Morgunblaðið - 08.07.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.07.1961, Blaðsíða 18
18 MORCIIJSBLAÐIÐ Laugardagur 8. júlí 1961'- <mm}mnnwa\ Valbjörn stökk 4,40 m í GÆR kepptu þrír fslendingair í alþjóðlegu móti í Aibo í Finn- landi, aukamóti eftir heimsleik- ana sv-onefndu í Finnlandi. Úrsiit urðu þau, að Vaibjörn Þorláksson varð þriðji í stang- arstökki með 4.40 m. Mun Ihann hafa átt góðar tilraunir við 4.47, að því er segir í skeyti. Vann Valbjörn m. a. Norðurlandamet- hafann í stangarstökki, Finnann Landström. Vilhjálmur Einarsson varð nr. 3 í langstökki, stö'kk 6.90 og Guðmundur Hermannsson fjórði í búluvarpi, varpaði kúlunni 15.49 m. Halherg setti heims- met í 2 málna hlaupi Murray Halberg Ástralíu setti i dag heimsmet í 2 mílna hlaupi. Skeði þetta á móti sem haldið var í Turku (Abo) Finnrlandi. Tími hans var 8 mín og 30 sek. Fyrra metið var 8 mín 32 sek sett af Ástralíumanninum Thom- as í Dublin í ágúst 1958. Halberg hefur verið í fremstu röð hlaupara undanfarin 2 ár. Afrek hans vekja sérstaka at- hygli vegna þess að annar hand- leggur hans og öxl eru alger lega lömuð og visnuð af lömun arveiki. En eigi að síður hefur Halberg reynzt konungur 5 km hlaupara undanfarin tvö ár og er einnig í fremstu röð bæði á styttri vegalengdum og lengri. Enn í Færeyjum DÖNSKU flugvélarnar tvær, sem væntanlegar voru hingað í fyrra dag frá Færeyjum — og eru á leið til Meistaravíkur, eru enn ókomnar. Veðurskilyrði yfir haf- inu hafa verið óhagstæð síðustu tvo dagana Og með tilliti til þess, að önnur flugvélin er eins hreyf ils ákváðu flugmennirnir að bíða betra veðurs. Kvenna mótið / dag í DAG hefst á Laugardalsvell- inum meistaramót kvenna í frjálsum íþróttum og samtím- is fer fram Drengjameistara- mót fslands. Keppendur á mót- unum báðum eru nálega 70 talsins víðs vegar að af land inu. í kvennamótinu eru keppendur 30 og er víst að keppni verður harðari og betri en nokkru sinni fyrr. Meðal keppenda á kvenna- mótinu eru nokkrar stúlkur sem vöktu mikla athygli á móti UMFI að Laugum. Er ekki að efa að fjöldi fólks vill fylgjas tmeð keppni kvennanna. Meðal drengjanna eru flest- ir af efnilegustu mönnum okkar í greininni. Sumir þeirra hafa unnið athyglis- verð afrek, og mun svo enn verða í dag og á morgun, ef að lýkum lætur. Mótinu lýkur á sunnudag- inn á Laugardalsvellinum. Það var oft hörð barátta i háð í leik KR og Dundee. Sveinn Þormóðsson tók þess- ar myndir í Ieiknum og sýna þær m. a. tvö markanna. Stærsta myndin sýnir er Þórólfur Beck skorar eina mark KR. Gunnar t. v. hafði brotizt í gegn og sent Þórólfi. Hann sleit sig frá „3 millj. kr. manninum“ Ure og skor aði örugglega. Liney mark- vörður fékk ekki að gert. Minni myndin sýnir fyrsta mark Dundee. Waddell mið- herji komst í lausa sendingu og klaufalega til Heimis mark varðar og skoraði. Þá sjást þeir berjast þeir sem flestra augu fylgdu. Það er Þórólfur Beck og „3 millj. kr. maðurinn“ Ure miðvörð- ur. 15000 óhorfendur að 'heimsleikunum' H É R á síðunni var í gær sagt frá úrslitum í nokkrum greinum á „heimsleikunum“ í Helsingfors síðari dag keppn innar. Keppnisgreinar fyrri dagsins fóru fram í góðu veðri og á góðum brautum og voru 15000 áhorfendur að mótinu þá. Helztu úrslit fyrri dagsins urðu þessi. 400 m hl. Brig'htwell Engl. 46.6 2. Williams Bandar. 446.7. 3. Lumrner Bandar. 46.7. 4. Singh Indland 46.8. 5. km hl. Halberg Nyja Sjál. 13.57.4. 2. Pirie Engl. 13.02.2. 3. Uro Finnil. 14.05.0. 4. Truex Bandar. 14.06.8. Langst. Sehmidt Póll. 7.66. 2. Valkama Finnl. 7.60. 3. Glo- ditan Nigeríu 7.51. Spjótkast: Kulcsar Ungv.L 76.19. 2. Muisma Finnl. 76.19. 3. Aananen Finnl. 75.20 .... 6. Rasmussen Noregi 72.58. Hást. kvenna: Balas Rúmeníu 1.85. 2. Kaarna Finnl. 1.60. Kúluvarp: Silvester Bandar. 18.26. 2. Sosgorxik Póll. 17.88. 3. Lunkling Engl. 17.65. 800 m hl: Snell Nýja Sjál. 1.47.6. 2. Matusohewski A-Þýzkal 1.48.4. 3. Salonen Finnl 1.48.7. 4. Kerr V-Indium 1.48.9; 5. Moens Belgía 1.49.2; 6. Balke A- Þýzjkal. 1.49.8 Hástökk: — Avant Bandar. 2.10. 100 m hlaup: Autao, Kenya, 10.6; 2. Janes, Engl., 10.8; 3. Ejoke, Nigeria 10.8. Kennedy fundar um Washington, 7. júlí. — (NTB-Reuter) — KENNEDY forseti hélt í dag til sumarseturs síns í Hy- annisport í Massachusetts, en þar mun hann, að sögn blaða fulltrúa hans, Salingers, ræða við nokkra nánustu ráðgjafa sína um Berlínarvandamálið og ‘Þýzkalandsmálin í heild. Salinger sagði, að fundur þessi væri aðeins liður í víð- tækum viðræðum, sem for- setinn hygðist eiga um mál þessi við ráðgjafa sína, og væri hann ekki haldinn vegna neins bráðs vanda eða hættu, sem skyndilega hefði komið upp. — Forsetinn mun einkum ræða við Rusk utan- ríkisráðherra, Macnamara varnarmálaráðherra og Max- well Taylor hershöfðingja, sem skipaður var sérlegur hermálaráðgjafi forsetans sl. laugardag. — ★ — Salinger blaðafulltrúi sagði, að fundurinn í Hyannisport mundi ekki fjalla um svar Bandaríkjastjórnar við orðsend- ingu Krúsjeffs um Berlín, enda væri það svar nú nær tilbúið. Hann bætti þó við, að það yrði líklega ekki afhent fyrr en í fyrsta lagi nk. þriðjudag. kallar til Þýzkaland ir Reynt að opna leið Góðar heimildir herma, að í svarinu verði hafnað kröfu Krúsjeffs um að gera ' Vestur- Berlín að frjálsu og sjálfstæðu borgríki, en aftur á móti muni reynt að opna leið til nýrra menningarviðræðna milli Vest- urs og Austurs um vandamál- in — á grundvelli þess, að öll þýzka þjóðin njóti sjálfsákvörð- unarréttar um framtíð sína. Þó er sagt, að ekki verði gerðar neinar ákveðnar tillögum um, hvernig nýjum viðræðum ura Þýzkalandsmálin skuli komið á, þar sem vesturveldin haldi fast við það, að vandi sá, sem nú er upp kominn, sé eingöngu al völdum Sovétríkjanna og þau hyggist ekki láta draga sig að samningaborðinu með hótunum eða úrslitakostum. — Þá mun lögð áherzla á það í svarinu, að hótun Krúsjeffs um sér-frið- arsamning við A.-Þýzkaland geti ekki haft nein áhrif á þá stað- föstu ákvörðun vesturveldanna að hvika ekki frá réttindum sín um í Vestur-Berlín og að verja rétt borgarinnar og frelsi. — ★ — Loks er haft eftir sömu lieim- ildum, að sennilega liggi nú fyr- ir nákvæm hernaðarleg áætlun til þess að geta brugðið við skjótt, ef í odda skyldi sker- ast út af Berlín, sérstaklega með tilliti til þess, ef flutningaleið- um vesturveldanna til borgar- innar skyldi verða lokað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.