Morgunblaðið - 14.07.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.07.1961, Blaðsíða 2
2 MORGU1VBLAÐ1Ð Föstudagur 14. júlí 1961 Fdlkið flýr hungur og harðstjórn Erfiðir fimar framundan fyrir Þýzkaland, sagði Adenauer VESTUR-BERLÍN, 13. júlí. tt*>7 7 f«W H ssm jniunjcj W1S & /90 * otuoyofuf x jo/mosAs "}nuHS!VN y Bretlandseyjalægðin héfur land er NA-stinningskaldi. Á nú færzt norður yfir Skot- miðunum við ísland er vindur land og veldur víða allhvassri ennþá hægur, því að yfir vestanátt og skúraveðri í Eng- Norðaustur-Grænlandi hefur landi, Frakklandi og Niður- myndazt grunn lægð, sem löndum. Fyrir norðan Skot- vegur nokkuð á móti áhrifum hinnar. Hjálparbeiðni — Það er greinilegt, að ótti og örvænting grípur nú um sig í A-Þýzkalandi, meira en nokkru sinni fyrr, sagði Ad- enauer kanzlari á fundi með blaðamönnum í dag. Hann kom hingað í stutta heim- sókn til þess að ræða við leiðtoga V-Berlínar um á- stand og horfur. — Hann hélt áfram og sagði: — Vesl- ings fólkið flýr nú til frelsis- ins sem fætur toga. 0 — 0 Flóttamannastraumurinn er orðinn gífurlegur, helmingi meiri en meðaltalið hefur verið síðustu árin. Síðasta sólarhringinn kom einn flóttamaður á mínútu til V-Berlínar að jafnaði, eða yfir 1500 á 25 stundum. Adenauer sagði, að það væri ekki einungis óttinn við vaxandi hörku kommúnistastjómarinnar í A-Þýzkalandi og við að leiðin til Berlínar lokaðist bráðlega, sem ýtti undir fólk að flýja. Matvælaskorturinn, hungr- ið, væri líka orðið ískyggilegt víða þar eystra. Sagði hann að v-þýzka stjórnin ætlaði að gefa A-f>jóðverjum fimm þúsund tonn af smjöri, það mundi e.t. v. lina hungurþjáningar fólksins stutta stund. 0 — 0 Þeir tímar, sem nú fara í hönd, verða erfiðir fyrir Þýzkaland, sagði Adenauer. En við treystum bandamönnum okkar fullkom- lega. Þeir munu verja frelsi V-Berlínarbúa. Sagðist kanslar- inn vonast til að hægt yrði að finna sanngjarna lausn þessa vandamáls hann sagðist trúaður á alþjóða samninga um málið, en vildi ekkert segja um það hvað við tæki, eða hver viðbrögð Bonnstjórnarinnar yrðu, ef Rúss- ar gerðu friðarsamninga við A-Þýzkaland. Hann var spurður að því hvort V-þýzka stjórnin hefði þá í huga viðskiptabann á A-Þýzkaland. „Ég held, að það sé betra að * MIKIÐ hefir verið um stór- slys síðiustu dagana — og munu hafa farizt í þeim 240 manns, a. m. k. — Með portú- galska skipinu „Save“, sem strandaði og sprakk I loft upp við strönd Mozambique fyrir hugsa meira en tala minna um það að svo stöddu“, svaraði Ad- enauer. 0 — 0 Og hann vísaði algerlega á bug tillögum um að þ u ríki, sem barizt hefðu við Þýzkaland, sett- ust nú að samningaborðinu. Hann sagði að það hefði kostað nógu langan tíma að vinna full- komið traust Bandarikjanna, Bretlands og Frakklands. Slík ráðstefna yrði ekki til hagsbóta. Hann vísaði líka á bug tillögu Ulbrichts um að Þýzkaland yrði hlutlaust. Það er hægt að gera Austurríki hlutlaust þjóðin er lítil, efnahagsmálin ekki mikil í vöfum. En við erum í brenni- deplinum, bæði stjórnmálalega og landfræðilega. Staða Þýzka- lands ræður úrslitum í jafnvægi milli austur og vesturs. Hlut- leysi Þý-kalands þýddi einfald- lega endalok Þýzkalands.“ 0 — 0 Er Adenauer ræddi við blaða- mann í V-Berlín gáfu kommún- istar í A-Berlín út tilkynningu um mjög hert eftirlit með við- skiptum milli borgarhlutanna. Samkvæmt því getur engin kom- ið til A-Berlínar og greitt fyrir þjónustu eða annað slíkt með a-þýzkum mörkum nenia þau hafi verið fengin „löglega", þ. a. v-þýzkum mörkum hafi verið skipt í A-Berlín. Skráða gengið þar er eitt vesturmark gegn einu austurmarki, en í V-Berlín fá menn fimm austurmörk fyrir eitt vesturmark. A-þýzk yfirvöld munu hafa gripið til þessa ráðs m. a. til þess að fá meiri erlendan gjaldeyri í sínar hendur — og líka til þess að draga úr samskiptum milli borgarhlutanna. HÉR norður á Sauðárkróki búa aldraðir foreldrar, sem eiga tvær dætur, Elínborgu og Önnu, — báðar lamaðar. Hin eldri þeirra, sem nú er 34 ára, fékk lömunarveiki 4 ára gömul og lamaðist á höfði, hægri hand- legg og fæti. Hún hefur því aldrei getað numið neinn lær- r „Eg var bundinn eíði“ JERÚSALEM 13. júlí. — Eich- mann sagði við réttarhöldin í dag, hann hefði aðeins verið þjónn nazistastjórnarinnar, verið bundinn eiði og orðið að fram- kvæma það sem honum var sagt að gera. ,,Mig hrylltí við, þegar ég sá fyrst lík af Gyðingi, en ég gat ekkert gert“ sagði hann“. Þegar Hitler var látinn losnaði ég undan eiðnum. Ég hef svarið þess eið að segja sannleikann hér. Það geri ég líka því eiður er eiður“. dóm, hægri höndin er henni óvirk, og hún á erfitt um gang. Hin yngri, sem nú er 26 ára, fékk lömunarveiki á fyrsta ári, og hefur því aldrei getað í fæt- urna stigið. Hins vegar hefur hún verið mjög dugleg við nám og handavinnu, þó ekki geti hún skrifað eða saumað nema með vinstri hendi. Nú er starfsþrek aldraðra for eldra mjög tekið að þverra. Síðastliðið ár hafa þau bæði verið tímum saman frá verki og undir læknishendi. Sú spurn ing hlýtur því að leita æði fast á þá, sem til þekkja, hvað fram- unan sé hjá þessu fólki og sér- staklega systrunum tveimur, sem öllum, er þeim hafa kynnzt, þykir mjög vænt um. Samfélag- ið hefur mikla ábyrgð gagn- vart þeim, og þær njóta vissu- lega þes stuðnings, sem lög mæla fyrir um í formi trygg- inga o.þ.h., en það hlýtur að hrökkva skammt, þegar starfs- fúsar hendur foreldranna geta ekki lengur lagt sitt lið. ysaaldn helgina, er talið, að 147 manns hafi farizt — en tölur um manntjón hafa þó verið mjög á reiki. — Á þriðjudaginn fórst þota af gerðinni DC-8 frá flugfélaginu „United Airlines" í lendingu við Denver í Colo- rado. Þar létu a. m. k. 18 manns lífið, en 40 hlutu meiri háttar meiðsl. Um afdrif surnra er ekki vitað. — Uoks varð svo ægilegt flugslys við Casablanca í Marokkó á mið- vikudaginn, er tékknesk flug- vél af gerðinni Illjúsín-18 fórst í lendingu — lenti á há- spennulínu í aðfluginu. Far- þegar og áhöfn voru 73 tals- ins — og fórust allir. Meðfylgjandi mynd var tek in á slysstaðnum í Denver sL þriðjudag. Flugvélin stendur í ijósrum logum, en slökkvilið- ið er tekið að berjast við eld- inn. — Eftir því sem helzt verður ráðið af ýmsum frem- ur óljósum og ósamhljóða fréttum, hefir slysið borið að með þeim hætti, að bilun hafi orðið á vökvakerfinu, sem set ur niður lendingarhjólin, og hafi flugmaðurinn því orðið að „magalenda“ vélinni. Lend ingin mistókst, þannig að þot- an skransaði á brautinni og fór út af henni. Þar rakst hún á jeppa, og virðist eldurinn þá hafa komið upp í henni. Bílstjóri jeppans lét samstiund is lífið í árekstrinum. Fyrir Iendingu hafði f.ug- maðurinn, John Grosso, sagt farþegunum að lendingin mundi verða nokkuð erfið, vegna smábilunar — en bað fólkið jafnframt að sýna ró og stillingu, enda væri engin ástæða til ótta. — Þegar eld- urinn kom upp í vélinni, greip þó mikil skelfing um sig með- al sumra farþeganna. Menn ruddust út um neyðarútgang- ana, hver sem betur gat, og sjúkrabílar fluttu fólkið burt í flýti, heila jafnt sem særða. — Af þessum sökum hefir reynzt mjög erfitt að henda reiður á, hve margir fórust eða særðust — enda hafa frétt ir um það verið mjög ósam- hljóða. 0+0* Það er þvi hugmynd okkar, sem undir þetta ritum, að leita til landsmanna allra með beiðni um fjárhagslegan stuðning handa stúlkunum báðum. Það er ekki nauðsynlegt að lýsa þeirri þörf, sem þarna knýr á. Hún er öllum hugsandi mönn- um svo augljós. Við minnumst konu einnar, sem gaf dálitla fjárhæð til mál- efnis, sem þessu er mjög skylt og mælti þá þessi orð: „Þessir peningar eru frá mér og manninum mínum. Þetta er að vísu ekki há fjárhæð, en okk ur langar til að gefa þetta sem örlítinn þakklætisvott fyrir það, að við eigum hraust og á allan hátt heilbrigð börn.“ Við þykjumst þess fullvissir, að allir á Islandi, sem eins er ástatt fyrir, vilji taka undir með þessari konu og láta eitt- hvað af hendi rakna til löm- uðu systranna á Sauðárkróki, — og ekki aðeins foreldrarnir, heldur við öll, sem eigum svo margt að þakka þeim, sem gaf okkur lífið og allar gjafir þess. Dagblöðin munu veita gjöf- um móttöku. Sömuleiðis treyst- um við sóknarprestum lands- ins til þess að gera það og koma þeim til einhvers okkar, en við munum að sjálfsögðu einnig taka við slíku milliliða- laust. Þörfin er margvísleg, og minn umst þess, að kornið fyllir mæl- inn. Ingvar Gýgjar Jónsson, Gýgjarhóli, Skagafirði. Kristmundur Bjarnason, Sjávarborg, Skagafirði. Þórir Stephensen, Sauðárkróki. Gromyko heimsækir Tito MOSKVU, 13. júlí. — TASS- fréttastofan sagði í dag, að lokið væri viðræðum júóslav- néska utanríkisráðherrans Popovics við rússneska ráða- menn, allt hefði farið fram í mestu vinsemd og sjónarmið beggja aðila væru þau sömu eða mjög svipuð þegar rætt væri um helztu alþjóðavanda- málin. Þá var og skýrt frá því, að Gromyko færi í heimsókn til Júgóslvíu einhvern tímaL bráðlega. 1 Caribou kemur aftur í dag í DAG kemur hingað til Reykja- víkui kanadíska flugvélin Carib- ou, sams konar. vél og kom hing- að í fyrra til að sýna listir sínar. Hún þarf mjög stuttar flugbraut- ir til flugtaks og lendingar, flyt- ur um 20 farþega — og vakti óskipta athygli hér í fyrra. Flug- vélin fór austur um haf í apríl, hefur verið á sýningarferðalagi í Evrópu og var á flugsýningunni í París í vor. Sveinn Björnsson hefur umboð fyrir de Havilland- verksmiðjurnar hér. Sagði hann Mbl. frá því í gær, að vélin yrði aftur reynd við íslenzkar aðstæð- ur — og héldi síðan áfram vestur um haf á sunnudaginn. Sáttafundir JÓNATAN Hallvarðsson hæsta- réttardómari, sem er sáttasemj- ari í deilu verzlunarmanna og vinnuveitenda, boðaði samninga- nefndir þessara aðila til sáttafund ar kl. 9 í gærkvöldi. Stóð fundur enn í gærkvöldi þegar blaðið fór í prentun. Undirnefndir störfuðu í fyrra- dag og í gær, en munu ekki hafa náð samkomulagi. Eftir því sem Morgunblaðið hefur fregnað mun nú helzt ágreiningur um lokun- artíma. Ekki var haldinn neinn fundur fegær í deilu Þxóftar cu? vinnuveit enda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.