Morgunblaðið - 09.07.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.07.1961, Blaðsíða 9
Sunnudagur 9. júlí 1961 MORGVNBLAÐIÐ 9 Um loítnet otf jarð t<&nejintyar TIL ÞESS að fá sem bezt not af viðtæki er mjöð áríð- andi að vel sé gengið frá upp- setningu þess og annars við- tökubúnaðar. Engin viðtæki eru svc vel gerð frá hendi framleiðandans, að loftnet og grunntenging tækisins bæti ekki viðtökuna. Hinsvegar ber að taka tillit til þess í vali lofinets hvaða not hlustandinn vill hafa af viötæki sínu, hvort hann a=tlar að hlusta á erler.d- ar og innlendar stöðvar jófn- um hördum eða eingöngu á inniendar stöðvar og hvort ’hann ei búsettui í nálægð út- varpsstcðvar eða fjarri þeim. Stærra og hærra loftnet Tiljangur lofinetja er sá að soga ur ljósvakanum merkin frá sendistöðinni og þessi merki verða því sterkari og gleggrí, því stærra og hæna sem loítnetið er. i'yrú’ pa hlusrendur, se.n búa í Reykja vík Og nágrenni eða í náÍE=g? endurvarpsstöðvanna fyi’ir norðan og austan og ekki kæra sig um frekari afnot lit- varps en frá þessum stöðvum, er í flestum tilfellum nægi- legt að hafa ódýrt inniloftnct í sama herbergi og viðtækið er. Er þá hentugast að noia emangraða raftaug og gefa henni sem mest víðfeðmi, t. d. leggja hana með veggjum of- arlega. Það skal þó tekið skýrt fram, að slík inniloftnet nýta viðtökumöguleika tækis- ins aðeins að mjög litlu leyti og erlendar eða fjarlægar stöðvar heyrast ekki nema við góð viðtökuskilyrði og í góð- um tækjum. Hér mætti einnig geta þess að nýjustu heimilistæki og ferðatæki eru flestöll búin innbyggðum loftnetjum, svo- nefndum „ferrit“ loftnetjum, sem Oft koma að sama gagni og inniloftnet. Verður ann- ars nánar vikið að þessari gerð loftnetja í næsta þætti. Fyrirkomulag útiloftnetja Fyrir hina hlustendurna, sem búa fjarri útvarpsstöðvum eða vilja einnig hafa not af er- lendum útvarpsstöðvum, er nauðsynlegt að hafa gott úti- loftnet. Notagildi loftnetja eykst með aukinni hæð þeirra og víðfeðmi, eins og áður er sagt. Venjulega eru þau höfð 25—30 metra löng og strengd milli hæstu hluta nærliggj- andi húsa. Niðurtakið er tek- ið einangrað inn um glugga- póst sem næst viðtækinu. í þéttbýli er bezt að hafa loft- netin að húsabaki, fjarri um- ferð bifreiða. Útiloftnet geta einnig verið málmstrengur eða pípur, festar á hæsta hluta húss og einangraðar frá því og niðurtakið tekið einangrað niður utanhúss og inn um gluggapóst. í þéttbýli og þar sem mikil umferð bifreiða er, er æskilegt að niðurtakið sé skermaður strengur. Það hindrar truflanir frá bifreið- um og rafkerfum. Þess ber þó að gæta, að í slíkum tilfellum, þarf • sérstaklegan búnað í báða enda hins skermaða strengs svo að merkin kafni ekki í strengnum. Þess eru mörg dæmi að tveggja metra vírbútur inni í herbergi hef- ur gert sama gagn og útiloft- net af þessari gerð ef þess var ekki gætt að aðhæfa eigin- viðnám strengsins viðnámum loftnets og tækis. Við uppsetningu loftnetja ber að gæta þess að loftnetið og niðurtak þess sé vel ein- angrað frá jörðu og sér í lagi að öll samskeyti séu kveikt eða gerð í öruggum skrúfhólk um. Léleg samskeyti inntaks við sjálft loftnetið úti getur valdið mi';lum truflunum og brestum - vegna spansgrænu- myndunar í samskeytunum. Þetta eru algengustu truflan- ir frá loftnetjum. Jarðtenging minnkar truflanir Jarðtenging tækja er eins- konar kjölfesta og hefur fyrst og fremst þann tilgang að gefa starfsemi tækjánna gott jafnvægi Og ennfremur að leiða til jarðar truflanir frá rafmagnskerfum á jörðu og frá segulsviðum og rafsviðum háloftanna, án þess að trufl- anirnar fari fyrst inn í sveiflu rásir tækjanna. Þess vegna er jarðtengingin alla jafna þýð- ingarmeiri heldur en loftnetið, einkum ef um truflanir er að ræða en ekki of dauft merki frá sendistöðinni. Bezt er að jarðtengja við vatnspípur, miðstöðvarpípur eða miðstöðvarofna og gæta þess vel að óhreinindi og máln ing séu fjarglægð áður en jarð tengiklemman er fest á píp- una. í sveitum þar sem eng- in pípulögn í sambandi við jarðveginn er til staðar er bezt að grafa niður í rakann jarð- veg og koma þar fyrir eirvírs- hönk eða gömlum vatnskassa úr bifreið sem grunnskauti og leiða þaðan taug að viðtæk- inu til jarðstrengs þess. Ef truflanir, sem rekja má til rafmagns, eru áberandi, þrátt fyrir góða jarðtengingu tæk- isins, þá ber að snúa sér með kvartanir til viðkomandi raf- veitu. Hinsvegar vísa rafveit- ur frá sér kvörtunum, ef tæki þess, sem kvartar, er ójarð- fengt og frágangur þess lé- legur að öðru leyti. 1 Hafnarfjörður — íbuð Ný eða nýleg 3ja til 4ra herb. íbúð á góðum stað í Hafnarfirði, óskast til kaups eða leigu. ARNI GRÉTAR FINNSSON lögfræðingur Strandgötu 25, Hafnarfirði. Odýrasti sendiferða- bíliinn á markaðinum Vantar yður NÝJAN BÍL Vantar yður GÓÐAN BÍL Vantar yður ÓDÝRAN BÍL G>i?[r*n Laugovegi 178 Simi 38000 FIAT 500 GIARDINIERA leysir vandanr Verð ca. kr. 79.000.00 Stationbíll Verð ca. kr. 67.000.00 Sendibíll Sparið yður stofnkostnað Sparið yður rekstrarkostnað KAUPIÐ 500 CIARDINIERA HÁSPENNUKEFLI 6-12 volt STRAUMLOKUR 6-12 volt STARTARAR DYNAMÓAR ÁNKER KVEIKJUR Verzlun Friðriks BerteBsen Tryggvagötu 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.