Morgunblaðið - 14.07.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.07.1961, Blaðsíða 13
n Föstudagur 14. júlí 1961 M ORGJUTS *tL AÐIÐ 13 — Bæjarstjórn Framh. af bls. 1 bæjarsjóðs, en við athuganir sín- ar hefði nefndin byggt á því, að kaup hækkaði almennt um 13% og annar kostnaður hækkaði um 3%. Vék borgarstjóri síðan nokkuð að þeirri spurningu, hvort rétt- mætt væri að reikna með 13% kauphækkun, sem væri sú kaup- hækkun, er verkamenn hefðu fengið með fríðindum. Kaup verkakvenna hækkaði hins vegar meira, Og sagði hann, að áætlun sparnaðarnefndar væri Of lág að því er hana varðaði. Og kaup iðn- aðarmanna hefði hækkað um nær 15% að meðaltali. Enn væru ótaldir fastir mánaðarkaupsstarfs menn, og því hefði verið hreyft, að ekki væri ástæða til þess að taka hugsanlega kauphækkun þeirra með, þar sem um hana hefði ekki verið samið. Kvað borgarstjóri, að engum ætti þó að dyljast, að þeir muni fá til- svarandi hækkun, sérstaklega, þar sem í ljós hefði komið, að ikröfur þeirra væru mjög svipað- ar því, sem aðrir hefðu fengið. Það væri því ljóst, að sparn- aðarnefnd hefði síður en svo gert of mikið úr kauphækkunum, og ef gagnrýna ætti viðmiðunartölu hennar, mætti sjálfsagt frekar gagnrýna hana sem of lága en of háa. Þá sagði börgarstjóri það álit sitt, að 3% hækkun á öðrum kostnaði væri heldur ekki of hátt áætlað, því að hér kæmu t. d. vinnulaun einnig til greina, þótt í gegnum milliliði væri. Þá kæmu verðhækkanir á landbúnaðarvör- um einnig fram á kostnaðarlið- um bæjarsjóðs, og þar sem ýmsar þeirra mundu innan tíðar hækka um allt að 10%, væri auðséð, að 3% hækkun á þessum lið, væri alls ekki of' mikil. Skýrði borgarstjóri síðan frá því, að hvert % í kauphækkun- um jafngilti 1.3 millj. kr. hækk- un á ári í vinnulaunum og öðr- um kostnaði. Þessar útgjalda- hækkanir hefðu í för með sér, að hækka þyrfti heildarupphæð út- svara um rúml. 11,4 millj. kr., eða úr 214 millj. 416 þús. kr. í 225 millj. 852 þús. kr. Útsvörin væru í raun og veru eini tekjuliður bæjarsjóðs, sem unnt væri að hækka, og því hefði hækkun þeirra verið óumflýjanleg. Öllum hlyti að vera ljóst, að kauphækk- anirnar, sem um var samið, mundu leiða til útgjaldaaukning- ar fyrir bæjarsjóð, og bæjar- stjórn ætti ekki annarra kosta völ en að hækka útsvörin. Þessu næst ræddi borgarstjóri nokku^ áhrif kauphækkananna á hag strætisvagnanna, rafmagns veitunryir og hitaveitunnar. Greindi hann frá, að strætis- vagnarnir hefðu verið reknir með 2 millj. kr. greiðsluhalla á sl. ári, einnig hefði fyrirtækinu skv. hæstaréttardómi verið gert að greiða 6%áhættuþóknun vagna- Stjóra, sem hefði talsverð áhrif til hækkunar. Um síðustu áramót hefði svo skuld SVR við bæjar- sjóð verið um 10 millj. kr. Til þess að mæta þessum hækkun- um Og kauphækkunum nú væri lagt til, að gjaldskrá SVR yrði hækkuð um 9.6%, en þrátt fyrir þá hækkun væru fargjöld SVR enn sem fyrr miklu lægri en t. d. fargjöld strætisvagna í höfuð- borgum annarra Nórðurlanda. Skýrsla sparnarðarnefndar sýndi, að helzt væri þörf 10.6% hækk- unar, Og mætti því sjá, að hækk- uninni væri slillt eins í hóf og unnt væri. Samkvæmt athugun sparnaðar nefndar yrði árleg útgjaldaaukn- ing hitaveitunnar rúmlega 2.5 millj. kr. og teldi nefndin, að hækka þyrfti verð á heitu vatni um 6.7% til þess að mæta þeirri aukningu. Tillaga sín hljóðaði hins vegar aðeins upp á 6% hækkun, svo að ljóst ætti að vera, að þar væri ekki heldur of langt gengið. Hjá hitaveitunni teldi spanaðar nefnd, að hækkunin mundi nema tæplega 6.4 millj. kr., sem jafn- gilti 6.8% á seldri raforku. í gjald skrá fyrirtækisins væri hins veg- ar heimild til að hækka raforku- verðið um 4% fyrir hver full 5%, sem kaupgjald hækkar. Einnig mætti taka tillit til þess, að verð á rafmagni var ekki hækkað fyrr en í árslok á sl. ári, þrátt fyrir gengislækkunina, en þá hefði það verið hækkað um 15%. Sagði borgarstjóri, að til- laga sín um 6% hækkun ætti því að sýna, að einnig hér værr farið eins varlega í hækkanir og frekast væri mögulegt. Þá sagði borgarstjóri, að allar líkur virtust benda til þess, að þrátt fyrir útsvarshækkunina yrði væntanlega hægt að gefa 11% afslátt frá útsvarsstiganum á þessu ári í stað 7.7% á sl. ári. Hins vegar hefði hin einkennilega ,kj arabótastefna“ verkalýðsfélag- anna komið í veg fyrir, að unnt væri að gefa 15.5% afslátt frá útsvarsstiganum, eins og annars hefði verið unnt. Samanlagt sagði borgarstjóri, að tekjur bæjarsjóðs og fyrr- greindra fyrirtækja mundu hækka um 16 millj.. 124 þús. kr. vegna hækkananna á þessu ári. Þetta væri sá skattur, sem lagður væri á bæjarbúa vegna verkfallanna og kauphækkan- anna að undanförnu. Þrátt fyrir þetta væru útsvörin 9,2 millj. kr. lægri en verið hefði eftir út- svarsstiganum frá í fyrra. Staf- aði það fyrst og fremst af því, hve útsvarsstiginn gefur mikið í aðra hönd vegna tekju- hækkunar einstaklinga og fyrir- tækja á sl. ári. Þetta sannaði aðeihs, að viðreisnarráðstafan- irnar hefðu ekki haft í för með sér tekjulækkun, eins og oft hefði verið haldið fram, heldur hefði þvert á móti verið um tekjuhækkun á fyrsta viðreisnar árinu að ræða, eins og skatta- framtöl sýndu bezt. Einnig að öðru leyti, sagði borgarstjóri, að viðreisnarráðstafanirnar hefðu haft hin farsælustu áhrif, t. d. hefði náðst hér greiðslujöfnuð- ur og jafnvægi hefði skapazt hér í peningamálum í fyrsta sinn um árabil, þar sem spariinnlán hefðu aukizt meira en útlán. Sagði borgarstjóri, að við skyldum vona, að takast mætti að koma í veg fyrir þá verð- bólgu, sem verkföllin að undan- förnu gætu haft í för með sér. Bæjarfulltrúar yrðu að gera sér ljóst, að þeir stæðu ekki vörð um hag bæjarfélagsins, ef þeir gerðu sér ekki grein fyrir þessu. Og það mundi aðeins ýta undir verðbólguþróunina, ef bæjarfyrirtækin væru rekin með halla. „Við verðum að horfast í augu við afleiðingar verkfall- anna og kauphækkananna, og því eru þessar tillögur fram bornar,“ sagði borgarstjóri í lok ræðu sinnar. Guðmundur Vigfússon, bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, sagðist telja, að hinar nýju álög ur á bæjarbúa mundu nema a.m.k. 22—23 millj. kr., þótt borgarstjóri vildi nú láta í veðri vaka, að þær næmu að- eins rúmum 16 millj. kr. Ekki rökstuddi hann þó þá skoðun. Þá vék Guðmundur nokkuð að tali borgarstjóra um útsvarshækkun ina. — Sagðist hann telja, að auðvelt hefði verið að veita 15,5% afslátt frá útsvarsstiganum eins og áformað hefði verið, ef ekki hefði nú verið farið að hrófla við fjárhagsáætluninni að ástæðulausu. Ástæðurnar til þess, að út- svarsstiginn kæmi svo vel út, kvað GV einkum þrjár: 1. Fjölskyldubætur hefðu á sl. ári hækkað úr 24 millj. kr. í 115 millj. kr., og með þessu hefði verið reiknað við útsvars- álagninguna. 2. Áberandi hefði verið við framtöl eigenda fyrirtækja, að þeir töldu sér nú hærri tekjur en þeir hefðu áður gert. Þetta væri gert í skjóli þeirra gífur- legu skattfríðinda, sem núver- andi ríkisstjórn hefði veitt há- tekjumönnum. 3. Fyrirtæki kæmu vel út á árinu 1960, einkum iðnaðarfyr- irtæki, þar sem ríkisstjórnin hefði gert ráðtafanir, sem sér- staklega kæmu sér vel fyrir at- vinnurekendur. I lok ræðu sinnar flutti GV tillögu um, að hækkunartillög- um borgarstjóra yrði vísað frá, og aðra tillögu um endurskipu lagningu á rekstri Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Alfreð Gíslason sagði valda hlutföllin í bæjarstjórn ákafleg; einkennileg. Hinn mikl meirihluti hefð að baki sér lít inn minnihlut; bæjarbúa er þeir minnifoluta flokkarnir allar f j ö 1 d a manna þar sem værr launþegar. Hann sagði peningavaldið afskræma mynd lýðræðisins. Bæjarfulltrúinn ræddi ser- staklega hækkanir hitaveitu og sagði að það vseri álit Alþýðu- bandalagsmanna að jafnvel þótt tilkostnaður hækkaði, þá væri síður en svo rétt að hækka hita- veitugjöldin, það ætti að verða síðasta úrræðið. Guðmundur J. Guðmundsson hafði tekið að sér að ræða sér- staklega hækkun strætisvagna- gjalda. Hann taldi hana ó- þarfa. Hún kæmi verst nið- ur á úthverfabú- úm, sem bærinn veitir minnsta þjónustu, og auk þess barnafólki. Guðmundur J. Hann sagði borg Guðmundsson. arstjóra eiga að leggja meiri áherzlu á að bæta rekstur hinna ýmsu bæjarfyrir- tækja. Sagði hann ekkert hafa verið aðhafzt í því efni og mætti það furðulegt heita því að Morg- unblaðið h-efði vítt atvinnurek- endur fyrir óhagkvæman rekstur og margásakað þá fyrir að bæta ekki afköst fyrirtækja sinna. Það ætti bærinn líka að geta gert. Skömmu síðar nefndi bæjar- fulltrúinn þó tvö dæmi um það, að rekstur bæjarfyrirtækja hefði verið bættur. Kvaðst hann í inn- kaupastofnuninni hafa spurzt fyr ir um verð varahluta til strætis- vagnanna. Hefðí það orðið til þess að álagning hefði verið lækk uð og hagkvæmari kjör fengizt. Sömuleiðis sagði hann verð á olí- um til bæjarfyrirtækja hafa ver- ið lækkað. Guðmundur J. Guðmundsson sagðist ekki skilja það, að allt þjóðfélagið þyrfti að kollsteyp- ast, þó að verkamenn fengju kauphækkanir. Slíkt þyrfti ekki að ganga yfir þjóðfélagið. Ég viðurkenni alls ekki að þetta lög mál sé óumflýjanlegt, sagði hann að lokum. Geir Hallgrímsson, bórgar- stjóri, svaraði þessu næst ádeilum Og fyrirspurnum kommúnista. Vék hann sérstaklega að þeim þrem liðum, sem Guðmundur Vig fússon hafði talið skýra það, hvers vegna útsvarsstiginn gæfi nú.meira en áður í tekjum til bæjarins. Benti borgarstjóri á, að rökstuðningur Guðmundar sann- aði einmitt það, sem hann hefði haldið fram, að viðreisnarráð- stafanirnar hefðu verið bein or- sök hins bætta hags. í fyrsta lagi voru fjölskyldubæturnar ákveðn ar með efnahagslöggjöf viðreisn- arstjórnarinnar. í öðru lagi kynni breyting skattalaganna að hafa orkað því að menn teldu nú rétt- ar fram en áður. Eldri skattalög- gjöf hefði verið andstæð siðferði vitund almennings, þegar ríki og sveitarfélag seildust eftir meiri hluta tekna manna. Væri það vissulega eitt hið mikilvægasta í löggjöf þeirri, sem núverandi rík- , isstjórn hefði beitt sér fyrir, að skattar væru með þeim hætti, að framvegis mætti vænta þess, að það yrði talið ámælisvert að skjóta undan skatti. Hinar auknu tekjur, sem bærinn fengi eftir skattalagabreytinguna, sýndu bezt, hvort ekki hefði verið skyn- samlegt að gera hana. Loks væri þess svo að geta, að ef sú skoðun bæjarfulltrúans væri rétt að at- vinnurekendur og fyrirtæki hefðu haft auknar tekjur, þá sýndi það heilbrigði atvinnu- rekstrarins og þann grundvöll, sem bæði mætti byggja á raun- hæfar kjarabætur í framtíðinni )g eins væri þá skapaðir öruggir .ekjustofnar fyrir bæ og ríki. Borgarstjóri svaraði fyrirspurn im kommúnista um það, hvað >ærinn hefði gert, ef fallizt hefð; erið á 3% tilboð atvinnurekendc ða tillögu sáttasemjara um 6% .auphækkun. Benti borgarstjór i að bærinn hefði ekki verið að li að samningunum, en eftir a; /innuveitendur og launþega íafa samið, getur hvorugur að linn fundi að hækkunum, sen íauðsynlegar eru til að stand rndir hinum auknu útgjöldur ræjarins. Það liggur í hlutarin rðli að launþegar geta ekki ætl azt til þess að þeir, sem laun taka irá bænum, hafi lægri tekjur/er aðrir, né heldur geta atvinnurek- endur ætlazt til þess að bærinn hlífist við að leggja á þá sem aðra þær byrðar, sem nauðsyn- legar eru til að hann geti greitt sama kaup og aðrir. Bærinn tekur afstöðu til mál- anna eins og þau liggja fyrir hverju sinni. Nú liggur það fyrir að kaup hækkar um 13% en hvorki 3 eða 6%. Ef kauphækk- unin hefði orðið minni, hefði það eðlilega farið eftir mati á getu bæjarins, hvort sérstakar ráð- stafanir hefði orðið að gera til tekjuöflunar og þá hvað miklar og í hvaða formi. En það væri auðvitað fullkömið ábyrgðarleysi að sjá bænum ekki fyrir nauð- synlegum tekjum til að standa undir 13% kauphækkunum. Borgarstjóri benti á, að bæjar- fulltrúar kommúnista þrástöguð ust á því að útgjaldaaukning bæj arins væri aðeins 4 millj. kr. Af því tilefni varpaði hann fram þeirri spurningu, hvort ætlun þeirra væri sú að bæjarstarfs- menn fengju ekki sambærilega kauphækkun við aðra. Skoðun mín er sú, sagði borgarstjóri, að launahækkanirnar séu raunveru- lega meiri en 13% Og því mjög varlega í hækkanir bæjarins far- ið. Borgarstjóri gerði síðan enn rækilegri grein fyrir fjárþörf raf magnsveitu, hitaveitu og stræt- isvagna. Hann vék að þeirri full- yrðingu kommúnista, að bærinn hefði búið við óhagkvæm við- skiptakjör að því er snerti inn- kaup á olíu og varahlutum til strætisvagna. Hann sagði bæinn njóta beztu kjarasamninga í olíu viðskiptum, en vissulega kæmi til greina að bjóða þau viðskipti út. Borgarstjóri sagðist sammála Guðmundi J. Guðmundssyni um það, að þeir viðskiptahættir, sem nú væru á innkaupum varahluta væri hagkvæmari fyrir bæinn, en fyrri viðskipti, en þeir festu þó meira fé bæjarins. Bæjarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins hafa rætt um kjara- skerðingu árið 1959, sagði borg- arstjóri. Hannibal Valdimars- son lýsti því þá yfir, að kaup- hækkanirnar hefðu ekki getað staðizt og vinstri stjórnin hrökklaðist frá vegna þeirra. Þannig liggur fyrir vitnisburður Hannibals Valdimarssonar í þessu efni og fall stjórnarinar er staðfestingin. Á hinn bóginn er svo talað um kjaraskerðingu við gengisbreyt- inguna. Á það hefur aldrei ver- ið dregin nein dul, að efnahags ráðstafanirnar í fyrra mundu hafa tekjuskerðingu í för með sér. Við getum deilt um tekju- skiptinguna í þjóðfélaginu en sem heild eyddum við of miklu. Þess vegna hlaut að verða nokk ur kjaraskerðing meðan verið var að rétta við greiðslujöfnuð- inn og ég hygg að ekki sé hægt að deila um, að áframhald þeirr ar stefnu, sem vinstri stjórn- in fylgdi hefði leitt til fjár- hagslegs ósjálfstæðis Islendinga. Við efnahagsráðstafanirnar voru hins vegar ákveðnar fjöl- skyldubætur og skattalækkanir, sem hvort tveggja bætti mjög hag manna. Kjaraskerðingin mun líka hafa orðið minni en ætlað var. Þá skoðun staðfestir a.. aukning tekna einstakl- inga og fyrirtækja og hið vax- andi gjaldþol, sem kemur fram í. því hve mikið nú hefði verið hægt að lækka útsvarsstigann, ef kauphækkanirnar hefðu ekki dunið yfir. Borgarstjóri benti á, að fyrir kommúnistum vekti ekki annað en að reyna að koma viðreisn- arstjórninni frá völdum. Tvö- eldni þeirra væri of augljós til )ess að menn sæju ekki í gegn- im hana. í vetur hefði Lúðvík úsefsson krafizt þess að báta- lotinn yrði stöðvaður, þar sem ann gæti eklci staðið undir Jgjöldunum, en á sama tíma Framh. á bls. 19. Utan úr heimi Framh. af bls. 10. Bayar. Sakirnar, sem á þá hafa verið bornar, eru hinar margvíslegustu, allt frá gróf- um brotum á stjórnarskrá ríkisins til ólöglegrar auðsöfn- unar og tvíkvænis. • Mælirinn fullur Menderes komst til valda ár ið 1950, en þá sigraði Demo- krataflokkur hans Republik- anaflokk Inöús, vinar og eftir- manns hins dáða Atatúrks, „skapara" Tyrklands. Mender- es gerði stórhuga áætlanir til víðtækrar uppbyggingar og framfara í Tyrklandi og ávann sér miklar vinsældir — til að byrja með. En áætlanir hans reyndust hálfgerðar skýjaborg ir, sem voru algerlega ofviða efnahag landsins. Tók þá and staðan gegn honum skjótt að vaxa, en Menderes svaraði sí- aukinni gagnrýni með gerræð- islegum aðgerðum, sem báru öll meirki einræðisins. Hann afnam prentfrelsi og kúgaði stjórnarandstöðuna. — Þegar mótmælaaldan gegn stjórninni í fyrra var kæfð í blóði og upplýst var, að Menderes hefði jafnvel haft í huga að láta myrða foringja stjórnar- andstöðunnar, var mælirinn fullur — og herinn gerði bylt- ingu. • Menderes á enn marga fylgismenn Það vakti strax vonir um sigur lýðræðisins, er Gursel hershöfðingi endurreisti prent frelsið Og leyfði stofnun stjórn málaflokka. Aðeins Demo- krataflokkurinn, flokkur Menderes, var bannaður — en hann hefir fengið arftaka í ýmsum myndum í sumum þeirra 16 stjórnmálaflokka, sem skotið hafa upp kollinum í Tyrklandi að undanförnu. — Með slíkan f jölda nýrra flokka og með tilliti til allra þeirra breytinga, sem orðið hafa í landinu á undanförnu ári, er ekki gott að spá um úrslit væntanlegra þingkosninga. Flestir eru reyndar þeirrar skoðunar, að hinn 77 ára gamli Inönú og Republikanaflokkur hans hafi mikla möguleika til sigurs í kosningunum, en gamli maðurinn flaggar mjög með vinskap sínum og sam- vinnu við hinn dáða umbóta- mann, Atatúrk. — En, þótt ótrúlegt kunni að virðast, mun Menderes enn eiga fjölda á- hangenda í Tyrklandi, einkum meðal hinnar lítt upplýstu bændastéttar. Bændurnir minnast þess, að hann veitti þeim skattfrelsi og gerði ýms- ar aðrar ráðstafanir til að bæta hag þeirra — og því skyldu þeir þá vera að gera veður út af ýmsum göllum, sem hann kann að hafa haft? — Nú munu fylgjendur hins gamla Demokrataflokks vænt- anlega dreifast nokkuð á hina nýju flokka. Ekki er vitað, hverja samvinnu þeir kunna að hafa með sér — en ef um skipulegt samstarf væri að ræða, gætu þeir vafalaust haft mikil áhrif í kosningunum í haust. m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.