Morgunblaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 16. júlí 1961 Það á ekki oð beita Pegasus íyrir plóg Sv?inn Skorri Höskuldsson heimsœkir Ciutíorm J. Cuttormsson, skáld, á Víðvöllum NORÐUR yfir endalausa, mar- flata sléttuna, sem þeir hafa báð- ir líkt við eilífðina Kiljan og Kvaran. Að baki liggur Winni- pegborg, og armar úthverfa bennar teygj ast til beggja handa eins og opinn faðmur. Fast land getur vart verið flatara en hér. Mér finnst jafnvel sjálft úthafið með kviki sínu vera hæðótt bor ið saman við þetta pallslétta land, sem liggur hundruð mílna til allra átta og út undir sjálft sólarlagið. Enn sér lítil merki vors. Tjarnir standa í vegar- skurðum, moldsyartir akrar og fölir grasteigar. Trén teygja lauflausar greinar upp móti föl- bláum himni eius og svartar, hnýttar hendur. Förinni er heit ið norður í Nýja ísland. Þar tala börn enn hraina íslenzku, án útlends hreims eins og systk- ini í íslenzkum afdal. Einn furðu leiki íslenzkrar sögu hittist hér mitt í þessari ensku heimsálfu. Prófessor Haraldur 'beinir skjall hvítum Fordinum norður marg- breiða, malbikaða brautina, og hér geysumst við áfram sömu slóðir og íslenzlkar konur fóru forðum gangandi í vetrarhörkum til þvottavinnu i Winnipeg. Norðar verður iand grýttara. Gulhvítt, ísnúið stórgrýti ligg- ur beggja megin vegar, og dimm- grænir greniflákar höggva geil- ar í raðir hvítra bjarka og fölra aspa. ★ Norður undir íslendingafljóti gerist land aftur gróðursælla og hér býr margur góðu búi. Við hittum ýmsa að máli og urðum seinir fyrir um kvöldið. Gest- koma virðist hér vel þegin ekki síður en í sveitum heima á Fróni. Klukkan var víst tekin að ganga fjögur um nóttina, er við fórum að berja upp á Sandy Bar Hotel í Riverton. Enn blés andkalt af norðri, er við ókum daginn eftir um hádegisbilið í átt til Víðivalla, heimilis Gutt- orms J. Guttormssonar skálds, þess manns er haldið hefur á loft merki íslenzkrar Ijóðlistar í Vesturheimi, síðan Stefán G. leið. Fyrir dyrum stóð að taka upp á plötu lestur Guttorms á allmiklu af kvæðum hans, og Haraldnr hugðist að ræða við ! hann um fyrirkomulag þess gjörnings. Hér fellur fljótið Iygnt og breitt og skolgrátt. Víðivellir ■standa frammi á bakkanum. Nokkru sunnan við túnhliðið ókum við fram á Guttorm á leið heim úr þorpinu. Hann stik aði léttilega mót þéttingsgolu, og engan hefði grunað, að þar færi maður á níræðisaldri. — Þetta er bága vorið, segir hann, þegar hann er setztur inn í bílinn. — Við höfum hér mikið af gripum og höfum orðið að gefa þeim hey fram til þessa, en nú ætti hann að fara að hlýna. Hús skáldsins rís hvítt og reisulegt á bakkanum í skjóli hárra trjáa. Guttormur leiðir okkur til stofu, og kona hans, Jensína Daníeisdóttir, býður okkur velkomna. Hér inni ríkir þokkafullur andi þessarar glæsi-, legu húsfreyju, fannhvítrar fyrir hærum, teinréttrar, fríðrar og skörulegrar í feisi. Brátt logar glaður eldur í ofni. Það gnest- ur, þegar skraufþurr börkurinn springur frá stofninum í hitan- lun. — Manni veitti ekki af svo- lítilli brjóstbirtu í þessum bölv- uðum kulda, segir Guttormur. — Mig minnir ég eigi tár ein- hvers staðar. Hann sprettur upp og fram 1 skrifstofu sína. Hann er kvikur í hreyfingum, grannvaxinn og holdskarpur. Andlitið myndi ekki kallast frítt. Smá augun eru hvöss og snör, blá undir hvit- um torúnum. Drættimir niður til munnsins era djúpir. Þó er ytfir andliti mannsins og fasi einhver mikill finleiki. Mér dett ur í hug fiðluleikari. Þegar gullið viskíið stendur í glösunum, finnur maður ilm þess allt í • einu greinilega, er hiti viðareldsins færist í stofuna. Guttormur víkur aftur talinu að óvenjulegum kuldum á þessu vori. — Mér finnst annars ég verði vorsins minna var nú en í æsku, segir hann. — Þegar ég var að alast hér upp var kargaskógur allt í krig. Þá var hér miklu meira fuglalíf á vorin. Nú er búið að ræsa allt fram og ryðja Skóginn. Síðan sér maður ekki marga fugla, sem hér voru áður. Ég man, hvað það var gaman á vorin, þegar maður fór út í skóginn, og endurnar gátu ekki flogið upp af tjörnunum fyrir greinum trjánna. Ég man eftir einum fugli. Hann söng lag — þrjú lög — en þau gátu verið eitt lag. Ég man, að Fúsi bróðir minn þarna á Lundar setti þetta í lag, og það var allt samkvæmt réttustu söngreglum. Það var i mitt á milli pikkóló og flautu. Ég tók kópíu af því og sendi henni Guðrúnu Erlings hana. — Þetta var alveg aðdáan- legur söngfugl. Heyrið þið bara. Guttormur flautar lagið. — Heyrið þið. Þarna eru krómatískar nótur — og þarna oktavískar nótur. Fuglinn er hér enn, en nú syngur hann bara eina nótu. Hann er nefnilega orðinn móderne. — Hvað heitir hann? — Ég skrifaði hér fuglafræð- ingi og spurði hann um fugl- inn. Hann kallaði hann White Throated Sparrow, en hann vildi ekki kannast við, að hann syngi lagið nema kannski eina nótu. Hann er svo lítill og ósjálegur, en ég man eftir þeim fögnuði, þegar móðir mín sá hann á vorin. Hún kallaði hann þröst. — Svo vora það skógarhænsn- in. Við heyrðum alltaf einhverja dynki í skóginum, og það liðu ár svo, að við vissum aldrei hvaða dynkir þetta voru. Þetta voru skógarhanarnir. Þeir gerðu þessa dynki með vængjunum. Eða þá Þrumufuglinn — Nigth Hawk kalla þeir hann. — Hann heyrðist á kvöldin. Kví-pú-vill, segir hann á kvöldin. — Já, ég sakna þessa mikið. — Hefurðu búið til lög sjálfur? — Síðan ég var tvítugur hef ég alltaí verið að búa til eitt lag. Það er fyrir hornamúsík — mars — Svo sýndi ég þetta einum helzta kondúktör hér. Hann sagði mér það væri ágætt. En svo fór ég aftur með það í þýzkara — frægan mann, sem lengl lék á Royal Alec. Hann sagði bara um það: No góöd. — En ég er alltaf að búa til þetta eina lag. —Hafðirðu eitthvert hljóðfæri í uppvextinum? — Ekkert í byrjun. Og svo hafði ég ekkert nema orgel — ég hata þessi stofuorgel. En ég keypti kornet. þegar ég var á 18. ári. Gunnsteinn Eyjólfsson var mikill söngmaður, og hann samdi lög, t. d. hérna lagið við kvæði Hannesar: Ég unj á flughröðu fleyi. Það er annars saga frá því. Það stóð til, að Gestur Pálsson skáld kæmi hingað norður að fljótinu, og þá orti Gunnsteinn til hans kvæði. Ég man þetta úr því: En hvers vegna komum við saman? — að heilsa uppá vorn heiðraða Gest. Við þetta lofkvæði samdi hann iagið. Það atvikaðist svo þannig, að Gestur fór aldrei lengra en að Gimli, svo að kvæðið varð aldrei notað, en lagið er þekkt við kvæði Hannesar. Hann heíur sjálfsagt haft örvandi áhrif á okkur. Það varð svo úr, að ég stofnaði hornleikaraflokk með Snorra Kristjánssyni. Hann var nafnkunnur söngmaður hér, ætt- aður úr Mývantssveit. Hann var aðalmaðurinn. Ég var þá búinn að læra á kornetið, en Snórri lék á bassa og síðar á baryton. Samt fór það þannig, að ég varð stjórn andinn, því að ég spilaði fyrstu röddina. Við vorum fyrst bara tíu manns, en urðum undir tutt- ugu síðast. — Allir íslenzkir? — Ha? — já allir íslenzkir nema einn enskur maður. Þessi flokkur var afburðagóður. Við vorum allir hérna úr sveitinni kringum Riverton. Það var löng ferð í þá daga fyrir suma að koma á æfingar. Seinna var ég líka í Mordenbyggðinni, hér suð- ur undir landamærunum, og við mynduðum þar hornaflokk — ég var svona meðalskussi í músík. — Þú ortir Jón Austfirðing um þetta leyti, segir Haraldur. — Já, þú finnur það. Það er dá lítil hornamúsík í honum. Aum- ast, hvað þeir settu miklar prent- villur í hann. En það er nú um prentvillurnar eins og þar segir, að það er seint að gegna gæsun- um, sem í gær flugu. Ég man, þegar Jón Runólfsson — ja, þar var maður, og þar var skáld. Ég man, þegar hann gaf út bókina sína. Hún kom öll löðrandi af prentvillum. Þá grét Jón. Það var ekki prófarkalesaranum að kenna. Jón var fjarska viðkvæm ur maður. Eftir hann er einhver failegasta þýðing: Draumur konu Pílatusar — Þar var maður — þar var íslenzka. Hjá ensku blöð- unum eru prentarar ekki taldir hæfir, ef þeir hafa fleiri villur en tvær í dálki. — Þú ert fæddur hér? — Já, blessaður. Alltaf átt heima hér. — O, þetta var ekki hvítra manna land. — Allt fullt af Indjánum? — Fyrst, já. Við höfðum tals- vert af hálfkynblendingum, Indjánar og íslendingar — alveg prýðilegt fólk, t. d. hann Jónas Tómasson — við vörum sem bræður. Hann var giftur Indjána- konu, þau áttu tvær dætur — ljómandi fallegar stúlkur — alveg gullfallegar. Þar hafið þið dæmið, en svo eru aftur Frakkar Og Indjánar. Það er annað. Það voru hér brítar af frönskum aðli. — Þið hafið kynnzt Indjánun- um? — Þetta var þeirra land. — Fyrsti veturinn — bóluveturinn — Vigfús bróðir minn og Oddný — hún á víst heima í Winnipeg. — Ég man ekki, hvort Fúsi fékk bóluna. En þau eru þau einu, sem muna þennan vetur. Þau lifðu hann af. — Þú varst ekki fæddur þá? — Reykjavíkurbréf Framhald af bls. 13. eins og kaupfélögin hafa gert ráðstafanir til, jafnframt því sem kaup hækkar, aukin er sam- keppni við útvegsmenn um vinnuafl með stórauknum fram- kvæmdum í landi og ýtt undir innflutning langt umfram greiðslugetu þjóðarinnar, þá er maitkvisst stefnt að allsherjar hruni íslenzks atvinnulífs. — Nei, móðir mín var fyrst i Ontario. Hún var þar þrjú miss- eri með Fúsa. Hann er fjórum árum eldri en ég. Hún var þar í vist með barnið. Faðir minn var þá í járnbrautarvinnu. Fólk- ið, sem hún vann hjá, var henni gott. Þar lærði hún enskuna. Það voru hér ekki nema þrír íslend- ingar í upphafi, sem kunnu ensku: móðir mín, Flóvent Jóns- son — hann náði hreimnum —• og Tómas Jónasson á Engimýri. Jóhann Briem, lærði t. d. aldrei ensku. Var hann þó prýðilega gefinn maður eins og Briemarnir yfirleitt. < — En þið hafið ekki lært Indjánamál? — Jú, ég lærði dálítið í því, mest þegar ég var um tíma með Halldóri Austmann við verzlun, þá kynntist ég þeim mikið. Ann- ars var alltaf mikill samgangur við Indjánana, og sumir þeirra lærðu íslenzku, t. d. Ramsey, þessi frægi Indjáni. Hann hélt um tíma til hjá okkur hér á Víði- völlum. Við hann var aldrei tal- að annað en íslenzka. Hann missti Betsey konu sína og tvö börn i bólunni, en Mary dóttir hans lifði hana af. Hún var hræðilega af- skræmd af bólunni, ég varð dauð- hræddur við hana, þegar ég sá hana fyrst, hélt hún væri Grýla. En Ramsey elskaði hana mikið — hann sá hana með andans aug- um. Síðan giftist Ramsey ljómandl fallegri konu, Elínu. Þá sá ég Ramsey fyrst, að hann kom á barkarkænunni sinni með Elínu og barnið, og hún kom og bað um mjólk hana því. Ég man hvað mér fannst Ramsey glæsilegur á hvítum buxum og köflóttri skyrtu með marglitan trefil bund inn um mittið. Nokkru seinna kom hann svo og sagði okkur, að þau væru bæði dáin. Þá hló Ramsey — það var hysterí. Hana Framh. á bJs. 16. Power-Tip kallast nýjustu rafkertin frá The Electric Auto-Lite Company, þau hafa vakið heimsathygli sakir kosta sinna EIN GERÐ FYRIR ALLAN HRAÐA — SÓTFÆLIN — MARGFÖLD ORKA — STÓRSPARA ELDS- NEYTI — INNBYGGÐUR ÚTVARPSÞÉTTIR — ÓDÝRARI. — Reynið hin nýju Auto-Lite Power-Tip í bílinn í allar kveikjuvélar — yðar. Fást í flestum bílahlutaverzlunum. Augl. h.f. AUTQLITE íbTuIHHx Þ. JÓNSSON & CO. BRAUTARHOLTI 6 — SÍMI 19215

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.