Morgunblaðið - 08.07.1961, Page 11

Morgunblaðið - 08.07.1961, Page 11
Laugardagur 8. júlí 1961 MORCTJTSBLAÐIÐ 11 Ef menn nenna að vinna þá hafa þeir möguleika segir Sverrir Runólfsson sem rekur fyrirtæki á Langasandi 'ALI.MARGIR Islendingar hafa á undanfömum áratugum flutzt vestur um haf til Ameríku. — Hafa margir þeirra setzt þar að xneð fjölskyldur sínar, en geng- ið misjafnlega vel að koma fót- um undir sig í hinu nýja heimalandi. Aðrir hafa ýmissa ©rsaka vegna ekki ílenzt þar, tt>g snúið hingað heim aftur. Einn þeirra Vestur-lslendinga, eem hafa náð öruggri fótfestu í hinu nýja landi, er Sverrir Runólfsson. Hann er borinn og barnfæddur Reykvíkingur, son- lir Runólfs Kjartanssonar kaup- xnanns, sem látinn er fyrir xiokkrum vikum. ' Sverrir var ekki í þeirra hópi sem endilega ætluðu sér að flytjast af landi brott og , Sverrir Runólfsson. eetjast að f Ameríku. Sverrlr hefur alltaf haft ánægju af 6Öng og hljómlist. Ungur að ár- um ákvað hann að fara til Bandaríkjanna og leggja þar stund á söngnám, sem hann og gerði. — En það fór fyrir hon- um eins og mörgum öðrum, að vestra tók Amor að skjóta örv- um sínum að þessum unga Reykvíkingi í hinu framandi landi. Eftir að hafa dvalizt í Bandaríkjunum í 3 ár, ákvað hann að setjast þar að og stofnaði heimili, er hann gekk að eiga Janet Murphy, unga heimasætu frá Langasandi í Kaliforníu. Þegar komið var að þessum kapitula í lífi Sverris taldi hann að ekki yrði hjá því komizt fyrir sig að snúa sér að veraldlegri hlutum en söngn- um. Hann keypti sér stóran vörubíl og tók að sér að flytja vegagerðarefni um langan veg. — 1 þessu starfi komst ég brátt að þeirri staðreynd, sagði Sverrir í stuttu samtali við Mbl., — að ef maður nennir að vinna — og vinna mikið, ef því er að skipta — þá hafa menn möguleika til þess að komast áfram í Bandaríkjunum og það vel áfram. Þó ég segi sjálfur frá, og sé ekki kominn á karla- grobbsaldurinn enn, þá hefur mér tekizt að koma svo vel fót- unum undir mig, með þrotlausri vinnu myrkranna á milli, að ég er í dag algjörlega fjárhagslega sjálfstæður maður. Nú á ég t.d. 6 stóra flutningabíla, sem eru allan sólarhringinn í stöðugum akstri við flutning á bygginga- efni í bílabrautir. Sjálfur hef ég mitt verkstæði er annast nauðsynlegt viðhald bílanna. — Þar vestra verður maður að vera vel á verði í öllu er að atvinnurekstri lýtur, því hin frjálsa samkeppni, og hún er hörð þar, skal ég segja þér, krefst þess að stöðugt sé verið á verði, um að það sem maður hefur tekið að sér, sé fram- kvæmt árekstralaust og á óað- finnanlegan hátt, og að ekki komi á mann þveran undirtil- boð frá einhverjum öðrum. Þá er engin miskunn og manni kastað á dyr, því bisness er bisness, segja Ameríkumenn. Sverrir kvaðst una hag sínum vel þar vestra. Hann hefur mikil afskipti af hverskonar fé- lagsmálum í heimabæ sínum, Long Beach, og hann er t.d. í stjórn óperunnar í Long Beach. Bindindisfélag kennara AÐALFUNDUR félagsins var haldinn í Hagagkóla í Reykja- vík, mánudaginn 5. júní sl. Félagið nýtur nokkurs styrks frá Áfengisvarnaráði til starf- eemi sinnar. Blað félagsins „Magni“, kom út reglulega og var sent öllum kennurum á barna- og unglingastigi. — Önn ur útgáfa af kennslubók félags- ins, „Ungur nemur, gamall temur“, sem notuð er við lög- 6kipaða bindindisfræðslu í barna ekólum, kom út á sl. ári á kostnað Áfengisvarnaráðs. — Gefin var út nokkurra blaða vinnubók, varðandi bindindis- fræðslu, tekin saman og teikn- uð af Marinó Stefánssyni. — Loks gaf félagið út fræðslu- bæklinginn „Unglingsárin“, og var honum útbýtt til allra 12 ára telpna í skólum landsins. Einn félagi, Eiríkur Sigurðs- son, skólastjóri, var styrktur til utanferðar til þáttttöku í nor- ræna bindindisþinginu í Staf- angri 1959, og flutti hann ýms- ar fréttir og nýjungar heim. Snorri Sigfússon, fyrrv. náms- stjóri, flutti erindi í Kennara- skóla íslands á vegum félagsins. Á fundinum voru rædd ýms framtíðarmál, sem bíða úr- lausnar. Hannes J. Magnússon, Jóhann es Óli Sæmundsson og Eiríkur Sigurðssön, allir búsettir á Ak- ureyri, báðust undan endur- kosningu. Voru þeim fluttar beztu þakkir fyrir ágæt störf í þágu félagsins frá upphafi. Núverandi stjórn skipa: Sig- urður Gunnarsson, formaður, Helgi Tryggvason, ritari, Krist- inn Gíslason, gjaldkeri, Ólafur Þ. Kristjánsson og Marinó Stef- ánsson. Þá hefur hann verið formaður í Islendingafélaginu í Los Angeles. Kvað hann það hafa gefizt vel að hafa formanna- skipti í félaginu árlega og væri mikill og góður félagsandi. Hann hefur greitt götu íslend- inga þar vestra á ýmsan hátt. Sverrir kvað það hafa glatt sig mjög að heimsækja Reykja- vík, og hitta gamla vini og kunningja, en harm er nú á heimleið — flýgur héðan til bílaborgarinnar Detroit á mið- vikudaginn þar sem kona hans og tengdaforeldrar taka á móti honum. Þaðan ætlar Sverrir að aka alla leið suður á Langa- send í nýjum Cadillac. Júníbréf frá G JÚNÍ er ársins bjartasti mán- uður með sumarsólstöðiMn og þjóðhátíð og nýstúdentum og lömbum sem leika sér í nótt- lausri veraldarveröld. Þennan bjarta mánuð setur vorhirð- ing fjárins svip sinn á sveita- störfin. Fyrst er smalað til að marka lömbin og rýjla geldféð — geldar ær og gemlinga — um sauði er nú ekki að tala. Svo þarf að smaila aftur til að rýja ærnar. Þakkað veri réttri gengisskráningu borgar sig nú orðið að hirða uliina. Mér er sagt að nú muni fást um 50 kr. fyrir vænt reifi. UUin verð ur því aildrjúgur hluti af af- urðum sauðfjárbændla — það getur m. a. s. „borgað sig“ fyr ir krakkana að fara að tína ’hagaiagða. Sú var tíðin að upptíningurinn voru einu inn- tektir sveitabama. II. Júní hefur verið kaildur að þessu sinni. Hitinn komst aldr ei hærra en 15 stig og það þykir okkur ekki mikið hér á Klaustri. Það hefur líka verið næðingasamt. Aðeins stund og stund, í góðu skjóli móti sól, finnst mér júní hafa verið með sínu rétta eðli. Annars hefur þetta verið ágætt vor. Gott hefði það þótt fyrir 300 árum. Um vorið 1661 skrifar Espolín: „Gjörði þann vetur harðan og langan ög var kialt, og allt árferði miður en fyrri hafði verið lengi.“ — Fram að fardögum var tíðin óvenju- lega góð allt frá sumiarmálum. Nú kom sumar með sumri og það skeður ekki oft, að sum- arið í almanakinu og sumar- ið í náttúrunni séu samferða heim til ísliands. En nú var þetta svo, það var kominn nóg ur gróður handa fénu fyrir sauðburð og óvenju snemma var farið að beita kúm. Flestir beita þeim á rækbað land a. m. k. til að byrja með, og sumir bera á úthagann handa þeim. „Það eru áburðarkaup- in, sem borga sig bezt“, sagði bóndi einn í Rangárþingi við mig fyirir fáum árum. Hann er góður búmaður. III. Nú eru 2 ár síðan byrjað var að flytja héðan mjólk út í Flóabú og eru nú s. a. s. allir bændur 'hér milli Sanda byrjaðir á mjólkursölu. Telja flestir þá framleiðslu borga sig betur en sauðfjárrækt og hafa hug á að fjölga kúm. Er það eflaust rétt, að yfirleitt nýtast gæði hverrar jarðar bezt með því að hafa blönduð bú, stunda bæði sauðfjárrækt og mjólkurframileiðslu. Þrátt fyrir aukinn tilkostnað, eru flestir bændur með einihverja nýrækt í vor, enda vérður töðufengurinn að vaxia, ef kúabúin eiga að stækka. Svo eru fjósbyggingar á næstu grösum, en búast má við, að þær framkvæmdir verði mörg um þungar í skauti. Hafinn er undirbúningur að byggingu fimm nýrra íbúðarhúsa hér — milli Sanda. Er það á tveim bæjum í Skaftártungu: Ljótar stöðum og Snæbýli og þremur á Síðu: Holti, Breiðabólstað og Hörgslandi. Munu ekki í annan tíma haifa verið meiri framkvæmdir á þessu sviði hér um slóðir. IV. Eins og allir vita, er vorið mesti annatimi sveitafólksins. VerkfaH sveitafólfcs að vori til er eins og hver önnur hlægileg fjarstæða. Enda þótt verkfallsrétturinn sé sjálf- sagður í frjálsu þjóðfélagi verður það ávallt skaði fyrir alla þegar honum er beitt. Og vonandi þroskumst við svo með tíð og tíma að félagslegu réttlæti og skynsamlegum sambúðarháttum, að verfcföll verði með öllu óþörf. — Verk- föllin verkia á efnahagsl'ífið eins og blóðtappi í .æðakerf- inu. Þegar þessar lánur fcoma á prent, verður okkar verk- fallssjúka þjóðfélagi byrjað að rétta við eftir þau átök, sem yfir hafa staðið undan- farið. Hér var ekki mikið um verktfallið rætt, en ég held að afstaðan sé nokkuð almennt þessi: Engan furðar á því að kommúnistar reyni með öllum ráðum að eyðileggja efnahags kerfið og koma í veg fyrir að viðreisnin takist. Hitt vekur nokkra furðu, að Framsókn skuli samfyllkja með þeim til þessa óheillaverks. Um það vilja gætnir flokksmenn lítið tala, og er sú afstaða skiljan- leg. Þeir sjá, sem aðrir, að hér hefur flokksofstækið hlaupið með flokkinn í gön- ur. Sárindi flokksforustunnar hljóta að vera mi'kiil yfir þvi, að hún hefur ekki borið gæfu til að vera með í því uppbygg ingarstarfi, sem nú er unnið til að reisa við efnahagslífið eftir rústir og ráðleysi vinstri stjórnarinnar. — Hvað, sem þvi líður, réttlætir það ekki þessa afstöðu flokksins. Það er með öllu óréttlætanlegt fyrir lýðræðisflokk, að grípa til pólitískra verkflalla. Það liggur við að það sé málefna- leg uppgjötf. Með því viður- kennir hann, að hann treystir ekki málstað sínum frammi fyrir dómi kjósendannia við almennar kosningar að loknu kjörtímabili. Miklð um ref í l\l-Ís. ÞÚFUM, N-ís. 4. júní — Sláttur er hafinn hér á stöku stað, en grasspretta er mjög misjöfn, og tún sumstaðar stórskemmd sök um kals, sem óvenju mikið er um. Spretta er ekki orðin góð ennþá, en fer vel fram. Smölun á sauðfé til rúnings stendur nú yfir. Mikið er um ref á þessu vori og hefur mikið unnizt af dýrum, bæði grentóf um og yrðlingum. Hans Valde- marsson, bóndi í Miðhúsum, er mikil refaskytta og hefur unnið mörg greni að undanförnu. Viðgerð á Vatnsfjarðarbryggju er lokið og stóðu Geirmundur Júlíusson, Hnífsdal og Halldór sonur hans fyrir verkinu, sem gekk ágætlega. Er mikil bót að viðgerðinni. — Von er á brúar- gerðarmönnum frá vegagerðinni' bráðum, og er bygging tveggja brúa áformuð í Reykjafjarðar- hreppi, Gljúfurá í Mjóafirði og Hópinu hjá Vatnsfirði. Allmikil vegagerð hefur að undanförnu staðið yfir í Laugardal í ögur- hreppi, og er þar um að ræða sýsluveg. — P.P,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.