Morgunblaðið - 09.07.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.07.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 9. júlí 1961 Vonlaust um bann við kjarna- vopnatilrauninn ? Hvassyrt orðsending Sovétstjórnarinnar Ingiber Ólafsson við bryggju í Keflavík Nýr, g'œsilegur bátur til Keflavíkur KEFLAVÍK 5. júlí. — 1 gær kom nýr bátur til Keflavíkur Ingiber Ólafsson GK 35. Báturinn er smíð að'ur í skipasmíðastöð Marsilíus- ar Bernharðssonar á ísafirði og er hann 36. báturinn sem þar er Óskar Ingibersson, skipstjóri smiðaður. M.b. Ingiber Ólafsson er 83 tonn að stærð með 500 hest afla Caterpillar dieselvél og er ganghraði rúmar 11 mílur. Enn- fremur er í bátnum Catirpillar Ijóavél öll smíði bátsins er mjög vönduð og traust og fyrirkomu- Biðlistar hjá Flugfélaginu MJÖG miklar annir eru í innan- landsfluginu og vélarnar full- setnar til allra staða, eða því sem næst. í fyrradag var flogið til Kópaskers og um nóttina voru farnar tvær aukaferðir. Allt var þetta fólk á leið í sildina — og enn eru 40 á biðlista. Biðlistar eru nú svo að segja á öllum flugleiðum. lag allt hið bezta, bæði undir og yfir dekki, enda eru skipasmíðar Marsilíusar landsþekktar fyrir styrkleika og vabdaða vinnu. Báturinn er eins og aðrir nýir fiskibátar búinn öllum beztu og fullkomnustu tækjum, sem nú eru þekkt, fisksjá, radar, dýptar- mælum, ljós-miðunarstöð tal- stöð, færanlegum stjórntækjum vélar, vökvastýri og mörgum öðr um smærri tækjum til öryggis og þæginda. Eigendur bátsins eru bræðurn- ir Jón Óskar Ingibersson afla- kóngur, sem er skipstjóri bátsins. Báturinn er heitin eftir Ingi- ber Ólafssyni, föður þeirra bræðra, sem var mikill sjósókn- ari og aflamaður á sinni tíð og sagði Óskar skipstjóri að hann vonaði að andi gamla mannsins fylgdi þessum nýja nafna sínum. Skipverjar voru að taka nót- ina um borð og gert ráð fyrir að sigla norður á síldarmiðin um miðnætti, eftir sólarhrings dvöl í Keflavík. Gert er ráð fyrir að báturinn beri um 1200 mál af síld og sagði Óskar skipstjóri að hann vonaði að sér gefis' tækif. til að sannreyna það, eða að „næla“ bátinn sem fyrst þegar norður væri komið. Um verð báts Marselíus Bernharðsson skipasmíðameistari. ins vildu eigendur lítið segja, annað en það að mikið yrði að aflast ef vel ætti að fara. Óskar Ingibersson var yngsti skipstjóri við Faxaflóa þegar nann byrjaði skipstjórn og hefur verið vax- andi afla- og happa maður með hverju árinu, svo vonir standa til að allt fari vel, og þetta glæsi- lega skip eigi eftir að færa mikla björg í bú. — hsj — Moskvu, 7. júlí (Reuter) — MÁLGAGN sovétstjómarinn ar, Izvestia, birti í kvöld orð- sendingu stjórnarinnar til Bandaríkjastjórnar, þar sem hún leggur enn til, að samn- ingar um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn verði látnir fylgja samningum um almenna og algera afvopnun. Er orðsending þessi svar við orðsendingu Bandaríkjastjórn ar hinn 17. júní sl. Sovézki utanríkisráðherranp, Gromy- ko, afhenti hana Thomson, sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu í fyrradag, að sögn Izvestia. — Tónninn í orð- sendingunni er býsna „harð- ur“, og eru þar ýmsar ásak- anir á hendur Bandaríkja- stjórnar. — ★ — í>að er þegar ljóst, að þessi Nýr lögfræðingur í Hafnarfirði HAFNARFIRÐI. — Nýlega hefir Árni Grétax Finnsson opnað lög fræðiskrifstofu að Strandgötu 25. Árni, sem lauk lögfræðiprófi nú í vor, var um noikkur ár jafmhliða náimi sínu ritstjóri Hamars og hefir að öðru leyti látið stjórnmái mjög til sín taka, er t. d. varaformaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Lögfræðiskrifstofa Árna mun að sjálfsögðu annast öll venju- leg lögfræðistörf og jafnframt fasteignasölu. — Skrifstofan er opin 5—7 síðd. orðsending sovétstjómarinn- ar er á vesturlöndum talin þýða það, að nú sé raun- verulega tilgangslaust að halda áfram ráðstefnunni i Genf um ban við kjarna- vopnatilraunum — og er tal- ið ólíklegt í Washington, að aðalfulltrúi Bandaríkjanna á ráðstefnunni hverfi þangað aftur, en hann hefir rætt við stjómarvöldin í Washing- ton undanfarna daga. — ★ “ Eins og fyrr segir, ber sovét- stjórnin fram ýmsar ásakanir á hendur Bandaríkjanna í orð- sendingu sinni — segir þar m.a., að tillögur Sovétríkjanna hafi verið mistúlkaðar og affluttar i Washington. Virðist svo sem bandarísk stjórnarvöld hugsi um það eitt að finna einhverja afsökun fyrir því að taka upp kjarnavopnatilraunir að nýju. Háskólinn fær stjörnusjónauka HINN 7. júlí afhenti sendiherra Sovjet-Rússlands hér á landi, herra Alexander M. Alexandrov, fimm stjörnusjónauka að gjöf frá menntamálaráðherra Sovjet- Rússlands, frú E. A. Furtseva, sem hér var á ferð og heimsótti m.a. Háskóla íslands. Stjörnu- sjónaukarnir eru að gerðinni AT-1, og eru þeir einkum ætlaðir til að fylgjast með ferðum geim- fara. Einnig voru afhentar bæk- ur, sem varða það efni. Háskóli íslands metur mikils þessa ágætii gjöf. (Fréttatilkyrining frá H.Í.). ♦ Hvernig er að vera bar])iónn? VELVAKANDI hefur í dag beðið Theodór Ólafsson, bar- þjón á Hótel Borg að svara spurningunni: Hvernig er að vera barþjónn? „Ég er nú miklu forvitnari um svarið við spurningunni: Hvernig er að vera gestur á barnum hjá mér þá gæti ég hagað mér samkvæmt því. Starf okkar barþjóna, eins og annarra þjóna, er að þóknast gestunum, veita þeim góða þjónustu. í>að má ef til vill segja, að starf okkar sé ekki, „eins og venjuleg störf“ þ.e.a.s. vinnu- tíminn og annað, en ég er orð inn svo vanur þessu, búinn að starfa við framreiðslustörf í tuttugu ár, að ég er hættur að taka nokkuð til þess. Það kem ur upp í vana, eins og að vinna frá níu til fimm. Hvernig er að vinna innan um fólk, sem er að skemmta sér, spyrja menn. Mér finnst alltaf gaman að vera innan um fólk, sem er í góðu skapi, og það má líka segja að vinn an sé skemmtun. Það finnst mér að minnsta kosti. Við starf mitt kynnist ég mörgu fólki, mest góðu fólki. Til mín koma „bisnissmenn og ræða sinn „bisniss“, listamenn og ræða um listir o.s.frv. • FulltjifJíátuJólki Tvö atriði finnst mér, að mættu fara betur. Það er í fyrsta lagi aldurslágmarkið og passarnir. Við megum ekki afgreiða fólk yngra en 21 árs. Ef okkur finnst eitthvað vafa samt, þá biðjum við um skil- ríki Fæstir hafa þessi skilríki handbær og þetta kostar leið- indi, móðganir og þar fram eftir götunum. Ef hert verður á eftirliti með því, að menn FERDIIMAINIÍ* , I ©PIB — _ COPENHACfN beri slík skilriki á sér, þá auðveldar það okkur mjög starfið. Hitt er sá tími, sem við meg um hafa opið. Mér finnst, að við ættum að mega opna kL 5 á daginn, eins og gerist meS öðrum þjóðum. Þegar ég segi þetta, þá tala ég ekki sen» bindindisfrömuður, ekki sem maður, sem ætlar að frelsa heiminn, heldur sem maður, eem vill veita viðlskiptavinum sínum beztu þjónustu. Það er mitt starf að hugsa um þá hluti. Það eru mikil umskipti, þeg ar barinn hefur verið fullur af kátu og skemmtilegu fólki og hlátrar hafa kveðið við, og svo er allt í einu tómt og eftir eru tóm glösin og reykjar- svæla. Um hvað hugsa ég þá? Þá hlakka ég til hvíldarinn- ar eftir erfiðan dag. Þá dettur mér ef til vill í hug, að gam- an væri að flýta sér heim og rifja upp, hvernig þeir drykk ir bragðast, sem ég hef verið að veita viðskiptavinum mín- um allt kvöldið “

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.