Morgunblaðið - 15.07.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.07.1961, Blaðsíða 16
Í6 MORGVNBLAÐIÐ L.augar'dagur 15. júli 1961 v Skyndibrúðkaup Renée Shann: 26 ,,Elsku Júlía mín, ég ætla að biðja þig um að sitja ekki og láta þér leiðast og slá hendinni við öllum skemmtunum. Farðu eins mikið út og þú getur. Við þurf- um hvorugt okkar að vera af- brýðissöm. Við elskum hvort ann að og treystum hvort öðru, og það er líka allt, sem máli skipt- ir“ betta hafði hann sagt í síðasta bréfinu sínu og nú var liðinn meira en hálfur mánuður síðan hún fékk það. Síðustu dagana var hún farin að verða dálítið óróleg, því að þá hafði hún ekk- ert frá honum heyrt. Fyrstu dag- ana hafði hún fengið bréf frá honum næstum daglega þrátt fyrir aðvaranir um, að póstgöng- umar gætu orðið dálítið svikul- ar. En nú beið hún alltaf með óþreyju eftir bréfberanum dag hvern og fann til vonbrigða, þeg- ar hann reyndist ekki hafa neitt meðferðis til hennar. En með hverjum degi, sem leið, hlaut bréfið að nálgast. Þetta gat verið fyrir einhverjar óvæntar tafir. Þær Ann fóru síðan hvor sinn- ar leiðar. Júlíu langaði til að vera nú einu sinni eyðslusöm og tók leigubíl í Savoy. Þar stóð hún stundarkorn í forsalnum og leit í kring um sig og fór að velta því fyrir sér, hvað Lionel myndi hugsa, ef hún segði hon- um, að þetta væri í fyrsta sinn, sem hún kæmi á svo fínan stað. En svona var það nú samt. Þau Robin höfðu ekki sótt dýrustu skemmtistaðina. Aðallega höfðu þau sótt lítið veitingahús í Soho, sem var orðið helzti stefnumóts- staðurinn þeirra. Nú hugsaði hún til þess með þrá og söknuði. Og ennþá meiri þrá og söknuður greip hana, er hún sá allt í einu Lionel koma í áttina til sín: Bara að það væri nú Robin, sem ég væri að hitta! Nú var Lionel kominn til henn ar, brosandi. — Æ, Júlia hvað það var gam- an að sjá þig aftur. Hún brosti á móti. — Seturðu stúlkunum þínum alltaf stefnu- mót með svona stuttum fyrir- vara? Hún óskaðí sér þess samstund- is, að hún hefði ekki orðað þetta svona. Fyrst og fremst af því að hún taldi sig ekki vera eina af „stúlkunum hans“. Það væri hún ekki og mundi aldrei vilja verða. — Ekki er það nú alltaf. En ég kom hingað svo fyrirvaralaust. Jæja, við skulum fá okkur eitt glas fyrst af öllu. Og svo sagði hann henni frá Skotlandi, meðan þau drukku úr glösunum. Það voru eilífðar fjöl- skylduheimsóknir. Fór á dýra- veiðar með föður sínum og nokkr um kunningjum. Eilíf sam- kvæmi, en ekki að sama skapi skemmtileg. — Ég var farinn að þrá að komast aftur til London. En þeg- ar maður er búinn að vera svona lengi burtu, vill allt skyldfólkið fá að sjá mann. — Það er ekki nema skiljan- legt. Ætlarðu þangað aftur? — Ekki nema fáa daga áður en ég fer. Nú vil ég geta skemmt mér dálítið. Hann leit á hana. — Og ætlar þú að hjálpa mér eitthvað til þess, Júlía? Hún setti frá sér glasið og tók að hugsa um, hvað fælist í þess- ari spurningu. Ef það væri ekki annað en að borða með honum einstöku sinnum, kannske fara í' kvikmyndahús eða leikhús, þá gæti hún sj álfsagt hjálpað hon- um til að skemmta sér. — Það gæti ég sjálfsagt eitt- hvað dálítið, svaraði hún létti- lega, en bætti svo við: — En væri ekki skemmtilegra fyrir þig að ná í einhverja ógifta stúlku? En sjálfsagt verða þær líka með í hópnum. Sjálf er ég talsvert bundin heima hjá mér, °g get ekki hitt þig mjög oft. — Ég hafði nú hugsað mér á hverju kvöldi: — Nei, það væri nú heldur mikil bjartsýni. Það gæti ég ekki með nokkru móti. — Annaðhvort kvöld þá? — Einu sinni á viku í allra hæsta lagi. Hann glotti. — Jæja, við sjá- um nú til. Og yfir matnum spurði hann: — Saknarðu alltaf mannsins þíns jafnmikið? — Meir en nokkru sinni, ef það annars er hægt. — Hvernig líður honum? — Ágætlega. — Þú fréttir náttúrlega af hon- um reglulega? — Auðvitað geri ég það. — Ja, ég verð að segja, að hann er heppinn. Ég get ekki lýst því, hvað ég öfunda hann. Ég þekki stúlku þarna norður frá. Seinast þegar ég var heima í fríinú mínu, datt mér meir en í hug að biðja hennar. En nú, þegar ég sá hana aftur....! — Þá varstu búinn að missa lystina? — Já, heldur betur. Hann leit á hana glettnislega. — Og veiztu hvers vegna? — Nei flýtti hún sér að segja. — Það hef ég auðvitað enga hug- mynd um. — Raggeit! Júlía roðnaði. — Jæja, sagði hann óðamála, — þú viít ekki láta mig segja svona.... Ég skal reyna að stilla mig. En bölvunin er bara sú, að þú ert svo fjand- ans aðlaðandi, ég get bara ekki stillt mig. — Þú verður að reyna það, sagði hún einbeittlega. — Þé er betra að láta þér takast það, ann- ars segi ég, að ég sé boðin annað næst þegar þú vilt fá mig út með þér. Þegar þau höfðu lokið máltíð- inni og þjónninn kom með reikn- inginn, leit hann á úrið og sagði: — Klukkan er ekkert orðin enn. Hvert förum við næst? — Það fer nú eftir því, hvað lítið hún er orðin. Ég ætti helzt að fara beint heim. — Þetta máttu ekki segja. Klukkan er ekki nema níu. — Það kann að vera, en þú veizt, að ég á heima svo langt í burtu. Og ég vil ekki koma seint heim. — O, við fáum okkur bara bíl. — Það yrði þá ekki nema að Bakarastræti. Þar get ég náð í lest heim. — Bull og vitleysa! Auðvitað fylgi ég þér heim. — Það gerirðu bara alls ekki. Að minnsta kosti ekki í leigubíl. Það væri ófyrirgefanleg eyðslu- semi. — Hlustaðu nú á: Ég er í fríi, og ef mig langar til að vera eyðslusamur, þá verð ég það líka. — Ekki mín vegna. Ég er svo sparsöm. — Þú ert að minnsta kosti voða indæl! Hún brá upp hendi, rétt eins og til að hindra frekari umræð- ur í þessum dúr. — Vertu nú róleg, sagði hann. — Það er ekkert því til fyrir- stöðu að ég tali svona við þig. Og alveg er ég viss um, að mað- urinn þinn yrði á sama máli. Hann benti þjóninum, greiddi reikninginn og stakk upp á, að þau skyldu koma í kvikmynda- hús. Klukkan var næstum ellefu þegar þau komu aftur út í svalt næturloftið. — Síðasta lestin mín fer klukkan tíu mínútur yfir ellefu, sagði hún. — Ég verð að fara að flýta mér. Lionel gaf bendingu til leigu- vagns. sem fór fram hjá. — Bakarastræti, sagði Júlía um leið og þau stigu inn. — Nei, sagði Lionel og við bílstjórann sagði hann: — Getið þér ekið okkur dálítið langt? — Hvað langt? Lionel sagði honum það, og bætti við, að hann færi sjálfur til baka. — Allt í lagi. Bíllinn ók hratt eftir Strand. Veðrið var kyrrt og hlýtt og trén í skemmtigörðunum risu dökk við himin. — Mér þykir London svo skemmtileg á kvöldin, sagði Lionel. — Ég hugsa oft hingað, þegar ég er að hein.an. Syldi Robin gera það líka? hugsaði Júlía með sér. Var hann núna að hugsa til hennar og geta sér til um, hvað hún væri að gera? Hún fann á sér nærveru Rob- ins við hlið hennar í bílnum. Hvað var hann að hugsa? Hvað vildi hann? Hún leit ofurlítið við og í bjarmanum frá götuljósinu — Geturðu þagað yfir leyndarmáli? Anna og ég erum leyni- Iega trúlofuð! Gæsafjölskyldan heldur ferð- inni áfram og flýgur hátt til að losna við vetrarþokuna. Eftir margra stunda flug leiðir gamli gæsasteggurinn hópinn sinn nið- ur í gegn um þokuna í áttina til þess sem virðist vera glampandi vatn. Allt í einu sér hann að það sem hann hélt vera kyrrt stöðu- vatn er rennvot flugbraut. Hann gefur frá sér viðvörunaróp og reynir að stöðva ferðina- sá hún, að hann var að horfa á hana. Hann spurði: — Hvað erum við lengi heim til þín? — Hér um bil þrjá stundar- fjórðunga á þessum tíma sólar- hringsins, þegar umfer^in er svona lítil. — Eg ætla að fara með þig f almennilegum bíl næst. Ég er að hugsa um að leigja mér einn á morgun, til þess að nota það, sem ég á eftir að vera hérna. j Næst....? hugsaði Júlía. — Og hvenær getur þetta „næst“ orðið, Júlía? Reyndu að hafa það sem allra fyrst. Hann greip hönd hennar, hélt í han-a sem snöggvast og lét hana síðan falla aftur í kjöltu hennar. — Þú veizt vonandi, að ég er orðinn ástfanginn af þér? bætti hann við blíðlega. Júlía dró snöggt að sér and- ann. Þetta var einmitt það, sem hún vissi, og mátti ekki verða! — Ef svo er, sagði hún, — ætt- um við ekki að hugsa um neitt ,,næst“. — Hversvegna ekki? — Ástæðan liggur í augum uppi. — Já, þessi venjulega borgara- lega. Ég hélt ekki, að þú héngir svo mjög í borgaralegum siða- reglum. — Kannske ekki. En ég vil sjá fótum mínum forráð. — Jæja, gott og vel. Ef þú treystir þér til þess á annað borð, er ekkert því til fyrirstöðu, að við hittumst aftur, og hvers vegna ættum við það þá ekki? — Vegna þess, sem þú varst að segja áðan. — Æ, góða manneskja, auðvit- að verða fimmtíu menn skotnir í þér, en meðan þú elskar ekki nema einn og sá eini er maðurinn þinn, hvað gerir það þá til? Ef þú heldur því fram, að það geri eitthvað til, fer ég bara að efast um, að þú elskir hann Robin þinn eins heitt og þú lætur. Þetta lét í eyrum Júlíu eins og ögrun. Nú gat hún ekki neitað að hitta Lionel, því að þá mundi hann halda, að hún treysti ekki sjálfri sér. En vitanlega gerði hún það. Hún gat hitt hann eins oft og vera vildi, án þess að það breytti nokkru. Ást hennar á Robin var svo heit og einlæg, að — eins og Lionel sagði — fimm- tíu menn máttu verða skotnir f henni án þess að það breytti í nokkru tilfinningum hennar gagnvart honum. — Jæja, hvað eigum við þá að segja? spurði hann blíðlega. — Gott og vel, Lionel. Við skulum hittast aftur. En.... þú skalt bara ekki fara að verða skotinn í mér, því að það yrði ekki annað en tímaeyðsla. — Ég veit það. — Meðan þú manst það, er allt í lagi. Þegar þau komu heim til henn- ar, steig hann út úr vagninurn og horfði á hana, en allt í einu laut hann fram og kyssti hana á ennið. — Má maður þetta? — Ætli ekki það, svaraði hún eins og í vafa. Hann hló við. — Spurðu Robin að því, þegar þú skrifar honum aiUtvarpiö Laugardagur 15. júlf. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar— 12:21 Fréttir og 1fllk.). 12:55 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig« urjónsdóttir). 14:30 I umferðinni (Gestur Þorgrlmss.) 14:40 Laugardagslögin. — (Fréttir kl, 15:00 og 16:00). 16:30 Veðurfregnir. 18:30 Tónleikar. 18:55 Tilkynnnigar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 „Leikfangabúðin* «— *5alletsvíta eftir Bossini-Hespighl. RIAS* sinfóníuhljómsveitin leikur. Fe* ence Fricsay stjómar. 20:35 Upplestur: Svala Hannesdóttlí les kafla úr bókinni „Leyndar- mál Lúkasar'* eftir Ignazio Sil* one í þýðingu Jóns Öskars. 21:05 Einleikur á píanó: Halina Czerw ny-Stefanska leikur verk eftir Chopin. 21:25 Leikrit: „Gleðilegir endurfundir^ eftir Dorothy Turnock. Þýðandii Hulda Valtýsdóttir. Leikstjórif Þorsteinn Ö. Stephenseiu 22:00 Fréttir og veðurfregnir, v ^ 22:10 Danslög. 24:00 Dagskrárlok,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.