Morgunblaðið - 06.07.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.07.1961, Blaðsíða 6
6 MORCUNBL4ÐIÍ) Fimmtudagur 5. júlí 1967 Framlag Hringsins til barna- spítalans rúml. 4,6 milli. kr AÐALFUNDUR Kvenfélagsins Hringsins var haldinn þ. 1. júní síðastl. Fóru þar fram venjuleg aðalfundastörf. Samkvæmt breyt ingum á lögum félagsins eiga 2 af fjórum stjórnarkonum að gan ganga úr stjórn eftir að hafa set ið 1 stjórn í 4 ár, og áttu þær frú Eggrún Arnórsdóttir og frú Mar grét Ásgeirsdóttir að ganga úr Stjórninni. í þeirra stað voru kosnar þær frú Laura Beiring, gjaldkeri og frú María Bernhöft Auk þeirra skipa stjórnina þær frú Soffía Haraldsdóttir, sem var endurkosin formaður til tveggja ára, frú Guðrún Hvannberg og frú Sigþrúður Guðjónsdóttir. í varastjórn eru þessar konur: Frú Dagmar Þorláksdóttir, frú Herdís Ásgeirsdóttir, frú Hólmfríður Andrésdóttir og frú Ragnheiður Einarsdóttir Fjáröflunarnefnd var kósin til tveggja ára og hlutu þessar kon- ur kosningu: Frú Ólöf Möller, frú Hólmfríður Andrésdóttir, frú Björg Thoroddsen, frú Ingibjörg Kaldal frú Anna Hjartadóttir frú Sigríður Zöega og frú Sigur laug Þorsteinsdóttir Alls námu tekjur Barnaspítala sjóðs kr. 494.442,19. í desember síðastliðin voru afhentar krónur 400000.— til byggingar Barna- spítalans og nemur framiag sjóð lilt útlit hjá kartöflu- rœktendum AÐFARANÓTT þriðjudagsins i sl. viku var næturfrost í Reykjavík og sér mikið á kartöflugrösum víða í garð- löndum Reykvíkinga, einkum eru grösin illa farin í þeim görðum, sem liggja lágt, eins og í Vatnsmýrinni og Laugar- dalnum. Þar eð vorið hefur að auki . erið kalt, lítur illa út með kartöfluræktina, ef ekki hlýn- ar nú strax verulega, að því er Hafliði Jónsson, garðyrkju- stjóri bæjarins tjáði Mbl. — Einnig mun alls óvíst að bær- inn muni nokkuð geta hlaup- ið undir bagga með að geyma kartöflur fyrir fólk í haust. Ágangur sauðkinda Þá hefur fólk, sem reynt hefur að rækta kál og. rófur í matjurtagörðunum ofan við Elliðaárnar, orðið fyrir tals- verðu tjóni vegna ágangs sauð kinda. Og ekki hafa rabar- baraeigendur heldur f engið frið í opinberum görðum, því hjá sumum hefur allur rab- arbarinn verið hirtur af óhlut- vöndu fólki. sins samtals kr. 4.673.425,- Alls hafa safnast í sjóðinn krónur 6.883.201,29. Eignir Barnaspítala sjóðsins eru ávaxtaðar í verðbréf um og bönkum. Reikningar sjóð sins og aðrir reikningar félagsins eru endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda oð verða þeir birt ir í B-deild Stjórnartíðinda Félagið vill færa öllum, sem styrkt hafa Barnaspítalasjóðinn á einn og annan hátt sumir af mikilli rausn, sínar innilegustu Hringkonur þakka EINS og almenningi er kunn- ugt af fréttum í blöðum og út- varpi var Bamaspítalasjóði af- hent stórhöfðingleg gjöf, að upphæð kr. 250.000,00, af Lands- banka íslands, í tilefni af 75 ára afmæli stofnunarinnar. — Stjóm Kvenfél. Hringsins vill bera fram sínar innilegustu þakkir fyrir þessa einstæðu rausn og velvild, og mun þetta verða félagskonum hvatning til þess að vinna áfram af áhuga að settu marki. Þjófurinn var þungur á sér AKUREYRI, 4. júlí — Aðfara- nótt miðvikudagsins s.l. var brot izt inn í klæðaverzlun Jóns M. Jónssonar. Farið var inn um bak dyr, en til mannsins sást úr næstu húsum eg lögreglunni var gert aðvart. Er hún kom á stað- inn, var þjófurinn á hlaupum yfir girðingu að næstu lóð. Náði lögreglan honum fljótlega ogmun hann hafa verið nokkuð seinn í svifum, því I verzluninni hafði hann hirt vesti, jakka og utan- yfirstakk og hafði klætt sig í allt saman, en í vasana hafði hann stungið tveimur nærbolum. Þetta er aðkomumaður, 16 ára gamall, og að eigin sögn á leið til Siglufjarðar í síldina. þakkir. Vonar félagið að geta lökið því hiutverki, sem það hefir sett sér. En að sjálfsögðu er það komið undir áframhaldandi vel- vild og skilningi almennings, sem altaf hingað til hefir brugðist vel við er félagið hefir efnt til fjáröflunar Minningarspjöld og Heillaóska kort Barnaspítalasjóðs Hringsins eru seld á eftirtöldum stöðum: í Hannyrðaverzl.Refill, Aðal- stræti 12. í Þorsteinsbúð Snorra- braut 61. í verzl. Spegilinn Lauga veg 48. í Holtsapoteki Langholts vegi 84. í verzl. Álfabrekku Suð urlandsbraut. Hjá yfirhjúkrunar konu Landsspítalans frk. Sigríði Bachmann skrifar um NÝJA BÍÓ: Á vogarskálum réttvísinnar. (Compulsion). ÁRIÐ 1924 gerðist sá óhugnan- legi aitburður, að tveir ungir námsmenín myrtu dreng nokk- urn, sem bjó í nágrenni við þá. Pil'tar þessir voru báðir innan við tvítugt og stunduðu háskólia- nám. Þeir voru af auðugu fóliki 'komnir. Þóttu afburða náms- menn og lífið virtist leika við þá. En þetta áhyggjulausa líf við allsnægtir fullnægði þeim ekki, — var þeiim of hversdagslegt, — vantaði þá spennu sem jiaifnvægis laust hugarfar þeirra gerði kröfu til. Eitthvað varð að gera, helzt eitthvað stórbrotið og ógurlegt, sem kaemi olilu í uppnám og Á þriðja hundrað selir veiddust á Ströndum Saltpöntun ar d leiðinni vestur Gjögri, Ströndum, 4. júlí. SELVEIÐI er senn að verða lok- ið hér í hrepp og hefur hún ver- ið með langbezta móti, nema á Munaðarnesi. Þar veiddust að- eins 20 selir, en undanfarin ár 30—35. Kenna Munaðarnesbænd ur um rækjubátunum frá fsa- firði, sem þar hafa verið að veið- um í vor en frá þeim hefur komið olíubrák á sjóinn. Alls hafa kom- ið á land hér talsvert á þriðja hundrað selir. Kaupfélagið saltlaust Reitingsafli hefur verið hér að undanförnu og gæftir sæmilegar. Hafa sjómenn lagt fisk sinn inn hjá h.f. Djúpavík, því kaupfélag Strandamanna hefur ekki haft nokkurt salt fram að þessu. Okk- ar ágæti kaupfélagsstjóri pant- aði salt hjá SÍS seinni hluta sum ars 1960 og á nú loks vOn á því um miðjan júlí. Eru sjómenn mjög óánægðir með þetta saltleysi kaupfélags- ins æ ofan í æ, því það er jafn kostnaðarsamt að koma fiskin- um til Djúpuvíkur, eins og að fara á miðin og veiða hann. Verða sjómenn að taka til sinna ráða, koma sér upp eigin pöntun- arfélagi Og verka sinn fisk sjálf- ir, ef kaupfélag Strandamanna getur aldrei tekið af þeim fisk- inn fyrir saltleysi. — Regína. Afhentir t r ú n a ð a r b r é f HINN 27. júní sl. afhenti Hans G. Andersen Belgíukonungi trúnað- arbréf sitt sem sendiherra ís- landi í Belgíu með búsetu í París. KVIKMYNDIR sýndi yfirburði þeirra. Það varð því úr, að þeir komu sér saman um að fremja „hinn fullkomina glæp“. Þeir létu þegar til skarar skríða og varð hinn ungi drengur fórnardýrið. Glæpur þessi vakti geysiaithygli og skelfingu. Lög- regluramnsókm var þegar hafin af mikilli nákvæmni og rögg- semi. í fyrstu voru hinir ungu morðimgjar sigri hrósandi. Því að emgum diatt í bug að þeir væru á nokkurn hátt við morðið riðn- ir. En hinn „fullikomni glæpur“ hefúr oftast mistekizt, og svo fór einnig að þessu sinmi. Þau atvik komu fram við lögreglurannsókn ina, er urðiu til þess að böndin bárust að hinum ungu náms- mömnurn. Fór svo að lokum eftir langar og strangar yfirheyrslur að þeir urðu að játa á sig glæp- inn og voru þeir báðir dæmdir í lífstíðar fangelsi. Er annar þessara mannia nú dáinn en hinn lifir og hefur afplánað hegmingu síma. — Mál þetta vaikti á símum tíma óhernju æsingu meðail fólks- ins, og var mikið um það rætt meðal sérfræðinga hver sálfræði leg rök lægju að því hugarfari sem leitt gæti til slíkra glæpa. — Um þennan atburð fjallar mynd sú, sem hér er um að ræða. Er þar gerð grein fyrir skapgerð hinna umgu manna, lífi þeirra í alsnægtum, félögum þeirra og öðrum aðstæðum. Þá er rakin rannsókn löigreglunnar og hversu smám saman þrengist að morð- ingjum unz þeir játa glæp sinn, sókn og vörn málsins fyrir dóm- stólnum og dómouppsögnin. Mynd þessi er mjög áhrifa- mikii og vekur áhorfandann til margskonar hugleiðinga um mannlegt eðli og það hvern þátt uppeldi og aðrar ytri aðstáeður eiga að því að móta skapgerð manna og sálarlíf. Er myndin af- burðavel leikin, ekki sízt leikur ungia fólksins og þá sérstaklega þeirra Dean Stocwell’s og Brad- ford Dillman’s sem leika morð- ingjana. Einnig er mjög áhrifa- ríkur leikur Orson Welles í hlut- verki verjandans. * Ljót saga Ljót saga var okkur sögð í gær — en því miður sönn. Á mánudag keypti 9 ára stúlfca skó á sig í Skósölunni á Laugaveg 1. Þegar hún kom út, gaf kona sig á tail við hana og bað hana um að skreppa inn 1 sælgætisverzlun og kaupa fyrir sig ís. Bauðst hún til þess að geyrna gkókassann fyrir hana á meðan. Telpan gerði það. En þegar hún kom út aftur, var konan horfin með skóna hennar. Komu vegfarendur að telp- unni hágrátandi. * Treg þátttaka í skemmtiferðum Nú er kominn sá árstími að. fólk er farið að taka sér sum- arfrí og leggjia land undir fót, enda veður ágætt, þó nokkuð andi köldu þegar sólin ekki vermir. Mér heyrist á þeim sem í mörg ár hafa efnt til skemmtiferða, að ekki sé mi'k- il þátttaka enn sem komið er. Það sé eins og fólk bíði og hiki við að ákveða sig í ein- hverjla ákveðna ferð og jafn- vel við að fara strax í fríið sitt. Það vilji sjá tiL Þetta er í rauninni ekki und arlegt. Fjölmargir eiga margra vikna verkfall að baki, og þurfa að vinna upp það sem tapast hefur, vita þar af leið- andi ekki hverju óhætt er að eyða. Einstaka maður hugsar þó sem svo: Það er einmitt gott að fana núna strax áður FERDIIVAIMIt en aillt hækkar, sem til ferða- laga þarf. 9 Fyrir hvern sem er Úr ýmsu er að velja um skemmtiferðir innanlands. —- Boðið er upp á ferðalög á hest um yfir öræfin, þar sem allit er lagt til, hestar, matur og tjöld. Fjallabílstjóramir og ferðafélögin hafa fyrir löngu skipulagt margar freistandi ferðir á þessu sumri. Fæstir hafa séð alla þá staði, sem þar eru taldir, enda tiltöilulega fá ár síðan háir fj'allaibíl'ar með drifi á öl'lum hjólum fóru að bruna yfir hraiun og ójöfnur og ösla árnar upp undir glugga. Þetta gerir það að verkum að fullorðið fólk, sem ek'ki treystir sér til göngu, og örg- ustu letingjiar, geta veitf sér þann lúxus að njóta útsýnis- ins á f jarlægustu leiðum inn á hálendinu og stíga út úr bíl á fegurstu blettum landsins. Þó má ekki gleymast, að það er einmitt 'hinn góði útbúnað. ur, sem gerir þetta kleift. Góðir háir fjallabílar með drifi á öllum hjólum og spili, undir stjórn gamailreyndra fjallabílstj'óra, sem þekkj a hverja á og duttlunga hennar, vaða og kanna þegar ástæða er til, og hafa varabíla tiíl að draga, ef bíll festist og tal- stöðvar til að kalila eftir að- stoð, ef út af bregður. Öðrum er ekki fært eftir mörgum hinna erfiðu leiða á hálend.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.