Morgunblaðið - 08.07.1961, Page 8

Morgunblaðið - 08.07.1961, Page 8
8 MORGVNBL4Ð1Ð Laugardagur 8. júlí 1961 Gunnar Úlafsson kaupmafiur í Vestmannaeyjum í DAG verður til moldar borinn við Landakirkju í Vestmanna- eyjum Gunnar Ólafsson kaup- maður og konsúll. Eru jpá horfin af sjónarsviðinu ölil nema eitt hinna kunnu systkina frá Sum- arliðabæ í Holtum, en kunnust þeirra voru Gunnar, Jón skip- stjóri og bankastjóri, Bogi yfir kennari og Kristínar tvær, hús- freyjur í Sólheimatungu og Eauðanesi í Borgarfirði, sem ein er á lífi. Gunnar var fæddur að Efri- Sumarliðabæ í Holtum 18. febrú ar 1864, en andaðist að heimili sínu Vík í Vestmannaeyjum 26. júní sl. Var hann því orðinn rúmlega 97 ára að aldri, er hann andaðist. Þrátt fyrir háan aldur og líkamlega hrörnun hélt hann fram á síðustu mánuði andleg- um þrótti svo að furðu gegndi. Ég hitti hann síðast í aprílmán- uði sl. og spjallaði við hann góða stund. Rifjaði hann bá upp göm- ul minni og var hinn hressasti í bragði. Þau orð lét hann þá falla, að sér þætti aldurinn orð- inn of hár, en enga æðru var þó á honum að heyra fremur en áður. Gunnar verður þeim lengi minnisstæður, sem hann þékktu. Hann var mikill að val'larsýn, Ijós yfirlitum og svipmikiil, skapfestulegur og öldurmannleg ur. Á yngri árum var hann grannvaxinn, en gildnaði með árunum. Hann var seintalaður, en einbeittur og gat, ef því var að skipta, verið harður í horn að taka, og ekki var hann allra bokkur. Ég man hann allt frá æskuár- um mínum. Faðir minn, Ólafur Arinbjörnsson, og Gunnar, voru svilar,, kvæntir systrum, Bigríði og Jóhönnu, dætrum Éyþórs Fel- ixsonar kaupmanns í Reykjavík, og ber ég nöfn þeirra hjóna. Jóhanna og Gunnar giftust 1. september 1898 og settust þá að í*Vík í Mýrdal. En þegar Gunn- ar gerðist faktor hjá Bryde varð faðir minn bókari hjá honum. Pór vel á með þeim. Báðir voru miklir hestamenn og áttu gæð- inga, sem enn eru mér minnis- stæðir. Blesi var lengi eftirlætis hestur Gunnars og eftir að hann flutti til Eyja hékk jafnan á vegg í skrifstofu hans mynd af Blesa. Þegar Gunnar fluttist frá Vík sendi hann föður mínrun, sem þá var orðinn verzlunarstjóri hjá J. P. T. Bryde í Borgarnesi, hesta sína ti'l sölu, 4 eða 5 að tölu. Var það fallegur hópur. Leiðir föður míns og Gunnars lágu aftur saman, er faðir minn varð 1911 verzlunarstjóri fyrir Garðsverzlun í Vestmannaeyj- um, sem Bryde átti einnig. En stuttu síðar (1913) dó faðir minn. Þá varð Gunnar ráðgjafi móður minnar og stytta á marg- an hátt, og styrktarmaður minn. Árið 1918—1919 tók Gunnar heimiliskennara og bauð hann móður hinni, að ég mætti njóta kennsiunnar með bömum hans, án endurgjalds. Varð mér þann- ig kieift að ganga menntaveg- inn. Jóhanna, kona Gunnars, vár hlý og góðgjörn kona. Fór mjög veT á með þeim. Hún átti Tengi við aivarleg veikindi að stríða, og fékk ekki bót á því höfuð- meini fyrri en hún sigldi eriend- is tii lækninga. Jóhanna var fædd í Reykjavík 18. okt. 1870, en andaðist 19. júlí 1944. Jóhanna og Gunnar eignuðust 6 böm, og eru þrjú þeirra á lífi: Nanna í Reykjavík, Guðlaug kona Andrés ax Þormar aðalgjaldkera og Ey- þór læfcnir í Reykjavík. Dáin eru: Kristín, sem dó ungbam 25. júlí 1909, Ólafur f. 21. nóv, 1899, sem fórst 16. desember 1924 og Sigurður Ásgeir verzlunar- stjóri, f. 18. febrúar 1902 og d 12. október 1941. Kona Sigurðar var Sigríður Geirsdóttir. Var mikið manntjón að þeim bræðr- um, sem báðir önduðust á bezta reki og voru myndarmenn. Störfuðu þeir báðir við fyrirtæki föður síns. II. Gunnar ólst upp að Efra-Sum- arliðabæ hjá foreldmm sínum Ólafi Þórðarsyni bónda þar og Guðlaugu Þórðardóttur, konu hans, í hópi fjölmargra syst- kina. Þau voru 14 alls. Ungum var honum haldið til vinnu og vandist hann því snemma öll- um sveitastöríum. Barnafræðsiu naut hann í heimahúsum. Kenndi Ólafur bömum sínum lestur, skrift og reifcning á kvöld vökum vetrarins, en hann var maður greindur og hagur, og skrifaði fagra rithönd. Móðir Gunnars var tápmikil kona, sí- glöð og ánægð. Fimmtán ára gamall fór Gunn ar fyrst í verið suður í Garð, og reri 'hann þar 3 vertíðir og síðan eina vertíð í Keflavík. Frosta- veturinn mifcla reri hann í Garð- inum. Þá var frostgrimmdin svo miki-1, að Stakkafjörður var und ir ísi inn að Keilisnesi. Næstu vertíð reri hann á Stokkseyri. Um þessar mundir stundaði Gunnar sveitavinnu á sumrum, en sjómennsku á vertíðum. Skó- smíðanám lagði hann fyrir sig í hjáverkum tvær haustvertíðir. Veturinn 1888—1889 gekk hann í kvöldskóla verzlunar- manna í Reykjavík 2 eða 3 mán- uði, og var það allt hans skóla- nám. Síðan hóf hann verzlunar- störf, nema hvað hann stundaði sjóróðr-a frá Bolungarvík ver- tíðina 1892. Hann starfaði við verzlun þeirra Sturlu og Friðriks Jónssona í Reykjavík til áreins 1896. Líkaði honum vel við þá þræður, en vinnutími þótti of langur. Verzlunin var opnuð kl. 7 á morgnana og að ’jafnaði haldið opið til kl. 10 á kvöldin. Gáfust Gunnari á þeim árum fáar tómstundir, en hann lærði stafróf viðskiptanna, enda annaðist hann l'Jka bókhald verzl unarinnar. Þótti honum þó lítil framtíð í þessu starfi, því að fá- ar stundir voru til þess að afla sér frekari fræðslu, en hann hafði á þessum árum rífca til- hneigingu til þess að læra meira með því að lesa fræðibækur, en til þess var enginn timi nema nóttin, sem líka átti að vera til hvíldar. Árið 1896 réðist Gunnar bók- ari til verzlunar J. P. T. Brydes kaupmanns í Vífc í Mýrdai. Þar var þá verzlunarstj óri Anton Bjarnasen frá Vestmannaeyjum. Anton varð árið 1899 verzlunar- stjóri í Vestmannaeyjum við verzlun Brydes þar, og þá réð Bryde Gunnar sem faktor við Ví'kurverzlunina og gegndi hann því starfi til 1. sepember 1908, en vorið Í909 fluttist hann út í Vestmannaeyjar. Það dró til skilnaðar milli Bryde og Gunn- ars, að hann bauð sig fram til þings við alþingiskosningarnar 1908 eftir beiðni Sjlfstæðis- manna í Vestur-Skaftfellssýslu. Bryde var því mótfallinn að starfsmenn hans stæðu í póli- tísku vastri og sagði Gunnar því lausu starfi sínu hjá honum um leið og hann bauð sig fram til þings. Áður hafði Gunnar skýrt J. P. T. Bryde frá því, að hann hefði verið beðinn að gefa kost á sér til þingmennsku. Bryde etatsráð var þá orðinn fjörgam- all, en Herluf sonur hans mestu ráðandi. Hann var staddur í Reykjavík sumarið 1908. Gunnar frétti það eftir einhverjum heimastjómarmanni, að Herluf I mundi sjá um bað, að Gunnar yrði ekki í framboði, en hann var talinn líklegastur til að ná | kosningu. Úrslit kosninganna urðu þau, að Gunnar sigraði með miklum yfirburðum og hafði þó Hannes Hafstein ráð- herra mætt á framboðsfundum í Vestur-Skaftafellssýslu til trausts og halds frambjóðanda Heimastjórnarmanna, þvi mikið þótti við liggja. Eins og kunnugt er var árið 1908 kosið um sam- bandslagauppkastið, sem D'anir höfðu þá fallizt á. Þjóðin snerist nær einhuga gegn uppkastinu og unnu Sjálfstæðismenn einhvern mesta kosningasigur, sem um getur. Gunnari höfðu fallið vel störf sín hjá Bryde, enda fór orð af verzluninni fyrir traust viðskipti þó að hún þætti dýrseld. Tók hann nærri sér að hverfa frá Vík, því að þar hafði honum liðið vel, Og eignazt marga vini. Taldi hann síðar á ævinni, að sín beztu ár hefði hann lifað í Skaftafells- sýslu og minntist þeirra tíma jafn an með ánægju. Rifjaði hann nú Gunnar Ólafsson síðast upp þau gömlu kynni, er við áttum spjall saman í sl. apríl. Minntist hann þá margra manna, sem honum voru hugstæðir enn. Skaplyndi Gunnars má marka af viðbrögðum hans í þessu máli. Hann sagði lausu góðu og vellaun uðu starfi, án þess að eiga sér nótt vísa, heldur en að láta kúg- ast. Gunnar sat síðan þingið 1909, en það hófst 15. febrúar, en lauk 8. maí. Fjölskylda hans hafði verið í Vík um veturinn. Hvarf hann heim að þingi loknu, en skömmu síðar kom vb. Ásdís frá Vestmannaeyjum til Víkúr til þess að sækja búslóð hans og fjölskyldu. Gunnar hafði ráðist pakkhúsmaður hjá Edinborgar- verzlun í Vestmannaeyjum, eign Coplands og Berrie, sem Gísli J. Johnsen veitti forstöðu. Sjálfur gat hann ekki farið með Ásdísi. Átti hann ólokið ýmsum störf- um og Skaftfellingar efndu til skilnaðarhófs fyrir hann Og það varð hann að sitja. Gunnar varð ekki mosavaxinn hjá Edinborg. Vertíðina 1910 hóf hann fiskkaup of fiskverkun fyr- ir eigin reikning. En síðar á ár- inu stofnaði hann til verzlunar í Vestmannaeyjum í félagi við þá Jóhann Þ. Jósefsson verzlunar- mann við Edinbórgarverzlun og Pétur Thorsteinsson kaupmann frá Bíldudal. Nefndu þeir fyrir- tækið Gunnar Ólafsson & Co. og iátti Gunnar %, Jóhann %, en Péturi/-. Árið 1915 seldi Pétur þeim félögum eignarhlut sinn. En árið 1929 eignaðist Sigurður Ás- geir sonur Gunnars % í fyr- irtækinu. Þeir félagar höfðu 23. septem- ber 1909 fengið leigða hjá ríkis- sjóði hina gömlu verzlunarlóð í Júlíuháb eða Tanganum, eins og sá verzlunarstaður var jafnan nefndur, Og var Gunnar síðan við hann kenndur og oft kallaður Gunnar á Tanganum, eftir að hann tók þar við stjórn. Bryde hafði átt Tangann um langt skeið en engan verzlunarrekstur haft þar síðustu árin. Átti hann þar allmikil hús. Pétur keypti þær eignir af honum 19. febrúar 1910 fyrir kr. 8000,00, en hann seldi aftur þeim félögum 16. desember 1910. Þeir félagar hófu síðan verzlunarrekstur og útveg á Tang anum og byggðu nýja sölubúð á sUðurmörkum lóðarinnar, og síð- ar mikið fiskverkunarhús norður við sjóinn. Er tímar liðu juku þeir jafnt og þétt rekstur sinn, bæði útveg og verzlunarrekstur- inn. Blómgaðist atvinnurekstur þeirra vel, enda var Gunnar hag- sýnn og forsjáll, en hann hafði jafnan með höndum aðalforstjórn ina. Jóhann starfaði frá upphafi einnig við fyrirtækið, en hafði meira með höndum umsjón útá við og allskonar erindisrekstur, enda var hann langtímum fjar- verandi eftir að hann varð al- þingismaður 1923. En þeir félag- ar voru samhentir mjög, Og báð- ir tveir miklir dugnaðarmenn. Gunnar var jafnan árrisull, enda var í mörg horn að líta. Oftast var hann kominn að störf um kl. 7 að morgni, og þá setzt- ur að skriftum í skrifstofunni eða tekinn að líta eftir störfum á stakkstæðunum eða annars stað ar. Minnist ég þess frá því að ég vann við fiskbreiðslu á Tanga- stakkstæðunum, að Gunnar kom á morgnana til að handleika salt- fiskinn og ganga úr skugga um hvernig þurrkuninni miðaði áfram Og segja fyrir verkum. Jafnframt eigin rekstri höfðu þeir félagar umbo'ðsstörf fyrir ýmis fyrirtæki. Þeir voru um- boðsmenn Landsbanka íslands, sem aldrei hefur haft útibú í Vestmannaeyjum, Eimskipafé- lags íslands frá stofnun þess 1914, Brunabótafélags íslands, Olíu- verzlun fslands h.f. o. fl. Á þeim áratugum, sem Gunnar starfaði varð mikil bylting á at- vinnuháttum þjóðarinnar Og at- vinnutækjum. Einkum fleygði sjávarútvegnum fram með risa- skrefum. Þessa nýbreytni alla var Gunnar riðinn við og eignaðist fyrirtæki hans marga og góða vélbáta, og um skeið fengust þeir félagar við útgerð botnvörp- ungs, sem þeir keyptu frá Þýzka- landi með nokkrum mönnum í Reykjavík Og var skipið gert það- an út. Rekstur fyrirtækis þeirra Gunn ars var oft umfangsmikill. Á vertíðum voru tíðum upp undir 100 manns í þjónustu þess. Árið 1930 gekk mikil kreppa yfir Vest- mannaeyjar vegna verðfalls á fiski og fiskafurðum erlendis. Þá urðu þeir félagar fyrir miklu tjóni, eins og aðrir útvegsmenn, en þeir stóðust þá raun, sem sá ófarnaður hafði í för með sér. Fyrirtæki sitt seldu þeir félag- ar árið 1955. m. Gunnar var ætíð áhugasamur um félagsmál og þjóðmál. Með- an hann átti heima austur í Vík var hann kosinn í hreppsnefnd Hvammshrepps og sýslunefnd Vestur-Skaftafellssýslu, Og jafn- framt var hann oddviti hrepps- nefndar. Hann átti upptök að stofnun sparisjóðs þar eystra. Árið 1908 var Gunnar kosinn alþingismaður Skaftafellssýslu og átti hann sæti á Alþingi þingin 1909 og 1911, en gaf ekki kost á sér til framboðs aftur. Á þingi var hann enginn málrófsmaður, heldur talaði stutt og skilmerki- lega þar sem hann hafði afskipti. Hann var ekki mælskumaður, raunar heldur stirðmáll, en mælti af rökfestu. Lagði hann einkum lið atvinnumálum og því er hann taldi að til framfara horfði. Hann var einn af þeim, sem samþykktu vínbannslögin 1909,-og seinna f.tti hann í ritdeilum við andbann- inga í landsblöðunum, er barizt var fyrir afnámi þeirra. Honum þótti þingið stundum þungt f vöfum og varð honum þá einu sinni að orði á þinginu 1909: „ef aldrei má gera neitt, sem ekki hefur verið gert áður, þá verður lítið um nýmæli og lítið um framfarir“. Á þinginu 1911 barðist hanni fyrir því, að loftskeytastöð yrði sett upp í Vestmannaeyjum. Þá var því hampað að honum, að kjósendafundur í Eyjum, hefði andmælt loftskeytunum og farið fram á síma, og varð honura þá að orði: „Hver þingmaður er eingöngu bundinn við sannfæringu sína. Sannfæringin á ekki að koma til þingmanna á þann hátt, að þeir fái hana með undirskriftum utan úr hverju landshorni“. Sýnir þetta vel afstöðu Gunn- ars og sjálfstæði. Það er vert að geta þess, að Gunnar lagðist á móti lækkun á skáldastyrk til Þorsteins Erlinga sonar, sem stjórnin hafði lagt til að yrði lækkaður verulega. Á þinginu 1911 átti Gunnar f nokkrum útistöðum við gróna þingmenn úr heimastjórnar- flokknum, sem veitzt höfðu að honum. Einkum skarst í odda út af kosningaréttarákvæðum í frumvarpi til breytingar á stjórn arskránni. Vildi Gunnar að vinnu t hjúum yrði veittur jafn réttur í landsmálum og sveitarstjórnar- málefnum á við aðra borgara i landinu. Sagði hann þá meðal annars: „Ég var einn af þeim, sem 1909 vildu gefa vinnuhjúum jafn an rétt við aðra í sveitarmálum og safnaðar, og sama sinnis er ég nú að gefa þeim jafnan rétt í landsmálum. Það eru fleiri öðrum háðir en vinnuhjú og það eru embættis- mennirnir; þeir eru vinnuhjú þjóðarinnar ög öðrum háðir engu síður en hin vinnuhjúin. (Þá gripu fram í: Ráðherra (Kristján Jónsson): En faktorar? Lárus H. Bjarnason: En pakk- húsmenn?) Gunnar hélt áfram: »Þessir menn hafa margir hverjir eigi meiri almenna þekkingu en önn- ur vinnuhjú, þótt þeir hafi ein- hverja sérmenntun, sem gerir þá hæfa til að gegna einhverju vissu starfi og státa svo af mennt un sinni. En það er víst, að þess- ir menn bera ekki allij meira með sér af skynsamlegu viti en menn, sem ekki eru lærðir“. Sýnir þetta að Gunnar lét eng an bilbug á sér finna, hver sem í hlut átti, og hélt hlut sínum fyllilega til jafns við þá, sem hann átti í höggi við. Síðan átti Gunnar sæti á AD þingi árið 1926 sem varamaður af landskjörslista íhaldsflokksins. Eftir að Gunnar kom út í Vestmannaeyjar var hann kosirin til ýmissa opinberra starfa. Hann átti sæti í sýslunefnd 1912 —1918, og einnig átti hann sæti í hafnarnefnd. En á þeim árum réð ist sýslunefnd í það stórvirki að efla til hafnargerðar í Vestmanna eyjum. Áður hafði Gunnar á þingmálafundi 3. febrúar 1911 borið fram tillögu um það, að Alþingi veitti fé úr ríkissjóði til þess að rannsaka hafnarstæði í Vestmannaeyjúm, og var það framkvæmt ári síðar. Hann var einn þeirra sýslunefndarmanna, sem undirrituðu 8. október 1914 samning við N. C. Monberg verk fræðing um byggingu hafnar- garða í Vestmannaeyjum. Útveg ur Vestmannaeyinga var um þess ar mundir í mjög örum vexti. Höfnin mátti heita hrein hafn- leysa og stórhættuleg. Þurfti þvl skjótra aðgerða, ef ekki átti að draga úr þeirri þróun, sem haf- in var. Það var ekki sök Gunn- ars eða annarra sýslunefndar- manna hvernig tókst til. Sérfræð ingarnir, sem til voru kvaddir, áttu að sjálfsögðu sök á mistök- Framh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.