Morgunblaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 1
24 síður 48. árgangiu 157. tbl. — Sunnudagur 16. júlí 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins Deila farmanna til sáttasemjara STJÓRN Sjómannafélags Reykja 'víkur o<r iarskipaeigendiur hafa orðið ásátt um að vísa kjara- deilu sjómanna til sáttasemjara ríkisins og má búast við, eð samningaumleitanir hefjist næstu daga. i I Að undanförnu hefur staðið yfir allsherjaratkvæðagreiðsla í Sjómannafélagi Reykjavíkur >um heimild til handa stjórn félags- irs til að boða til vinnustöðvun- er á farskipum ef á þurfi að halda, en jafnframt am, að stjórn félagsins og samninganefnd fái fullt umboð til samningsgerðar. Hvort tveggja var samþykkt með yfirgnsefandi meirihluta at- kvæða. Stjórn félagsins hefur átt nokkrar viðræður við farskipa- eigendur bæði þá, sem aðilar eru að Vinnuveitendasambandi íslands og Skipadeild SÍS, en eins og fyrr segir varð samkomu- lag milli þeirra, að deilunni 6kyldi vísað til sáttasemjara. Vesturveldin sendo Rússum orðsendingar PARÍS, 15. júlí. (Reuter). — — Fastaráð Atlantshafsbanda- lagsins hélt 2ja klst. fund hér í dag og lýsti í lok hans yfir samþykki sínu við orðalag orð sendinga, sem Bandaríkin, Bretland og Frakkland hyggj- ast senda Rússum varðandi Berlínar-málið. Nokkrar um- ræður urðu á fundinum um orðalag orðsendinganna, en algjör eining var rikjandi um þá efnislegu afstöðu, sem I þeim er tekin. — Er nú búist við að orðsendingarnar verði afhentar á mánudag eða þriðjudag. f/ns og Cagarin AUSTUR-BERLÍN, 15. júlí (Reuter). — Það upplýstist hér í dag, að nafn og dáðir sovézka geimfarans Yuri Gagarins hafa nú verið tekin upp í slagorð, sem notuð eru við þjálfun austur-þýzka hersins. Meðal hinna nýju slagorða eru þessi: „Elskið ættjörðina — eins og Gag- arin.“ „Verið flokknum trúir og dyggir — eins og Gagarin.“ „Þjálfið ykkur — eins og Gagarin." < i Adeiiauer kanzlari í Berlín „Frelsun" Kuwait hdtað í Irak Kröfugöngur og hersýning i Bagdad á 3ja ára afmæli iröksku bylt- ingarinnar Bagdad, 15. júlí — (Reuter) — UM TÍU þúsund manna fylk ing fór um miðborgina hér í dag og hrópaði slagorð með kröfum um „frelsun“ Ku- wait. Stóð þessi ganga yfir í þrjár klukkustundir. Þá hef- ur Kassem forsætisráðherra í dag enn á ný haft uppi kröf- ur sínar um yfirráð í fursta- dæminu. • 38 opinber slagorð Hundruð bænda, sem búnir voru sverðum og spjótum, voru í göngunni, sem efnt var til á öðrum degi hátíðarhaldanna hér í tilefni 3 ára afmæli írönsku bylt- ingarinnar. Mikill fjöldi kröfu- borða var borinn í göngunni, en alls höfðu 38 slagorð hlotið opin- bera staðfestingu. Meðal þessara slagorða var: „Lengi lifi algjör eining íraks frá Norður-Zakho til Suður- Kuwait“. Og: „Niður með sam særi heimsvaldasinna gegn Kuwait, írakskri höfn.“ Frh. á bls. 2 Hinn 85 ára gamli kanzlarl Vestur-Þýzkalands, Konrad Adetrauer, brá sér á dögun- um til Vestur-Berlínar og átti viðræður við ráðamenn þar. Myndin er tekin þegar kanzl- arinn veifar til Berlínarbúa, sem safnast höfðu saman við ráðhúsið í Schöneberg; til vinstri sést Willy Brandt, yfirborgarstjóri, sem verða mun keppinautur hins aldna leiðtoga um kanzlaraembættið í næstu kosningum. — í Berlín lýsti Adenauer yfir þeirri skoðun sinni, að næstu 6 mánuðir mundu verða erfitt tímabil í málefnum Þýzka- lands, en lét jafnframt í ljós þá von sína, að á þessu tíma- bili tækist að finna farsæla lausn á þeim vandamálum, sem við væri að etja. Vegagerðarverkfall á SV landi á morgun Hreyfill bilaði yfir Atlantshafi, en flugvelin lenti heilu og höldnu með 75 innanborðs Bhannon, 15. júlí — (Reuter) FLUGVÉL frá Pan American flugfélaginu bandaríska með 75 manns innanborðs, lenti hér í morgun heilu og höldnu eftir að hafa flogið á þrem hreyflum um 650 km leið ut- an af Atlantshafi, þar sem hún sneri við, þegar fjórði hreyfillinn brást. Lækkaði um 12,500 fet Flugvélin, sem var af DC-7C gerð, íjöguBra hreyfla, var á leið frá London til New York og Boston. Var hún komin tals- vert áleiðis út yfir Atlantshaf, þegar einn hreyfill hennar varð óvirkur. Lækkaði hún flugið úr 14,000 fetum í 1500, áður en flugstjóra hennar, C. A. Skiles, tókst að hemja flugskrúfu hreyf- ilsins, sem snerist stjórnlaus. Meðan vélin lækkaði flugið, yar létt af henni nær 5 smá- lestum af eldsneyti og gripið til ýmissa neyðarráðstafana til öryggis farþegunum 65, en í hópi þeirra voru a. m. k. sex börn. EINS og áður hefur verið skýrt, hjá Vegagerð ríkisins f. h. 11 frá, hefur ASÍ boðað til verkfalls | verkalýðsfélaga á SV-landi. Hefst verkfallið að öllum líkindum á miðnætti 17. júlí, þar sem litlar horfur eru taldar á, að samning- ar náist fyrir þann tíma. Samningaviðræður ASl Og vegagerðarinnar strönduðu snemma í mánuðinum á þeirri kröfu ASÍ, að vegagerðin léti öll- um starfsmönnum sínum um land allt í té, frítt fæði, til viðbótar sömu kaupkröfunum og öðrum fríðindum, sem samið hefur verið um við verkalýðsfélögin að und- anförnu og vegagerðin hefur lýst sig reiðubúna til að ganga að. Telja forráðamenn vegagerðar- Þrjár flugvélar til hjálpar Á Shannon-flugvelli voru þeg- ar er fregnir af óhappinu bárust, gerðar margvíslegar ráðstafan- ir, til þess að veita hinni biluðu flugvél aðstoð, menn og slökkvi- lið haft til taks. Þrem flugvél- um var þegar snúið af leið og þær sendar til móts við flug- vélina. Flugvél frá Pan American á leið til London og önnur frá Trans World Airlines á leið til Piarísar, fundu flugleið hinnar biluðu flugvélar, sem þá flaug mjög lágt. Auk þeirra kom svo þess að sýna honum hinn loðna Frh. á bls. 2 | feld á rár.dýrinu. Minkurinn hvæsti AKRANESI, 15. júlí. — í fyrra- dag unnu skógarmenn úr sum- arbústöðunum í Vatnaskógi mink niðri við Eyrarvatn. Minkurinn var grimmur og hvæsti á þá. Síðast er ég frétti voru þeir á leið til viðkomandi oddvita til innarinnar, að uppfylling þeirra kröfu mundi jafngilda 12—13% kauphækkun, þannig að í raun og veru er hér um að ræða kröfu um 26—30% kauphækkun á einu án. Starfsmenn vegagerðarinnar eru um 5—600 í 40—50 vinnu- fiokkum, en ekki er Mbl. kunn- ugt um, hve margir þeirra eru starfandi á því svæði, sem verk- falisboðunin nær til. Miðstjórn ASÍ sendi svo Vega- málastjórninni bréf laust fyrir hádegi í gær, þar sem boðað er til verkfalls við vega- og brúa- gerð á félagssvæðum 3 verka- mannafélaga á Norðurlandi, fé- laganna á Akureyri, Dalvík og Húsavik frá og með 23. júlí n. k. hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Frá sama tíma er boðað til verkfalls á félags- svæðum verkamannafélagsins 1 Sandgerði og verkamannafélags- ins Egils í Borgarfjarðarsýslu. / Hannibal Valdimarsson forseti ASÍ, tjáði blaðinu í gær, að á næstunni yrði svo væntanlega boðað til verkfalls hjá Vegagerð ríkisins á fleiri svæðum, ef samn ingar næðust ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.