Morgunblaðið - 11.07.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.07.1961, Blaðsíða 2
MORGVISBLAÐIÐ PrlS3«aagUE n. m 1961 11«.. .É.I Vilja undanþágu fyrir togara og kúttera Sendinefnd kemur frá Þórshöfn til Reykjavíkur og ræðir við ráðherra AFTENPOSTEN í Osló greindi írá því um helgina ,aö Færey- Vínsali tekinn í Hafnarfirði Sl. laugardag var gerð hús- rannsókn hjá manni nokkrum í Kafnarfirði, en grunur lék á að hann seldi áfengi. Hjá mannin- um fundust fimm flöskur af brennivíni, sem gerðar voru upp tækar, og er málið nú í rannsókn. Handíða- og myndlistarskólinn Skólastjóri Handíða- og mynd- listaskólans hefur beðið blaðið geta þess, að teikningar og önnur ákólavinna nemenda, sem enn hefur ekki verið sótt, verði af- hent í skólanum miðvikud. 12. og fimmtud. 13. þ. m. kl. 6—7 síðdegis. Bankast j ór askipti á Akureyri Jón G. Sólnes AKUREYRI, 10. júlí. — Ólafur Thorarensen lætur um þessar mundir af bankastjórastörfum, en hann hefur starfað við útibú Landsbankans á Akureyri í 53 ár, Og verið bankastjóri í 30 ár. Við bankastjórastarfinu tekur Jón G. Sólnes. Hann hefur starf- að við bankann sem bókari í 32 ár. — St. E. Sig. Stórfeíld aðstoð við útlönd WASHINGTON, 10. júlí. — Kennedy Bandaríkjaforseti hefur hvatt þingið til þess að styðja áætlun sína um aðstoð við aðrar þjóðir, hún yrði mikilvægasta málið, sem lagt yrði fyrir Banda- ríkjaþing á þessu ári. Gert er ráfð fyrir nær 5 þús. millj. doll- ara útgjöldum, sem ekki verða aðeins til þess að styrkja aðstöðu Bandaríkjanna á alþjóðavett- vangi, heldur og til þess að styrkja hag og varnir fjölmargra vinaþjóða, sagði forsetinn. í hinni nýju áætlun er gert ráð fyrir aðstoð til margra ára í senn, ekki til eins árs í einu eins og alltaf hingað til — og hefur þessi ný- breytni mætt töluverðri andstcðu á þingi. ingar muni nú leita eftir bein- um viðræðum við íslendinga varðandi undanþágu, sem þeir óski að fá til fiskveiða innan 12 milna landhelginnar. Mun nefnd Færeyinga í þann veginn að leggja af stað til íslands. ★ 1 nefndinni eru fulltrúar fisk- iðnaðarins, útgerðarmanna og sjómannasambandsins, svo og landsstjómarinnar í Þórshöfn. — Form. nefndarinnar verður Pet- er Dam, lögmaður, eða Kristjan Djurhuus, varalögmaður. Mun nefndin ræða við íslenzka sjáv- arútvegsmálaráðherrann, segir Aftenposten. Færeyingar vilja fá sama rétt og Bretar til þess að veiða upp að sex mílum við Island. Þeir vilja og fá leyfi fyrir færeyska kúttera, sem enn veiða á hand- færi, til þess að stunda veiðarn- ar innan sex mílna, þ.e.a.s. á miðum, sem Færeyingar sóttu áður með þessi veiðarfæri. Það var mikið áfall fyrir Færeyinga, þegar þorskmiðunum við Suð- ur- og Austur-lsland var lokað fyrir þeim, segir norska blaðið að lokum. — Kolmunni Framihald aif bls. 1. hefði fengizt norðar en verið hefur undanfarin ár. Hefur síldin yfirleitt verið ó- veiðanleg á þessum slóðum áður þar sem torfurnar hafa verið litlar og dreifðar, en í ár hefði hins vegar brugðið svo við, að 500—1000 tunnur væru í torf- unni. Kraftblökkin hefði haft sitt að segja í þessum efnum, en auðveldara væri að stunda síld- veiðar á djúpmiðum fyrir til- verknað hennar. Svo sem fyrr getur, heldur Ægir aftur norður annað kvöld og mun sem fyrr stunda rann- sóknir á vestur og miðsvæðinu. Fanney, sem fann síldarsvæði það, sem veiðarnar byggast nú á út af Vopnafirði, á laugardags kvöldið, verður áfram á aust ursvæðinu flotanum til leið- beiningar og aðstoðar. Skipstjóri á Fanneyju er Jón Einarsson. Vel heppnuð og fjölsótt mót Sjálfst.manna ausfan fjalls M E Ð A L héraðsmóta Sjálf- stæðismanna um síðustu helgi voru tvö austan fjalls, í Vík í Mýrdal og að Hellu. Á þeim voru saman komnir 6—700 manns úr Vestur- Skaftafellssýslu og Rangár- vallasýslu. Settu ræðuhöld og óperuflutningur glæsilegan svip á bæði mótin, sem tók- ust mjög vel í hvívetna. Vestur-Skaftafellssýsla í Vík í Mýrdal var héraðsmót haldið á laugardagskvöldið. Fór það fram í skólahúsinu, sem var troðfullt og er talið að alls hafi tekið þátt í mótinu á fjórða hundrað manns. Ræður fluttu þeir Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, Og Sigurður Óli Ólafssön, alþing- isforseti. Tóku þeir til meðferðar ýmis veigameiri atriði stjórnmál- anna í dag. Var máli þeirra ágæt- lega tekið. — Þá var á mótinu frumsýnd óperan Rita eftir Doni- zetti, en hlutverk í henni fóru með þau Þuríður Pálsdóttir, nafn arnir Guðmundur Jónsson og Guðjónsson, og Borgar Garðars- son við undirleik Fritz Weiss- happel. Vakti óperan mikla hrifn Z'NA/Shnútor / SV SOhnutar X Snjókomo 9 06i V Skúrir K Þrumur mss, KuMatkil Hitask,t H Hat L Larqi t fh, tö/ f wt 11 '-—"/m ‘ ENNÞÁ er svalt í veðri. Loft- ið, sem umlykur landið er ætt- að af norðlægum slóðum, kom ið af Grænlandshafi og ís- landshafi, en þar er sjávarhiti lágur. Engar lægðir eða hæðir, sem þessu ástandi geta breytt, eru sjáanlegar á næstu grös- um. Veðurspáin kl. 10 í gærkv . .3 SV-land, Faxaflói og miðin: Austan gola og NA gola skúr- ir en bjart með köflum. « Breiðafjörður og miðin: NA kaldi, skýjað en úrkomulítið. Vestfirðir og miðin. NA kaldi, dálítil rigning eða þoku súld norðan til. Norðurland til Austfjarða og miðin: Austan gola eða kaldi, úrkomulítið en víða þoka á miðum og annesjum. SA-land og miðin: Hægviðri víða skúrir. ingu áheyrenda. Að lokum var svo dansað fram á nótt. Mótið fór hið bezta fram og var það mál bæði heimamanna og þeirra, sem aðkomnir voru, að það hefði tekizt framúrskar- andi vel. Rangárvallasýsla Á sunnudagskvöldið héldu Sjálfstæðismenn í Rangárvalla- sýslu héraðsmót í Hellubíói. Ræðumenn voru þeir Ingólfur JónssOn, ráðherra, og Sigurður Óli Ólafsson, forseti Efri deildar Alþingis. Gerði sá síðarnefndi einkum að umtalsefni störf síð- asta Alþingis. Ráðherrann ræddi stjórnmála- viðhorfið nú, m. a. um nýaf- staðin verkföll Og afleiðingar þeirra. Taldi hann nauðsynlegt að breyta vinnulöggjöfinni í það horf, að tryggt mætti heita, að það væri jafnan meirihluti fé- lagsmanna í verkalýðsfélögunum, sem réði afstöðu þeirra. Hætt væri við, að launþegar hefðu enn einu sinni verið sviptir mögu- leikanum, til þess að hljóta raun- hæfar kjarabætur, vegna þess að enn einu sinni hefði verið kraf- izt meira en mögulegt hefði verið, að þeir fengju. Vék ráðherrann í þessu sambandi að þróun kjara- mála frá stríðslokum. Mörg verk- föll hefðu verið háð og miklar kauphækkanir fengizt. Alltaf hefði verið talað um stóran sigur. Eigi að síður væri það játað, að kjör almennings hefðu ekki batn- að á þessu tímabili. Af þessu væri ljóst, að sú aðferð, sem nötuð hefði verið, væri úrelt. Gera þyrfti ráðstafanir til að tryggja, að almenningur nyti á hverjum tíma þeirra kjarabóta, sem þjóðarbúið og framleiðslan þyldu. Á undanförnum árum hefði þessi aukning numið um 4% að meðaltali. Fara yrði inn á nviar brautir. til bess að Kortið sýnir hvernig átu- magninu er skipt fyrir Norður landi nú. Síldin, sem veiðam ar við Kolbeinsey hafa byggzt á til þessa, kom frá norðaustri, og lenti í ytra átuhámarkinu við Kolbeinsey, sem merkt er dökkt, þar hafði hún nóg æti, fitnaði gífurlega, og fór því aldrei að innra átuhámarkinu, svo sem menn voru þó að vona. — Á kortinu sést einnig síldarsvæðið út af Vopnafirði, sem veiðin byggist aðallega á tiú, svo og hve mikið magn síldar hefur borizt á land á helztu síldarstöðunum fyrir norðan og austan. Merkt er inná kortið hve marga- tunn- ur er búið að salta á hverjum stað og hve mörg mál hafa farið í bræðslu á nokkrum stöðum. tryggja, að kjör launþega bötn- uðu að sama skapi. Þótt sú skemmdarstarfsemi hefði nú verið unnin í íslenzku efnahags- 1 í f i, sem al- þjóð væri kunn, mætti ekki svo f a r a, að hún yrði til þess að koma í veg fyrir varanlegan bata í efnahags- og fjármálalífinu. Þetta myndi verða til þess að tefja fyrir þeirri viðreisn, sem hefði verið farin að bera góðan árangur, en ríkis- stjórnin mundi gera það sem i hennar valdi stæði, til þess að bæta úr því, sem spillt hefði verið af stjórnarandstöðunni, Undirtektir við ræðurnar voru mjög góðar. — Á eftir ræðuhöld- um var flutt óperan Rita eftir Donizetti. Var gerður að henni góður rómur og þótti með beztu skemmtiatriðum, síðan var dans- að. Um 300 manns sóttu samkom- ima á Hellu, en hún þótti tak- ast prýðilega. Var lokið miklu lofsorði á mótið í heild. Sáttafundur með verzlun- armönnum SÁTTASEMJARI ríkisins hefur boðað samninga- nefndir verzlunarmanna og vinnuveitenda þeirra til sáttafundar kl. 2 í dag. Enginn fundur hefur verið haldinn með þessum aðil- um síðan nokkru fyrir helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.