Morgunblaðið - 15.07.1961, Side 1

Morgunblaðið - 15.07.1961, Side 1
20 siður 48. árgangur 156. tbl. — Laugardagur 15. júlí 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins Að æfingum uustan Islunds Varnarliðið i Keflavík fylgist með rússneska flotanum EINS og frá var skýrt í bla8- inu í gær, eru rússnesk her- skip nú að æfingum á hafinu austur undan Islandi. Vegna þessara frétta sneri blaðið sér til varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli og óskaði eftir upplýsingum um flotaæfing- arnar. Barst Mbl. stutt 'til- kynning um þær frá varnar- liðinu í gærkvöldi, og birtist hrn hér að neðan. ★ Jafnframt hefir blaðið fengið leyfi til þess að birta myndirnar tvær hér á forsíð<unni, er sýna tvö rússnesku berskipanna í flota þeim, sem er á svæðinu milli íslands og Noregs þessa dagana. Myndirnar eru teknar úr eftir- litsflugvélum af Keflavíkurflug- velli, sem fylgzt hafa með æfing- um Rússanna. Upplýsingarnar, sem Mbl. fékk í gær frá varnarliðinu eru á þessa Ieið: „Sovézki flotinn virðist nú vera að minni háttar æfingum á hinu alþjóðlega hafsvæði milli íslands og Noregs. Flotastyrkur- inn, sem í enu nokkur beitiskip, tundurspillar, kafbátar og að- stoðarskip, tók að safnast saman á Atlantshafi fyrir um það bil hálfum mánuði, og hefir hann verið athugaður úr flugvélum frá Keflavík. — Eftirlitsflugvélar varnarliðsins á Islandi fylgjast með gangi flotaaðgerðanna, um leið og þær hafa venjulega gát á öllum skipaferðum á Norður- Atlantshafssvæðinu“. Talsmaður NATO: Engar upplýsingar Mbl. gerði þegar í fyrradag fyrirspurn til aðalstöðva Atl- antshafsbandalagsins í París, vegna fréttanna um flotaæf- ingar Rússa, sem fyrst bárust frá Ósló. Seint í gærkvöldi barst loks svar við fyrirspurn blaðsins. Segir þar aðeins, að talsmað- ur NATO í aðalstöðvum banda lagsins vilji ekkert um mál- ið segja. Þetta stóra beitiskip er í hinni rússnesku flotadeild, sem nú er að æfingum austur af ís- landi. Það er í stærðarflokki þeim, er „Sverdlov" nefnist — 689 feta Iangt, 70 fet á breidd, og hámarkssiglinga- hraði þess er 34,5 hnútar. — Flest skip í þessum flokki hafa verið smíðuð eftir 1951, og á þeim eru um 1.050 sjó- liðar. — (Ljósm.: Varnarliðið) Danskui krabbameinssérfræðingur um kenningu Dungals: Ekki nægilega rðkstudd Daninn veit ekki hið nýjasta, segir prófessor Dungal Þessl „Skoryi"-tundurspillir er elnnlg „nágranni" okkar þessa dagana, ásamt ca 250 sjóliðum, sem vera munu þar um borð- Skipið er um 490 fet á lengd og getur siglt með 38 hnúta hraða. KAUPMANNAHAFNAR- BLAÐIÐ Politiken skýr5i sl. fimmtudag lauslega frá kenningum próf. Níelsar Dungals um að reykt mat- væli geti framkallað krabba- mein. — I þessu sambandi hefir blaðið svo spurt krabba meinssérfræðinginn dr. med. Johannes Clemmesen, yfir- lækni, álits á kenningum Dungals. Samkvæmt frásögn Poli- tiken telur dr. Clemmesen þær athyglisverðar, og sé ekki hægt að vísa þeim á bug. En framframt segirhinn danski sérfræðingur, að ekk- ert sé raunverulega hægt um efnið að segja, fyrr en kenn- ingarnar hafi verið rökstudd- ar miklu nánar en raunin sé nú. Segir hann t. d., að at- huganir hins íslenzka pró- fessors á magakrabba hafi I Framh. á bls. 19 Dean Rusk; Neitunorvald gegn ,þrístjórn‘ WASHINGTON, 14. júlí — CNTB/AFP) — Bandarikin höfnuðu í dag formlega hin- um sovézku tillögum um að leg>gja niður embætti fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og koma í staðinn á ,,þristjórn“ samtakanna, þar sem einn fulltrúi væri frá kommúnistaríkjunum, einn frá vesturveldunum og banda mönnum þeirra og einn úr hópi hlutlausra ríkja. Dean Rusk, utanríkisráð- herra, sagði í yfirlýsingu, sem áður hafði hlotið samþykki og staðfestingu Kennedys for- seta, að Bandaríkin mundu beita neitunarvaldi sínu, ef slík tillaga væri lögð formlcga fram. Hann sagði, að ef farið yrði að vilja Sovétríkjanna í 1 þessu efni, væri það sama sem að láta samtök SÞ „fremja sjálfsmorð“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.