Morgunblaðið - 09.07.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.07.1961, Blaðsíða 1
24 síðuff 0r0«Mtóíl> 48. árgangur 151. tbl. — Sunnudagur 9. júlí 1961 Prentsmioja Morgunblaðslns Banatil- ræði við sendiherra SAIGON, Suður-Vietnam, 8. jttlí. <Reuter) — Gerð var tólraun til að myrða sendiherra Banda- ríkjanna hér í rtag. Þegar sendi herrarm, Frederick Nolting, var að aka heim til sín um hádegis- bilið, ásamt lífverði sínum, óku tveir menn á mótorhjóli skyndi lega upp að bifreiðinni, og varp- aði annar þeirra handsprengju að henni. Sprengjan hraut upp á þak bifreiðarinnar og síðan aft- ur eftir því — og festist loks við „stuoaraim", án þess að springa. Lífvörður sendiherrans stökk þegar út úr bifreiðinni með byssuira á lofti. Tilræðismaður- inn hafði þá simið mótorhjólinu og ók burtu á fullri ferð — en félagi hans, sem hafði fallið af hjólinu, brölti á fætur og hvarf í mannþröngina áður en lífvörð- urúm gat miðað byssu sinni. I Krókur á móti bragði DANSKA blaðið Information hefir það eftir heimildum úr ýmsum áttum, einkum þó í Bonn, að í svari sínu við Berlínaryfirlýsingu Krúsjeffs muni Bandaríkjastjórn hóta að segja upp Potsdam-samn- ingunum frá .1045 — ef Búss- ar geri alvöru úr því að reyna að knýja fram hina yfirlýstu stefnu sína í Berlin og Þýzka- landsmálunum. Ef Bandaríkin ógiltu Pos- dam-samkomulagið fyrir sittJ leyti, hefði það m. a. í íor \ með sér, að þau viðurkenndul ekki lengur yfirráð Sovétríkj- anna yfir hluta Austur-Prúss- lands. Umrætt landsvæði var innlimað í Sovétríkin með samþykki Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands 1945.7 Mesta námuslys á árinu 108 kolanámuinenn fórust í Tékkóslóvakíu er kviknaði í cj.isi í námugöngum PRAG, 8. júlí. — (Reiater) — Ægilegt námuslys varð í Tékkóslóvakíu í gær. Tékk- ueska fréttastofan CETEKA skýrði frá því í dag, að 108 manns hefðu farizt, er skyndi lega varð mikil sprenging í kolanámu við Dukla, um 280 km austur af *Prag. Er talið, að sprengingin hafi orðið með þeím hætti, að kviknað hafi í methangasi — en á samri stundu og sprengingin varð urðu «11 námagöngin al- elda. - * - Einn af stjórnenduim kola- námunnar sagði, að eldurinn hefði farið með eldingadhraða um göngin og hitinn hefði þegar orðið gifuriegur. Björgunarráð- stafank voru gerðar þegar í stað, og komu björgiunarsvedtiir fná nærliggj andi þorpum og kola- námum skjótt á vettvang. — En óskaplegur reykur og hiti voru mikill þrándur í götu alls björg- unarstarfs. Þrátt fyrir litlar von ir um björgun, var þó tilraun- um haldið áfram fraim á nótt. Undir morguninn fyrirskipuðu yfirvöldin svo að hætta björgun- artilraunum, þar sem vonlaust mætti telja, að nokkur námu- mannanna væri á lífi. Væri ekki verjandi að halda áfram tilraun um til að komast inn í nátnu- göngin, þar sem það hefði í för með sér mikla lífshættiu. * * * Þetta er mesta námuslys, sem orðið hefir á þessu ári. Ógur- legasta námuslys, sem sögur fara af, varð í Mansjúríu árið 1942, en þar fórust 1.549 manns. Misklíðin milli Bandaríkjanna og Formósu Bandaríkjastjórn lýsir yfir „óbreyttri stefnu*' gagnvart báðum kínversku ríkisstjómunum EINS og sagt var frá í frétt í blaðinu í gær, óttast For- mósustjórn það nú, að Banda ríkin hyggist taka upp nýja Stefnu gagnvart kommúnista- Etjórninni í Peking — og að þau kunni jafnvel að fallast é aðild hennar að Sameinuðu þjóðunum. — Það er líka kunnugt, að Bandaríkjastjórn hefir íhugað þann möguleika að bera fram tillögu um það á Allsherjarþinginu í haust, að Pekingstjórnin fái inn- göngu í SÞ — en þjóðernis- sinnastjórnin á Formósu haldi fyrri stöðu sinni innan sam- takanna eigi að síður, hafi m. a. áfram fast sæti og neit- unarvald í Öryggisráðinu. — Formósustjórn hefir vísað slíkum hugmyndum alger- lega á bug — og má nú segja að grunnt sé á því góða milli þessara tveggja stjórna. Sendi herra Bandaríkjanna á For- mósu er komin heim til Was- hington til þess að ræða mál- in við stjórnina. ÍH Óbreytt stefna Eftir ýmsum erlendum blöð um að dæma ,hefir hugmyndin um aðild begg^ja kínversku rík- isstjórnanna mætt mikilli mót- spyrnu innan sjálfra stjórnarher búðanna í Washington — og blaðafulltrúi bandariska utan- ríkisráðuneytisins, Lincoln White, sagði það eiginlega berum orð- um sl. fimmtudag, að fallið hefði verið frá hugmyndinni. Lagði hann áherzlu á, að stefna Banda ríkjanna gagnvart kínversku ríkjunum væri óbreytt. Hins vegar kvað hann nú rætt um, hvernig snúast skyldi við þeim tillögum varðandi sæti Kína hjá SÞ, sem búast mætti við, að kæmu fram á Allsherjarþinginu i haust. ^r Aðeins timaspursmál Eins og kunnugt er, hefir mjöfi verið deilt um þetta mál á Frh. á bls. 2 UNDANFARIÐ hefur verið saltað á síldarplönunum norð anlands svo að segja nott og dag. En það er ekki á henni ið sjá þessari siglfirzku blómarós að lítið sé um hvíld, | en erfiðið mikið. Það hjálpar , kannski til að silfur hafsins færir líka skotsilfur í vas- ann og kannski er hún að | hugsa um að hægt er að i kaupa eitthvað fallegt fyrir, það. Myndin var tekin á síld- arplani á Siglufirði fyrir | nokkrum dögum. Krúsjeff skákar IVIao SEOUl., S.-Kóreu, 8. jttlí. (Reut- er) — Hong II Kim, utanríkisráð herra Suður-Kóreu lét svo um mælt í dag, að hinn nýi varnar samningur, sem Sovétríkín gerðu við Norður-Kóreu nú i vikunni, sým* það glöggt, að Krúsjeff hafi tryggt sér sterkari aðstöðu í Norður-Kóreu en Mao Tse Tung. — Sagði utanríkisráðherr ann, að samningurinn sé tilraun til þess að Ieiða N.-Kóreu frá kinversku kommúnistalíminni og efla þar með ítök Rússa í aust- asta Iiluta Asiu. Þessi samningur mun hafa sin áhrif til þess að viðhalda sikipt- ingu Kóreu í framtíðinni, sagði Hong utanrikisráðherra, — og „ber vott um það, að Sovétrík- in hafa hug á að koma ár sinni sem bezt fyrir borð í norður- hlutanum, jafnvel hernema hann, gera innrás í Suður-Kóreu — og gera landið allt að komrn- únísku leppríki sínu".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.