Morgunblaðið - 11.07.1961, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 11.07.1961, Qupperneq 19
Þriðjudagur 11. júlí 1961 MORGVNBLAÐtÐ 19 — Sítldin Frh. af bls. 20. urður SI 500, Reynir 1000, Stein- unn SH 1200. Hafði frétzt af mörgum skip- um, sem voru að kasta og í veiði í ágætu veðri austur af Bjarnar- ey. Þar var veður ágætt, en lág- skýjað svo ekki var flugveður. • Á Vopnafirði Fréttaritari blaðsins á Vopna firði símaði í gær: — 5. og 8. júlí lönduðu hérna fimm bátar samtals 1600 málum í bræðslu og um 2000 tunnum uppmældum í salt. Síðan barst engin síld hing- að fyrr en í morgun. í fyrrinótt fór síld að veiðast 27—40 mílur austsuðaustur af Bjarnarey. Þetta er feit og góð síld, Og magn ið virðist töluvert. Hún er stygg, en veður þó, Og virðist vaða hratt í suðvesturátt. Víðir frá Eskifirði ko<m hér í morgun og landaði 900 málum í bræðslu. Ársæll Sigurðsson landaði 192 málum í bræðslu og 400 tunnum í salt. Einar SU var með 400 tunnur í salt og Katrín SU er nú að landa í salt. Hér vantar bæði fólk cg hús- næði. Saltað er á tveimur plön- um, en þriðja planið vantar fóik. Von er á fólki frá Siglufirði og Reykjavík. — S.J. — Krúsjeff Framlhald af bls. 1. ur leitt til. Ég fyrir mitt leyti get ekki skilið hvernig Rússar, sem ekki skortir fögur orð þeg- ar rætt er um afvopnun, gátu hafnað hinum sanngjama sam- bomulagstilboði um bann við kjarnorkutilraunum, sem við lögðum fram í Gienf. * * * Og Ráðstjórnin hefur líka brenglað upptökum á alþjóða- vettvangi. ,,Friður“ er orð, sem notað er yfir hvert það ástand, sem gagnar kommúnistum í landvinningum. „Árás“ kallast allt, sem er í veginum fyrir þeim. /. !N * * Á laugardaginn filutti Krúsjeff ræðu í Moskvu og var henni út- varpað um öll Ráðstjórnarríkin. Hvatti hann þar til „topp-fund- ar“ um Berlínarmálið og sagðist mundu koma með eigin tillögur é þann fund. Rússar væru alltaf reiðubúnir að ræða tillögur ann- arra. Við ætlum að gera friðarsamn tng við A-Þýzkaland, sagði hann. Vesturveldin æsa sig upp og saka okkur um ógnun við heimsfrið inn. Þetta eru hins vegar frið- samlegustu aðgerðir, sem hægt er að hugsa sér — að reyna að breiða yfir síðustu spor heims- styrjaldarinnar. Það eru Vestur veldin,- sem ógna heimsfriðnum sagðí Krúsjeff, og þess vegna verðum við að auka varnir okkar til þess að tryggja okkur gegn hættunni. * * * Krúsjeff ítrekaði fyrri ummæli og sagði, ^ð A-Þjóðverjar mundu fá öll vold yfir samgönguleið- unum til Berlínar í haust. Hins vegar yrði ekki skert hár á höfði íbúa V-Berlínar. — En vegna ógnana Vesturveldanna ætlum við ekki að skera herinn niður um 1,2 milljónir manna, eins og áður hafði verið tilkynnt, sagði Krúsjeff. í þess stað verjum við 3,144,000,00 rúblum til hernaðar- þarfa — til viðbótar því, sem éður hafði verið ákveðið. Minntist Krúsjeff á Rapaeki- éætlunina, krafðist brottflutnings erlendra herja frá öllum lönd- um, endurók ýmislegt, sem áður hefur 'heyrzt. Almenmt er talið, að ummæli Krúsjeffs boði að friðarsamn- ingurinn við A-Þjóðverja verði gerður fyrr en áður var ætlað, e. t. v. september í stað nóvem- ber. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa. Austurstræti 10 A — Sími 11043 • Á Seyðisfirði Fréttaritarinn á Seyðisfirði símaði í gærkvöldi: Hér er allt á kafi í síld, því síldin fæst nú í aðeins 4—5 tma siglingu héðan. Öll síldin er hér söltuð. Tvær söltunarstöðvar eru komnar í gang, Hafaldan og Ströndin, en væntanlega saltar Valtýr Þor- steinsson hér í sumar. Þrjú skip eru komin inn með 1900 mál: Keilir með 200, Sunnutindur með 700 og Auðunn HA 1000. — Sv.G. • Á Norðfirði Fréttaritari blaðsins á Norð- firði símaði í gærkvöldi: Hingað er kominn Sigurvon AK með 1000 tunnur og von er á fleiri bátum. Saltað er á tveimur söltunarstöðv um. Búið er að setja soðvinnslu- tæki í síldarverksmiðjuna og er hún tilbúin til að taka við síld í bræðslu. Hún getur brætt 2500 —3000 mál á sólarhring. — S.L. • Á Eskifirði Fréttaritarinn á Eskifirði sím aði: — Hingað hafa komið tveir bátar, Seley kom í nótt með 700 tunnur í salt og Hólmanesið í dag með 900 tunnur. Síldin er betri og fallegri en sést hefur hér undanfarin ár, alveg óvenju- góð Austfjarðasíld. Hún fæst á Digranesflakinu. í gærmorgun, áður en íslenzku skipin komu á þessi mið, virðast Norðmennirn- ir hafa fengið geysistór köst. Eg heyrði í einum tilk. 3000 hektó- lítra. — Gunnar. • . Á Reyðarfirði Fréttaritarinn á Reyðarfirði símaði: — Síldarbáturinn Gunn- ar kom hingað með fyrstu síld- ina á þessu sumri, 900 tunnur. Var hún veidd út af Vopnafirði, þar sem Fanney fann síld í fyrra dag. Hér er saltað á einu plani og fer öll síldin í salt. Snæfugl er væntanlegur hingað í nótt með síld. — A.Þ. • Á Siglufirði Fréttaritarar blaðsins á Siglu firði símuðu í gær, að um helg- ina hefði verið bræla á miðunum. Margir bátar lágu inni og lítið saltað, svo síldarfólkið gerði sér glaðan dag. Tveir dansleikir voru um helgina Og í gærkvöldi ætl- aði leikflokkur frá Þjóðleikhús- inu að sýna „Horfðu reiður um öxl“ og Svavar Gests og hljóm- sveit hans að skemmta. í fyrrinótt og í gær komu 5 skip til Siglufjarðar af miðunum við Kolbeinsey: Hugrún með 1100 tunnur, Bergur VE 100, Von in KE með 160, Sæþór ÓF með 200 og Gnýfari SH með 100, en hann hafði sprengt nótina. í gær var aðeins saltað á einni söltun- arstöð á Siglufirði, Nöf. í gærkvöldi var heldur að lygna á vesturmiðunum. Hafði verið lóðað á síld, sem stóð djúpt. Leiðrétting á Reykja- víkurbréfi í REYKJAVfKURBRÉFI á sunnu daginn varð villa sem hér skal leiðrétt. í þriðju setningu næst síðustu málsgreinar bréfsins féll niður orð sem breytir merkingu. Rétt er setningin þannig. ... Þeir byggja á því, sem Stalin var vanur að kalla hinn rétta grundvöll alþjóða stjórn- j mála, mat á því afli sem fyrir hendi er. Hestamannafélag- ið Fákur leggur FÉLAGAR í hestamannafélaginu Fáki munu fjölmenna á fjórð- ungsmótið á Hellu um næstu helgi og leggur flokkurinn af stað ríðandi á fimmtudag. Verð- í Grafning. Á föstudag verður ur riðið upp hjá Litla Felli og haldið áfram austur Grímsnesið, hjá Skálholti og Þjórsárbakkana og komið á Hellu á föstudags- kvöld. — Sjóslys Framlhaild af bls. 1. fyrir taugaáfalli. Aðeins ein þyr ilvængja var tiltæk til þess að flytja þetta nauðstadda fólk í sjúkrahús, en það hafði verið þrjá daga á ströndinni — og ekki er hægt að komast þ ví til hjálpar landveginn, yfir' mýrlendið. Enn er því ekki nákvæm vitneskja um það hve margir hafa farizt, en síðustu fregnir hermdu, að 250 farþegar hefðu látizt og sex skipsmenn. Seinustu fregnir: Portúgölsk stjómarvöld telja, að með skip- inu hafi ekki verið fleiri en 490. Scmu heimildir herma, að þegar sé vitað um 239, sem f arizt hafa. — íþróttir Framh. af bls. 18. 20 mín. Cousin innherji skoraði af stuttu færi eftir að Árni hafði bjargað á marklínu. Fyrir hlé bætti Penman innherji öðru marki við af stuttu færi eítir góða sendingu frá Waddell mið- herja. Penman skoraði einnig þriðja markið með fallegu skoti af 15 m færi og fjórða og glæsilegasta markið skoraði Smith útherji með fallegri snúinsspyrnu, sem Helgi reiknaði ofan við mark, en þá gætti snúningsins og knött- urinn fór óverjandi í netið. Mjög Verzlun og skrifstofan verður lokuð frá hádegi í dagf, vegna jarðarfarar. VOLTI LOKAÐ - • kl. 1—4 síðdegis vegna jarðarfarar Hannes Þorsteinsson €r Co. Laugavegi 15 LOKAÐ kl. 1—4 síðdegis vegna jarðarfarar Ludvig Storr & Co. laglega gert af Smith, aftur' fyrir sig. • Liðin Smith og Penman voru sem fyrr beztu menn liðsins. ^ Þetta var leikur framherjanna. Á vörn ina reyndi næsta lítið. Hjá Akra- nesi var það vörnin sem bar hita og þunga leiksins. Árni og þá ekki síður Halldór áttu góðan leik. Úthlaupin hjá Helga i mark inu eru enn mjög slæm á köflum — en þess á milli greip hann vel í leikinn. EIÐAMENN! — Djúpt hrærð af vináttu ykkar og tryggð, sendum við ykkur innilegar þakkir fyrir heilla- kveðjur og höfðinglega gjöf. Guð blessi ykkur ölL Sigrún Sigurþórsdóttir og Þórarinn Þórarinsson, Eiðum Þakka hjartanlega öllum, sem á margvíslegan hátt auðsýndu mér hlýjan hug á 70 ára afmæli mínu 25. júní . sl. — Lifið heiL Bjarni Vilborg Hjartkær eiginmaður og faðir okkar JÓHANNES BIRKILAND lézt að Farsóttarsjúkrahúsinu þann 9. þ.m.. Ragnhildur Magnúsdóttir og dætur. Útför ELlNBORGAR PÁLSDÖTTUR frá Unnarholti fer fram frá Hrepphólum 13. júlí kl. 2 e.h. — Bílferð verður frá B.S.Í. kl. 11 f.h Vandamenn GESTHEIÐUR ÁRNADÓTTIR Mávahlíð 15 sem andaðist 4. júlí í Bæjarspítalanum, verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni 12. þ.m. kl. 3. Eiginmaður og böm hinnar látnu Faðir okkar, tengdafaðir og afi JÓN JÓNSSON Grettisgötu 36 verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 12. júlí kl. 2 e.h. — Athöfnin hefzt kl. 1 e.h. að heim- ili hins látna. Börn, tengdabörn og fósturbörn Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför SVANFRÍÐAR BJARNADÓTTUR frá Skógum Vandamenn Hugheilar þakkir til allra nær og fjær, sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins míns, INGJALDAR PÉTURSSONAR vélstjóra Fyrir hönd ættingja Brynhildur Björnsdóttir Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu ARNBJARGAR ÓLAFÍU JÓNSDÓTTUR Kirkjuvegi 13, Keflavík. Símon Gíslason og börn. Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför drengsins okkar RlKHARÐS HEIMIS Ingveldur Á. Hjartardóttir, Sigurður Sigurðsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ABIGAELAR JÓNSDÓTTUR Vandamenn. Öllum þeim, sem sýndu okkur vinsemd og samúð vegna andláts og jarðarfarar móður og tengdamóður okkar GUÐBJARGAR MARfU JÓNSDÓTTUR Stóru-Mörk, Vestur-Eyjafjöllum, flytjum við innilegar þakkir og biðjum þeim blessunar. Börn og tengdabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.