Morgunblaðið - 15.07.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.07.1961, Blaðsíða 19
,f Laugardagur 15. júlí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 19 Erlendoi fréttir í fáunt orðum BAGDAD, 14. júlí. — írak- búar héldu í dag hátíðlegt Þriggja árs afmæli byltingar Kassems hershöfðingja. — Það, sem erlendir gestir ráku helzt augun í við hátíðahöldin, var risastórt Iandakort, þar sem furstadæmið Kuwait var sýnt sem hluti af írak, en það var borið í fararbroddi fyrir her- göngu um borgina. í ræðu, sem Kassem hélt í kvöld, sagði hann, að Bretar skyldu „hypja sig burt frá Ku- wait — burt úr landi okkar“. o—O—o NÝJU-DEHLI, 14. júlí. — Ind- verska ríkisstjórnin hefir lagt áherzlu á það við brezku stjóm- ina, að útflutningsverzlun Ind- lands muni bíða alvarlegan hnekki, ef Bretar gangi í Mark- aðsbandalag sex-veldanna, án þess að tryggja fyrirfram, að gerðar verði sérstakar ráðstaf- anir til verndar samveldislönd- Unura, LONDON, 14. júlí. — Sovézki geimfarinn Júrí Gagarin var í dag gestur Elísabetar drottning- ar — og sat henni á hægri hönd við miðdegisverð í Buckingham- hölL o—O—o NÝJU-DEHLI, 14. júlí. — Opin- berar heimildir hér segja, að Nehrú muni hitta Krúsjeff, Mac Millan og Kennedy í nóv. nk. WASHINGTON, 14. júli. — Góð ar heimildir segja, að banda- riska stjómin muni brátt gefa út „Hvíta bók“ um Berlínar- málið, þar sem rakið verður, hvernig vesturveldin hafa löng- um reynt að fá Rússa til sam- komulags um friðarsamninga við Þýzkaland allt — og frjálsar kosningar þar. ISTAMBUL, 14. júlí. — Ríkis- saksóknarinn krafðist í dag dauðadóma yfir Menderes, fyrr- um forsætisráðherra, Bayar, fyrrum forseta og 105 þing- mönnum úr flokki Menderes — vegna margvíslegra brota á stjórnarskránni. —. Áður hefir saksóknarinn krafizt dauðadóms átta sinnum yfir Menderes og fjórum sinnum yfir Bayar — en alls hefir hann 277 sinnum kraf- izt dauðadóms yfir þeim 400— 500 mönnum, sem ákærðir voru á sínum tíma ásamt fyrrgreind- um foringjum sínum. Vetrargarðurinn DANSLEIKUR í kvöld FÍS-kvintettinn leikur Söngvari Jón Stefánsson Sími 16710 Akureyringar hafa forystuna GOLFMÓTI Islands var hald-<Þ ið áfram í dag og voru leiknar 18 holur í meistaraflokkj og 1. flokki. Eftir daginn er staðan þannig. M.-flokkur: högg Gunnar Sólnes, Ak............. 81 Hermann Ingimarsson, Ak. 82 Gunnar Konráðsson, Ak .. 83 Jón Egilsson, Ak.............. 85 Ottar Ingvason, Rvík ......... 86 Jóhann Þorkelsson, Ak. .. 87 Sigtr. Eyjólfsson, Ak......... 87 Jóhann Eyjólfsson, Rvík núv. ísl.meistari .......... 88 1. flokkur: Ragnar Steinbergsson, Ak. 87 Bragi Hjartarson, Ak........ 88 Jón Thorlacius, Rvík ......... 88 Jóhann Guðmundsson, Ak. 89 Veður var mjög gott í dag, sólskin og logn og eins fagurt og kosið verður. Mótinu verður haldið árfam á morgun. En alls eru 72 holur (6 hringir) í meist- ara- og 1. flokki. VR semur — Dungal KLUKKAN 2 í gærdag var undirritað samkomulag um kaup og kjör milli samninga nefnda Verzlunarmannafél. Reykjavíkur og vinnuveit- enda. Er samkomulagið und- irritað með fyrirvara um samþykki félagsfunda. Stóð síðasti sáttafundurinn í 17 klst. samfieytt, eða frá kl. 9 í fyrrakvöld. Voru sáttasemj- arar á fundi þessum tveir, Jónatan Hallvarðsson hæsta- réttardómari, sem verið hef- ur sáttasemjari í deilunni, og Torfi Hjartarson sáttasemj- ari ríkisins. Helztu atriði samkomulagsins eru þessi: ★ Almennt hækkar kaup um 11%. ★ Kaup lægstu flokka kvenna- kaups, bæði skrifstofu- og af- greiðslustúlkna, hækkaruml5%. ÍC Kaup deildarstjóra hækkar um 16%. Ástæðan til þess að kauphækkun þeirra er svo mik- il, er sú, að laun þeirra voru áður óeðlilega lág, miðað við laun annarra. ★ Eftirvinna greiðist með 60% álagi á dagvinnu í stað 50% áður, en eftirvinna hefst Yz klst. eftir lokunartíma. kr 6% orlofsfé greiðist af öllu kaupi, en áður var aðeins greitt orlofsfé af dagvinnukaupi. •k Afgreiðslustúlkur komast á full laun eftir tveggja ára starfs tírría í stað fjögurra ára áður. A Bráðabirgðasamkomulag, sem gert var á sl. hausti um lok- unartíma á laugardögum, var fellt inn í samninginn. A Samningurinn gildir frá 1. júlí 1961 til 1. júní 1962. Verði honum eigi sagt upp þá, hækk- ar allt kaup um 4% til við- bótar. ★ Svo sem áður segir, er sam- komulagið háð fyrirvara um samþykki félagsfunda beggja aðila, og af vinnuveitenda hálfu er það háð fyrirvara um breyt- ingar á verðlagsákvæðum. •k Verzlunarmannafélag Reykja víkur hefur boðað til félags- fundar n. k. mánudagskvöld til þess að fjalla um samkomulag- ið. Verður fundur;nn í Iðnó og hefst kl. 20.30. Framlhald af bls. 1. farið fram á „allt of löngu árabili“ og íbúatala landsins (íslandS) sé of lítil til þess að hægt sé að nota hana, efni eins og þessu, sem grund völl vísindalegrar skýrslu- gerðar. i( UMMÆLI PRÓF. DUNGALS Mbl. hafði samband viff próf. Níels Dungal vegna þeirra um- mæla dr. Clemmesens, sem fram koma í frétt Politiken. — Próf. Dungal kvaðst ekki hafa margt um athugasemdir þessar aff segja, enda mundu ummælin ekki byggff á því nýjasta, sem hann hefði lagt fram varðandi rannsóknir sínar. Próf. Dungal sagffi, aff Clemmesen mundi fyrst og fremst byggja ummæii sín á stuttri ritgerff, sem samin hefffi veriff eftir fyrirlestri, er hann (Dungal) flutti í Danmörku fyr- ir einum þrem árum — og e.t.v. á lauslegum blaðafréttum um fyrirlestur sinn í Ameríku. Það, sem kæmi fram í nefndri rit- gerff, fjallaði mest um byrjunar- athuganir sínar, en hins vegar hefffi dr. Clemmesen ekki í höndum Ameríkufyrirlesturinn, þar sem hann hefffi ekki veriff gefinn út enn — en í honum kæmi fram alit hiff nýjasta um krabbameinsrannsóknirnar. — Dungal kvaff útgáfu umrædds fyrirlestrar vera í undirbúningi. — Finnlandsstjórn Framh. af bls. 3. í útvarpsávarpi sínu sagði hinn nýi forsætisráðherra, að stjórn sín mundi fylgja sömu stefnu og fráfarandi stjórn. — Fyrsta verk hennar yrði að ganga frá fjárlagafrumvarpi fyr ir næsta ár og leggja það fyrir þingið eins fljótt og tök væru á. Hann kvað stjórnina mundu fylgj ast náið með þróun markaðsmála í Evrópu til þess að geta ávallt tryggt efnahagslega hagsmuni Finnlands — „í samræmi við þær grundvallarreglur, sem utanrík- isstefna Finnlands byggist á“. — Forsætisráðherrann sagði, að kösningar þær, sem fyrir dyrum standa, hefðu greinilega gert sitt til, að ekki reyndist unnt að mynda stjórn á breiðari grund- velli að sinni — og hann minnti á, að þessi stjórn yrði ekki lang- líf, þar sem kosningar færu fram í síðasta lagi eftir hálft ár. IMjósnari handtekinn ■ Höfn DÖNSK blöff skýra frá því, aff sjómaður einn frá Kaup- mannahöfn sitji nú í fangelsi sakaffur um njósnir fyrir Austur-Þjóffverja. — Rann- sókn í máli hans er lokið, og kemur þaff fyrir Borgarrétt- inn í Höfn næstu daga — en fá.tt hefir fengizt upplýst um þaff í einstökum atriffum. Bloffin þykjast þó hafa ferrgiff þaff upp, aff maffurinn hafi játaff á sig njósnir. Hafi hann skýrt svo frá, aff eitt sinn, er hann var staddur í austur-þýzkri höfn, hafi njósnaútsendari þar greitt sér álitlega fjárupphæff til þess aff útvega upplýsinrgar um stöffvar Atiantshafsbanda lagsins í Danmörku. Viff komuna til Kaupmannahafn- ar kvaff hann svo hafa haft smband viff austur-þýzkan útsenrdara í Danmörku. Ekki er taliff, aff fleiri menn séu viff þetta mál riffnir, þar sem tilkynnt hefir veriff, aff rannsókn þess sé lokiff. Aukaferðir að r Arbæ um helgar Mikil aðsókn hefur verið að undanförnu að Minjasafni Reyk víkinga í Árbæ. Hefur strætis- vagnaferðum þangað nú verið fjölgað, þannig að á laugardög- um og sunnudögum fer leið nr. 6 (Sogamýri-Rafstöð) aukaferð- ir kl. 2 og 4 alla leið að bænum. Aðrar ferðir þangað eru óbreytt- ar. - SíL Neskaupstað, 14. júlí. — Eftir- talin skip hafa komið til Nes- kaupstaðar í dag með síld til bræðslu: Hafalda NK 400 mál, Hafrún NK 500, Sæfaxi NK 600, Freyja GK 350 og Mímir ÍS 800. Allmörg skip bíða enn löndunar með síld í bræðslu. Ekkert hef- ur verið saltað í dag, þar eð tunnubirgðir eru þrotnar. Von er á tunnuskipi nú um helgina. Heildarsöltunin nemur hér 4.500. Sæsilfur hefur saltað í 2.600 tunn ur og Drífa í 1900 tunnur. — S.L. Seyðisfirði, 14. júlí. — í kvöld kl. 22 nam heildarsöltun hér 6.600 tunnum. Tvær stöðvar eru starf ræktar hér, Ströndin (Sveinn Guðmundsson) og Hafaldan — (Sveinn Benediktsson). Þær eru hnífjafnar; hvor um sig saltað í 3.300 tunnur. Síldarbræðslan hefur tekið við 16 þús. málum, en í skipum bíða um 10—11 þús. mál löndunar. Brætt er af fullum krafti, og sölt un hefur verið sleitulaus síðan á mánudag. Tunnuskortur gerir vart við sig, en tunnur eru nú fluttar á bílum norðan úr Eyja- firði. Eskifirði, 14. júlí. — Eftirtaldir bátar komu með síld til Eskifjarð ar í nótt: Einar SU með 600 mál, Víðir II. með 1150 mál, en hann bíður löndunar til morguns, og Hólmanes kom með 800 mál. — Búið er að salta í alls 2600 tunn ur á Eskifirði, en 7630 mál hafa farið í bræðslu. — Nýr tanki hefur verið tekinn í notkun til að geyma síld. Tekur hann 1600 mál. Hann var smíðaður á Eski firði. — Bátarnir liggja nú í vari, vegna brælu á miðunum, og eru því engar fréttir af veiðum að sinni. — Gunnar. — Sauðaþjófnaður Frh. aí bls. 20. an við Selvatn en þangað liggja engir vegir. Sé sú skýring rétt, að hvinnir menn hafi hér að verki verið, virðist sauðaþjófnaður ætla að verða eins konar framhaldssaga í íslenzkri réttarsögu. Jarðarför móður minnar, HALLRÓRU GUÐLAUGSDÓTTUR frá Helluvaði, Rangárvöllum fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 17. júlí kl. 10,30. — Athöfninni verður útvarpað. Hrefna Sigurðardóttir Jarðarför mannsins míns GUÐJÓNS ÞÓRÖLFSSONAR Efstasundi 63 fer fram mánudaginn 17. júlí kl. 3 e.h. frá Dómkirkjunni Blóm og kransar vinsamlegast afbeðið. Guðlaug Pálsdóttir Maðurinn minn EINAR ÞORFINNSSON andaðist að heimili sínu Hverfisgötu 46 að kvöldi 13. júlí. — Jarðarförinn ákveðinn siðar. Sigurbára D. Árnadóttir og börnin Innilegustu þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, MARGRÉTAR O. JÓNSDÓTTUR frá Eyjólfsstöðum Böm, fósturdóttir og tengdabörn Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför föður, tengdaföður og afa okkar HJÁLMTÝS JÓHANNESSONAR frá Saurstöðum Börn, tengdabörn og barnabörn Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall mannsins míns, föður okkar, sonar og bróður ÞÓRÐAR GEIRSSONAR Unnur Albertsdóttir og börn, Valgerður Hróbjartsdóttir Ölína Sigurjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.