Morgunblaðið - 15.07.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.07.1961, Blaðsíða 8
8 M ORCVTS BLAÐIb Laugardagur 15. júlí 1961 Eftir Lynn Pocle, The Johns Ilopkins University, Hnötturinn, sem við lfum á hefur verið til lengur en nokk ur getur sagt um með vissu. I upphafi var hann annað hvort iðandi geimur af log- andi gasefni eða ískalt ryk- ský, og fyrst í stað var hann hulinn af stórum höfum. Þeg- ar lifandi verur þróuðust úr djúpi þessara vatna, reis land ið, sem var geysistórar og sam felldar grjóthellur. Mikið af þessu grjóti sundraðist og varð að smágerðara, mélkenndu efni, sem nefnist mold, I og.' hófst þá gróður jarðar. orðið, hvernig maðurinn 'iefur barizt og að lokum náð heim inum á sitt vald. Þar segir m. a. svo frá: „Umhverfið, náttúran, setti manninum vissa úrslitakosti; hann varð að aðlaga líkama sinn umhverfinu eða tortím- ast að öðrum kosti. Það mót- aði einnig huga hans, en á ann an hátt, því að allt umhverfi... án tillits til loftslags og jarð- vegs gerði þá kröfu til manns ins, að hann gaeti hugsað fljótt og ákveðið, jafnframt því sem Prófessor í The John Hopkins-háskólanum glugga á vinnustofu sinni. horfir út um gefa mannánum vald yfir umhverfinu Hugmyndirnar Þegar maðurinn kom fram í þessari víðáttumiklu fram- leiðslu tímans, var heimurinn mikið til eins og hann er nú í dag. Maðurinn hefur ekki gist jörðina lengur en síðustu millj ár, en hann hefur gert hana að sínum heimi og lagað það sem hann hefur fundið að sín- um þörfum. Dr. George F. Carter, pró- fessor í landafræði við Johns Hopkins Háskóla, ritaði grein í síðasta hefti háskólatímarits ins, þar sam hann skýrir frá, hvernig þetta fyrirbæri hefur hið mismunandi umhverfi leiddi af sér mismunandi lík- amsútlit og form.“ Fyrst í stað bjó maðurinn einn og einangraður frá öðr- um, hlífðarlaus í brennandi sólinni, þar til hörund hans var dökkt og hrjúft, eða hann var í hörkukulda, uns litarhátt urinn varð fölur og skrokkur- inn samankeyrður. „Þá var það fyrir um það bil tíu þúsund árum, þegar ak uryrkjan var uppgötvuð, að mennirnir fóru að sækjast eft- ir hinum frjósamari löndum. Þar settust þeir að og juku kyn sitt, og enn í dag býr um það bil helmingur jarðarbúa á aðeins þritugasta hluta af yfirborði jarðarinnar. Sagan af tilveru mannsins á þessum hnetti er óraunhæf og mót- sagnakennd.“ Þessa staðhæfingu rökstyð- ur dr. Carter með því að nefna sem dæmi, að hin mikla og merkilega siðmenning Egypta þróaðist á eyðimörkum mið- austurlanda, en á sviþaðri eyðimörk á neðri bökkum Coloradofljótsins eru aftur á móti svo að segja engar minj- ar. í sumum hlutum heims sjá menn hilla undir friðsamlega nýtingu kjarnorkunnar, í öðr um vinna þeir með steinaldar áhöldum. „Ef hægt er að tala um ríkj andi sérkenni í sögu manns- ins, þá er það, að hann býr til sinn eigin heim.“ Og það sem dr. Carter álítur, að liggi hér til grundvallar, er — notkun hugmynda. Sem dæmi tekur hann Brasi líu. Það er stutt síðan Brasilía fór að sýna viðleitni, andlega og efnalega, í þá átt að verða voldugt ríki, sýipað og Banda ríkin hafa verið í fullar tvær aldir, og þó er hún langtum auðugra land frá náttúrunnar hendi. Munurinn á þessum tveimur löndum er fólginn í — hugmyndum. Dr. Carter telur, að hug- myndirnar hafi borizt hægt milli landa fyrst í stað. Hann gerir ráð fyrir, að hugmyndin um akuryrkju hafi borizt með rúmlega hálfs annars km. hraða á ári'frá upphafsstaðn- um í nálægari austurlöndum til norðvestur hluta Bvrópu. Lykillinn að framkvæmd mannsins á hugmyndunum er markalínan, sem hann dregur fyrir dreifingu og þróun þess ara hugmynda. Hinn mikli þrándur í götu vanþróaðra landa er tortryggnin og við- námið sem veitt er gegn nýj- um hugmyndum. Loks getur dr. Carter þess, að margar þjóðir séu ekki að- njótandi veigamikilla hug- mynda eins og frelsisins' né byltingarafla eins og iðnvæð- ingar, en Asía, Afríka og lat- neska Ameríka séu nú að vakna sem óðast til meðvit- undar um þetta. „Tíminn einn fær leitt í ljós hvernig þessi bylting verður í framkvæmd, og er hér komið að örlaga- ríkum krossgötum á braut sið menningarinnar.“ ■’ ' Skólastjórahjónin á Hvanneyri ásamt búfræðika ndidötunum Fimm nýir búfræði kandidatar HINN 16. júní sl. var framhalds- deildinni á Hvanneyri sagt upp í 7. sinn. Brautskráðir voru fimm búfræðikandidatar, þeir Elías Sveinsson, Selfossi, Gunnar Gunn arsson, Reykjavík, Völundur Hermóðsson, Árnesi, S.-Þing., Þorgeir Elíasson, Reykjavík og Ævar Hjartarsson, Ytra-Hvarfi, Svarfaðardal. Skólastjóri flutti skólaslita- ræðu og afhenti búfræðikandidöt unum skírteini sín. Hæstu eink- unn hl'aut Elías Sveinsson Og þar með bókaverðlaun frá Búfræði- kandidatafélagi íslands. Ávarp landbúnaðarráðherra Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- ráherra, flutti ræðu. Lýsti hann áhuga sínum fyrir aukinni bú- fræðimenntun, bæði í framhalds- deildinni í Hvanneyri og bænda- skólum landsins. Gunnar Árna- son, skrifstofustjóri hjá B.Í., flutti ávarp, en sonur hans var einn þeirra sem útskrifuðust. Af hálfu ; kandidatanna talaði Elías Sveins- | son. Um 20 gestir vo’’u viðstaddir þessa athöfn. J 50 kandidatar Guðmundur Jónsson, skóla stjóri, kom víða við í ræðu sinni og benti m. a. á, að búfræði- kandidatar, sem útskrifazt hefðu frá Hvanneyri, væru nú 50 tals- ins, þar af 49 á lífi. Störf hefðu þeir valið sér sem hér segir: Ráðu nautar 17, bændur og bústjórar á opinberum búum 15, tilrauna- menn og framkvæmdastjórar 5, kennari 1, við ýmis störf 3, við nám, þar með taldir hinir nýút- skrifuðu 8. Skólastjóri lagði á- herzlu á fjögur meginatriði í sam bandi við framhaldsnám við Hvanneyrarskóla í framtíðinni. í fyrsta lagi að námið verði við það miðað fyrst og fremst að kandidatar verði færir um að leiðbeina bændum beint og ó- beint við störf þeirra, til dæmis sem ráðunautar, bústjórar opin- berra búa, framkvæmdastjórar landbúnaðarfyrirtækja, kennarar við búnaðarskóla, tilraunamenn !o. fi. í öðru lagi að æðri búnaðar- menntun hér á landi verði fram- J vegis staðsett í sveit, eins og á sér stað í Noregi, Svíþjóð og víð- ar. Framhaldsnámið lengt í þriðja lagi, að framhaldsnám- ið verði sem fyrst lengt úr tveim ur árum í þrjú. Benti hann á, að í öðrum löndum hefði þróunin verið sú, að námið hafi í upphafi verið stutt en lengt eftir því sem ástæður hefðu leyft. Og í fjórða lagi, að koma á nánara sambandi við æðstu menntastofnanir grannþjóða okk- ar fyrir þá, sem halda vilja áfram námi í sérstökum greinum bú- fræðinnar. Nefndi skólastjóri að einn kandidat úr framhaldsdeild- inni væri nú við licentiat-nám við norska landbúnaðarháskól- ann. Að síðustu lýsti skólastjóri því yfir, að von sín væri að fram- haldsdeildin á Hvanneyri væri nú komin yfir byrjunarörðugleik- ana. 25 ára Hvanneyringur Um síðastliðin mánaðarmót komu saman á Hvanneyri nem- endur, sem útskrifazt höfðu það- an fyrir 25 árum. Vorið 1936 luku 27 piltar búfræðinámi þar. Er einn þeirra nú látinn. Af hinum 26 eru 13 bændur, eða leiðandi menn innan landbúnaðarsamtak- anna, 6 eru skrifstofumenn og 7 við ýmiss störf. Af þessum bú- fræðingum hittust 14 nú á Hvann eyri og urðu fagnaðarfundir. Sum ir þekktust varla, enda ekki sézt í 25 ár. Eitt var þeim öllum sam- eiginlegt, þótt leiðir hefðu skilið, allir voru þeir Hvanneyringar. Gamli skólinn þeirra staðurinn, tengdi þá föstum böndum. Að loknum kvöldverði skoðuðu Hvanneyringar staðinn og sátu síðan í kvöldboði skólastjórahjón anna. Bar þar margt á góma og sagði hver og einn það helzta sem á dagana hafði drifið frá þvl er þeir skildu fyrir aldarfjórð- ungi. Á sunnudag var ferðazt nokk- uð um Borgarfjarðarhérað, drukk ið kaffi í Bifröst, en síðan skildu leiðir við héimreiðina að Hvann- eyri, eftir ánægjulegar samveru- stundir. 25 ára Hvanneyringar af- hentu skólanum myndarlega fjár hæð að gjöf og skyldi henni varið til bókakaupa. Guðmundur Pét- ursson, ráðunautur, hafði orð fyrir búfræðingunum í þessu sam bandi. Magnús Thorlaeius uæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Simi 1-1875 Fjórðungsmót hesta- manna að Hellu U M næstu helgi fer fram á Rangárbökkum við Hellu fjórðungsmót hestamannafé- laga á Suðurlandi, þ. e. í Árnes-, Rangárvalla- og Skaftafellssýslum. Á laugardagsmorgun kl. 10 f.h. hefja dómnefndir störf og þurfa öll sýningarhross að vera komin á föstudagskvöld. Alls standa 6 félög að mótinu og sendir hvert félag 6 hesta til gæðingakeppni en alls eru yfir 200 hross skráð til keppni og sýn ingar á mótinu. Kl. 3 á laugardag hefjast und- anrásir í kappreiðum en til þeirra eru skráð um 50 hross. Auk venju legra hlaupa verður keppt í 800 m hlaupi og er það nýbreytni, sem marga mun fýsa að sjá. Þátt takan er mikil og fara hlaupin fram á hringbraut, sem er einn- ig nýbreytni. Ávarp biskups. Á sunnudagsmorgun hefst mót- ið með því að riddarafylkingar hinna sex félaga ríða inn á sýn- ingarsvæðið undir fánum. Stíga þeir síðan af baki og hlýða ávarpi og blessunarorðum biskups ís- lands hr. Sigurbjörns Einarsson- ar. Næst setur form. Landssam- bands hestamannafélaga, Stein- þór Gestsson, mótið með ræðu, en síðan hefst sýning kynbóta- hesta. Kl. 15 flytur Gunnar Bjarna- son skólastjóri ávarp og síðan verða hryssur sýndar, dómum lýst og verðlaun afhent. Úrslit kappreiða hefjast kl. 19. Dansleikir verða bæði kvöldin í tveimur samkomuhúsum. Hópferðir austur. Margir munu eflaust sækja þetta mót og er vitað um fjöl- mennar hópferðir að Hellu. Fé- lagar Fáks í Reykjavík munu fara ríðandi austur og leggja af stað kl. 2 á fimmtudag úr Geld- inganesi. Munu þeir fara austur Heiði og um Kolviðarhól austur í Grafning milli hrauns og hlíða og í Grímsnes. Gist verður að Syðri-Brú. Komið verður að Skál holti, farið yfir brúna hjá Iðu og komið að Þjórsá undan Þrándar holti. Síðan verða Þjórsárbakkar riðnir og yfir þjórsá hjá Þjórsár- túni. Gist verður á Kálfhóli á Skeiðum ef svo virðist að ekki ná ist að Hellu á föstudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.