezki herinn því að hverfa á brott hið skjótasta. Arabiska Sam bandslýðveldið gaf í dag út opinbera tilkynningu í Karíó, þar sem skorað er á Breta að kalla heim her sinn frá Ku- wait úr því írak hafi einungis friðsamlegar aðgerðir i huga. í yfirlýsingunni segir að full- trúi Arabiska Sambandslýð- veldisins hjá SÞ muni leggja fram formlega kröfu í Örygg isráðinu um það að brezki her inn verði fluttur frá Kuwait. Kuwait, en auk þess hermenn frá Saudi-Arabíu, en ekki er vitað um fjölda þeirra. Hafa þeir, ásamt Kuwaither, tekið sér stöðu átta kílómetrum frá landamærunum. UMSÓKNIN BfÐUR í fréttum frá Kairó segir að Frh. á bls. 2 .í STAÐ þess að fyrir um 500 til 600 árum leituðu hugrakk ir sæfarar nýrra landa á þess ari jörð, beina visindamenn nútímans rannsóknum sínum' út í geiminn. Stjörnufræðing- ar vinna sleitulaust að því að, safna upplýsingum utan úr geimnum og gerfitungl og geimför flytja fróðleik til jarð ar. Myndin er af tveim brezk- um hlustunartækjum af nýj- ustu gerð, sem verið er að sýna um þessar mundir, og notuð eru til að hlusta eftir hljóðum utan úr geimnum, Þjóöleg sjónarmið ráöa úrslitum Handritamálið til umræðu í lýðháskóla Kaupmannahöfn, 5. júlí. dönskum Einkaskeyti frá Bent A. Koch. HANDRITAMÁLIÐ var að- alumræðuefnið á fjölmenn- um fundi, sem haldinn var í Snoghöj lýðháskólanum. Forstöðumaður skólans, Poul Engberg og Ólafur Halldórs- son, lcktor í íslenzku við Kaupmannahafnarháskóla, lýstu því báðir yfir að hand- ritamálið væri í rauninni leyst. Þakkaði Ólafur Hall- dórsson danska lýðháskólan- um fyrir framlag hans til lausnar málsins. Poul Engberg sagði meðal annars að líta mætti á hand- ritamálið frá þrem hliðum, þ.e. vísindalega, lögfræðilega og þjóðlega, en þjóðlega sjónarmið- ið yrði að ráða úrslitum. Danska skáldið og presturinn N. F. S. Grundtvig (1783—1872) sagði það vera þjóðardyggð að halda tryggð við þjóðararfinn. FALLEGUR LEIKUR Það getur ekki aðeins haft þýðingu fyrir norræna sam- vinnu almennt að ísland fái handrit sín aftur, lieldur getur sú virðing fyrir andlegum arfi íslendinga, sem fram kemur £ afhendingunni, orkað aftur á okkur sjálfa svo við lærum að temja okkur þá þjóðardyggð að sökkva okkur niður í okkar eig- in andlega arf, sagði Engberg. Skólastjórinn sagði að nú væri tryggt að handritin yrðu afhent íslendingum í siðasta lagi eftir þrjú og hálft ár. Þing- mennirnir 61, sem fengu af- F.ramh. á bls. £9. Enginn sáttaf undur ENGINN sáttafundur var haldinn í gær með Þrótt- ar-bílstjórum og vinnu- > veitendum. Tjáði Valdi- mar Stefánsson varasátta semjari blaðinu í gær. kvöldi, að til næsta fund ar hefði ekki verið boð- að. — -•

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.