Morgunblaðið - 15.07.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.07.1961, Blaðsíða 13
Laugardagur 15. júlí 1961 MORGVK'tL AÐIÐ 13 Krúsjeff og Kunnum sérfræðingi í alþjóðamálum þykir baráttuaðferðir þeirra líkar í ! BANDARÍSKA stór- blaðið „New York Herald Tribune“ birti á dögunum grein eftir einn kunnasta sér- fræðing sinn í alþjóðamálum, Joseph Alsop, þar sem brugð- ið er upp athyglisverðri mynd af því, hve framkoma Krús- jeffs í Berlínar-málinu að und anförnu er sláandi lík hátta- lagi Hitlers á áorunum fyrir síðari heimsstyrjöldina. Verð- ur hér á eftir getið nokkurra atriða í grein hins bandaríska blaðamanns. ★ Við hátíðlegt tækifæri í Moskvu nýlega, dró Krúsjeff brezka sendiherrann þar, Sir Frank Roberts, með sér afsíð- is, til þess að skrafa við hann um stjórnmál. Og, eins og við mátti búast-, vék hann að Berl- ínar-vandamálinu. Lýsti hann fyrst yfir því, mjúkur í máli, að sér væri annt uim, að friðsamleg lausn fengist — og fyrir sér vekti hreint ekki að þjarma nokkuð að Vestur- veldunum í Berlín. En síðan þyngdist brúnin á kommúnistaleiðtöganuhi og nýtt hljóð kom í strokkinn: Það væri vita gagnslaust fyrir Vesturveldin að reyna að koma í veg fyrir að hann fengi vilja sínum framgengt. Ef liði Atlantshafsbandalagsins yrði fjölgað um eina einustu her- deild — mundi verða fjölgað um 100 í Rauða hernum. Og Krúsjeff lét ekki sitja við þetta, heldur belgdi sig út yfir því, að hann hefði alla Vestur- Evrópu í greip sinni. Aðeins 6 sprengjur úr vetnissprengju forða sínum dygðu til þess að þurrka út Bretlandseyjar, og níu mundu nægja til að gera Frakklandi skil. ★ Það eina, sem ólíkt er við þessa framsetningu Krúsjeffs nú og Hitlers fyrr á árum, er það, að sovézki forsætisráð- herrann hvorki öskraði né froðufelldi í samræðum sínum við hinn brezka sendiherra. Að öðru leyti var hér á ferðinni algjör eftirmynd Adolfs Hitl- Adolf Hitler vöru baráttuaðferðir Hitlers. Það hefur ekki farið fram hjá Krúsjeff, að þær dugðu hon- um vel árum saman. Svo framarlega sem Krús- jeff skiptir ekki enn um gervi, mun á næstunni mega vænta af honum vaxandi ógnana og Ofsafenginna tilrauna til að sundra einingu Vesturveld- anna í Berlínarmálinu. Verði sú reyndin, mun sú barátta, sem í hönd fer, vissulega reyna á jafnvel sterkustu taug ar vestrænna leiðtoga. Meðan því fer fram kann að reynast erfitt að binda hugann við þann mun, sem þrátt fyrir allt er á Krúsjeff og Hitler. En ef Krúsjeff er laus við ofsóknar- brjálæði þess síðarnefnda, er óhugsandi, að hann fýsi í vetn- isstríð um Berlín. Og því er von til, ef Vesturveidin sýna þolgæði Og festu, að ógæfunni verði afstýrt. H mm Frú Ágústa Thors tók alúðlega á móti gestunum ers. Hann sló líka úr og í, eins og Krúsjeff í samtalinu, og hótanir lærisveinsins' um eyð- ingu Bretlands og Frakklands tóku jafnvel meistaranum fram. Slík framkoma af hálfu Krúsjeffs er engan veginn splúnkuný af nálinni. í hinni frægu áramótaveizlu sinni í Kreml 1959/1960, tveim mán- uðum eftir að hann hafði fyrst haft í frammi hótanir sínar um að sölsa Berlín undir sig, lék hann þennan sama leik fyrir seniherra Frakklands og Bandaríkjanna. Þær ögranir, sem hann þá var með, náðu þó ekki út í raunveruleikann. ★ Hótanir Krúsjeffs, þær sem getið var um í upphafi, eru eitt strik í stærri mynd, sem leiðtogi Sovétveldisins málar um þessar mundir. Aðrir drætt ir í henni eru hótunarræða hans í sl. viku, stórbrotin sýn ing hernaðarflugvéla á flug- sýningunni í Moskvu nýlega og sú yfirlýsta ákvörðun, að auka sovézk hernaðarútgjöld um þriðjung. öll þessi atriði eru ábending um að hugleiða til hlítar, það sem sameiginlegt er í fari Krúsjeffs og Hitlers. Það, sem skilur á milli þeirra, er fyrst og fremst það, að Hitler var haldinn ofsóknarbrjálæði. Þó að það verði ekki sagt um Krúsjeff, og sú staðreynd skipti mjög miklu máli, kem- ur hún ekki í veg fyrir, að hann bregði sér í búning Hitlers. ★ Krúsjeff hefur á öllum sin- um ferli sýnt mikla leikara- hæfileika, og gervi Hitlers hef ur hann áreiðanlega ekki tek- ið á sig, nema að vandlega íhuguðu máli. — Á árunum 1932—1939 öðlaðist Hitler aUt sem hann vildi með því að beita þeim aðferðum, sem Krúsjeff hefur nú tekið upp. Þessa verður að minnast. Ótt- inn, sem hvarvetna var vak- inn — og háværar hótanir, Gestkvæmt í sendiherra- bústaðnum í Washington DAG einn í byrjun maí var gest- kvæmt í íslenzka sendilherrabú- staðnum í Washington. Þann dag var heimili Thors Thors, sendi- herra og frú Ágústu, opið fyrir almenning, ásamt 6 sendiráðsbú- stöðum öðrum. Góðgerðarfyrir- tækið „The Goodwill Guild“, sem safnar fé til styrktar fötluðum, hefur á ári hverju fengið að sýna nokkra sendiherrabústaði í Was- hington og selja aðgang að þeim til ágóða fýrir starfsemi sína. Óg í ár voru það sendiráð Portugals, Frakklands, Thailands, Afghan- istan Paikistan og íslands, en þau eru öll í sama hverfi. Þrátt fyrir rigningu komu um 2000 manns í íslenzka sendiráðið, þar sem frú Ágústa Thors tók á móti gestunum. Birtust myndir og blaðaummæli í bandarískum blöð um. T. d. lýsir blaðakona ein Edith Blez heimsóikninni í öll sendiráðin og segir um það ís- lenzka: „Ég held að það sendiráðshús, sem ég kunni bezt við, hafi verið heimili sendiherra íslands, Thors Thors og konu hans. Húsið er lít ið í samanburði við franska sendi ráðshúsið, en eitthvað á þessu virðulega heimili gefur til kynna að þeir sem þar búa hafði komið sér upp raunverulegu heimili í Washington, þó þeir þurfi að koma mikið fram á opinberum vettvangi. Frú Thors var ákaflega alúðleg, Persónutöfrar hennar og látlaus framkoma gerðu það að verkum að okkur fannst við öll vera sér lega velkomnir gestir hennar. Nokkrar af brúðargjöfum henn- ar lágu á borði í setustofunni og var vissulega gaman að sjá þessa dýrmætu postulíns- og glérmuni sem hún vildi leyfa langri röð af fólki, sem spígsporaði með ^leðj- una á fótunum yfir austurlénzku teppin hennar, að njóta með sér.“ Saga sendiráðshússinS í vandaðri sýningarskrá, sem gefin var út við þetta tækifæri, eru ávörp sendiherranna og mynd ir af sendiráðshúsunum ásamt lýsingu á sumu af því sem þar er. Um íslenzka sendiráðið segir: „Þetta hún var byggt í lök fyrri heimsstyrjaldarinnar. Arkitekt- inn var George Oakley Totten og er húsið talið í sérlega vönduðum Georgíustíl. Það tilheyrði einu sinni hinu sögulega Kalorama- setri, heimili bandaríska skáldsins og sendiherrans Joels Barlow. Áður en íslenzka ríkið keypti það, átti Chapin Huntington og kona hans það í 25 ár. í anddyrinu er gamall kín- verskur skermur, kínversk kom- Félagslíf Þórsmerkurferð laugardaga kl. 2 frá Bifreiða stöð íslands — Sími 18911. Guðjón Eyjólfsson löggiltur endurskoðandí Skólavörðustíg 16 Hími 19658. iidiherrabústaðurinn 23rd Street nr. 1906 í Washingíon móða og fleira keypt í Hong Kong og ítalskt borð og spegill. f tónlistarstofunni eru gömul frönsk húsgögn, tvö gömul ítölsk málverk, sjávarlandslag málað af pólskum listamanni, eplaitré mál uð af bandarískum listamanní, andlitsmynd eftir bandaríska listamanninn Gholson og blóma- mynd eftir frú Ágústu Thors. í stofunni erustyttur úr Dresdenar og Konunglega danska postulín- inu. Borðstofan er búin bandarisk um húsgögnum og gamlir enskir silfurmunir á borði. Yfir hliðar- borðinu er málverk af sendiherr anum, málað af Virginiu Goolka- sian, og einnig tvö barnamálverk. Og yfir arninum er mynd eftir frú Ágústu, sem nefnist „Amma segir sögur“. Þarna er blóma- mynd eftir frú Ágústu og tvö málverk eftir íslenzka málara. I setustofunni eru málverk af ýms um stöðum á íslandi eftir þekkt ustu málara íslendinga. Myndin yfir arinhyllunni er frá Þingvöll um, hinum gamla þingstað, þar sem þing var hafið 930. Borð er þarna, útskorið á fslandi." Þann- ig var lýsingin á sendiherrabú staðnum í sýningarSkrám. — SUS s/ðo Framh. af bls. 12. glöðum og samstilltum hóp stytt- um við okkur stundirnar á heim- leiðinni, með söng og samræð- um. Til Reykjavíkur var komið um kl. ellefu á sunnudagskvöld. Það var glaður og ánægður en þó þreyttur hópur, sem þá kvaddist. Og flestir strengdu þess heit að hittast aftur í næstu ferð. — L. K. Takið eftir Nýtt dekk í umbúðuip var tekið úr bifreiðinni G-739 á stæðinu við Guttc kl. 5—8 e. h. eða á horninu á Mýrar- götu og Brunnstíg kl. 8—8.30 e. h. — Þeir sem gætu gefið upplýsingar láti' rannsóknar- lögregluna vita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.