Morgunblaðið - 06.07.1961, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 6. júlí 1961
MORCVNBLAÐIÐ
19
— Sovét-viðskipti
Framh. af bls. 2
ÍJrslitaáhrif Sovét-viöskipta
og fagurt sálarlíf
Enn segir í erindi Pólevojs:
„Nánum tengslum hefur ver-
ið komið á milli hinna tveggja
ríkja, bæði á sviði menningar og
efnahagslífs, á þeim 17 árum,
sem liðið hafa frá stofnun lýð-
veldisins. Sovét-viðskipti hafa
óðlazt úrslitaþýðingu í íslenzku
efnahagslífi“. — (Lbr. Mbl.).
Undir lokin mæltist Pólevoj á
þá leið, að ísland sé lítið land, en
íbúar þess séu „fólk með svo fag-
urt sálarlíf og svo heita og sterka
skapgerð, að enginn, sem heim-
sótt hefur íslarli, og ég er einn
þeirra, getur haft brjóst í sér
til að kalla land þetta lítið“.
Góð regla Sovétleiðtoga
Þá sté Kristinn Guðmundsson
sendiherra í ræðustól og var
„fagnað hlýlega“. Hann sagði
m.a.:
„Þjóðir fslands og Sovétríkj-
anna eru nú miklu nánari hvor
annarri en áður“ . . . „Sovétleið-
togarnir hafa komið fram með
góða reglu í samskiptum þjóða,
reglu friðsamlegrar sambúðar:“
j|»Lbr. Mbl.).
Lengra nær sú fréttatilkynn-
ír»g ekki.
Merki fest i barm og rætt um
frið og vináttu
P. Serebrjakoff segic m. a. svo
f ferðasögu sinni: „Allir, sem ég
hitti og kynntist, ekki aðeins í
höfuðborg íslands, heldur og í
öðrum borgum landsins, voru
gestrisnir og góðir. Ég hitti og
talaði við fjölda fólks, og hver og
einn einasti fa^naði mér, Sovét-
listamanni, og óskaði landi okk-
er hlýlega til hamingju með frið-
arviðleitni sína, Og með hið merki
lega geimflug Júrís Gagarins. Ég
var með talsvert af sovézkum
merkjum og sá, hve hinir nýju
ikunningjar mínir voru ánægðir
með að bera þau í jakkahorn-
am sínum, en á merkjunum voru
myndir af sovézkum spútnikkum
og bronzriddaranum í Leníngrad.
Eg fann vináttu þessara kunn-
ingja, kurteisi þeirra og góðvilja
frá fyrsta degi mínum á íslandi
til hins síðasta. Yfirleitt notuðum
við orðin „friður“ og „vinátta"
mest allra orða í viðræðum okk-
ar“.
Lék af eldmóði.
Sebrjakoff hélt nokkra tónleika
á íslandi. Segir hann svo um þá:
„Tónlist eftir rússnesk og sovézk
tónskáld vöktu sérstakan fögnuð
Og hrifningu áheyrenda á íslandi
og var það mjög ánægjulegt. Mér
hafði verið sagt, að íslendingar
væru alvarlegir og dyldu tilfinn
ingar sínar fjarskalega vel.
Þessu get ég ekki samsinnt. Þeir
tóku mér, fulltrúa sovét-tónlist-
arheimsins, ákaflega hlýlega. —
Þetta skýrir, hvers vegna ég lék
af þvílíkum ofsa og eldmóði'1.
Skrautleg hús en IJótt landslag
á Akureyri og í Hafnarfirði.
^ Serebrjakoff segist hafa hrif-
izt af ýmsu hér og nefnir til Al-
þingishúsið og styttu Ingólfs
Arnarsonar. „Húsin þar (á Akur
eyri) eru raáluð í skærum litum
— rauðum, grænum og gulum.
Það er gert til að vega upp á
móti hinu daufa, drungalega og
eyðilega klettalandslagi. Sömu
cöguna er að segja frá Hafnar-
firði“. Þá hlýddi hann á 40
manna strengjahljómsveit á æf-
ingu í tónlistarskóla. „Hinir ungu
tónlistarmenn léku konzert Bachs
fyrir tvær fiðlur og hljómsveit
ékki illa“,
Að lokum segist hann hafa orð
ið „fullur vináttu í garð íslenzku
þjóðarinnar, — í garð þeirra, sem
er friður og vinátta milli land-
anna kær“.
— Sildin
Frh. af bls. 20.
og gengur söltun hægar bæði
sökum þess, og þreytu fólksms.
Skipum vísað frá
Fréttaritari Mbl. á Raufarhöfn
símaði í gærkvöldi að saltað
væri þar eftir því sem hægt
væri. Ekla er þar á fólkj til
söltunar, og hefur orðið að vísa
mörgum skipum frá vegna þess.
í gærkvöldi voru 18—20 þús.
mál komin í bræðslu á Raufar-
höfn.
Skipin. sem snúa þurftu frá á j
Raufarhöfn, fóru í gær til Voprua
fjiarðar, Þórshafnar og Norð-
fjarðar til að fá aflann saltað-
an þar.
Síld af fjarlægum miðum
Fréttaritari biaðsins á Skaga-
strönd símaði í gærkvöldi, að
Eldey KE hefði landað þar 600
tunnuim í salt í gær. Þar kom
einnig í gær Haraldur frá Akra
ivesi og liandaði 1400 tunnum,
sem hann hafði fengið við Kol-
beinsey. Þaðan eru um 114 míl-
ur til Skagastrandar, og var
Haraldur aðeins 11 tíma á leið-
inni. Er það einsdæmi að síld
berist til Skagastrandar af svo
fjarlægum miðum. í gærkvöldi
var einnig von á Hrafni Svein-
bjarnarsyni II til Skagastrand-
ar með 700 tunnur. —. þ.j.
Saltað á flestum stöðum
f gær komu sex skip til Ólafs-
fjarðar með 5,700 tunnur, átta
skip fcomu til Dailvíbur með 5,400
tunnur ög 5 skip til Húsavítour
með 2,800 tunnur. Þá kom Ól-
afur Magnússon til Hjalteyrar í
gær og landaði þar 800 tunnum
af síld.
I.ifnar yfir á Vopnafirði
Fréttaritari Mbl. á Vopnafirði
símaði í gær að lifnað hefði þar
yfir með síldina. Þar var saltað
bæði ó mánudag og þriðijidag,
og í gær lönduðu þar tvö skip,
Leifur Eiríksson með 1000 tunn-
ur og Sigurfari með 600 tunnur.
Höfðu skipin fengið þennan afla
á Rifsbanka, og fór síldin að
mestu í salt, en þó 367 mál í
bræðslu. Tvö skip voru á leið til
Vopnafjarðar í gærkvöldi, Snæ-
fugl með 900 tunnur og Einir með
800 tunnur.
Skipin, sem ekki geta lándað á
Raufarhöfn, halda mörg til
Vopnafjarðar. Verksmiðjan á
Vopnafirði fer nú senn að hefja
bræðslu og reyna soðkjarnatæk-
in, sem sett hafa verið í hana.
Elding fer
norður á næstunni
AKRANESI, 5. júlí — Humarbát
urinn Ásbjörn kom í morgun
með 36 stampa af humar, samtals
1,5 tonn, og annan eins þunga af
öðrum fiski. Aflahæstur dragnóta
trillubátanna í gær var Hafþór
með þrjú tonn.
Hraðbáturinn Elding, skipstjóri
Hafsteinn Jóhannsson, froskmað
ur, fer á næstunni norður, síld-
veiðiflotanum til aðstoðar.
Oddur
Guðný Kristjánsdóttir
minningarorð
GUÐNÝ Kristjánsdóttir var
fædd 23. júlí 1875 á Árgilsstöðum
Hvolhreppi dáin 7. maí ’61. Hún
giftist Pétri Jónssyni frá Stokka-
læk á Rangárvöllum árið 1900 og
litlu síðar reistu þau sér bú á
Skammbeinsstöðum 1 Holtum.
Árið 1940 missti hún mann
sinn en skömmu áður höfðu þau
brugðið búi. Þau eignuðust tíu
börn en misstu einn son í æsku
Og eina dóttur missti hún fyrir
tveim árum.
og ástúð samferðafólksins
vermdi henni um hjartað, er lífs-
þrekið fór að dvína og hún fann
strönd hins ókunna lands nálgast.
Hún var jarðsett 13. maí síðast-
liðinn að Marteinstungu í Holt-
um að viðstöddu miklu fjöl-
menni. Vissulega er það tákn-
rænt fyrir hennar lífsstarf, að
kveðja lífið í byrjun vors og
sólar.
Blessuð sé minning hennar.
Blessuð veri minning hennar.
J. V.
Guðný heitin og maður henn-
ar munu aldrei hafa verið rik af
veraldlegum auði, en börnin níu
er til aldurs komust voru þeim
auður er þau skiluðu þjóð sinni,
en öll hafa reynzt fyrirmyndar
þegnar þjóðfélagsins. Ég sem
þessar línur rita kynntist Guðnýu
heitinni fyrir ellefu árum, er hún
fluttist með dóttur sinni Helgu og
manni hennar ísleifi Skúlasyni
að Hólmgarði 32 hér í bæ.
Kynni við þessa heiðurskonu
verður mér ætíð sannur ljósgjafi
það var alltaf hlýtt og bjart í
kringum Guðnýju, og gott við
hana að tala, hún var greind
kona, afar bókelsk Og listhneigð
enda sýndu verk hennar það
hvort sem var um ísaum eða
prjón að ræða. Hún hafði oft
gaman af'að sitja við gluggann
sinn í skini morgunsólar og virðá
fyrir sér líf og starf fólksins,
hennar starfsdagur var líka Orð-
inn langur og hún naut líka
sannrar umhyggju sem hennar
, nánustu sýndu henni og þakklæti
- Þjóðleg sjónarmið
Framh. af bls. 1
hendingunni frestað, hefðu í
rauninni unnið til góðs. Nú
yrði ekki unnt við afgreiðslu
málsins að breyta að neinu leyti
efni frumvarpsins. Poul Möller
og fylgisveinar hans hafa, gegn
tilgangi sínum, tryggt að laga-
frumvarpið um afhendingu
kemst í framkvæmd eftir næstu
kosningar. Erik Eriksen verð-
skuldar viðurkenningu fyrir það
að hann kom fram í þessu máli
sem gamall lýðháskólanemandi
og samþykkti afhendingu. Það
var fallegur leikur í deilu, sem
ekki hefur ætíð verið ánægju-
leg.
DRENGSKAPARMÁL
Ólafur Halldórsson lektor
sagði meðal annars að í Reykja-
vík stæði traust og gamalt stein-
hús, þ.e. íslenzka landsbókasafn-
ið þar sem fyrir hendi væri
heppilegt húsrúm til geymslu á
handritunum þar til nýtt bóka-
safn hefði risið af grunni. Og
ekki þyrfti að óttast að skortur
yrði á hæfum vísindamönnum
til að vinna úr handritunum.
Það yrði drengskaparmál Islend-
inga að búa þeim sem við hand-
ritin vinna sem bezt vinnuskil-
yrði. Ólafur sagði að íslending-
ar væru sannfærðir um að end-
anleg og farsæl lausn fengist á
handritamálinu eftir næstu þing
kosningar í Danmörku. Lauk
Ólafur máli sínu með þessum
orðum: Ég flyt dönsku lýðhá-
skólunum innilegustu þakkir
fyrir hönd þjóðar minar, fyrir
þann skerf er þeir hafa lagt
fram í mólinu.
Tvo ny
Islandsmet
í sundi
1 Á innanfélagsmóti í Sund- ;
höll Hafnarfjarðar voru í
. fyrrakvöld sett 2 ný ísl.met og
'eitt gamalt met jafnað. Árni
, Kristjánsson, Sundfélagi Hafn
larfjarðar setti nýtt met í 500
m bringusundi karla, og var
< tími hans 7:25,9, gamla metið
var 7:44,7. í 4x50 m flugsundi
. karla setti sveit ÍR nýtt met '
á 2:12,7. Ágústa Þorsteinsdótt'
ir jafnaði gamla metið sitt í >
100 m skriðsundi kvenna á
1:0,52.
Bifreiðaslys
r
á Arskógströnd
AKUREYRI, 4. júlí — Um há-
degisbilið valft bifreið úr Kópa-
vogi á veginum nálægt Krossum
á Árskógströnd. í bifreiðinni
voru tveir fcarlmenn og ein
stúlka. Bifreiðastjórinn og stúlk
an sluppu ómeidd, en annar
karlmaðurinn meiddist allmikið.
Sjúkrabíll flutti hann í sjúkra-
hús á Akureyri og var gert að
meiðslum hiains þar í dag. Þau
eru ekki fullkönnuð ennþá.
Bifreiðin fór mjög ilila, virðist
hafa farið 1—2 veltur, en þó
etoki út af veginum. — St. E. Sig.
Röskun á flug-
áætlun Loftleiða
TALSVERT mikil röskun hefur
orðið á flugi Loftleiða undan-
farna daga, og er það sérlega
slæmt og erfitt fyrir félagið á
þessum tíma árs, þegar farþega
flutningar eru svona miklir.
Á sunnudaginn bilaði ein af
flugvélum Loftleiða í Goose Bay
og tafðist í sólarhring. Hér í
Reykjavík varð svo að skipta um
mótor í annarri vél og sú tafð
ist í 30 klst. Félagið hafði enga
varvél til að hlaupa í skarðið og
tekur því nokkra daga að vinna
upp töfina.
S.,HELGHS0M7_rfc A ._____________
síioflRvoc 20 /»i/ bRAINIT
L__ SÍMÍ 36177 / V
leqsteinaK oq
J plötUK °
Ég þakka hjartanlega skyldum og vandalausum, nær
og fjær, heillaóskir, blóm og gjafir á áttræðisafmælinu
mínu 16. júní 1961.
Guð og gæfan fylgi ykkur. — Lifið heil.
Guðný Guðmundsdóttir, Ánanaustum.
Skólastjórahjónin á Hvanneyri. — Þökkum frámúr-
skarandi alúðlegar og höfðinglegar móttökur 1. og 2.
júlí. — Ennfremur þökkum við Magnúsi Óskarssyni
tilraunastjóra ágæta fyrirgreiðslu.
Óskum ykkur og skólanum gæfu og gengis.
25 ára Hvanneyringar
Móðir okkar,
ELÍNBORG PÁLSDÓTTIR
fyrrum húsfreyja í Unnarholti
lézt að heimili sínu Sandlæk í Gnúpverjahreppi 4. júlí
sl. Börnin
Fóstursystir mín
HÓLMFRÍÐUR ÁRNADÓTTIR
frá Hörgshóli
andaðist laugardaginn 1. júlí í Elli- og hjúkrunarheimil-
inu Grund. — Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju,
föstudaginn 7. júlí kl. 3 e.h.
Fyrir hönd vandamanna.
Lilja Hjartardóttir
Eiginmaður minn
TYRFINGUR TYRFINGSSON
bóndi, Lækjartúni
verður jarðsunginn frá Kálfholtskirkju, föstudaginn 7.
júlí kl. 2 e.h. — Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Fyrir hönd vandamanna.
Kristín Jónsdóttir
Innilegar þakkir til allra þeirra, er auðsýndu samúð
og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
KRISTlNAR HANSDÓTTUR
Sigurbjörn Jósefsson, Guðrún Jónsdóttir,
Gunnlaugur Jósefsson, Þóra Loftsdóttir
Haraldur Jósefsson, Guðrún Karlsdóttir,
Margrét Jósefsdóttir, Sigurjón Einarsson,
Axel J. Eyberg, barnabörn og barnabarnabörn.