Morgunblaðið - 06.07.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.07.1961, Blaðsíða 10
10 MORGTJNBLAÐIÐ Fimmtudagur 6. júli 1961 Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Steíánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesserv. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjiild kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. SVEITIRNAR OG FRAMTIDIN /\LLUM íslendingum er það ” hið mesta fagnaðarefni að stórfelldar framfarir hafa á síðustu áratugum orðið í sveitum landsins. Ræktun- inni hefur fleygt svo fram, að segja má að engjaheyskap urinn sé úr sögunni og allra heyja sé aflað á ræktuðu landi. Víða er einnig tekið að beita búpeningi á ræktað land. Framleiðsla landbúnað- arafurða hefur aukizt að miklum mun og afkoma bænda er allt önnur og betri en áður tíðkaðist. Það hefur verið ákveðið með lögum, að bændum beri sambærilegar tekjur við aðrar vinnandi stéttir í landinu.. Á þeim grundvelli er afurðaverð þeirra ákveðið hverju sinni. Sú ríkisstjórn, sem sýnt hefur mesta framsýni og skilning á málum íslenzks landbúnaðar er tvímælalaust nýsköpunarstjóm Ólafs Thors, sem fór með völd á árunum 1944—1947. Pétri heitnum Magnússyni, ágæt- um og vitrum manni, sem þaulþekkti þarfir sveitanna og bændastéttarinnar, var þar falin forysta landbúnað- armálanna.. Undir forystu hans voru lánastofnanir land búnaðarins efldar að mikl- um mun og framtíðargrund- völlur lagður að skipulagi afurðasölumálanna. Að þess- um heillaríku aðgerðum hef- ur landbúnaðurinn búið jafn- an síðan. í skjóli þeirrar lög- gjafar, sem nýsköpunarstjórn in beitti sér fyrir hafa stór- felldari framfarir orðið í ís- lenzkum landbúnaði en nokkru sinni fyrr. ★ Út um allt land, í hverri einustu sveit á íslandi getur að líta giftudrjúgan árangur nýsköpunarstefnunnar frá fyrstu árum lýðveldisins. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur síðan unnið að því af al- efli að bæta sambúðina milli sveita og sjávarsíðu og skapa almennan skilning í landinu á hinu miklvæga hlutverki landbúnaðarins. í þessum efnum hefur Sjálfstæðis- mönnum orðið mikið ágengt. Sá rígur, sem Framsóknar- mönnum hafði tekizt að skapa milli fólksins í sveit Og við sjó hefur stöðugt far- ið þverrandi. Samkomulag neytenda og framleiðenda um afurðaverðið hefur batn- að og undir farsælli forystu Ingólfs Jónssonar, núverandi landbúnaðarráðherra, tókst að leggja enn nýjan grund- völl að nánu og góðu sam- starfi þessara aðila haustið 1959. Þetta er ákaflega mikils virði, ekki aðeins fyrir bændastéttina, heldur fyrir viðskiptavini hennar við sjáv arsíðuna, sem fa beztu og hollustu matvæli sín úr sveit unum. Er vonandi að illinda- mönnum Framsóknarflokks- ins takist aldrei aftur að egna til ófriðar og tortryggni milli kaupstaðarfólks og sveitafólks. Yfirleitt má segja að af- koma bænda sé um þessar mundir góð og ástæða er til þess að líta björtum augum að framtíð íslenzkra sveita, enda þótt frumbýlingar og aðrir, sem í framkvæmdum standa eigi við erfiðleika að etja. „SIGUR VERKA- LÝÐSfÉL- AGANNA" JÓÐVILJINN talar um þessar mundir mikið um „sigur verkalýðsfélaganna“ í þeirri baráttu, sem undan- farið hefur verið háð fyrir hækkuðu kaupgjaldi. Vissu- lega væri það æskilegt, að verkalýðefélögin hefðu unnið raunverulegan sigur í bar- áttu fyrir bættum lífskjör- um. En því miður er því ekki þannig farið. Fjölmörg verkalýðsfélög hafa knúið fram verulegar kauphækkan- ir og segja má að almenn kauphækkun hafi orðið í landinu, ekki aðeins hjá þeim lægstlaunuðu heldur og hjá hærra launuðum stétt- um. En allt bendir því mið- ur til þess að af þessu muni fyrst og fremst leiða nýtt kaupphlaup milli kaupgjalds og verðlags. Kauphækkunin kemur að afar litlu leyti í vasa fólksins, sem heldur ef til vill að það hafi bætt kjör sín. Hún hverfur vegna hækkandi verðlags og dýr- ari þjónustu. Þetta gerist vegna þess að kauphækkun- in byggist ekki á raunveru- legri framleiðsluaukningu, heldur á hinu, að kröfur eru gerðar á hendur framleiðsl- unni, sem hún fær ekki risið undir. Þetta er hinn sorglegi sann leikur um afleiðingar þeirra kauphækkana, sem orðið hafa. Þess vegna er það í raun og veru hið mesta öfug- mæli að tala um „sigur verkalýðsfélaganna", sem háð hafa baráttuna fyrir hækk- uðu kaupgjaldi. í stað þess að knýja fram raunverulega Olíugeymar skammt utan viS borgina Ahmadi í Kuwait. Furstadæmið framleiðir meiri olíu en nokkurt nágrannalandanna og ræður yfir meira en ]/i af olíuforða Mið-Austurlanda. Olíufram- leiðslan, sem nemur um 1,7 milljón tunnum á dag, færir landinu áætlaðar 450 milljón dala tekjur á ári. Aðeins þrjú lönd í heimi framleiða meiri olíu en Kuwait, sem tekur yfir 6 þúsund fermílur og telur 200 þúsund íbúa. Frá starfi S.Þ. Dauði Lumumba rannsakaður í FYRRI vikiu var tiikynnt að sett hefði verið á laggirnar fjögurra miairna nefnd til að framkværoa óhlutdrægia rann- sókn að tildrögum þess að Patrice Lúmúmba forsætisráð herra Kongó og tveir af sam- starfsmönnum hains voru drepnir. Nefndin hélt fundi fyrir luktum dyrum í Aðail- stöðvunum í New York dag- ana 11. maí til 17. júni, en þann dag fór hún til Genfar og Brússel til að halda rann- sóknum áfram, en að lokum mun hún fara til Kongó. Tilikynningin um þetta barst forseta Oryggisráðsins í brófi frá formanni nefndarinnar, Salvador Martinez de Alva sendiherra Mexíkó hjá SÞ. Segir í bréfinu að nefndin hafi afráðið að fara til Evrópu og Afríku eftir að hún hafði haldið 14 fumdi í New York, þar sem hún yfirvegaði hinar ýmsu hliðar á verkefni sínu og hlustaði á vitnisburð nokk- urra manna. Hinir þrír meðlimir nefnd- arinnar eru Aung K'hiine dóm- ari frá Burroa, Ato Tashome Haile Marile Mariam frá Eþíópíu og Ayité d’Almeida lögmaður frá Tógó. ☆ Fjárhagsaðstob SÞ við Kongó Á BLAÐ AM ANN AFUNDI I Aðalstöðvum Sameinuðu þjóð anna í New York í fyrri viku gaf Philippe de Seynes að- stoðarframkvæmdastjóri, sem fer með efnalhagslega og fé- lagslega stjórn samtakanna, nánari upplýsingar uim þá fjárhagsaðstoð sem Kongó mun fá samkvæmt saminingi sem nýlega var gerður milli Kasavubus forseta og Sameiri- uðu þjóðanna. Eins og stendur koma peningarnir úr Kongó- kjarabót handa meðlimum sínum, hafa þau stuðlað að aukinni dýrtíð og verðbólgu, verðfellingu íslenzkrar krónu. Hin litla íslenzka króna er enn orðin minni en hún var. Fólkið fær aðeins fleiri og verðminni krónur í kaup en það fékk áður en baráttan fyrir jafnvægisleysinu var hafin. HVER HEIMTAR AUKNAR ÁLÖGUR ? IZOMMÚNISTAR og Fram- “ sóknarmenn segja nú að ríkisstjórnin heimti auknar álögur á fólkið! Því fer fjarri að svo sé. Ríkisstjórnin hef- ur þvert á móti varað við því að hleypa verðbólguhjól- inu af stað að nýju með kapphlaupi milli kaupgjalds og verðlags. Kaupgjaldið mun hækka um 18% á einu ári. Af því leiðir stórkostlega útgjaldaaukningu, ekki að- eins hjá framleiðslunni og öllum einstaklingum, er við atvinnurekstur fást, heldur og hjá hinu opinbera, bæjar-, sveitarfélögum og ríki. Ann- að hvort verða þessir aðil- ar að draga saman seglin, minnka framkvæmdir, sem að sjálfsögðu hefði í för með sér minni atvinnu, eða þá að afla sér aukinna tekna til þess að standa undir hinum auknu útgjöldum. Það eru þeir, sem aukið hafa útgjöldin, þeir sem gert hafa kröfur um hækkað kaup og aukinn tilkostnað við hvers konar þjónustu og framleiðslu í landinu, sem hafa leitt auknar álögur yfir almenning. Það eru komm- únistar og Framsóknarmenn, sem bera ábyrgðina á þessu. Hver einasti hugsandi mað- ur í landinu gerir sér það ljóst. Það eru þeir, sem heimtað hafa auknar álögur á fólkið. sjóði SÞ, ©n í hainn hafa 18 ríki lagt tæpar 19 mililjónir dollaira frarn til þessa. Er það von SÞ að heitið verði enn frekari framlögium um leið og aðildarríkin gera sér ljósa erf- íðleifcana, sem samtökin hafa tekizt á hendur til að koma Kongó á réttan kjöL Þau 18 ríki sem hingað til hafa lagt fram ails 18.980.486 dollara eru: Ástralía 750.000 dollarar, Bandaríikin 10.000.000 dollarar, Bretland 3.000.000, Danmörk 600.000, Filippseyjar 10.000, Haítí 2.000, Holland 1.000.000, Indland 105.000, ír- an 25.000, frland 25.000, Kamibódía 2.040, Kanada 1.000.000, Líbería 250.000, Marokkó 39.526, Noregur 490.616, Nýja Sjáland 280.000, Svíþjóð 1.391.304 og Túnis 10.000 doliarar. ☆ Stiflugerb i Súdan Tvær af sér stofnunum einuðu þjóðanna, Alþjóða- bankinn og Alþjóðlegi fram- farasjóðurinn (IDA), hafa i sameiningu lagt fram fjárhæð sem svarar til 32.500.000 dol'l- ara til að standa straum af 'kostnðinum við byggingu Roseires-stíflunnar í Bláu Níl í Súdan. Er þetta fyrsta lánið sem þessar stofnanir veita í sam- einingu. Alþjóðabankinn veit- ir 19.500.000 dollara lán og IDA leggur fram 13.000.000 dollara. Búizt er við að stíflan muni alls bosta kringum 89.000.000 dollara. en af því verður meira en eða 56.000.000 í helmingur erlendum gjaldeyri. Stjórnin í Súdan mun sjálf leggja fram féð sem á vantar. Stíflluna á að byggja í Bláu Níl um 100 kílómetrum fyrir norðan landamæri Eþíópíu. Mun hún safna svo miklu vatnsmagni, að á þurrkatím- um verður tvöfalt meira vatn en áður til að veita yfir rækt- arlönd. Bein afleiðing stíflunn ar verður það, að í fyrsita sinn verður veitt vatn yfir 360.000 hektara lands sem ebki hefur verið ræktað fyrr. Smíði stíflunnar mun taka kringum 7 ár. Á hverju ári verður að hætta vinnu í fjóra mánuði vegna vatnavaxta í ánni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.