Morgunblaðið - 11.07.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.07.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVISBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. júlí 1961 Skólasálfræðingar eiga að vera ráðgjafar foreldra og kennara Rætt við dr. Gjessing, lektor við uppeldis- íræðistofnun háskólans í Osló tTNDANFARIÐ hefur dvalið ht/ á Iandi á vegum Fraeðsluskrif- stofu Reykjavíkur Dr. Gjessing, lektor við uppeldisfræðistofnun háskólans í Osló. Dr. Gjessing var kennari, ©n lauk magister- prófi í uppeldisfræði fyrir 11 ár- um og doktorsprófi fyrir 3 árum. Doktorsritgerð hans fjallaði um lestrarþroska og lestrarörðug- leika. Árið 1951 varð hann for- stöðumaður nýstofnaðrar sál- fræðideildar í Drammen og þykja starfshættir og skipulag þeirrar stofnunar mjög til fyrir- myndar. Hingað kom Dr. Gjessing sér- staklega til að vera til ráðu- neytis um uppbyggingu sálfræði- deildar skóla og aðra hagnýta þætti skólastarfsins í bænum. Sálfræðideild skóla í Reykja- vik var stofnuð á sl. ári og var Jónas Pálsson, sálfræðingur ráð- inn til þess að veita henni for- stöðu. Jónas Pálsson hefur um nokkur ár unnið að uppeldisleið- beiningum í Kópavogi og einnig unnið að athugunum og tilraun- um með skólaþroskapróf ásamt Ásgeiri Guðmundssyni. bara er um 9000 skólabörn að ræða, en það er hins vegar stað- reynd, að um 20% allra barna koma til athugunar á skrifstof- una og þá sést, að um nokkuð mörg börn er að ræða. Alltaf, þegar slík skrifstofa er stofnsett, eru það kennararnir, sem fyrst vísa til skrifstofunnar, þsir hafa fundið erfiðleikana í skólunum. Þannig var það fyrst í Drammen, en þróunin hefur orðið sú að nú koma um 50% beiðna um rannsókn frá foreldr- um og er það gleðileg þróun. Hvað segja foreldrar um það, þegar skólinn biður um rann- sókn á barni? Sálfræðiskrifstofan tekur ekk ert barn til athugunar nema með samþykki foreldranna, og hún hefur í hverju tilfelli sam- vinnu við bæði foreldra og kennara. Þróunin í Noregi Frá því að fyrsta skólasál- fræðiskrifstofan var stofnuð í Osló fyrir 12 árum hafa yfir 40 skrifstofur verið stofnaðar, víðs vegar um landið, og milli 60 og 70 sálfræðingar starfa sem skólasálfræðingar í Noregi, þar að auki starfa margir félags- málaráðgjafar og læknar við skrifstofumar. Okkur finnst þró unin hafa verið mjög ör og mörg verkefni verið lögð fyrir, en það er fyrst og fremst því að kenna, að starfið hefur verið vanrækt svo lengi, og stöðugt bætast ný fræðsluhéruð við og taka þessa starfsemi upp. Verkefnin eru mörg og mjög ólík. Mörg höfum við algerlega orðið að láta sitja á hakanum, þó að starfsliðið sé þetta margt. Meginsjónarmið okkar er að byrgja brunninn áður en barn- ið dettur ofan í, þ.e. reyna að koma í veg fyrir að vandamál skapist. Við vitum ,að börn eru mjög ólík að þroska, þegar þau hefja barnaskólanám, og það verður að þekkja þau, hvert og eitt. Kennari, sem tekur við bekk verður alltaf að veita því athygli, hvort einhverjir erfið- leikaí koma í ljós hjá barninu, í einhverri námsgrein t. d. lestri eða reikningi, eða almennt. Þá á skólasálfræðingurinn að koma til hjálpar. Þetta hjálparstarf er þó ekki verkefni hans eins, heldur verður að vera sam- vinna og gagnkvæmt traust milli hans, skólans og foreldranna. Það mun taka langan tíma að byggja hér upp sálfræðiskrif- stofu sikóla, það krefst ekki bara menntunar, heldur líka reynslu, og reynslan kemur ekki fyrr en smátt og smátt. Það verður að þreiáa fyrir sér hvemig á að vinna og hvar á að vinna. Það er misskilningur að allir erfið- leifcar séu úr sögunni, þó að slík skrifstofa sé stofnuð, en við von- um, að hægt verði að koma í veg fyrir eitthvað af þeim erf- iðleikum, sem sækja á, og vegna þess, að þeir eru meðhöndlaðir snemma í skólatíma barnsins, þá verður minna úr þeim en annars. Ofcfcur hefur sífellt orðið Ijós- ara, að skólasóifræði er sjáLf- stætt verkefni, sem verður að vimna í nánu sambandi við skól ana, bæði kennara og skóla- stjórn. Einnig hefur oklkur sí- feliit orðið Ijósara, að starf skóia sálfræðings verður að hafa sér- staka stöðu innan geðverndar- starfsins í heild. Skólaisálfræð- ingur á efcki að ákveða, ekki að skipa fyrir, hvorki foreldrum eða kennurum, en hann á að vera náðgjafi beggja aðila, þannig held ég, &ð han verði börnunum til mests gagns. Unnið er við nýja háskólabíóið á Melunum, enda á það að vera til fyrir háskólahátíðina í haust. Um daginn tók ljós- myndari blaðsins þessa mynd, er verið var að bera vatns- þéttiefni, svokallað silikon-efni, á allt húsið að utan. Jónas Pálsson dvaldist frá áramótum til vors í Noregi til þess að kynna sér sérstaklega hliðstæðar stofnanir þar, einkum sálfræðiskrifstofurnar í Osló og Drammen, og naut þar sérstak- lega ráðlegginga dr. Gjessings. Dr. Gjessing hefur haldið hér 4 fyrirlestra fyrir almenning. Fjölluðu þeir um 1) Verkefni og starfshætti sálfræðiskrifstofu skóla. 2) Lestrarþroska og þroskapróf við upphaf skóla- göngu. 3) Lestrarörðugleika og meðferð þeirra. 4) Eiga sálfræð- ileg próf nokkurn rétt á sér í skólum? Dr. Gjessing ræddi við frétta- menn og sagðist honum svo frá: — Þessir dagar á íslandi hafa verið mjög skemmtilegir og það hefur verið ánægjulegt að ræða við skólamenn og skólayfirvöld. Það er auðfundið. að hér er full- ur vilji á að gera eitthvað í skóla málum. Hvað viðkemur sálfræðiskrif- stofu skóla, sem er alveg ný hér, þá get ég sagt ykkur frá því, að við byrjuðum með slíkar stofn- ai-Jr Noregi fyrir 12 árum, og roenn á miðvikudaginn og sagð- siálfræðingur í 10 ár í litlum bæ nálægt Osló, Drammen. Þar eru 3500 börn í barnaskóla, sam- vinna er um þessa sálfræðiskrif- stofu við næstu sveitarfélög, svo að alls eru um 9000 börn í þeim skólum, sem leita til skrifstof- unnar. Kennarar visa fyrst til skrifstofunnar Starfsfólk á skrifstofunni í Drammen er 3% sálfræðingur, 1 félagsmálaráðgjafi, barnalækn- ir nokkra klukkutíma á viku og skrifstofustúlka. Þetta virðist e.t. v. vera nokkuð margt fólk, þegar * Þægileg ferð velheppnuð Fylgdarmaður ferðamanna leit inn til Velvákanda daginn eftir að seinna stóra skemmti ferðaskipið var hér og lagði inn eftirfarandi hugleiðingar: Nú stendur sá tími hæst sem ferðamenn koma til lands ins. Allar þjóðir keppast um að hæna til sín férðamenn með öllu hugsanlegu móti, og sá gjaldeyrir sem ferðamenn koma með, er að verða æ rík- ari þáttur í lífi ótal þjóða og liggur í því sambandi næst við að líta til frændþjóðanna á Norðurlöndum, en einhig í Aiaska hefur ferðamanna- straumur orðið ein helzta tekjulind ríkisins og það á aðeins fáum áratugum. Hér á landi er vitanlega við ýmsar aðstæður að etja sem erfitt er að ráða við, t. d. óstöðugleika í veðurfari, en annað er meira á valdi okkar sjálfra. Hér veður uppi margskonar skilningsleysi á þessum málum. Ég get nefnt eitt Ijóst dæmi: Lystiskipin, sem hingað koma eru með mörg hundruð farþega, sem standa aðeins við hálfan sólar hring eða svo. Obbinn af þessu fólki ferðast fyrst og fremst til þess að láta fara vel um sig um leið og það fer vítt yfir. Það hefur mjög takmarkaðan áhuga fyrir menningu eða sögu viðkom andi þjóða. Það tekur mýgrút af myndum, sem það sýnir seinna kunningum sínum eða á félagsheimilum og man þá oft óljóst af hverju eða hvað an myndirnar eru. Þegar það segir ferðasögu sína, metur það ferðalagið fyrst og fremst eftir því hvort það hafi farið notalega um það, ef allt hef ur gengið snurðulaust, er það ánægt og ferðin hefur verið vel heppnuð, og eðlilega því betur heppnuð sem ánægjan og skemmtunin hefur verið meiri. • Skilur ekki hess háttar Hins vegar er eittíhvað hef- ur komið flatt upp á það og valdið óþægindum, setur það sinn stimpil á viðkomandi stað. Þannig munu ótrúlega margir af slíkum túristum muna það eitt úr íslandsferð að hér er ódrekkandi vatns- sull, sem innlendir kalla bjór, ógerningur að fá kokteil á und an mat í svokölluðu beztu hótelum utan bæjarins eða létt vín með máltíð. Þetta fólk er vanabundið hófsemdarfólk og skilur ekki þvílíkar ráð stafanir. Það getur smakkað áfengi án þess að verða drukk ið. Það er sæmilega siðmennt að og lítur á víndrykkju sem þægilega örvun til félagslynd is og gleði. Viðhorf þeirra skap>ast ekki af ofstækisfullri dýrkun eða afneitun. Það er hvorki drykkjusjúklingar eða fyrrverandi drykkjusjúkling- ar. Það hefur lært að fara með vín lfkt og menn hafa lært að umgangast eld án þess að brenna sjálfa sig. Og það spyr: hvernig stendur á svona reglugerðum? Og bverju á hð svara? Þröngsýni og einstrengings- hátt er erfitt að viðurkenna í eigin fari eða að íslending- ar standi á lægra menningar- stigi en aðrar þjóðir. Náttúr lega eru alls staðar til vand- ræðafólk, sem neitir áfengia sér til skaða og vansæmdar, en hér er tæplega meira af því fóliki en annars staðar og ekki getur það mótað svo við 'horf almennings. En svo er það hinn hópurinn, sem kann ekki eða treystir sér ekki að umgangast áfengi og vill þvi láta þennan vanmátt sinn bitna á öðru fólki. Því ekki er nóg með að það neiti sér sjálft um vín, það vi'll með lagaboðum banna öðrum að njóta þess. Það gildir sama um það og um karlinn sem konan hjó í augað á, að hann vildi láta banna hænsnarækt. En svo vikið sé aftur að ferðamönnum, þá er dæmið einfalt: Fyrsta skilyrðið er að vita hvað þeir vilja og síðan að veita þeim það eftir því sem tök eru á. Ef það tekst illa eða ekki fara þeir óánægðir, koma ekki aftur og vara aðra við reynzlu sinni. Það stoðar Xítið þó að reynt sé að ginna þá með auglýsingum til landsins, ef þeir kunna illa við sig þegar hingað er komið, ef þeir verða hér að fara á mis við daglegu lífsþægindi, sem í öllum öðr- um löndum eru talin sjálfsögð og engum dettur lengur í hug að deila um. Erlend blaðabona skrifaði langa grein um Ísland í vetur í víðlesið tímarit í Bandarikj , unum og hún lýsti því yfir að daglegt líf hér væri með fádæmum óþjált og einstreng r ingslegt. Og þetta kom henni því meir á óvart sem hún kunnf ágætlega við einstakl- inga og fólk sem hún kynnt ist. Á yfirborðinu ríkir hér enn einihver kurfsháttur frá dögum niðurlægingarinnar, þegar menn máttu hvorki standa né sitja vegna boða og banna, en 'við höfum sagt skilið við þá tíma og allt sem þeim fylgdi. íslendingurinn í dag er orð inn heimsborgari, og óttast efcki að lifa frjálsmannlegu lífi eins og aðrar þjóðir, Kurfs hátturinn er eins og svitalykt sem menn þvo af sér og um fram allt er efcki útflutnings •, vara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.