Morgunblaðið - 08.07.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.07.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐ1Ð Laugardagur 8. júlí 1961 Utg.: H.l Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÞETTA MÁTTI SJÁ FYRIR k FUNDI í bæjarstjórn Reykjavíkur í fyrradag fór fram síðari umræða um reikning bæjarins fyrir árið 1960. Við það tækifæri gaf Geir Hallgrímsson borgar- stjóri ýmsar upplýsingar um fjárreiður bæjarfélagsins. Meðal annars skýrði hann frá því að skuldir ríkissjóðs við Reykjavíkurbæ hefðu lækk- að um 6,2 millj. kr. frá árs- lokum 1959. Hins vegar hefðu þessar skuldir ríkissjóðs hækkað um 5 millj. króna á valdatíma vinstri stjórnar- innar. Þakkaði borgarstjóri núverandi fjármálaráðherra fyrir betri skil við bæjar- sjóð af hálfu ríkisins en und- anfarið hefði tíðkazt. Geir Hallgrímsson ræddi síðan þær útgjaldaaukningar, sem kauphækkanirnar hefðu í för með sér. Harm kvað launagreiðslur bæjarins vera 130 millj. kr. á ári og myndu þær hækka um a.m.k. 13% yfir hálft yfirstandandi ár. Aðrar greiðslur næmu um 132 millj. kr. og væri erfið- ara að átta sig á hve mikið þær myndu hækka en senni- lega myndu þær hækka um 3—5%. Borgarstjóri kvað það ekki ánægjulegt að þurfa að taka upp nýja niðurjöfnun vegna hinna auknu útgjalda. En það hefði mátt sjá fyrir, að kauphækkanirnar hlytu að leiða til þess að afla yrði aukinna tekna með útsvör- um. Og því miður benti allt til að kjaradeilurnar myndu ekki leiða til raunhæfra kjarabóta og því verða laun- þegum að litlu gagni. Reykja víkurbær myndi að sjálf- sögðu ekki nú frekar en endranær heimta af bæjar- búum meiri tekjur en þyrfti til þess að standa undir traustri fjárhagsafkomu. Öll eiga þessi ummæli Geirs Hallgrímssonar við gild rök að styðjast. Allir hugs- andi og viti bornir menn gátu séð það fyrir að þegar t. d. útgjöld Reykjavíkur- bæjar hækka á annan tug millj. króna vegna kaup- hækkananna, þá verður bæj- arfélagið að afla sér tekna einhvers staðar frá til þess að geta risið undir þessum útgjöldum. Önnur leið er ekki til, nema þá sú að skera stórkostlega niður fram- kvæmdir bæjarfélagsins eða draga úr þeirri þjónustu, sem borgurunum hefur verið veitt. TRAUSTUR FJÁR- HAGUR REYKJA- VÍKUR TT É R í Reykjavík gerist nákvæmlega sama sagan og á Akureyri. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti svo að segja um leið og samið hafði verið um kauphækkanirnar að hækka útsvarsupphæðina um 2 milljónir króna til þess að mæta auknum útgjöldum. Sama hátt verða allar bæjar- og sveitarstjórnir í landinu að hafa á í þessum efnum. Þær verða að afla sér auk- inna tekna til þess að rísa undir hinum auknu útgjöld- um. Það er vissulega rétt sem borgarstjórinn í Reykjavík sagði, að það getur hvorki verið bæjarstjórn Reykja- víkur né öðrum bæjar- og sveitarstjórnum neitt gleði- efni að þurfa að hækka álög- ur á borgurum sínum. En hjá þessu verður ekki komizt, ef ekki á vitandi vits að stefna út í hallarekstur og fjár- málaóreiðu. Sjálfstæðismenn í Reykja- vík hafa jafnan lagt áherzlu á að stjórna fjármálum höf- uðborgarinnar af fyrirhyggju og framsýni. Traustur fjár- hagur hefur verið eitt af meg instefnuskráratriðum Sjálf- stæðismanna. Sem betur fer hefur þeim tekizt að fram- fylgja þessari stefnu. Reykja- víkurbær hefur jafnan búið við traustan og öruggan fjár- hag. Þess vegna hefur bæj- arfélagið líka notið mikils lánstrausts og verið þess megnugt að ráðast í hverja stórframkvæmdina á fætur annarri og leggja þar með grundvöll að þróttmiklu at- vinnulífi og margvíslegum lífsþægindum bæjarbúa. — Framkvæmd þeirrar stefnu verður haldið áfram. FRAMLEIÐSLU- AUKNING OG KAUPHÆKKANIR GÍÐASTL. 15 ár hefur með- ^ alaukning þjóðarfram- leiðslu okkar á ári verið um 2% brúttó, þegar tillit hefur verið tekið til aukningar mannfjöldans í landinu. Sýn- ir sú staðreynd betur enflest annað, á hversu tæpt vað er teflt með þeim stórfelldu kauphækkunum, sem nú hafa orðið. Samkvæmt ' hinum F Y R IR nokkru sýndí bandaríski herinn opinber lega nýtt flugtæki, sem vakið hefur talsverða at- hygli. Tæki þetta er eigin- lega lítil eldflaug, eða „eldflaugarbelti", eins og herinn nefnir það. „Belti“ þetta var spennt á bak her manns, og þegar hann setti mótor tækisins í gang, lyftist hann hægt frá jörðu, í um það bil fimm metra hæð og sveif ca. 50 metra vegalengd — á 14 sekúndum. Maðurinn stjórnaði sjálfur ferðinni með því að hreyfa hand- föng, sem geta beint hin- um tveim útblásturrörum tækisins til hverrar áttar, sem vera skal. — Eftir að umrædd sýning fór fram hefur frétzt, að tekizt hafi að ná mun lengra „stökki“ með þessu furðu- tæki. Fyrirhafnarlaust lyftist „eldflaugarmaðurinn" frá jörðu ...... .... og „stekkur“ léttilega yfir stóran flutningabíL r I lausu lofti • Áhorfendur að tilrauninni sögðu, að þetta hefði allt virzt ósköp eðlilegt og ein- falt — en smíði tækisins hef- > ir þó ekki verið hrist fram . úr erminni. Það eru um það bil sjö ár síðan hugmyndin að því fyrst kom fram, og kostnaðurinn við smíðina og fyrri tilraunir, sem haldið hefir verið leyndum, er sagð Ur hafa numið um 200 þús- fjársöfnun jókst að miklum mun, gjaldeyrisstaðan gagn- vart útlöndum stórbatnaði og traustið á íslenzkri krónu jókst hröðum skrefum utan- lands og innan. Gegn þessari heillavænlegu þróun hefur nú verið vegið og stórkost- leg hætta leidd yfir alla efna hagsafkomu þjóðarinnar. — Kommúnistar og Framsókn- armenn sáu ofsjónum yfir því, að núverandi ríkisstjórn var að takast að rétta við efnahaginn eftir óstjórn og upplausn vinstri stjórnarinn- ar. Þess vegna var sóknin hafin á hendur framleiðsl- unni. En það fólk, sem byggði vonir um kjarabætur á kaup- hækkun mun því miður verða fyrir vonbrigðum. — Framleiðslan rís ekki undir þeim stórfelldu kauphækkun um, sem samið hefur verið um. Þær munu þvert á móti leiða til stórfelldra erfiðleika, ef ekki verða í tíma gerðar nauðsynlegar ráðstafanir. nýju samningum um kaup og kjör hækkar allt kappgjald um 17—28% á einu ári. Þarf hvorki mikla reikningslist né hagfræðiþekkingu til þess að sjá, hve veikur sá grund- völlur er, sem hér er byggt á. Aukning þjóðarframleiðsl- unnar nemur 2% brúttó að meðaltali á ári. En hvernig getur 2% aukning framleisðl- unnar mætt 17—28% launa- hækkun? Það er vandséð. Sannleikurinn er auðvitað sá að þeir atburðir, sem nú hafa gerzt í efnahagsmálum okkar stefna framtíð þjóðar- innar í geigvænlega hættu. Ef ekki verður að gert, hljóta hinar stórfelldu kauphækk- anir á tiltölulega skömmum tíma að leiða til kyrrstöðu, stöðvunar og atvinnuleysis. Þetta er vissulega hörmu- leg staðreynd, ekki sízt þeg- ar þess er gætt, að með þeim viðreisnarráðstöfunum, sem gerðar voru á síðasta ári var þjóðin vel á veg komin með að rétta hag sinn við. Spari- und dölum — eða sem svarar um 8 milljónum ísl. kr. — ★ — • „Eldflaugarbeltið" er fram leitt með tilliti til þess, að það geti orðið fótgönguliði að_ notum í hernaði — gert liðið hreyfanlegra. Þá hefir einnig komið fram sú hugmynd, að hér sé um að ræða tilvalið „farartæki" fyrir tunglfara framtíðarinnar. En jafnframt hefir verið bent á í því sam- bandi, að hinn litli lyfti-' þrýstingur, sem mótorinn framleiðir — aðeins 280 ensk (Pund — verði allt of mikill í hlutfalli við hið litla að- dráttarafl tunglsins. Það gæti [jafnvel komið manni á um- ferðarbraut um tunglið — og þyrfti hann þá kannski að jbíða nokkuð lengi til þess að komast niður aftur! j —★— ; • Sérfræðingar vonast ti! að geta enn fulkomnað tæki Íþetta, svo að mögulegt verði fyrir „eldflaugarmann" að fljúga um það bil kílómetra] vegalengd — eða að komast í allt að 1.200 m hæð, ef ihann kýs að stefna beint til himins. i —★— ; • Einstaka menn með auð- ugt ímyndunarafl hafa jafn-j vel látið sér koma til hug-j ar, að „eldflaugarbeltið“i kynni að duga til nokkurrar lausnar á umferðarvandanum, í ýmsum stórborgum ein- hvern tíma í framtíðinni... :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.