Morgunblaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 23
/ Sunnudagur 16. júlí 1961 Moncins BL AÐIÐ 1 23 — García Lorcia Framh. af bls. 15 sannleikann um kornið, hver drauminn hræðilega um óhreinar anemónur hennar. Lífið er ekki göfugt og gott né heilagt, segir García Lorca. Styrjöldin fer hjá með milljón gráar rottur. En Garcia Lorca skilur fyllilega göfgi og ham- ingju ástarinnar fyrir mann- inn. Og hann ræðst gegn saurg- un hennar, hinu beiska eitri dauðans. Látið þá óróðnu og hreinu loka hliðum svallsins, segir hann. Ljóðið endar á ósk inni um að blökkubarn kunn- geri peningagráðugum hvít- ingjum valdatöku kornaxins. Það er engin tilviljun að Garcia Lorca hugsar sér negra barn í þessu hlutverki. Hjá svertingjunum þóttist hann finna það ómengaða og upp- runalega sem hann fann áður hjá sígaununum. Tónlist þeirra hreif skáldið með. Hann yrkir langt kvæði um Harlem, sem ber nafnið Kon- ungur Harlem. „Fyrir utan negralistina hafa Bandaríkin ekkert upp 'á að bjóða nema vélar og sjálfvirk áhöld“, sagði García Lorca í bréfi til vinar síns. Auðvitað var García Lorca að sálast úr heimþrá og sýndist þess vegna allt framandi og kuldalegt. Vafasamt er að hann hafi kunnað betur við sig í stór- borgum Evrópu. Ég nefni til dæmis Lundúni og Berlín. En náttúrlega gat hann varla val- 5ð óheppilegrl stað en risa- vöxnú vélaborgina New York. Og þó, nú hafði hann fengið andstæðu þess sólglitrandi lands Spánar. Flóttinn frá New Yora Níundi kafli bókarinnar Skáld í New York, undir fyrir sögn: TVeir valsar gegn sið- menningunnl. Þegar hér er komið heldur García Lorca heim á leið kemur við á Kúbu í leiðinni, flytur þar fyrir- lestra og hrífst af frumstæðu lífi eyjarskeggja. Nú er skáld- ið í essinu sínu og seinasti kafli bókarinnar heitir Hljóm- ur negranna á Kúbu. Þar sem ljóðið er svo einkennandi fyr- ir það sem áður er sagt um García Lorca, birti ég það í heild: X»egar m^ntnn Tíour yfir Santiago á Kúbu mun ég halda tll Santlago á hcsti úr svörtu vatni Ég vil halda til Santiago Pálmal>akið mun syngja Ég vil halda til Santiago Pegar pálminn hreytist í stork I - SíU Framh. af bls. 24. hvað hefur orðið af síldargöng- unum við Kolbeinsey, sem veið- arnar byggðust á áður en flotinn flutti sig á austursvæðið. Virðist sem síldin við Kolbeinsey hafi Ihorfið sporlaust, og þykir mönn- um það með ólíkindum. Fanney leitar nú síldar á þessum slóðum, en hefur lítils orðið vör. Til Siglufjarðar komu 17 skip í fyrrinótt og var löndun úr þeim öllum lokið klukkan átta í gærmorgun og héldu skipin þá aftur á miðin. Saltað var á sum- um söltunarstöðvum. allt upp í 300 tunnur á hverri stöð. — Eng- ir bátar hafa komið til Neskaup- staðar frá því í fyrradag, en síð- degis í g*r biðu þar nokkrir bát- ar löndunar. Á föstudagsmorguninn var heildarsöltunin á landinu orðin 250.665 tunnur. Siptist söltunin þannig: Eskifjörður 1677 tunnur, Fáskrúðsfjörður 1282, Hjalteyri 3461, Húsavík 946'8, Norðfjörður 3620, Ólafsfjörður 17.838, Rauf- arhöfn 42.859, Reyðarfjörður 1312, Seyðisfjörður 3951, Siglu- fjörður 128.373, Vopnafjörður 5392, og Þórshöfn 1941 tunna. vil ég halda til Santiago l>egar hananarnir verða að marglittum vil ég halda til Santiago Ég vii halda tii Santiago með ljóshært höfuð Fonseca Ég vil halda til Santiago Með Rómeó-Júlíu blómið vil ég halda til Santiago Ó Kúba Hljómfall þurra fræja Ég vil halda til Santiago Ó mitti logans og dropi sem fellur af tré Ég vii halda til Santiago Lifandi stofnar eins og harpa Tóbaksjurt Krókódill Ég vil halda til Santiago Ég hef sagt öllum að ég muni halda til Santiago á hesti úr svörtu vatni Ég vil halda til Santiago Vín og stormur í hófunum ég vii halda til Santiago Kórailinn minn í húminu ég vil halda til Santiago öidur sem brotna við sand ég vil halda til Santiago hvítglóandi hiti rotnuðu ávextir ég vil halda til Santiago Ó sykurreyr svo nýr á ekrunum Sjávarleðja og stunur Ó Kúba Ég mun halda til Santiago Lokaár Þegar García Lorca kom heim úr Ameríkuförinni bjó hann um skeið á sveitasetri föður síns og skrifaði þar nokkur leikrit í anda súrreal- ismans. Þegar lýðveldi var stofnað á Spáni var honum falin stjórn leikflokks, La Barraca, Sem ferðast um land- de Vega, Calderón og fleiri sí- ið og sýndi verk eftir Lope gilda spænska höfunda. Leik- aramir vom flestir úr hópi háskólastúdenta. Garcia Lorca mun hafa átt tillöguna að þessum leikflokki. Vinur hans Fernando de los Ríos var þá orðinn menntamálaráð- herra og tók tillögunni með skilningi. Það var fyrir at- beina Fernando de los Ríos að Lorca fór til New York og mun los Ríos alla tíð hafa verið García Lorca mikil hjálparhella. Árið 1933 hefst mjög frjó- samt tímabil í ævi García Lorca. Þá semur hann leik- ritið Blóðbrullaup (hefur ver- ið sýnt í Þjóðleikhúsinu ís- lenzka) og í kjölfar þess koma leikritin Hús Bernörðu Alba (hefur komið út hjá Menningarsjóði í þýðingu Einars Braga) og Yerma. Ekki er tækifæri til að ræða þessi leikrit hér að svo komnu máli, en geta má þess að þau eru öll ljóðræn, bera þess merki að ljóðskáld hef- ur farið um þau höndum. Eins og til dæmis T. S. Eliot hefur García Lorca fært ljóð- ið upp á sviðið. García Lorca hefði getað tekið undir orð Eliots: „Ljóðið kemst bezt til skila í leikhúsinu.“ Árið 1934 gerist atburður sem fær mjög á García Lorca. Góðvinur hanS, nautabaninn Sigríður dóttir — SIGRÍÐUR Stefánsdóttir var fædd í Reykjavík 10. júlí 1893, foreldrar hennar voru Stefán Kr. Bjarnason skipstjóri og Ingibjörg Zakariasdóttir. Stefán á Bergi en svo var hann alltaf nefndur, var mjög þekkt- ur maður á sínum tíma, hann var með þeim fyrstu sem útskrifuðust frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Skipstjóri var hann í mörg ár á skútum og sigldi hann stundum með afla til Danmerk- ur. Sigríður var elzt 4 barna, og ólzt hún upp hjá foreldrum sín- um þar til hún stófnaði sitt eigið heimili: Systkin hennar voru Magnús kaupmaður, giftur Jónu Árnadóttur, Stefanía, gift Árna Jónssyni heildsala og Hjálmar kaupmaður, giftur Þórunni Hans- dóttir. Sigríður útskrifaðist af Kvenna skólanum í Reykjavík og að því Ignacio Sánchez Mejías, féll á leikvanginum. García Lorca yrkir þá Harmljóð um Ignacio Sánchez Mejías, eitthvert ris- mesta verk sitt. Ljóðið er í fjórum löngum köflum. Sagt er að García Lorsa hafi ekki unnt sér hvíldar meðan hann orti það. Meirihlutinn hafi prðið til í einum áfanga. í spænskri Ijóðlist er dauð- inn rauði þráðurinn gegn um aldirnar. Við getum til dæm- is tekið ljóð frá upphafstím- um spænskra yrkinga eftir ónafngreindan höfund: f garðinum mun dauðinn heilsa mér Hjá rósarunnanum munu þeir deyða mig Móðir móðir nú fer ég út með rósir í bári en allt i einu kemur dauðinn til mín f garðinum Móðir móðir ég fer út að tína rósir en allt i einu kemur dauðinn til mín hjá rósarunnanum í garðinum mun dauðinn heilsa mér Hjá rósarunnanum munu þeir deyða mig Nautaatið, þessar gælur við dauðann, olli tortímingu kapp ans og gáfumannsins Ignacio Sánchez Mejías. „Ég vil ekki sjá það. Biðjið mánann að koma, því ég vil ekki líta blóð Ignaciosar í sandinum", segir García Lorca. Jafnvel García Lorca varð að lúta jötninum ósigrandi. Hann var myrtur að morgni dags i Granada árið 1936. í ljóðinu um Ignacio segir García Lorca að ár og dagar muni líða, ef þá nokkumtíma fæð- ist jafn göfugur og ævin- týralegur Andalúsiubúi. Gætu þessi orð ekki átt við García Lorca sjálfan. Ljóðin endar þannig: Ég syng um glæsileika hans kveinandi orðum og minnist dapurs vinds í olíutrjánum. Skáldið Vicente Aleixandre segir frá því að García Lorca hafi skömmu fyrir dauða sinn leyft sér að heyra ljóð úr bókinni Sonetos del amor oscuro. Þetta verk glataðist í borgarastyrjöldinni. García Lorca las af mikilli tilfinn- ingu og þrótti. Eftir lestur- inn starði Aleixándre fullur hrifningar á Lorca og sagði: „Federico, hve mikið hlýt- urðu að hafa elskað, hve mikið hlýturðu að hafa þjázt.“ (Heimildir: Ángel del Ríó, J. L. Gili og fleiri. Ljóð þau sem vitn- að er til eru þýdd af greinarhöf- undi, nema Oður til Walts Whit- mans. í»ar er stuðst við þýðingu Sigurður A. Magnússonar). Jóhann Hjálmarsson. Stefáns- Minning Hjartanlega þakka ég öllum sem heiðruðu mig með skeytum, gjöfum og heimsóknum á 70 ára afmæli mínu 6. júlí s.l. — Guð blessi ykkur öll. Pétrún Þórarinsdóttir, Langholtsvegi 101 JÓN ÞORLEIFSSON listmálari, BLátúni andaðist á Landspítalanum föstudaginn 14. þ.m. tlrsúla Pálsdóttir Kolbrún Jónsdóttir, Bergur P. Jónsson Karl Jónsson Móðir okkar og tengdamóðir SIGRÍÐUR GRÓA STEFÁNSDÓTTIR Ingólfsstræti 9, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 17. júlí kl. 1,30 e.h. Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeir sem vildu minnast hennar láti líknarstofnanir njóta þess. Gunnar S. Þorleifsson, Hildur Kristinsdóttir, Ingibjörg Þorleifsdóttir, Þórður G. Halldórsson. Dóttir mín GXJÐRÓN TÓMASDÓTTIR frá Miðhóli, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18 júlí klukkan 1,30 síðdegis. ólöf Þorkelsdóttir. Útför móður okkar, MARGRÉTAR GUÐLEIFSDÓTTUR fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 18. júlí, kl. 2 e.h. Fyrir hönd systur, fóstursystur og tengdabarna Guðrún Guðmundsdóttir, Brynjólfur Guðmundsson HANNES KR. HANNESSON málarameistari sem lézt í Bæjarsjúkrahúsinu hinn 12. þ.m. verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni n.k. þriðjudag kl. 2. . Eiginkona og börn Eiginmaður minn KRISTJÁN HANNES MAGNÚSSON frá Króki Isafirði andaðist fimmtudaginn 13. júli Minningarathöfn fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 17. júlí kl. 13,30. — Jarðarförin fer fram frá ísafjarðarkirkju föstudaginn 17. júlí. Salóme R. Sveinbjarnardóttir barður g. tómasson skipaverkfræðingur, sem andaðist 10. júlí s.l. verður jarðsettur frá ísafjarðar- kirkju mánudaginn 17. júlí. — Athöfnin hefst með hús- kveðju að heimili hans, Túngötu 1, ísafirði kl. 2 e.h. Hjálmar R. Bárðarson, Kristín Bárðardóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför KETILRlÐAR EINARSDÓTTUR f»'á Tannastaðabakka. Aðstandendur. loknu fór hún til Danmerkur og var þar á húsmæðraskóla og sömuleiðis var hún þar um tíma við dráttlistarnám. Árið 1921 giftist Sigríður Þor- leifi Gunnarssyni bókbandsmeist- ara, eiganda Félagsbókbandsins í Reykjavík og var þeim tveggja barna auðið: Gunnar Svanur, sem nú er framkvæmdastjóri Félags- bókbandsins og er hann giftur Hildi Kristjánsdóttur og Ingi- björg, sem er gift Þórði Hall- dórssy nnediurskoðanda, búsett hér í Reykjavík. Mann sinn missti Sigríður 8. marz 1951. Þorleifur Og Sigríður voru viria mörg, áttu fallegt heimili Og setti Sigríður svip sinn á það með sinni listrænu smekkvísi, og var oft gestkvæmt á heimili þeirra, enda voru þau bæði samhent í því að taka vel á móti gestum sínum. Sigríður hafði yndi af músik, enda lék hún á slaghörpu. Ég átti því láni að fagna að hafa þekkt Sigríði í 40 ár og á mínum ungkarlaárum bjó ég hjá , þeim í 2 ár og á ég margar á- 'nægjulegar endurminningar frá þessu heimili. Sigríður var góð kona, sem vildi allt fyrir alla gera, sérstaklega var hún barn- góð og hafði hún mikið yndi af 5 barnabörnum sínum, enda sóttu þau mikið til ömmu sinn- ar. Hún ól upp systurdóttur manns síns, Þorbjörgu Sigurðardóttur, en móðir hennar dó frá henni ungri. Eftir lát manns síns hélt Sig- ríður heimili sitt, en mikill kær- leikur var með henni og börnum Og tengdabörnum hennar sem reyndu að gera henni lífið sem ánægjulegast. Sigríður var fríð kona og hafði alla þá kosti sem góða húsmóð- ur má prýða, en hin síðari ár hafði hún við vanheilsu að stríða, en hún kvartaði aldrei heldur bar hún sjúkleika sinn með stakri þolinmæði. Blessuð sé minning hennar. ---- Jón Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.