Morgunblaðið - 09.07.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.07.1961, Blaðsíða 3
Sunnudagur 9. júlí 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 -d! — Er ekki konum bannaður aðgangur hér? spurði ég bað- verðina í Hafnarbaðinu. — Jú, sagði annar þeirra, en þetta er konan mín, og hún á aðgang að mér, hvar sem ég er. — Ég er að sækja hann, sagði konan afsakandi, hann er búinn á va'ktinni. — Ég á þessa lí'ka, sagði baðvöxðurinn og lagði lófann á kollinn á lítilli ljóshærðri hnátu. X>að var þó nokkur ös, með- an ég staldraði við, en bað- verðirnir sögðu, að þetta væri með minnista móti. Nokkrir druk'knir menn slangruðu inn, en var jafnóðum vísað út aft- ur. — Ég er bara sjómaður, sagði einn þeirra og vildi helzt ekki fara út. — Já, farðu heim til kon- unnar þinnar, góði. Sjómaðurinn reikaði út, en hafur sennilega ekki faxið (heim til konunnar sinnar. Búlduleitur maður með stórt nef hallaði sér upp að dyrastafnum og brosti ána- lega. Séra Jón Auðuns dómprófastur: Samfylgd Baðverðirnir Fáll og Bjarni — Vantar þig í nefið eða eitthvað svoleiðis? spurði ann ar baðvarðanna og sneri sér að 'honuim. — Nei, ég er bara að standa af mér rigninguna. — Hvað heitio þið? spurði ég baðverðina. — Ég heiti Bjarni Fállsson, sagði annar. Hann er búinn að starfa þarna í fjögur ár, en var áður ofnasmiður í Breiðfjörðsblikk- smiðju. — Hvað eru Hafnarböðin búin að starfa lengi? — Þau tóku til starfa 1944, sagði hinn baðvörðurinn, en ég er búinn að starfa hér í 15 ár. — Hvað heitir þú? — Pál'l Pálsson. — Ég ætla að fá rafcstur, sagði skeggjaður maður, sem birtist í dyrunum. Síðan komu tveir menn, sem báðu um síga*rettur. Alls kon- ar snyrtivörur eru til sölu þarna, vettlingar og prjóna- brækur, sem enginn vildi kaupa. .— Hvað starfaðir þú áður? spurði ég Pá'l, þegar lotan var liðin. — Þeir voru aðallega með mig í Kjallaranum, sagði hann. — Nei, segðu satt, sagði konan hans, þú varst i sveit og svo í gúmmíviðgerð. — Þessir blaðamenn segja hvort eð er aldrei satt, sagði Páll. — V a r s t u fangavörður? spurði ég. — Nei, ég hef aldrei komið þangað. •— En langar þig þangað? Háskólaprúf í hr einlæti „Og er Jesús gekk framhjá, sá hann Leví Alfeusson sitja hjá tollbúðinni og segir við hann: Fylg þú mér. Og hann stóð upp og fylgdi honum.“ Samfylgdin við Krist, hlýðnin við boð hans er öllum erfið, því að kröfurnar eru strangar, sem hann gerir. Vér þekkjum þessar kröfur, eins og þær blasa eink- um við oss í Fjallræðunni, skil- yrðislausar kröfur um bróður- elsku til allra manna, skilyrðis- lausan fyrirgefningarhug til þeirra, sem gera á hluta vorn, algeran hreinléik í hugsun, orði og háttum. Til hvers er verið að boða þetta, fyrst enginn getur full- nægt þessum kröfum? Væri ekki betra að aðhyllast einhver önnur trúarbrögð, sem gera aðeins skyn samlegar og viðráðanlegar kröf- ur sem sæmilegum manni væri unnt að lifa eftir? Svo spyrja menn og benda þá tíðum á hinn forn-kínverska átrúnað, sem kenndur er við spekinkinn Kon- fúsíus, sem uppi var fyrir þúsund um ára. Þessu halda menn fram vegna — Ég hef efckert hugsað um það. — Maður á ekfci að tala áð- ur en maður hugsar, sagði konan hans. — Hvernig er aðsóknin að böðunum? spurði ég til að leiða talið að öðru. — Þessi böð eru mikið sótt, sagði Pálil hátíðlega. — Af sjómönnum? — Já, og rnönnum af öllum stéttum, verkamönnum og iðn aðarmönnum. — En heldrimönnum? — Já, heildsölum og skrif- stofumönnum, en ekki ráð- herrum. Þessir menn koma alltaf aftur og aftur, það er eitthvað sérstakt við böðin hér. — Er þetta ekki vatn úr Gvendarbrunnunum? — Jú, en það er betra en víða annars staðar. — Hvernig stendur á því? — Við tökum vatn úr aðal- æð og staðurinn ligur lágt, svo það er mikill kraftur á vatninu, sagði Bjarni. — Skrúbbið þið viðsfcipta- vinina? — Já, ef þeir eru mjög skít- ugir, sagði Pál'l, en þú mátt ekki setja það í blaðið, því það er ekki satt. — Kunnið þið vel við þessa vinnu? -— Það er gott að starfa hér, sagði Páll og Björn tók undir. — Hvaða nám er nauðsyn- legt? — Háskólapróf í hreinlæti, sagði Páll. — Hvenær gerið þið hreint? — Eftir lofcun, klukkan tíu á kvöldin, sagði Bjarni. — Við byrjum klukkan átta á morgnana, sagði Páll, og vinnum á vöktum, átta til þrjú og frá þrjú fram undir mið- nætti. — Gerist aldrei neitt spaugi legt hér? — Jú, sagði PáU. — Hvað til daemis? — Þú verður að sjá það sjálfur. •— Nei, þú segir mér það. — Jæja, einu sinni til dæm- is kom baðgestur hingað fram á gang með handklæði um sig miðjan og sagði kjökrandi, að það væri búið að stela fötun- um sínum. í sama bili kom annar baðgestur framm — al- klæddur — og sagðist einmitt 'hafa séð mann fara út með tvenn föt. Hvað gat ég gert? — Lánað aumingja mannin- urn prjónabrækurnar og vettl- inga. — Nei, ég fór inn og taldi kroppana í baðinu og síðan fötin. Talan stemmdi, svo föt- in hans hlutu að vera þama, sem og kom í ljós. — Nú? — Þau voru á bak við hurð á næsta skáp. — Það var leiðinlegt. ■— Einn, sem kemur hingað, notar aldrei handklæði, sagði Bjami, hann fer bara út og hristir sig. Þetta er sjómaður, ákaflega hraustur. — Buxnailaus? ■— Nei. — Hvað baða margir sig hér að meðaltali á dag? — Ég tók á móti 200„manns 16. júní fyrir 6 árum, sagði Páll. — Þá hafa margir verið hreinir á þjóðhátíðardaginn, sagði aðkomumaður. — Nú held ég, að ég fái mér — Nú held ég, að ég fái í nefið, sagði búlduleiti maður- inn og hætti að brosa. i.e.s. Þeir fá eld í sígaretturnar. þess, að þeir þekkja of lítið mann legt eðli, mannlega sál. Enginn maður lifir til lengdar á list, sem svo liggur í augum uppi, að hann kemst óðara til botns í henni. Hin grunnfæra er dægurfluga, sem gleymist Og deyr. Meistaraverk tónlistar lifa vegna þess, að menn finna, að stöðugt er eitthvað í þeim, sem er hærra en hugur manns spann- ar, djúp, sem þeir fá ekki kann- að til botns, — eitthvað, sem ekki er unnt að ná en eggjar hug- ann og hvetur. Eins er þessu farið með trúar- brögðin og listina. Engin trúar- brögð nægja mannssálunni til frambúðar, ef þau bjóða henni aðeins hið viðráðanlega, auð- velda. Einmitt vegna þess, að kröfur kristindómsins eru svo strangar, að þeim verður ekki fullnægt, heldur hann áhrifavaldi sínu yfir mannshuganum. En Vegna þess, fyrst og fremst, að siðakröfur spekingsins Konfús- íusar eru skynsamlegar og „hóf- samlegar", eru þær að missa á- hrifavald yfir kínversku þjóðinni, fyrnast og fölna eins Og haust- laufið, sem lokið hefir hlutverki sínu og deyr. En siðakröfur Krists eru eins og síungt vorlauf vegna þess að þær eru kröfur, sem er ekki hægt að uppfylla. Mannsandinn verður að dýrka það, sem er fyr- ir ofan hann sjálfan. Honum næg ir ekki til frambúðar það, sem hann getur gripið til og haft á valdi sínu að eigin geðþótta. Hvernig hefir fylgd kristinna manna við meistara sinn reynzt? Á hana lagði hann meiri áherzlu en alla guðrækni og helga siði. „Ekki mun hver sá, er við mig segir: Herra, herra, ganga inn í himnaríki, heldur sá, er gjörir vilja föður mí*s“, sagði hann. Menn haf * miklað það fyrir sér, hve mjög kristnin hefir látið trúarlærdóma og helgisiði koma í stað eftirbreytninnar. Á það ber þá fyrst Og fremst að líta, að hjá göfugustu mönnum kristninn ar, þeim sem lengst.hafa komizt á veginum og líkastir Kristi hafa orðið, hefir þetta hvortveggja runnið í einum farvegi: guðrækn- in og göfugt líferni, trú og breytni hafa haldizt í hendur. Þessum mönnum hefir fylgdin við Krist ekki verið nauðug, heldur af fagnandi fúsleika gjörð. Þeir hafa fundið, að kristindómur inn var ekki byrði, sem þeir báru, heldur vængir, sem báru þá uppi. Hinu varð að sjálfsögðu ekki af stýrt, að margir leituðu annarra leiða til að þóknast hon- um, þegar þeir fundu, að kröfur hans gátu þeir ekki uppfyllt, ekki gjört það, sem hann bauð. En hvað er um þessa „útvort- isguðrækni“, helgisiðina, sem oft er hneykslazt á og talið að standi milli mannsins og Krists? Ég held, að þótt hin hreina guðrækni sé fyrst og fremst fólgin í eftir- breytninni, hafi mannshugurinn ávinning af helgum siðum og athöfnum, og að þessir siðir virð- ist offc vera óhugnanlega vélræn- ir, einkum í rómverskri kristni, þá snerti þeir meira en yfirborð mannssálarinnar og vinni sitt verk til blessunar í ómeðvituðum djúpum sálarinnar. „Fylg þú mér“, — vér vitum, að til fulls fylgir honum enginn. En einmitt vegna þess, hve strang ar og háleitar kröfur kristindóms Íins eru, heldur hann áhrifavaldi sínu yfir mannssálunum, meðan önnur kerfi átrúnaðar og siðspeki sem eru auðveldari, viðráðanlegri missa áhrifamátt sinn, gleymast og deyja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.