Morgunblaðið - 08.07.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.07.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVTSTiL AÐIÐ Laugardagur 8. júlí 1961 — Pencilín Framh. af bls. 1. mjóHdnni úr þessum kúm í 3 til 4 daga eða u.þ.b. í 6 mál. Bændunum er vitaskuld gert að fleygja mjólkinni þennan tíma, að minnsta kosti senda hana ekki á markaðinn. Ekkert eftir- lit hefur þó verið með því, að þessar reglur séu haldnar og hef ur komið í ljós, að mikill mis- brestur er á því. Mbl. hefur aflað sér upplýsinga um það, að töluvert penicillín hefur reynzt vera í mjólk frá allt að tíunda hverjum seljanda að jafnaði. Afleiðingar af neyzlu slíkrar mjólkur geta verið mjög skað- legar, eins og gert verður grein fjrrir hér á eftir, auk þess sem slíkt penicillíninnihald truflar mjög allan mjólkuriðnað og gerir t. d. osta- og skyrgerð ókleifa. HÆTTAN Má fullyrða, að mjólkurafurð- ir þær, sem landsmenn neyta nú, mjólk, ostar, skyr og mjólk- ur- og rjómaís innihaldi penicil- lín að staðaldri, sem getur haft eftirfarandi skaðlegar verkanir. í fyrsta Iagi: Nokkuð margir hafa ofnæmi fyrir penicillíni. Þegar það liggur fyrir, þá er penicillíni ekki beitt gegn mein- semdum þeirra. Mjólk með penicillíninnihaldi, sem slíkt fólk neytir, getur framkallað ofnæm- isverkanir, t. d. útbrot, í verri tilfellum lost, í verstu tilfellum getur slíkt lost leitt til dauða. I öðru lagi: Stöðug notkun penicillíns við júgurbólgu, eink- um ef notað er of lítið í einu, eins og hætt er við að bændur geri, þar sem lyfið er nokkuð dýrt, veldur ónæmi ýmissa sýkla f kúm fyrir penicillíni, sem geta síðan borizt til manna, t. d. í mjólkurafurðum, og þá verið erf iðir viðfangs, þar sem penicillín dugar ekki gegn þeim. Þess má geta, að streptococcar þeir, sem valda júgurbólgu í kúm, eru mjög svipaðir þeim, sem valda hálsbólgu og öðrum kvillum í mönnum. Stöðug neyzla mjólkur með vægu peniciMíninnihaldi getur gert ýmsa sýkla, sem valda sjúk dómum í mönnum, ónæma fyrir penicillíni. Það gerir penicillín gagnslaust gegn þeim sjúk- dómum. í þriðja Iagi má nefna það tjón, sem mjólkurbúin geta orð- ið fyrir, þar sem penicillíninni- hald mjólkurinnar truflar mjög osta- og skyrgerð. FLEIRI PENCILLfNAFBRIGÐI Að vísu eru til ýmis afbrigði af penicillínlyfjum. Munurinn á þeim er þó ekki á sjálfu penicil- Kninu, heldur þeim efnum, s_em það er blandað, og breyta eig- inleikum þess lítillega. Það er þó álit sérfræðinga, að sé ein- staklingur ofnæmur fyrir einu penicillínafbrigði, þá séu flest- ar líkur á þvi, að hann sé of- næmur fyrir hinum. Svipaðir möguleikar eru fyrir ónæmi. Nýtt enskt penicillínafbrigði, celbenín, er komið á markað- inn, en það er mjög dýrt, auk þess sem líkur eru fyrir því, að sýklar verði ónæmir fyrir því fljótlega, sem ónæmir eru fyrir öðrum afbrigðum. LEIHIR TIL ÚRBÓTA Þess var áður getið, að bænd- um væri gert að halda eftir mjólk 3—4 daga eftir peniciilín- meðhöndlun við júgurbólgu. Með þessu er hins vegar lítið sem ekkert eftirlit, ekki með sjálfri inngjöfinni, hvað mikið og hvað oft, ekki með því hvort penicillín er í þeirri mjólk, sem berst til mjólkurbúanna. Mikil brögð er því að því, að bændur sendi frá sér mjólk, þrátt fyr- ir penicillínmeðhöndlun, af gleymsku eða skeytingaleysi. í öðrum löndum, t. d. Dan- mörku, eru mjög strangar regl- ur og eftirlit með þessum mál- um. Aðeins dýralæknar mega sprauta penicillíni í kýr. Peni- cillínið er litað, þannig að mjólk in er lituð þann tíma, sem peni- cillínið er í henni og því óselj- anleg. Auk þess liggja við háar sektir og skaðabótaskylda, ef út af er brugðið. Þessar reglur eru frá 1954 og voru settar með aug lýsingu landbúnaðarmálaráðu- neytisins frá 26. júlí 1954 um bann gegn fúkkalyfjum og fúkkaeyðandi efnum í mjólk og rjóma. Slíkar reglur verður að setja hér á landi hið fyrsta. Rannsóknir lækna og dýra- lækna hér á landi á þessu vanda máli eru á frumstigi, en Mbl. hefur heimildir fyrir því, að slíkum rannsóknum verði hald- ið áfram. UMSÖGN YFIRDÝRALÆKNIS Mbl. sneri sér til heilbrigðis- yfirvaldanna og óskaði eftir um sögn á grein þessari. Barst blað inu síðan umsögn frá yfirdýra- lækni, þar sem segir m. a.: „Hið síðari ár hefur notkun fúkkalyfja til lækninga á júg- urbólgu í kúm aukizt mikið, einkum eftir að fáanleg urðu fúkkalyf í umbúðum, sem sér- staklega voru ætluð til inndæl- ingar í júgur, um spenagat. Þar sem júgurbólga gerir árlega mikið tjón, hefur ekki verið hægt að komast hjá notkun fúkalyfja, því að þau hafa reynzt lyfja bezt við flestar tegundir þessa sjúkdóms. Lengi hefur dýralæknum ver- ið ljós sú hætta, að fúkalyf blönduðust saman við neyzlu- mjólk. Hafa þeir því þegar í upphafi brýnt fyrir bændum að halda mjólk úr kúm, sem gefin hafa verið fúkalyf sér, og gæta þess að blanda henni ekki sam- an við neyzlumjólk. í byrjun mun þetta hafa borið góðan ár- angur, en þegar almennt var farið að nota mjög langvirk fúkkalyf var örðugra við þetta að eiga.... Á fundum dýralækna hafa mál þessi oft verið rædd, og Jón Guðbrandsson greindi á síð- asta aðalfundi Félags dýralækna frá niðurstöðum rannsókna, sem hann hefur gert á vegum Mjólk urstöðvarinnar um penicillíninni hald í neyzlumjólk. Hefur iðu- lega orðið vart við slíka íblönd- un hjá einstökum framleiðend- um. íblöndun fúkalyfja í neyzlu- mjólk er mikið vandamál víðar en hér á landi. Því er víða um lönd unnið að rannsóknum til þess að finna aðferðir, sem eru nægilega öruggar og fljótvirkar til þess að finna, hvort mjólk frá framleiðendum, sem berst til mjólkurbúa, er menguð fúkalyfjum, áður en mjólkin er tekin inn í stöðina. Ég átti þess kost að kynnast nokkuð þessum rannsóknum í Svíþjóð og Danmörku fyrr á þessu ári. Þeir sem að rann- sóknum þessum unnu voru von- góðir um það, að takast mætti að finna áður en langt um liði fljótvirkar og ódýrar aðferðir til þess að greina fúkalyfjainni- hald í mjólk. Ennþá mun þó viðunandi lausn eigi fengin. Jafnframt var unnið að rann- sóknum, er miða að því að leysa vandamál þetta á annan veg, en það er með því að blanda sam- an við júgurbólgulyfin litarefni, sem haldast í júgrinu og lita mjólkina álíka langan tima og fúkalyfin haldast í mjólk úr júgrinu. Lítil hætta ætti að vera á, að lituð mjólk blandaðist venjulegri neyzlumjólk..... Þegar uppvíst varð, að fúka- lyf fundust í mjólk, sem send var til mjólkurbúa, lagði ég fyrir alla dýralækna landsins að gera það sem í þeirra valdi stæði til þess að girða fyrir að mjólk, sem kynni að innihalda fúkalyf, væri blandað saman við neyzlumjólk og jafnframt að forðast alla misnotkim þess- ara lyfja, en nokkur hluti fúka- lyfja ætluðum til dýralækninga fer um hendur dýralækna. Síð- ar hafa þessi tilmæli verið end- urtekin. Hins vegar hefi ég eigi haft nein afskipti af dreifingu fúka- lyfja, sem héraðslæknar og lyfjabúðir selja og ætluð eru fyrir skepnur, en þessir aðilar selja í sumum héruðum mikið af þessum lyfjum eins og yður er kunnugt.“ Síðastliðinn miðvikudag kom / Ólafur Noregskonungur í 3ja » daga opinbera heimsókn til Finnlands og voru þá 33 ár liðin frá því norskur konung ur kom síðast í heimsókn. Ólaíur konungur kom til Helsingfors klukkan 10,20 með snekkju sinni Norge og í fylgd með konungsskipinu var beiti skipið Oslo. Norsku skipinr lögðust við akker' á Krón- bergsfirði og heilaði norska herskipið þar með nokkrum fallbyssuskotum en Sveaborg virkið svaraði. Þegar konungur steig á land tók Kekkonen Finnlandsfor- seti og kona hans á móti hon um á bryggjunni. Þar voru einnig mættir flestir æðstu embættismenn Finnlands og starfsmenn norska sendiráðs- ins Helsingfors. Eins og fram kemur í umsögn yfirdýralæknis, staðfestir hann þá skoðun blaðsins, að hér sé um vandamál að ræða, þó hann vilji ekki gera eins mikið úr því og ýmsir heimildamenn blaðsins. Það er því augljóst að herða verður allt eftirlit með þessum málum, bæði notkun lyfsins og innflutningi. Hraða verður öll- um rannsóknum og leysa þetta mál, áður en komið er í algjört óefni. * Ferðamenn — ^og^ferðamem^ Um þessar mundir streyma til landsins erlendir ferða- menn, lúxusflakkarar á stóru skemmtiferða»kipunum og vís indamen* eða nemendur þeirra til náttúrufræðirann- sókna. Þessir ferðamenn eru með æði misjöfnu sniði, með ólík sjónarmið og þurfa ólíka fyrirgreiðslu. Ferðaskrifstofumar hafa til búin skipuleg ferðalög fyrir þá fyrmefndu, þar sem al/lt verður að ganga liðlega og með hraða og ekkert má fara úr Skorðum. Eii þeir síðar- nefhdu þramma um landið, kæra sig kollótta um þægind- in, ónáða bara vísindamenn- ina ökkar, sem flestir hafa að eins þetta stutta sumar til eigin athugana og rannsókna, þar sem þeir eru bundnir við kennslu og brauðstrit á vetr- um. Sennilega fer síðarnefndi hópurinn þó að öðru jöfnu á- nægðari héðan eftir heimsókn ina. Eins dags ferð eða nokk- urra daga dvöl krefst blíð- skaparveðurs, svo landið geti skartað sínu fegursta. En á því vill verða misbrestur, eins og sést á því að stórskip- ið Caronia er í 10 ár búið að færa hingað yfir 5 þús. ferða- menn og al'lir hafa þeir séð landið í rigningu og þoku. + Fuglaskoðarar Meðal þeirra náttúruunn- enda, sem koma í sumar, eru 12 fuglaskoðarar frá írlandi. Fuglaskoðarar, eins og þeir gerast út 1 heimi, eru hér varla til. Eh það em menn sem næstum lifa fyrir það eitt að sjá sja'ldgæfa fugla. Þeir ferðast langar leiðir og sitja tímum saman á afviknum stöðum til að fylgjast með lífi fuglanna. Þessi hópur er svo stór út um víða veröld, að gefin eru út blöð fyrir þá i þúsundum eintaka, og fugla- áhugamannafólög telja tugi þúsunda meðlima. Ástæðan fyrir því að þessir menn eru svo fáir hér, er sennilega sú, að þetta væri svo auðvelt sport hér á landi — og ódýrt. Hér flýgur mergð alls kyns fugla, sem erlendir fuglaskoðarar þykjast heppn- ir að sjá nokkrum sinnum á ævinni, og því er ísland hrein asta Paradís fyrir þá. For- maður bandarísku náttúru- verndarsamtaikanna, sem hér var á ferð fyrir skömmu, sagðist aldrei hafa séð eina fjölbreytt fuglalíf nokkura staðar í veröldinni. Hann hafði farið að Mývatni og var alveg yfir sig hrifinn atf þvi fjölbreytta fuglalítfi sem hann sá þar. • TJm 200 fugla- tegundir í fyrra gaf dr. Finnur Guð- mundsson út lista yfir nöfn á islenzkum fuglum á ís- lenzku, latínu og ensku, til atfnota fyrir fugttaskoðara. Þar eru taldir 70 fuglar, sem verpa á íslandi, • 30 fuglar, sem korna hér reglulega, og nefnir auk þess um 70 teg- undir sem sjást hér við og við. Þannig eru fuglategundirnar um 200. Þetta er vissulega Paradís fyrir fuglasboðara, og þeir e-ru lífelegir til að njóta hér lífsins alveg án tilflits til veðurs, lítilflar fyrirgreiðslit við ferðamenn og þess háttar annmarka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.