Morgunblaðið - 11.07.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.07.1961, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. júlí 1961 S-Vesturlandslið móti Dundee í kvöld Góð afrek kvenna oq drengja um helgina MEISTARAMÓT kvenna og drengja í frjálsíþróttum fór fram á Laugardalsvellinum á laugardag og sunnudag. Náð- ist góður árangur í ýmsum greinum. Eitt met var sett á mótinu. Setti það Sigrún Jóhannsdóttir, Akranesi, í há stökki. Stökk hún 1.46 m en gamla metið var 1.41 m. — Með þessu vann Sigrún bezta afrek mótsins og hlaut að launum bikar þann, sem íþróttafréttamenn gáfu til keppni um á þessu móti og veitast skyldi þeirri konu er bezt afrek ynni. Einna mesta athygli vöktu spretthlaup kvenna. Þar mættust án efa tvær fótfráustu konur landsins, Rannveig Laxdal ÍR og Guðlaug Steingrímsdóttir A-Hún. Guðlaug sigraði í 100 m hlaupinu, enda hefur hún mjög gott við- bragð og vinnur mikið á því, auk þess sem hún hleypur fallega og kröftuglega. Rannveig sigraði imeð næstum sömu yfirburðum í 200 m hlaupinu eftir að Guð- Ibaug hafði haft forystuna lengi eftir viðbragðið. Rannveig vann ennfremur grindahlaupið. Hörkukeppni Annað bezta afrek mótsins vann Oddrún Guðmundsd. Skagaf. í kúluvarpi, varpaði 10.48 m — 2.01 m lengra en sá sem næst kom. Hjá drengjunum varð hörku- keppni víða og góður árangur í mörgum greinum. Þórhallur Sig- tryggsson KR varð fast við met í 300 m hlaupi, en hann vann einnig 100 og 200 m hlaup. Þrír stukku jafnhátt í hástökkinu 1.64 m. Jón Ö. Þormóðsson ÍR vakti athygli fyrir mikinn stökkkraft og hlauphraða. Hann var einn þriggja í hástökki með 1.64, vann langstökkið með 6.07 og var ann- ar í grindahlaupi Og 4. í þrístökki. Kjartan Guðjónsson KR var yfir burðamaður í köstum. Hann vann spjótkast og kúluvarp. Úrslit frá mótinu verða að bíða vegna þrengsla. Axel Kvaran synti úr Viðey Á sunnudaginn var synt fyrsta Viðeyjarsundið á þessu ári. Það gerði Axel Kvaran lögregluþjónn Kann synti vegalengdina úr Við ey að Loftsbryggju í Reykjavík- urhöfn, sem er 4% km. á 1 klst. 44 mín. Skemmstum tíma hefur Pétur Eiríksson náð 1 klst. og 30 mín. Á MÓTI sem haldið var í Rostock í A-Þýzkalandi um helgina setti Jón Þ. Ólafsson nýtt ísl. met í hástöklki. Stökk Jón 2.03 m. Hann sigraði í keppninni við mikinn fögnuð áhorfenda. Jón Ólafsson er korpungur afreksmaður. Hann setti í vet- ur innanhússmet í hástökki með 2.00 m og vakti það vonir um framtíð hans, sem nú hafa rætzt — og engan veginn hef- ur Jón sagt sitt síðasta orð. Jón Pétursson KR átti fyrra metið 2.00 m og var það sett í fyrra. Hann var fyrstur íslend inga til að ná tveim metrum og vakti það verðskuldaða hrifningu. Að svo skammt- skyldi þar til annar afreksmað, ur kemur fram í greininni er sannarlega gleðiefni. Þrir aðrir íslendingar tóku þátt í Rostock-mótinu. Einar Frímannsson KR varð 4. í lang stökki með 6.93 m. Grétar Þor steinsson Á hljóp 400 m á 51.4 sek. og Sigurður Björnsson KR hljóp 400 m grindahlaup á 56.8. Sigrún Jóhannsdóttir, Akranesi ,setti ísl. met í hástökki kvenna, 1.46. — Hún vann afreksbikar íþróttamanna, sem Sigurður Sigurðsson afhenti. Jón Þ. Ólafsson setti 2,03 Jón Olafsson met i hástökki I KVÖLD fer fram á Laugardalsvellinum síðasti leikur í heim- sókn skozku knattspyrnumannanna frá Dundee. Þá mæta þeir úrvalsliði Suð-Vesturlands sem landsliðsnefnd KSl hefur valið. Þessi leikur er jafnframt síðasti leikur erlends liðs hér á landi í sumar og er ekki að efa að marga fýsir að sjá leikinn. Kemur Dundee vann létt 4:0 þar m. a. til að síðast er Suð-Vesturlandsúrval mætti Skotum, þá sigraði ísl. liðið með 7 mörkum gegn 1. Liðin í kvöld eru þannig skipuð: Liney Hamilton Cox Seith Ure Brown Smith Penman Cousin Gilzean Robertson © íngvar Elíss. Gunnar Fel. Þórólfur Ellert Þórður Jóns. Sveinn Teits Rúnar G. Ormar Skeggjason Árni Njálsson Hreiðar Ársælsson Heimir ANNAR Ieikur skozka liðsins Dundee var á sunnudagskvöld og mættu þeir þá liði Islandsmeist- aranna Akraness, sem styrkt höfðu lið sitt 3 Valsmönnum Árna Njálssyni, Halldóri Hall- dórssyni og Björgvini Daníels- syni) og 1 Keflvíking (Högna Gunnlaugssyni). En þrátt fyrir styrk af þessum mönnum — einkum Árna og Halldóri í vörn- inni, fóru Skotarnir með auð- unninn sigur, skoruðu 4 mörk gegn engu. Smith (lengst t. v.), Penman (fyrir miðju) og Waddell sækj;-^>ð ma«-v; knötturinn fer utanhjá. Halldór Halldórsson og Helgi standa voru mjög hættuleg Skotunum, en fyrir hreinan klaufaskap sókn- armanna, tókst Skagamönnum ekki að ná forystu með 2 mörk- um. Að hitta ekki knöttinn, eða skjóta framhjá í dauðafæri og óhindraður, er ákaflega klaufa- legt. Og svo fór að Skotarnir tóku öll völd á vellinum. Þeir sóttu allan síðari hluta fyrri hálfleiks og næstum óslitið í seinni hálf- leik. Kom þá oft í ljós góður varnarleikur hjá íslendingum og áttu Árni og Halldór Halldórs- son mjög góða leikkafla. Fyrsta mark þeirra kom eftir Framh. á bls. 19. Fram fékk ekkert stig í Norðurferð Á SUNNUDAG léku Fram og Akureyri í 1. deild íslandsmóts- ins og fór leikurinn fram á Akur- eyri. Ekki varð för Framara norður til fjár. Akureyri vann leikinn og Fram hefur því „að- eins“ 3 stig eftir 5 leiki í mót- inu. Fram sækir í fyrri hálfleik virtist sigurinn blasa við Fram. Liðið sótti nær látlaust allan hálfleikinn og strax eftir 12 mín. leik náði liðið -for- ystu í mörkum. Guðjón Jónsson sem lék í stöðu útherja komst í gegnum Akureyrarvörnina og skoraði með fallegu skoti. í þess- um hálfleik sýndi Fram yfir- burði og lék á köflum mjög vel, en fleiri urðu mörk liðsins ekki þrátt fyrir mikla sókn og oft fallega uppbyggingu leiks ★ Jakob skorar En Akureyringar höfðu ekki gefizt upp. í síðari hálfleik komu þeir (ákveðnir og fastir fyrir til leiks Þeir gáfu Framurum aldrel frið til uppbyggingar og tóku smám saman völdin 1 sínar hend ur Má segja að Akureyringar hafi verið nær látlaust í sókn Og Fram átti aðeins 1 gott færi í hálfleikn um komst Óagbjartur einn inn fyrir en var hrundið og allt fór út um þúfur. Em Fram hafði forystuna þar til um stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá skoraði Jakob Jakobsson miðherji, sem Akureyr ingar hafa nú endurheimt frá námi í Þýzkalandi og er það liði þeirra mikill styrkur. Skoraði Jakob af 18 m færi mjög fallega og hafði Geir enga möguleika tii varnar. Rétt fyrir leikslok skor- aði Jakob sigurmark Akureyrar eftir þvögu við markið. Jón miðvörður Akureyrar var klettur í vörninni en Jakob og Kári leiknastir frammi á vellin- um. Hjá Fram var Rúnar traust- astur og Geir í markinu átti og góðan leik. Sama má segja um Guðjón sem útherja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.