Morgunblaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 8
8 MOROUNBL 4 0 1 Ð Sunnudagur 16. júlí 1961 Auglýsing HUGDJARFIR effir dr. Frank N. D. Buchman THAKIN CHIT, þingmaður opinber fulltrúi U. Nu forsætisráðherra færir Dr. Buchman silfurskál að gjöf frá sendinefnd frá Burma. Við hlið hans stendur SAYADAW U. NARADA, framkvæmdastjóri „THE PRESIDING ABBOTS’ ASSOCIATION“. f hendi Dr. Buchmans er sendibréf frá U. Nu, sem THAKIN CHIT færði honum. í bréfinu sagði forsætisráðherr- ann m. a.: „Siðvæðingin hefur mikilvægu hlutverki að gegna til varðveizlu heimsfriðarins og lifsham- ingju mannsins". 4. júní 1961. IÞessum mánuði fyrir 40 árum kom til Oxford mað- ur, sem bjó yfir nokkurri lífsreynslu og nokkru innsæi í lífsvenjur bæði Austurlanda og Vesturlanda- þjóða og hafði kynnzt Gandhi í Indlandi og Sun Yat-sen í Kína. Þar sem nú er Keralafylki hitti hann enskan biskup, sem sagði: „Þú verður að fara til Oxford, þar þarfnast menn reynslu þinnar“. í þessi fjörutíu ár hefur sú sannfæring, sem hann skýrði frá í Oxford, verið lifandi aflvaki, sem hefur vakið menn og þjóðir, bæði vegna þeirra, sem hafa tileinkað sér boðskap hans, og hinnar, sem hafa hafn- að honum. Maður nokkur frá Oxford, sem hefur verið þing- maður í 24 ár og átti mikilsverðan þátt í lausn Kýpur- deilunnar, skýrði frá sannfæringu sinni í þessari viku á opinberum vettvangi. f vikunni áður talaði há- skólarektor opinskátt um hana, er hann kynnti Afríku-kvikmyndina „Frelsi“ fyrir áhorfendum I Ox- förd. Þessir menn Og margir aðrir eru í hópi þeirra, sem hafa með ákvöj-ðunum sínum unnið að heiðar- leika í opinberu lífi þjóðar sinnar. Heiti þessa ávarps, „Hugdjarfir menn velja“, er sótt í bók eftir mann frá Oxford um þetta efni, að hugdjarfir menn breyti gangi sögunnar. Grundvöllurinn er siðgæðislegur Einn slíkra manna í Oxford var prófessor Streeter. Boðskapurinn var þessum mikla vísindamanni sem herútboð. Það snerti hann djúpt. í ráðhúsinu í Oxford sagði hann að viðstöddum fjölmörgum háskólakenn- urum: „Ég hef fylgst með þessu starfi eins Og stjórn- málamenn mundu orða það „með vinsamlegu hlut- leysi“. f kvöld hef ég tekið mína ákvörðun . . . Hin síðari árin hefi ég fundið, hvernig stjórnmálaástandið í heiminum mótast meir og meir af vonleysi og ör- væntingu. Það vantar ekki góðan vilja, en hann nægir samt ekki til að leysa hin miklu vandamál: Styrjöld, stéttabaráttu og efnahagslegt öngþveiti". Síðar sagði hann: „Siðmenningu vorra tíma verður aðeins bjarg- að með siðgæðislegri vakningu". Það getur gerzt í Bretlandi. Það mun gerast ef forustumenn þjóðar- innar leita eftir leiðsögn Guðs í stefnu sinni og störf- um. Ef Bretlandi væri þannig stjórnað gæti það bjargað heiminum. „Ég hefi tekið mína ákvörðun. Þetta er lykillinn". Ellefu þekktir háskólakennarar í Oxford höfðu rutt þrautina fyrir ákvörðun dr. Streeters, meðal þeirra rektor Balliol College, rektor University College og aðrir, sem síðar urðu háskólarektorar. Þeir höfðu sameinast um þennan boðskap: Réttlæti og heiðarlegar leikreglur. Þetta hreif marga í Oxford. Oxford fór að tala til heimsins um byltingarkennda trú. Annar framámaður í Oxford, Salisbury lávarður, komst svo að orði í lávarðadeildinni: „Orsök heims- vandamálanna er ekki efnahagslegs eðlis. Orsökin er siðgæðislegs eðlis.“ Hann lýsti sömu sannfæringu og dr. Streeter, er hann sagði: „Ég leyfi mér að taka mér í munn orðatiltæki, sem er algengt í umfangsmikilli hreyfingu, sem nú breiðist út bæði hér innan lands og utan, að við þörfnumst manna, sem hlýta leiðsögn Guðs, sem mynda þjóðir, sem lúta leiðsagnar Guðs til að skapa nýjan heim. Allar aðrar stefnur um efnahagsleg úrræði ná of skammt til að komast fyrir raunverulega undirrót meinsemdarinnar“. Einnig hann tók sína ákvörðun og bauð dr. Streeter á heimili sitt til fundar með nokkrum forustumönn- um Breta til þess að kanna hvernig þeir í sameiningu gætu veitt heiminum á barmi glöutunnar siðgæðis- lega og andlega leiðsögn. í trjálundi í Hatfield gekk hann um ásamt gömlum og nýjum vinum, þar á meðal Lytton lávarði, sem síðar sagði að þessi fundur hefði haft djúp áhrif á líf sitt. Eina byltingin, sem dugir f austurhluta London — þar sem er vagga verka- lýðhreyfingarinnar — þar sem Siðvæðingin kom fyrst fram, voru einnig hugdjarfir menn, sem tóku ákvörð- un. Nefna má Tod Sloan, baráttufélaga Keir Hardis meðal hafnarverkamanna. Hann skrifaði: „Þessa ör- væntingarfulla ringulreið verður ekki lengur fyrir hendi, ef við lifum í samræmi við Siðvæðinguna. Það er raunverulega vilji, sem byggist á kærleika og ástúð og fúsleika, til að tileinka sér leiðsögn Guðs. Fyrir mér er þetta eina byltingin, sem skiptir máli — að breyta mannlegu eðli — og það mun gerast“. Nefna mætti Ben Tillet, brautryðjanda í stéttasam- tökum hafnarverkamanna um heim allan. Er hann lá banalegu sína sendi hann frá sér þessar línur: „Segið Frank Buchman að halda áfram baráttu sinni. Þið hafið mikla alþjóðlega hreyfingu. Notið hana. Hún er von morgundagsins.' Hún mun færa heiminum á ný heilbrigði og skynsemi“. Jarlinn af Athlone, sem kynntist boðskap þessum árið 1929, þegar hann var landsstjóri í Suður-Afríku, sagði í útvarpserindi til Brezka samveldisins í byrjun stríðsins: „Kallið um Siðvæðingu hefir farið um gjör- vallan heiminn og orðið uppspretta nýrra vona fyrir milljónir karla og kvenna. Þjóðhöfðingjar, leiðtogar í stjórnmálum og atvinnulífi úr öllum stéttum, trúar- bragðaflokkum og stjórnmálaflokkum hafa boðið Sið- væðinguna velkomna sem lækningu við hinum alvar- lega andlega sjúkdómi, sem siðmenningin þjáist af“. Siðvæðingin felur í sér hugarfarsbreytingu, nýjan anda, sem verður að blása nýju lífi í öll mannleg sam- skipti. Hún hvetur oss til að gera vilja Guðs að leiðar- ljósi einstaklinga, sem heimila og þjóða“. Eftir því, sem þessi hugsjónarbarátta breiddist út um heiminn hrifust fleiri og fleiri af eldmóði braut- ryðjendanna. Því að aðeins menn, sem brenna fyrir hinu rétta geta gert sér vonir um að bera sigurorð af þeim, sem berjast fyrir hinu ranga. „Eldur frá himni“, segir ítalski föðurlandsvinurinn og klerkur- inn Don Sturzo um Siðvæðinguna í boðskap til al- þjóðamóts á Mackinac eyju. Hugsun hans hafði veru- leg áhrif á kristilegu lýðræðisflokkana á Ítalíu, í Frakk landi Og í Þýzkalandi, en í þeim hafa verið þrjú af stórmennum Evrópu, forsætisráðherrarnir de Casperi og Schuman og Adenauet kanslari. De Gasperi, forsætisráðherra lýsti yfir þeirri sann- færingu sinni að með því að snúa sér að undirrót meinsemdanna í heiminum muni Siðvæðingin skapa þann gagnkvæma skilning milli einstaklinga og þjóða, sem allir þrá. Scliuman forsætisráðherra skrifaði eftirfarandi: „Það, sem Siðvæðingin veitir okkur, er lífsspeki í fram kvæmd. Það er ekki um það að ræða að breyta um stjórnmálastefnu. Það er um það að ræða að breyta manninum. Lýðræðinu og frelsi þess verður aðeins bjargað með manngildi þeirra einstaklinga, sem tala í nafni þess“. Adenauer kanslari þekkir gildi Siðvæðingarinnar. Hann segir að MRA hafi átt að vísu ekki sjáanlega en afgerandi þátt í að koma á sættum til að sam- ræma ólík sjónarmið deiluaðila við gerð mikilvægra alþjóðlegra samninga. Þessir hugdjörfu menn tóku ákvarðanir sínar. Nú sækir fram öflugur alþjóðaher í öllum heimsálfum. Quadros forseti off Brazilía • Fyrir mánuði kom 150 manna hópur frá 24 löndum til Brazilíu, sem nú er brennipunktur í áróðri Kreml- manna í Suður-Ameríku. Þúsundir manna þyrptust á sýningu til að horfa á japanska leikritið „Tígris- dýrið“, sem veitir svarið við uppþotum, sem urðu í Tokyo. Þúsundir manna, sem ekki gátu séð leikritið, sáu kvikmyndir, sem gefa svar við deilum á milli kyn- þátta, stétta og hugsjónastefna. Forsetinn bauð þessum hópi til höfuðborgarinnar, Brazilíu. Hann kynntist þar hópi karla og kvenna, sem brunnu af eldmóði og sannfæringu. Forustumaður þeirra var Bethlem hershöfðingi, fyrrum sendiherra Brasilíu í Pakistan og Bólivíu^ en vegna sannfæringar hans var hópurinn þangað kominn. Forsetinn hlustaði á sonarson Mahatma Gandhis, fyrrverandi Mau-mau stríðsmann frá Kenya, fyrrverandi leiðtoga kommún- istiskra stúdenta í Kerala, amerískan kennara, sem hafði eftir kynni sín af MRA helgað krafta sína kennslu svertingja í Ameriku, son bandarísks sendi- herra í Brasilíu og Perú, indíánahöfðingja frá Vestur- Kanada, þjóðernissinna frá Nigeríu, mann úr hinni voldugu iðnaðarfjölskyldu Mitsui í Japana, franska konu, sem var í miðstjórn franska jafnaðarmanna- flokksins Og leiðtogi kvennasambands með meira en þrjár milljónir meðlimafjölda, Og loks á brezkan flota- foringja, sem var niðji Cocrane lávarðar, sem átti þátt í frelsun Chile, Brasilíu og Perú. ítalska blaðið Corriere della Sera sagði frá þessum atburði í fréttagrein á þennan hátt: „Janeo Quadros tók í dag á móti sendinefnd frá Siðvæðingunni á stjórnarsetri sínu. Hann bauð þá hjartanlega velkomna og sagði: „Ég hefi fylgzt með starfsemi Siðvæðingarinnar i nokkur ár. Ég er sannfærður um að heimurinn eins og hann er í dag muni ekki komast af nema fólkið aðhyllist þá hugsjón, sem þið berjist fyrir. Hið rotna í heiminum í dag á sviði efnahagsmála, félagsmála og stjórnmála stafar af því að fólkið hefur vanrækt hina andlegu og siðgæðislegu þætti. Djúpt snortinn hefi ég hlýtt á það, sem þið hafið fram að færa. Ég vil að ykkur sé ljóst, að ég mun gera allt, sem í mínu valdi stendur, til þess að við Brasilíubúar getum skilið og metið hið siðgæðislega gildi menningar vorrar“. Sem svar við boði um að koma til ráðstefnu Sið- væðingarinnar, sem hófst 1. júní í Caux í Sviss, sagði Quadros: „Ég mun senda persónulegan fulltrúa minn“. Þegar hann frétti að unnt væri að fá til sýnis japanska sjónleikinn „Tígrisdýrið“ hringdi hann til hershöfðingja, sem er yfirmaður lífvarðarherdeildar hans Og sagði: Sjáið um að gera allt, sem þarf til að fá „Tígrisdýrið" til Brazilíu. Biðjið borgarstjórann að hafa tilbúið leikhús, annist um flutningatæki í borginni og ennfremur fáið flugvél til umráða til þess að þetta starf verði kynnt í borg eftir borg í Brazilíu'. Þegar Bethlem hershöfðingi skýrði frá ferðinni í blaðagrein sagði hann: „f fyrsta skipti í þessari heims- álfu hefur kommúnisminn orðið að horfast í augu við jákvæða andstæðu og í fyrsta skipti hefur hann orðið •að hörfa. Ég hefi í Siðvæðingunni fundið raunhæfa byltingu. Það er köllun okkar Brasilíumanna að birta þetta kommúnistum, ekki kommúnistum og and- kommúnistum. Margir hafa orðið ringlaðir í siðgæðis- legri undanlátssemi vorri. Fyrir mér verður þetta ljóst við þá breytingu, sem nú er orðin. Við verðum að vakna. Hugsjónabaráttan er komin til okkar. Leið- ina, sem Brasilía fer, fara einnig aðrar þjóðir Suður- Ameríku. Ástandið er mjög alvarlegt. Fyrrverandi utanríkisráðherra hefur sagt við mig: „Cuba hefur komið okkur á yzta barm styrjaldar. Ef til vill er Siðvæðingin seinasta von okkar. Ef Brazilía tileinkar sér hana muri allur heimurinn gera það“. Hermála- ráðherrann sagði: „Við munum gera allt, sem í okkar valdi stendur til að gera Brazilíu að höfuðborg lausnar innar. í Siðvæðingunni hafið þið hugsjón, sem sigr- ar“. Við kaþólska háskólann í Sao Poulo, þar sem sagt er að 80 af hundraði stúdentanna stæðu með Castró, ■ HÁMARK LÍFSINS hin stórfenglega músík- og litmynd sem framleidd er af i Moral Re-Armament (Siðvæðingunni), verður sýnd / STJÖRNUBÍÓI næstu daga kl. 5. 7 og 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.