Morgunblaðið - 09.07.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.07.1961, Blaðsíða 5
Sunnuðagur 9. júlí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 5 MNN 06 = mLEFNI= UPP á síðkastið hefir ver- mikið um það rætt og rit- að hér á landi hvernig hægt væri að gera Island að auknu ferðamannalandi og auka þar með gjaldeyr- istekjur þjóðarinnar til mikilla muna. Aðstaða til móttöku fjölmennra hópa erlendra ferðamanna hef- ur verið hágborin allt til þessa, en nú virðist skiln- ingur og áhugi á þessum málum hafa. aukizt, svo að við vonum, að þess verði ekk langt að bíðft, að er- lent skemmtiferðafólk geri sér ferð hingað til íslands í stórum hópum til að eyða sumarleyfinu í góðu yfir- læti í fögru umhverfi. ★ Á fimmtudaginn leit inn á skrifstofur blaðsins, sölustjor: brezku ferðaskrifstofunnar Global Tours í Lundúnum, H. Kewley að nafni. Hann er hingað kominn til að kynna sér staðhætti og fyrirgreiðsl- ur, sem íslendingar geta veitt erlendum ferðamönnum. Kew- ley kom hingað á vegum Guðna Þórðarsonar, forstjóra ferðaskrifstofunnar Sunnu, en hún hefur umboð hér á landi fyrir Global Tours. ★ Gloubal Tours er næst stærsta ferðaskrifstofa á Bret landseyjum og skipuieggur ferðir um allan heim, einkum þó um Evrópu. Starfsmenn þessa fyrirtækis hafa mikla reynslu í ferðamálum og vita glöggt hverjar óskir ferða- mannsins eru og hvaða þjón- ustu verður að veita honum. Þess vegna lék okkur hugur á að leita álits hans á mögu- leikum sem ísiand hefur á þessu sviði og hverjar umbæt- ur þarf að gera til þess að það geti orðið eftirsótt feiða- mannaland. — Svo ég byrji nú á byrj- uninni, sagði Kewley, þá verð ég að segja það, að samgöng- ur til og frá landinu eru í mjög góðu horfi, greiðar flug- samgöngur og góð þjónusta í flugvélunum. í Reykjavík fer aðstaðan að mér virðist batn- andi. Hér eru góð hótel, laus við allan óþarfa íburð, þægi- leg, bjóða upp á gott fæði — og þjónustu fyrir hæfiiegt verð — sem sagt allt se;n hinn almenni ferðamaður ger- ir kröfur til. • ★ Eg veit, að þið hafið átt við hótelskort að stríða hér í höf- uðstaðnum, og eigið enn, en þegar nýja hótelið á Melun- um er komið í notkun verður endir bundinn á þetta vanda- mál — 1 biii að miansta kosti. En útlendir ferðamenn munu ekki koma til landsins einung- is til að dvelja í höfuðborg- inni. Úti á landsbyggðinni verða að vera góð gisti- og veitingahús, sérstakiega á þeim stöðum sem hafa upp á mikið að bjóða írá náttúrunn- ar hendi. Þetta eiga ekki að vera neinar risabyggingar, heldur lítil skemmtileg húsa- kynni, þar sem menn geta lif- að rólegu og áhyggjulausu lífi. Vínlöggjöfin, sem íslendingar búa við tel ég vera mjög óæskilega fyrir nótelrekstur- inn. Mikill meirihluti ferða- manna vill fá keyptan sterk- an bjór og þeir geta ekki með glöðu geði sætt sig við að kaupa vínföng á ákveðnum tíma, vissa daga vikunnar. ★ — Hafið þér kynnzt af eig- in raun þjónustu á veitinga- húsum utan Reykjavíkur? — Já, að mjög litlu leyti. Guðni Þórðarson fór með mig í bílnum sínum um nærsveit- irnar í vikunni — og þá kom'- um við m.a. til Laugárvatns. Mér fannst móttökur ágætar, matur og þjónusta hvort tveggja gott. •— En vegirnir? — Þar er aftur á móti mik- illa úrbóta þörf. Mér finnst að stjórnarvöldin verði að leggja miklá áherzlu á að bæta ástand þjóðveganna. Það reiknar eðlilega enginn með að hægt sé að gera hér vegi á augabragði sem jafnist á við það sem gerist erlendis, en þið getið komið ykkur upp ágætu vegakerfi í mörgum á- fongum. ★ — Er mikill áhugi í Bret- iandi á ferðum til íslands? — Áhuginn er tvímælalaust fyrir hendi, en hingað til hef- ur ekki verið hægt að auglýsa landið í ríkum mæli, vegna þess að þið hafið ekki verið nægilega undir það búnir að taka á móti ferðamanna- straumnum. fsland hefur upp á margt að bjóða. Hingað til hafa það aðallega verið vís- indamenn, t.d. landfræðingar og jarðfræðingar, sem hafa efnt til hópferða til íslands. Nú er kominn tími til að þið getið tekið á móti fólki, sem vill njóta hvíldar. — Hefur fyrirtæki yðar kannski í hyggju að efna til hópferða hingað? — Það er að sjálfsögðu að mestu undir ykkur komið, eins og ég hefi lýst. Um þess- ar mundir er Spánn mest eft- irsóttur af ferðamönnum, og það hafa margir íslendingar tekið þátt í ferðum okkar tii landanna við Miðjarðarbaf. En við höfum fullan hug á að koma á tvístefnu akstn á þessu sviði. ★ Eg veit að meirihluti þjóðar ykkar vill auka ferðamanna strauminn til landsins, en þó veit ég að innan um finnst fólk, aðallega gamalt fólk, sem hefur alizt upp við allt annan hugsanagang en nú tíðk ast. Það þolir ef til vill ekki að sjá götur og verzlanir full ar af erlendu skemmtiferða- fólki. En sem betur fer er hér aðeins um fámennan hóp Hún stóð fokvond fyrir fram- an búðarborðið hjá ávaxtasalan- um. x — Þetta er nú bara alveg ó- heyrilegt vérð á eplum. — Já, frú. Það er svo lítið af eplum á markaðnum. — Lítið af eplum, tautaði hún. Eg las nú í blöðunum í haust að það væri svo ofboðslega mikið af eplum að þau væru bara lát- in hanga á trjánum. — Já, einmitt kæra frú. Fram- boðið er svo lítið af því að það borgar sig ekki að tína þau af að ræða, svo að ég efast ekki um að það yrði tekið nógu hlýlega á móti fólkinu. Margar fjölmennar atvinnu greinar myndu hagnast mjög af komu þess, ég get nefnt sem dæmi, að á tveimur dög- ur hefi ég eytt 1000 krónum í ýmiss konar minjagripi, gæruskinn og fleira, sem ég fer með heim, en greiðsla fyr- ir mat og uppihald er aðeins lítill hluti af þessari upphæð. ★ — Hvaða leiðir á svo að fara til að auglýsa landið? — Erlendar ferðaskrifstofur gleypa við öllum nýmælum og munu reiðubúnar að hjálpa til þegar við eruð nægilega undirbúnir. Það á að senda auglýsingaspjöld, upplýsinga- rit og jafnvel kvikmyndir til að kynna landið erlendis. Og þið eigið að gera meira af því að auglýsa einstaka staði en nú er. Ný hótel þarf að aug- lýsa sérstaklega o. -s. frv. — Já, vel á minnzt. Eg furðaði mig mjög á því, að sjá hvergi merki við vegina um athyglis verða staði, eins og tij dæmis Kefið í Grímsnesi. Ef ég hefði verið einn míns liðs hefði ég ekið á fleygiferð fram hjá þessum sérkennilega sprengi- gíg. Það þarf ekki nema smá- skilti við vegarbrúnina með heiti staðarins og nokkrum upplýsingum, og þá staldra allir við. Að lokum vildi ég segja þetta. Það eru miklir mögu- leikar, sem ísland hefur í framtíðinni á sviði ferðamál- anna, sé landið nægilega vel kynnt og auglýst. Og þið meg- ið leggja sérstaka áherzlu á, að ísland er alls ekki kalt land lengur. Útlendingum verður hrollkalt þegar þeir heyra þetta nafn — svona á- líka kalt og landnámsmann- inum þegar hann gaf landinu þetta óheppilega heiti. í dag verða gefin saman hjónaband af séra Þorsteir Björnssyni, fröken Erna Gu? bjarnardóttir (Guðmundssona heitins fulltrúa), Lindargötu 2« og Haukur Hervinsson, flugmað ur (Guðmundssonar, húsasmíða meistara), Langholtsvegi 120. - Heimili ungu hjónanna verður a Sólheimum 38. í gær opinberuðu trúlofun sína Kristbjörg Þormóðsdóttir, banka mær, Ásvallagötu 21 og Egill Halldórsson, sjómaður, Dyngiu- veg 14, Reykjavík. TIVOLI Opnað kl. 2 — Kl. 4 á leiksviðinu Baldur, Gimmi og Konni skemmtc, Skemmtitæki: Bílabraut — Speglasalur — Parísarhjól Rakettubraut — Skotbakkar — Bátar Bátarólur — Barnahringekjur — Automatar Veitingar: Kaffi og vöffiur — Heitar pylsur — Mjólk Sælgæti o. fl. Tivoli systur ! Tivolí Bíó Sumardvöl fyrír stúlkur Starfrækjum námskeið í íþróttum og leikjum, fyrir stúlkur 10—12 ára, í Hveragerði. — Fyrsta nám- skeiðið hefst 17. júlí. Nánari upplýsingar næstu daga hjá Ólöfu Þórarinsdóttur, sími 36173 og Ást- björgu Gunnarsdóttur, sími 33290. Lokað vegna sumarleyfa frá 7. júlí til 1. ágúst MÚLALUNDUR VINNUSTOFUR S.Í.B.S. Reykjavík Buimassor-Clinic NUDDTÆKIN Pantanir óskast sóttar Bankastræti 7 ATVINNA Viljum ráða röskan mann á sumrstöð okkar vlð Reyfcjanesbraut. — Upplýsingar á skrifstofunni, mánudaginn 10. þ.m. kl. 13—15. Olíufélagið SKELJUIVGUR hf. Tryggvagötu 2 Jarbvicna - húsgrunnar - lóðir Höfum til leigu vélskóflu og krana. Ennfremur hin- ar afkastamiklu Caterpillar jarðýtur með vökva- þrýstitönn. Almenna byggingafélagið hf. Sími 17490

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.