Morgunblaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 11
f Sunnudagur 16. júlí 1961 MORGUTSBLAÐIÐ 11 foæja en Hveragerðis eru engan veginn hvítþvegnir í þessum efnum. — Það er ekki nóg að xnála viss hús og hreinsa rusl af vissum stöðum, þegar erlenda þjóðhöfðingja ber að garði. Aðr- ir útlendingar, þótt af lægri stig um séu, hafa líka sín augu og eín,a dómgreind — sjá „ráðs- Ikonublettina" á andliti eyjarinn- ar hvítu og drága sínar ályktan- ir þar af um menningu barna hennar, þótt flestir þeirra láti !hjá líða — af háttvísi og kurteisi gestsins — að minnast á það, a. m. k. á meðan þeir dveljast hér. Við megum ekki láta þetta slá ryki í augu O'kkar, heldur nugga úr þeim stírurnar — og taka til hendinni. ★ MARGT FAIXEGT EINNIG Það ber að taka hér fram, að margt er snyrtilegt og fallegt að sjá í Hveragerði — m. a. í heilsu hæli Náttúrulækningafélagsins, sem við skoðuðum undir leiðsögn Högna Björnssonar, yfirlæknis þess, en hann var með okkur í Þýzkalandsförinni. Húsakynni þar eru að ýmsu leyti vistleg, einkum hinn nýrri hluti hælis- ins, en margt stendur þar líka til þóta. Til dæmis er æði þröngt um gesti, þegar hælið er fullskip að (um 80 manns), svo að óverj- andi mundi talið á hinum þýzku íkúrstöðum. Einnig er heldur óvist legt um að litast í herberginu, þar sem leirböðin eru, og mjög sjaldan er skipt um leir í bað- kerunum — en það mundu Þjóð- verjarnir líka telja ófært. Fleira mætti telja, en ekki gkal fjölyrt um það að sinni, þar sem stjórn- endur hælisins hafa áreiðanlega hug á að bæta úr því, sem mið- ur fer þar, eins fljótt og vel og tök eru á. Ég sagði áðan, að margt fal- legt væri að sjá í Hveragerði, eins og allir vita_ lika, sem þangað hafa komið. í því sambandi get ég ekki stillt mig um að minnast sérstaklega á eignir Elliheimilis- ins, sjálft heimilið í Ási og önn- ur húsakynni þess, gróðurhús og garða. Voru vissulega mikil við brigði að skoða þetta allt eftir að hafa gengið um hverasvæðið og séð allan subbuskapinn þar. Allt, sem Elliheimilinu tilheyr- ir, ber vott um sérstaka snyrti- mennsku og hirðusemi, samfara þæði hagsýni og smekkvísi. Ef allt Hveragerði bæri slíkt yfir- hragð, væri það vissulega fyrir- mynd annarra bæja á íslandi — og mér er nær að halda, að það gæti þá boðið hverjum hinna glæstu kúrstaða í Þýzkalandi sem er út í „fegurðarsam- keppni“. •k HEILBRIGÐI — HAGSÆLD Það er talið sjálfsagt í menn ingarþjóðfélögum nútímans að lækna sjúka og lina þjáningar þeirra, svo sem framast er kost- ur. Þar liggja ekki einungis til grundvallar sjálfsögð mannúðar ejónarmið, heldur er einnig um þjóðfélagslega bagsmuni að ræða. — Hinn hrausti einstak- iingur er auðsuppspretta þjóð- félagsins — hinn sjúki brostinn hlekkur í keðju athafnalífsins, og hann verður þeim mun þyngri baggi á samfélaginu sem sjúk- leikinn er alvarlegri og sviptir hann meir starfsorku. Það er því á þágu hagsmuna heildarinn ar, að allra ráða sé neytt til þess eð vinna bug á sjúkleika fólks —- áður en starfsþrek þess er lagt í rúst. — Það er vissulega rétt, eem prófessor Ott í Bad Nau- heim sagði við okkur: — Heil- brigt fólk, góður hagur þjóð- félagsins. Og ekki á þetta hvað sízt við um jafnfámennt sam- félag og okkur fslendinga, því að hér er hver einstaklingur í raun miklu meira virði fyrir heildina en meðal stórþjóðanna. — Nú skilst mér, eftir þessa ferð, að imargir algengir sjúkdómar ög kvillar verði hvað helzt „hafðir undir“ með hirium ýmsu ,,með- ulum“ náttúrunnar, sem áður hefir verið minnzt á og baðlækn- ingavísindin 'hafa tekið i þjónustu 6Ína. — Skýrslur. sem okkur voru sýndar í Þýzkalandi gáfu til kynna mikinn árangur í bar- áttunni við ýmsa almenna sjúk- dóma — og virðist algengt, að 60—70% og jafnvel allt upp í 80—90% sjúklinga fái verulega — sumir algera — bót meina sinna við fjögurra vikna með- höndlun á kúrstöðunum. — Enn má geta þess, sem taldir munu tveir höfuðkostir heilsubaða: Að þau hafa bætandi áhrif á allan líkaman — alla líffæra- strfsemi, enda þótt lækningaað- ferðin sé valin hverju sinni með tilliti til þess sérstaka sjúkdóms, sem um er að ræða; og í öðru lagi það, sem er raunar í sam- ræmi við framansagt að lítt eða ekki verður vart óæskilegra aukaáhrifa af böðunum, en sú mun alloft vera raunin á um ýmis lyf. — Þegar af fyrrgreind- um ástæðum virðist mér ómaks- ins vert að athuga til hlítar mögu leika til að skapa fullkomna að- stöðu til slíkra lækninga hér heima. ★ SÁLINNI EKKI GLEYMT Það vekur ekki hvað sízt at- hygli, þegar maður heimsækir heilsulindabæina þýzku, hve mikið er þar gert til þess, að „sálin fái sitt“. — Óvenjulega fagrir skrúðgarðar setja svip sinn á þessa staði — svo að við liggur, að hver og einn hljóti að verða nýr og betri maður af því einu að reika um þá. Hljóm list er ríkulega útilátin — hljóm sveit leikur yfirleitt minnst tvisvar til þrisvar á dag, undir berum himni, ef veður leyfir. Margs konar list önnur er og á boðstólum og ýmislegt sam- kvæmislíf í ríkum mæli. Hvar- vetna eru lika góðar aðstæður til að stunda léttar íþróttir fyrir þá, sem það geta og vilja. gerði Grundvallarsjónarmiðið er greinilega það að veita hinum sjúka andlega hvíld og fró í fögru umhverfi, um leið og líkaminn er meðhöndlaður. — Það er kunnara en svo, að um þurfi að ræða, að líkamlegum sjúkleika vill oftast fylgja meiri og minni andleg áreynsla, sem með tímanum getur eflaust orðið að vitundarmeini — hugsýki, sem síðan elur á hinu líkamlega meini, ef ég má orða það svo á mínu leikmannsmáli. Þess vegna hafa hinir vísu baðlæknkrga- menn ekki heldur látið hjá líða að gera ráðstafanir til þess að dreifa huga sjúklinganna með fögru og heillandi umhverfi — og að veita sálinni bað í heilsu- brunnum fagurra lista, jafnframt því sem líkaminn er lagður í hitavatns-, kolsýru-, leir- eða móbað. ★ Þarna fara líka saman hags- munir hinna sjúku gesta og þeirra, sem sjá um rekstur bað- staðanna, þ. e. a. s. hina fjár- hagslegu hlið hans. — Bezta auglýsingin fyrir slíkan stað er að sjálfsögðu hver sá gestur, sem ekki fagnar aðeins nokkrum eða jafnvel fullum bata meina sinna, er hann heldur aftur heimleið- is, heldur hefir einnig orðið hug- fanginn af staðnum og á ekki nógu sterk orð til þess að lof- syngja heillandi fegurð hans. — Ég varð vitni að samræðum tveggja „kúrgesta'* i Baden- weiler suður í Svörtuskógum — og hefi ég aldrei heyrt talað af meiri hrifningu um nokkurn stað. Gestirnir kepptust bókstaf lega um að nota hin hástemmd- ustu lýsingarorð — og urðu loks sammála um það, að varla hefði Edenslundur verið unaðslegri staður en Badenweiler! * HVER VEIT------------- Væri unnt að hugsa sér betri landkynnendur fyrir gamla Frón en slíka himinhrifna gesti — jafnvel þótt hrifningin yrðu nú ekki alveg svona taumlaus? •— Og nú er mikið talað um land- kynningu og nauðsyn hennar til þess að laða hingað sem allra flesta erlenda ferðamenn — svo að við megum verða ríkir. Ég skal játa, að mér er persónulega að ýmsu leyti um og ó að veita boðaföllum „túrismans" yfir landið — og satt að segja þykja mér ferðamenn fremur leitt fyrir brigði, eftir að þeir eru orðnir að því safni, er nefnist „ferða- mannastraumur". Hins vegar býst ég ekki við að fslendingar hafi efni á að hafna þeim tekjum, sem þeim kunna að bjóðast á þessu sviði fremur en öðrum. A. m. k. virðast stærri og auð- ugri þjóðir ekki fúlsa við ferða mannagullinu. Mér sýnist því allt benda til þess, að í framtíðinni verði fagn að hverju nýju agni, sem hægt verður að leggja fyrir erlenda ferðamenn. Og ætli fullkóminn og vinsæll, íslenzkur kúrstaður yrði ekki allgóð auglýsing fyrir landið og lagleg skrautfjöður í þann hatt, sem margir eru svo óðfúsir að taka',ofan fyrir „túr- istunum"? Hver veit nema ferðaskrifstof urnar okkar eigi líka einhvern tíma eftir að auglýsa uti um víða veröld eitthvað í þessum dúr: Munið eftir Islandi, landi miðnætursólarinnar, þegar þér farið að hugsa fyrir sumar- ferðalaginu. — Þar er hinn mikli Geysir, Hekla, hið ógn- þrungna eldfjall norðursins, þar er Reykjavík, höfuðborgin reyklausa — og síðast, en ekki sízt: þar er hinn heimsfrœgi heilsulindabær, H V E R A- G E R Ð I--------------- Haukur Eiríksson. RÚÐUCLER fyrirliggjandi. 2—3—4—5—6 m/m þykktir A og B gæðaflokkar Mars Trading Company h.f. Klapparstíg 20 — Sími 17373 Lokað vegna sumarleyfa frá 17. júlí — 8. ágúst Sœlgœtis og efnagerðin Freyja Skiptafundur verður haldinn í þrotabúi Jóns Kr. Gunnarssonar í skrifstofu embættisins, Suðurgötu 8, Hafnarfirði, mánudaginn 17. júlí 1961 kl. 14. — Tekin verður ákvörðun um sölu á Norðurlandssíldamót. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði Maður í góðri stöðu óskar eftir 4-5 herb. íbúð innanbæjar nú þegar eða í haust. Reglusemi og skil- vís greiðsla. Tilboð sendist afgr. Morgunblaðsins fyrir þriðjudagskvöld merkt: „Rólegt — 5447“. Hjólbarðaviðgerðir Opið öll kvöld og helgar (venjulegt verð) H]élbarðamiðstöðin Langholtsvegi 112 B (Beint á móti Bæjarleiðum) regnkápur MARKADURIIVK Laugavegi 89 Verziunarmonnaiélag Reyhjavíkur heldur félagsfund í Iðnó mánudaginn 17. júní n.k. kl. 20,30. Dagskrá: Nýir samningar. Verzlunarfólk fjölmennið. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur CJujllh/^ACC

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.