Morgunblaðið - 08.07.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.07.1961, Blaðsíða 3
Laugardagur 8. júlí 1961 MORGUNBLAÐIÐ Andrés ðnd er vinsælastur Ingimundur litli skoðar Andrés Önd, sem kominn er sjóvelktur af hafi. — HALLÓ! Eruð þið ekki búnir að fá dönsku blöð- in? — Jú, þau eru nú loks komin, segir verzlunar- stjórinn hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Við fréttamenn Mbl. erum staddir þar inni og fylgjumst með ösinni. Auðvitað göngum við strax að borðinu þar sem Andrés önd er stillt upp og þar hittum Við ungan blaða- dreng, sem hefir fengið sér frí frá blaðasölunni augna- blik og heilsar upp ó vini sína Andrés Önd, Mikka mús og Plútó, sem eru komnir sjó- velktir af hafi. En það eru fleiri en litli blaðadrengurinn, hann Ingimundur, sem les um þessa kumpána. Fullorðinn maður er niðursokkinn í eitt blaðanna. Hann mun þó hafa grunað að við ætluðum að taka mynd af hönum, því þeg ar Ólafur mundaði vélina og ætlaði að skjóta lagði hann blaðið frá sér og labbaði á brott. Kannski feiminn! * * * Svo koma nokkrar fallegar stúlkur og demba sér yfir Billedblaðið og Hjemmet og nú stenzt Ólafur ekki mátið lengur. Nú getur ekkert hindr að hann í að taka góða mynd. Við spyrjum Ingimund litla að því á meðan hvort hann skilji dönsku, en hann svarar neitandi ósköp lágt og heldur áfram að fletta. Við snúum okkur nú til Steinars verzlunarstjóra og spyrjum hann hvað þetta séu margar tegundir blaða, sem þeir hafa fengið. — Við erum víst með um 33 tegundir erlendra blaða og af vikublöðunum erum við Imeð 6 númer núna. Með Gull- fossi komu tvö elstu númerin, en áður höfðu tvö nýrri komið með Goðafossi Og nú komu tvö nýjustu blöðin einnig með Gulífossi. Þetta ruglar fólkið og margir verða óánægðir, því það eru framhaldssögur í blöð unum, sem fólkið les. Hérna eru 18 tegundir af dönskum blöðum. Það eru öll borð full af þessu og allt snýst um blöð, segir Steinar. Við höfum samband við Grím Gíslason í Innkaupasam bandi bóksala. Þar fara 30 tegundir af dönskum blöðum í gegn. Þeir fengu um 15 tonn af blöðum núna í einu Og er það um helmingi meira en venjulega. Þeir flytja allt með sendibílum, svo bílstjóraverk- fallið hefir ekki áhrif á blaða- söluna. — Og þegar Gullfoss kem- ur er eins og allir taki kipp. Það er einskonar taugaveikl- un. Um leið og skipið er kom- ið í höfnina er farið að hringja Og spyrja um dönsku blöðin. Langmest er spurt um Andrés Önd. Hann lesa allir bæði börn og fullorðnir. Ég nota hann sem svefnmeðal og hann er ágætt svefnmeðal eftir ann- an eins aðgang eins og var í gær, segir Grímur að lok- um. Við höldum út frá Eymund- son og yfir í pósthús. Þar er sama ösin og í gær. Sveinn Björnsson deildarstjóri sýnir okkur póstpokahlaðana sem eru um allt. Það er tvöföld vakt við að lesa póstinn í sund ur og þeir gera sér vonir um að verða búnir á mánudag— þriðjudag, enda verða þeir að hafa lokið þessu áður en nýr skipapóstur kemur með Hekl- unni um miðja vikuna. Svo er stöðugt að berast flugpóstur og hann tefur fyrir. Með skip unum frá Evrópu kemur all- ur Ameríkupóstur svo og Evrópupóstur en vestanpóst- urinn fer í gegnum Éngland. Nú er Eimskip hins vegar far ið að sigla beint á New York svo vonir standa til að þetta" breytist. * * * — Það er aðeins eitt sem tefur okkur, segir Sveinn að lokum. Fólk hirðir póstinn sinn ekki nógu ört úr póst- hólfunum en þar setjum við yfir 40% af póstinum og við erum alveg strand ef við kom um hönum ekki í hólfin. Mörg þeirra eru þegar yfirfull. Og stúlkurnar snúa sér að dönsku blöðuni'”- (Ljósm M.) Hér sjást tveir af starfsmönnum pósthússins við að lesa sundur GuIIfosspóstinn í gær. Af baki þeim sjást um 300 póstpokar, sem er aðeins lítill hiuti af ölium þeim pósti, sem kom í gær. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Þriðji skipsmað- urinn fór í sjóinn SIGLUFIRÐI, 7. júlí. — í Mbl. hefur verið skýrt frá björgunar- afreki, er skipstjóri á Hávarði IS 160 bjargaði einum skipsfé- laga sinna. f dag, er skipið lá hér á Siglufirði, átti ég tal við skipverja. Sögðu þeir það rétt í frásögninni að skipverjinn, sem féll útbyrðis, hafi misst meðvit- und. Til viðbótar má geta þess að þriðji skipverjinn Stginar Guðbjartsson fór einnig í sjó- inn, til aðstoðar skipstjóra við björgunarstarfið. — Stefán. 3 STAKSTEIXAIÍ Borgarstjóri og Morgun- blaðið sammála Þjóðviijinn reynir í gær að gera mikið úr þeirri yfirlýsingu Geirs Hallgrímssonar borgar- stjóm á bæjarstjórnarfundinum í fyrrada& að Reykjavíkurbær hafi ekki boðið 3% kauphækk- un, þegar Vinnuveitendasam- bandið bauð þá kauphækkun á sínum tíma. Hefur blaðið það eftir einum bæjarfulltrúa komm únista, að hann hafi bent borg- arstjóra á, „að skammarlegt væri að geta ekki staðið við fyrri orð og tilboð“, og bætir síðan við að Morgunblaðið „hefði jafnvel talað um 6% til- lögu ríkissáttasemjara sem raun hæfar kjarabætur, þar sem at- vinnurekendur gætu tekið þá hækkun á sig, ef verkamenn vildu samþykkja hana“. Við þessi skrif er einkum tvennt að athuga. t fyrsta lagri er það rétt, að í samningavið- ræðunum við Dagsbrún kom aldrei fram neitt sérstakt tilboð af hálfu Reykjavikurbæjar. Bær inn er ekki aðili að Vinnuveit- endasambandinu og hefur að- eins áheyrnarfulltrúa að samn- ingaviðræðum þess við verka- lýðsfélögin, en greiðir síðan sama kaupgjald og um semst milli þessara aðila. I öðru lagi er það svo rangt, að Morgunblaðið hafi nokkurn tíma látið í ljós þá skoðun, að atvinnuvegirnir gætu tekið á sig þá hækkun, sem leitt hefði af samþykkt miðlunartillögu sáttasemjara. Þvert á móti hef- ur blaðið margsinnis dregið í efa, að svo mundi vera, en taldi hins vegar rétt að hvetja laun- þega til að samþykkja tillöguna, því að með samþykkt hennar taldi það nokkra von um ein- hverjar kjarabætur, þótt fyrir- sjáanlegt væri, áð hluti kaup- hækkunarinnar yrði aftur tek- inn í hækkuðu verðlagi. Það er því síður en svo, að borgar- stjóri hafi „afneitað“ Morgun- blaðinu, þótt hann léti þessa skoðun í ljós. Framsókn gagnrýnif kommúnista Það er svo aftur umhugsun- arefni út af fyrir sig, hvers vegna Þjóðviljinn hefur ummæli eftir þessum bæjarfulltrúa sín- um, sem hann lét sér aldrei um munn fará, en skýrir hins veg- ar ekki frá hinum raunverulegu ummælum hans. Eftir að borg- arstjóri hafði svarað fyrirspum bæjarfulltrúans þakkaði hann borgarstjóra fyrir og lýsti því yfir, að svarið væri fullnægj- andi, en ræddi það ekki efnis- Iega. Og fyrr á fundinum hafði bæjarfulltrúinn farið svo Iof- samlegum ummælum um borg- arstjóra og fjármálastjórn bæj- arins, að bæjarfulltrúi Fram- sóknar, sem á eftir honum tal- aði, sá sérstaka ástæðu til að verja löngum tíma til þess að gagnrýna hann fyrir að gagn- rýna ekki borgarstjóra! Harmagrátur Eysteins t ræðu, sem Eysteinn Jónsson hélt fyrir skömmu austur á Eski firði, var svo helzt á honum að skilja, að verkfallsbrölt fram- sóknarmanna og kommúnista hefði orðið til þess ein að styrkja ríkisstjórnina í sessi! Það er ekki að furða, þótt vonbrigði Eysteins séu mikii, þegar hann verður að viðurkenna það nokkr um dögum eftir að verkföllun- um er að mestu lokið, að tilræð ið gegn ríkisstjórninni hafi al- gerlega runnið út í sandinn og líklega orðið til að auka veg hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.