Morgunblaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 9
Sunnudagur 16. júlí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 9 MEIMN sagði prófessor og prestur: „Frá því að þið sýnduð kvikmyndir ykkar og sjónleiki og hélduð fund í skól- anum hafa engar pólitískar kröfugöngur verið farn- ar. Hvarvetna er talað um Siðvæðinguna“. Trúboðsmunkur, sem komið hafði frá norðurhluta Brazilíu, þar sem kommúnistar þjálfa smá heri og skæruliðasveitir í fjalllendinu, sagði: „Ástandið í Brazilíu nú er eins og það var á Spáni fyrir borgara- styrjöldina þar. Getur þú fyllt vörubifreið mína fræðsluritum ykkar svo ég geti dreift þeim í öllum bæjum meðfram Amazonfljótinu?“ Eigandi útbreidds blaðs sagði við mig: Margir ókkar hafa glatað trúnni. í Siðvæðingunni höfum við öðlazt hana á ný. Stjórnarformaður stærsta dagblaðs Suður- Ameríku sagði': „í MRA er ekki aðeins á ferðinni hugsjón heldur kraftur. Dagblað mitt stendur yður til boða. Þessi hugsjón verður að ná til allra". „Hið óhjákvæmilega val fyrir Suður-Ameríku“, segir Bethlem hershöfðingi, „er á milli Siðvæðingar- innar og kommúnismans. Við munum aldrei vinna sigur í baráttunni nema við breytum manninum. Hlut- verk okkar er að hreinsa þjóðina og heiminn. Ég hefi helgað líf mitt þessari baráttu“. Hafnarverkamenn frá Rio Franski hershöfðinginn Carpentier, sem hefur barizt fyrir þjóð sína í mörgum orustum og verið yfirmaður landherja Atlanshafsbandalagsins í Evrópu, flaug til Brazilíu til að sameinast þessum hópi. Hann sagði á fjöldafundi í Rio de Janeiro: „Frá hjörtum hinna beztu manna verður að koma þessi kraftmikla bylgja Siðvæðingarinnar, sem mun sigrast á kommúnisman- um. í þeim átökum, sem nú eiga sér stað um hug- sjónastefnur verðum við að snúast gegn kommún- .ismanum með annarri hugsjónastefnu og þessi hug- sjónastefna er MRA. Vegna þess að ég er sannfærður um þetta er ég hingað kominn til að taka upp bar- áttuna. Við þörfnumst skipulagningar, hernaðarlistar og baráttutækja. Sumir halda að skipulagning barátt- unnar geti komið frá fundi manna, sem eru framá- menn stjóivmálanna, en það held ég ekki. Á seinasta áratug hefi ég í dagblöðunum lesið um mennina, sem sitja fundi í Washington, París og öðrum stórborgum, en rétta lausnin mun koma frá öllum hinum frjálsu mönnum, sem berjast fyrir siðgæðisvakningu". Verkamenn og hermenn geta sameinast um þessa hugsjón. Damasio Cardoso, gunnreifur leiðtogi hafnar verkamanna í Rio sagði við starfsbræður sína og fjöl- skyldur þeirra: „Ég bið Guð um, að það, sem gerðist í fjölskyldu minni, muni gerast í öllum fjölskyldum hafnarverkamanna hér. Annað hvort erum við með Guði eða á móti Guði. Val okkar allra er á milli Sið- væðingarinnar og kommúnismans.“ Kaþólskur prestur í hafnarbænum, sem ekki fékk aðgang að hverfi, þar sem 600 hafnarverkamanna- fjölskyldur búa, bætti við: „Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá. Siðvæðingin er tré. Þér getið séð ávexti iþess. Siðvæðingin er orðin miklu öflugra vopn en nokk- ur hernaðartæki Sovétríkjanna eða Bandaríkjanna. Kraftmesta vopnið er algjör heiðarleiki, hreinleiki, óeigingirni og kærleikur. Ég vil segja hér, að í mér á Siðvæðingin vin aðdáanda og samherja". Hinn gáfaði listamaður Louis Byles frá Jamaica, 150 kílómetra frá Kúbu, talar fyrir munn margra í Suður-Ameríku og Vestur-Indíum er hann segir: „Við eigum örskamma stund eftir“. Hann lék eitt aðal- hlutverkið í myndinni „Hámark lífsins“ sanntrúaðan kommúnista, sem hrífs af eldmóði æðri hugsjónar. Hann hefur nýlega sýnt þessa kvikmynd forráða- mönnum þjóðar sinnar. Opinber starfsmaður sagði þá: Þetta er ekki kvikmynd. Þetta er Guð. Við verðum að útbreiða þetta á Jamaica. Það er einmitt þetta, sem við þörfnumst. Frá Mau-mau til MRA Það þarf hugdjarfa menn til að frelsa, sameina Og bjarga Afríku. Philip Vundla, sem er leiðtogi fyrir 600 þúsund Afríkumenn í Jóhannesarborg og einn af stofnendum stéttarsamtaka námuverkamanna segir: „Það er mikil beizkja í landi mínu. Suður-Afríka er notuð til að ala á sundurlyndi austurs og vesturs eftir litarháttum, en vandamálið er ekki aðallega litarhátt- urinn, heldur hugsunarhátturinn. Það eru ekki að- eins hinir hvítu, sem þurfa að breytast í Suður-Afríku. Einnig við verðum að breytast. Við þörfnumst þess og ég vil að allir viti það“. Vundla kaus þá hugsjónastefnu, sem leiðir til ein- ingar en ekki til sundrungar. Val hans hafði nær orðið honum að aldurtila. öfgamenn reyndu að ráða hann af dögum. En með staðfestu sinni hefur hann áunnið sér virðingu bæði vina og óvina. 1 Kenya, þar sem ennþá eru yfirvofandi blóðsút- hellingar og öngþveiti, stóð ritari eins stjórnmála- flokksins andspænis þessu vali, milli tveggja hug- sjónastefna. Hann sagði: „Ég hef farseðil með flugvél til að sækja ráðstefnu kommúnistaleiðtoga í Afríku. í þess stað kom ég til ráðstefnu Siðvæðingarinnar. Ég vissi ekki að til væri slíkt fólk, fólk, sem hefur helgað sig því starfi að útrýma hatri, ótta og eigrn- VELJA girni. Leiðtogarnir komu til hinnar ráðstefnunnar með belgi fulla af vatni frelsisins. Kommúnisminn stingur göt á þessa belgi og frelsi vort rennur út. Siðvæðing- in mun þétta götin á þann veg að hið sanna frelsi geti orðið varanlegt. Ég verð að bera ljósið frá þessu svari til þjóðar minnar, sem nú lifir í myrkviði.“ Kona, sem verið hafði foringi meðal Mau-mau manna og setið í fangelsi í 8 ár, hefur sagt: „Hér hefur hatur mitt til hvíta mannsins tekið enda. Við konur áttum þátt í því að leiða þjóð okkar af- vega. Nú verðum við að leggja okkar af mörkum til að byggja landið upp.“ Hún kallaði til sín börnin sín og sagði: „Fyrirgefið mér. Ég hefi verið full haturs og hefi kennt ykkur að hata“. Annar fyrrverandi Mau-mau foringi sagði: „Beizkj- an hefur verið óhamingja okkar. Frá hjarta mínu og frá heimili mínu hefur hún dreifst út eins og eldur í sinu þangað til upp gusu blóðsúthellingar og ringul- reið. Guð gefi okkur ný hjörtu til þess að við getum meðan tími vinnst til gert rétt í því, sem við áður gerðum rangt“. Á ráðstefnu, sem leiðtogar Afríkuþjóðanna héldu Framtíð Asíu getur verið undir því komin, hvaða hugsjón Búddatrúarþjóðirnar aðhyllast. Leiðtogar frá Japan, Laos, Suður-Vietnam, Cambodiu, Thailandi, Burma, Ceylon og Indlandi eru sannfærðir um, að Siðvæðingin er sú hugsjónastefna, sem hefur í sér lausnina. Búddatrú verður nú gerð að ríkistrú í Burma. Fimm forustumunkar þaðán eru komnir til Caux til þess að skipuleggja væðingu hins búddiska heims í hugsjónabaráttunni. Þessum virðulegu leið- togum fylgdu til flugvallarins í Rangoon 100 munk- ar og háttsettir embættismenn. Og í Oxford tóku á móti þeim tveir háskólarektorar, borgarstjórinn og fórséti verkalýðssambándsins. Þeir var sýnt í Krists- kirkju herbergið, þar sem þetta starf átti upptök sín fyrir fjörutíu árum. Sá, sem þetta ávarp flytur — á 83. afmælisdaginn sinn er maður, sem lifað hefur langa ævi á ferðalög- um um heiminn og kynnzt mörgum mönnum, maður, sem árið 1915 fór í fyrstu af 8 heimsóknum sínum til Japan og var þá gestur þeirra,, sem lögðu grundvöll að efnahags- og iðnaðarkerfi Japans nútímans, Saka- tani baróns og Shibusawa greifa, en sonar sonur hans — núverandi fjármálaráðherra — sonar sonur og auk þess sonar sonar sonar sonur hans starfa með þessari hreyfingu í dag. Þeir koma ásamt fyrrverandi for- sætisráðherra Japans, Kishi og nokkrum öðrum leið- togum Japana til Caux í sumar til að sameina forustu hinna frjálsu landa heims. Þeir halda áfram því starfi, sem fyrrverandi forsætisráðherra Kína, Ho- Ying-Chin, hershöfðingi, lýsti á þann veg: Það hefur skapazt meiri eining milli Asíuþjóðanna á einni MRA ráðstefnu á Filipseyjum heldur en með 10 ára starfi stjórnmálamannanna eftir stríðið. Sá, sem þetta ávarp flytur, hefur verið tengdur persónulegum vináttuböndum varakonungum og landsstjórum á Indlandi og jafnframt þeim mönnum, sem hafa ráðizt á þá, og eins þeim, sem hafa unnið að vináttu þeirra, maður sem hefir þekkt af persónu- HAFNARVERKAMENN FRÁ BRAZI- LÍU, BRETLANDI, ÞÝZKALANDI OG HOLLANDI Á RÁÐSTEFNU SIÐVÆÐ INGARINNAR. Caux, Sviss, 18. júní 1961. Hafnarverka- menn frá Rio de Janeiro, Liverpool, London og Rotterdam skipuleggja bar- áttu um allan heim til höfuðs spillingu, kommúnisma og styrjöld. Maðurinn, sem situr, heitir JOE HANCOCK, sem hefur verið kommúnisti í 30 ár, en er nú ritstjóri blaðsins „The Waterfront Pioneer“. nýlega í Monróvíu, vakti sérstök sýning fyrir þá á kvikmyndinni „Hámark lífsins" mikinn fögnuð. „Við erum í þakkarskuld við ykkur“, sagði Tubmann for- seti. „Allir landsmenn verða að sjá þessa mynd“. Og hann bætti við: „Ég mun gera allt, sem unnt er til að hitta dr. Buchman í Caux í sumar“. f sex síðna blaði „The Liberian Age“, sem gefið var út í tilefni ráðstefnunnar, vóru tvær síður helgaðar fréttum af Siðvæðingunni og megininntakið var þetta: „Afríka getur sokkið í því kviksyndi, sem efnishyggjan í austri og vestri býður upp á. Leiðtogar Afríkuþjóðanna bjóða Siðvæðinguna vclkomna af þvi að hún er það trausta bjarg, sem unnt er að byggja á heimsálfu lausa við hatur, ótta og ágirnd“. Tubmann forseti hefur sömu skoðun Og Maharajah- en frá Mysore, sem sagði eftir sýningu á myndinni „Hámark lífsins“: „Eina von mannkynsins er að víkja ekki fyrir hinu illa, hvorki í okkur sjálfum eða öðrum. Mannlegu eðli er ekki á þann veg farið, að ganga megi út frá því sem vissu að hið góða muni sjálfkrafa sigra hið vonda í heimi, sem er skeytingarlaus Og lætur sér á sama standa um flest. Umfram allt er mikilvægt að við helgum okkur þessu verkefni Sið- væðingarinnar með árvekni, sem aldrei dvín. Siðgæð- isvakning er ekki sjáanleg með augunum en hefur í sér feikna kraft og í fylkingu hennar er eða ætti að vera allt mannkynið. Tökum allir sem einn, einstakl- ingar og þjóðir þátt í þessari baráttu“. Búddatrúarþjóðirnar f Genf, þar sem Alsírráðstefnan og Laosráðstefnan ræða framtíð mikils hluta Afríku og Asíu, hélt sviss- neskur ritstjóri fyrir skömmu útvarpserindi í eina af sterkustu útvarpsstöðvum Evrópu, sem hefur milljónir hlustenda báðum megin járntjaldsins og komst meðal annars svo að orði: „Inn í allt þetta moldviðri, sem er rótað upp í kringum alla fundar- staðina, ritstjórnarskrifstofurnar, bústaði sendinefnd- anna og lögreglulífverðina koma karlar Og konur Sið- væðingarinnar niður frá Caux, sem liggur hátt yfir Genfarvatni og kynna hvítasunnuboðskap sinn jafnt vinum sem óvinum með sannfærandi einlægni. Og þessi boðskapur fjallar um að sigrast á erfiðleikun- um, sem eru á fundum stjórnmálaleiðtoganna frá vestri og austri og ég vitna í orð Roberts Schumans um að aðeins í Caux hafi hann fundið uppörfun og nýja von“. legum tengslum vandamál Afríku allt frá árinu 1929 og hefur þekkt stjórnmálamenn í meira en hálfa öld. Hann hefur séð tvær efnishyggjustefnur vaxa upp, eyðileggingu tveggja heimsstyrjalda, undanhald frels- isins, og nú kröftugt svar, sem er í sókn. Ekkert hlutleysi — aðeins val Við stöndum andspænis heimsbyltingu. Við eigum aðeins þrjá möguleika. Við getum slakað tii og ein- mitt það eru margir reiðubúnir að gera. Einnig get- um við látið hart mæta hörðu og það þýðir að við tökum á okkur áhættu á algerri tortímingu. En við getum líka fundið æðri hugsjón, sem vísar næsta skrefið fram á leið bæði fyrir hinn kommúnistiska og ekki kommúnistiska heim. En það, sem okkur mun aldrei takast er að lappa upp á hlutina með því að slá höfðinu við steininn og láta sem svo, að grund- vallar-andstæðurnar séu eklki fyrir hendi eða skipti litlu mál, og heldur ekki með því að halda, að ögrun hugsjónastefnu verði svarað aðeins með aðgerðum á sviði efnahagsmála, stjórnmála og hermála. Algerar siðgæðisreglur varða í dag ekki aðeins persónulega framkomu einstaklingsins. Þær eru forsendur þess, að þjóðirnar verði ekki tortímingunni að bráð. Það sem við þurfum, er að sópa út óhreinindunum í þjóð- lífi okkar, í stjórnmálunum, í fjármálalífinu, í skól- unum og heimilunum með því að breyta manninum. Alls staðar, þar sem við höfum sett manninn í það sæti í lífi okkar, sem aðeins var ætlað Guði, byrjar þrælkunin. „Mennirnir verða að velja um það að hlýta leiðsögn Guðs eða dæma sig til að verða stjórnað af harðstjórum“. f baráttunni á milli góðs og ills er ekki til hlut- leysi. Engri þjóð verður bjargað billega. Björgun mann- kynsins mun kosta það bezta, sem við eigum og blóma þjóða vorra. Ef við setjum traust okkar á Guð mun- um við sigra. Then it is the brave man chooses, while the coward stands aside, till the multitude makes virtue of the faith they had denied. Hinn hugdjarfi gerir sitt val, meðan sá huglausi stendur álengdar, þangað til fjöldinn hyllir þá trú, sem hann áður hafði hafnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.