Morgunblaðið - 11.07.1961, Side 12

Morgunblaðið - 11.07.1961, Side 12
12 MORCUWBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. júlí 1961 Margrét Oddný Jónasdóttir Kveéja 1 DAG, þann 11. júlí, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni sæmdarkonan Margrét Oddný Jónasdóttir frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, er andaðist þann 4. þ. m. — Hún var fædd á Eyjólfsstöð- um 11. október 1879, dóttir hjón anna Jónasar Guðmundssonar og Steinunnar Steinsdóttur er lengi bjuggu á Eyjólfsstöðum. Foreldrar Jónasar á Eyjólfs- stöðum voru hjónin Guðmund- ur Ólason og Ingibjörg Stefáns- dóttir. En Steinpnn móðir Mar- grétar var fósturdóttir Sigurð- ar bónda Sigurðssonar á Eyjólfs- stöðum og konu hans, Margrét- ar Stefánsdóttur. Margrét Jónas- dóttir átti einn bróður, Sigurð að nafni. Gekk hann menntaveg- inn og var kominn í Kaup- mannahafnarháskóla. En hann drukknaði af skipi í millilanda- siglingu. Tvo uppeldisbræður átti Mar- grét á Eyjólfsstöðum, þá Sig- Bílasala Cuðmundar Bergþórugötu 3. Símar 19032 og 36870. Chevrolet ’47. Skipti óskast á minni bíl. Peningamilligjöf. Bílasala Guðimindar Bergþórugötu 3. Símar 19032 og 36870. Bílasala Cuðmundar Bergþórugötu 3. Sími 19032 og 26870. Fiat 1400 ’56 til sölu. Sann- gjarnt verð. Bílasala Guðmundar Bergþórugötu 3. Símar 19032 og 36870. Vantar 3ja—4ra herb. einbýlishús má vera timburhús, en með fullum lóðarréttindum, í Reykjavík, Hafnarfirði eða Kó'pavogi. Fyrsta greiðsla verður bíll. — Uppl. í síma 11025. LEIGUFLUG Daníels Péturssonar • TVEGGJA HREYFLA DE HAVILLAND RAPIDE MNGEYRI, miðvikudaga BÚÐARDALUR HÓLMAVlK GXÖGUR... .fimmtudaga HELUISSAND, föstudaga SÍMI 1 48 70 urð Nordal prófessor og Magnús Jónsson bókbindara. Voru þau Sigurður og Margrét bræðra- böm. Árið 1901 þann 20. júlí giftist Margrét Þorsteini Konráðssyni frá Haukagili. Hófu hjónin þá þegar búskap á Eyjólfsstöðum. Voru þau fyrstu árin í sambýli við eldri hjónin. En að þeim látnum bjuggu hin ungu hjón ein á jörðinni til ársins 1938. Var búskapur þeirra hinn mynd arlegasti. Miklar og stórfelldar umbætur og rausnarlegt heimil- ishald. Búið var ekki mjög stórt, en arðsamt og rekið af öryggi og fyrirhyggju. Stórt og vel vandað steinhús var á þessum tíma reist á jörðinni. Var það meðal fyrstu slíkra húsa í sýsl- unni og af flestum talið vand- aðra að frágangi en víðast átti sér stað, enda var Þorsteinn bóndi mikill smiður og vand- virkur á sínar framkvæmdir. Árið 1938 var það komið í ljós, að bömin á Eyjólfsstöðum höfðu eigi hug á að stunda búskap og þar sem hjónin voru farin að lýjast á erfiðinu við búskapinn, þá varð það að ráði, að öll fjöl- skyldan flutti til Reykjavíkur. Var jörðin nokkru síðar seld hjónunum Bjarna Jónassyni og Jennýju Jónsdóttur er þar hafa búið síðan með myndarlegum hætti. Þau hjónin Margrét og Þor- steinn keyptu húsið nr. 64 við Bergstaðastræti og þar ólu þau aldur sinn síðustu æviárin. Þor- steinn andaðist 9. okt. 1959 86 ára gamall. Hjónaband þeirra Eyjólfsstaða hjóna var ástrikt, ánægjulegt og farsælt. Þar var gestrisni í bezta lagi, glaðværð og hjálpfýsi við fátæklinga. Átti fjölskyldan öll þar hlut að máli, en húsfreyjan átti þó eins og víðar drýgsta hlutinn. Mun andinn frá Eyjólfsstöðum hafa verið hinn sami á alla grein, eftir að til Reykjavíkur kom. Og margir Húnvetningar lögðu leið sína að Bergsstaða- stræti 64. Þessi merku hjón, Margrét og Þorsteinn, eignuðust 9 böm og komust 8 þeirra til fullorðins ára. Þau voru: Sigurður, stórkaupm., kvænt- ur Kristínu Hannesdóttur. Jóhannes, meðeigandi Körfu- gerðarinnar, kvæntur Önnu Gisladóttur. Guðrún, gift Magnúsi Hannes- syni, rafvirkjameistara. Unnur og Hulda, ógiftar. — Stunda verzlunarstörf. Hannes, stórkaupm., kvæntur Jóhönnu Thorlacius. Konráð, verzlunarm., kvæntur Steinunni Vilhjálmsdóttur. Kristín, gift Guðlaugi Guð- mundssyni, bifreiðastjóra. Auk sinna eigin bama ólu hjón in upp eina fósturdóttur og nöfnu frúariiinar, Margréti Jós- efsdóttur, sem gift er Guðmundi Jóhannessyni, málara. Öll eru börnin efnilegt og þróttmikið fólk er vel hefir gef- izt í starfi sínu og allri fram- komu. En sú mikla sorg henti fjölskylduna, að tveir elztu bræðumir misstu heilsu og féllu frá á bezta aldri: Sigurður árið 1946 og Jóhannes 1937. Var að báðum mikill sjónarsviftir. En konur þeirra lifa og hafa annazt uppeldi barnanna. Fjölskyldan öll er orðin nokk- uð stór þegar gömlu hjónin eru fallin í valinn, því barnabömin eru 17, sem eru á lífi. Er þar margt af efnilegu fólki, sem gef- ur miklar vonir um gengi ætt- arinnar á komandi timum. Margrét Jónasdóttir, húsfreyja á Eyjólfsstöðum, var fríð kona og virðuleg. Hún bar það með sér að göfgi, stilling og aðrar manndygðir voru ríkar í eðli hennar og öllu hátterni. Gest- risnin var henni eiginleg og al- mennt var talið, að aldrei væri hún ánægðari, en þá er hún var að gera öðru fólki einhvern greiða. Skapferlið var í alla staði gott og greindin mikil. Hennar gæfa og göfuglyndi var allri fjölskyldunni til hamingju og mörgum öðrum skyldum og vandalausum. Um hana eru því allar minningamar bjartar og ánægjulegar þegar hún á frekar háum aldri hverfur sjónum. Vinir og kunningjar norðan- lands og sunnan samhryggjast fjölskyldunni við brottför þess- arar góðu konu, og minnast hennar með þökkum fyrir gæfu- samlega starfsævi, margvíslegar ánægjustundir og hjálpsemi. Jón Pálmason. Vann fyrir 5600 kr. UM daginn var frá því skýrt hér í blaðinu að Sigurveig Sig- valdadóttir hefði verið röskust af síldarstúlkunum á Raufarhöfn og saltað í 88 tunnur fyrstu þrjá sólarhringana. Nú höfum við fengið þær fréttir af Sigurveigu, sem saltar hjá Hafsilfri, að eft- ir 6 sólarhringa hafi hún verið búin að salta í 187 tunnur og fengið í laun fyrir það kr. 5634,31. Þykir þetta vel af sér vikið. FJÓRDA JÚLÍ ótti Rafmagns- veita Reykjavíkur 40 ára afmæli og var í því tilefni gefin út Saga Rafmagnsveitu Reykjavíkur, vandað rit, 114 bls. að stærð. — Hefst ritið á grein eftir Lárus Sigurbjörnsson, skjalavörð um rafmagnsmálin í Reykjavík fram til 1918, en síðan skrifar Stein- grímur Jónsson, rafmagnsstjóri um Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1920—1960. Grein Steingríms skiptist í 10 kafla og gefa heiti þeirra góða hugmynd um efnið. Fyrst er inn gangur, þá kaflinn Rekstur Raf- Utan úr heimi Framhald af bls. 10. verulegan þátt 'f' því að veikja aðstöðu og traust Kína meðal kommúnistarikjanna — og þó sér í lagi í hópi hinna vanþró- uðu ríkja. ★ Hungursneyð — skuldasöfnun Sovétmenn telja nú, að kommúnisminn geti raunveru- lega fyrst komizt að gagni 2 framkvæmd í háþróuðu iðnað- arþjóðfélagi. Kínverjar hafa hins vegar reynt að „stytta sér leið“ gegnum „alþýðu-kommúnurnar“ — en segja má, að þar sé byggt á því grundvallarsjónarmiði, að manngrúinn skuli koma í stað þess vélaafls, sem ekki er fyrir hendi. — En árangurinn hefir orðið minnkandi framleiðsla og hungursneyð — og skuldasöfn- un, fyrst og fremst hjá Sovét- ríkjunum. — I stað þess að senda nefnd háttsettra manna —• jafnvel með Krúsjeff sjálfan í broddi fylkingar — til hátíða- haldanna í Peking á dögunum, eins og hefði mátt teljast eðli- legt, ef vináttan með hinum tveim ríkisstjórnum væri jafn- einlæg og látið er heita í yfir- lýsingum beggja öðru hverju — í stað þess að gera þetta, birti opinbert málgagn sovétstjórnar- innar ýtarlega skýrslu um skuld ir Kína við Sovétríkin. Voru þær sagðar nema sem svarar rúmlega 100 milljörðum ísl. kr. ★ Slíkur árangur af stefnu kín- versku kommúnistanna — sem þeir sjálfir telja hinn eina sanna kommúnisma — hefir að von- um ekki eflt traust eða virð- ingu hinna minni spámanna i kommúnistablökkinni fyrir kenn ingiun þeirra. magnsveitu Reykjavíkur 1921—* 1933, þriðji kaflinn nefnist Leit að frambúðarlaiusn rafmagns- málanna, sá fjórði Rekstur Raf- magnsveitu Reykjavikur 1934— 1937, fimmti Upphaf starfsmanna halds og skipulags, sjötti Rekstur inn í samstarfi við Sogsvirkjun- ina, sjöundi Reglugerðir og gjald skrármál, áttundi Vatnsrennsli Elliðaánna, níundi Laxveiði og fiskirækt og loks er eftirmáli. í ritinu eru fjölmargar cöfiur til skýringar á rafmagnsmálum og 32 myndir til skýringar. Rit inu verður m..a. útbýtt meðal starfsmanna Rafmagnsveiturmar. Peningalán Get látið í té til skamms tíma kr. 50—100 þús. gegn öruggu fasteignaveði. — Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Örugg viðskipti — 5435“, fyrir 14. þ.m. Sfúlka reglusöm og stundvís, óskast til afgreiðslustarfa í húsgagnaverzlun. — Upplýsingar í síma 11940. Vörubifreiðastjórar athugið! Smíðum vörupalla á vörubifreiðir — Stuttur af- greiðslutími. — Verðtilboð og tímavinna. J Á R N H .F. — Sími 3-55-55 •Skipulagning gacða Garðbygging Viðbald. birðing Sola: Trjá- og blómaplónluc Sendisveinn óskast þarf að hafa hjálparmótorhjól. GUNNAR ÁSGEIRSSON H.F. Suðurlandsbraut 16 — Sími 35-200. Úfboð Tilboð óskast um uppsetningu og tenglngu götu- ljósa í Hálogalandshverfi. — Útboðslýsingar og upp- ’ drátta má vitja í skrifstofu vora, Tjarnargötu 12, III. hæð, gegn 500 króna skilatryggingu. — Tilboðs- frestur er til 19. júlí kl. 11 f.h. og verða tilboðin þá opnuð að bjóðendum viðstöddum. Innkaupastofnun Reykjavík Nauðungaruppboð sem fram átti að fara í dag, á hluta í Suðurlands- braut 87 A, hér í bænum, eign Magnúsar Sveins- sonar, fellur niður. Borgarfógetinn í Reykjavík Rafmagnsveita Reykja víkur 40 ára

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.