Morgunblaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 24
IÞRÓTTIR Sjá bls. 22 JMfrjWitM&Mli Reykjavíkurbréf Sjá bls. 13. 157. tbl. — Sunnudagur 16. júlí 196T Urskurðir eftir helgi logfræbingdeí Vöru bílstjórafélagsins Þxótt- ar, Jón Þorsteinsson, hefur fengið frest til þess að skila greinargerðum sínum um lögbannskröfur Sandvers sf., og gróðrarstöðvarinnar Alaska. Fékk hann frest þar tU í gær til þess að skila j greinrargerð um kröfu Sand- vers og tii mánudags um kröfu Alaska. Er búizt við, að úrskurðir borgarfógeta muni liggja fyrir á þriðjudag og miðvikudag. Nehru til Moskvu Nýju Dehli, 15. júlí (Reuter) JAWAHARLAL Nehru, forsætis- ráðherra Indlands, upplýsti hér í dag, að hann kynni að fara til Moskvu „einhvern tíma á þessu ári.“ Sagðist forsætisráðherrann hafa haft í hyggju síðastliðin 2 ár, að þiggja boð frá Krúsjeff um að heimsækja Sovétríkin. Enda þótt ekki séu orð Nehrus fyrir þvi, telja indverskir fréttamenn líkur á, að hann muni fara til Moskvu á leið sinni til Washing- ton, þar sem hann mun ræða við Kennedy, forseta. „Hindustan Times“ sagði í gær, að hann myndi fljúga frá Moskvu til Lond On og ræða við Macmillan 8. nóv. en halda til Washington næsta dag og dvelja í Bandaríkjunum í 3 daga. Dýrar kart- öflur ísafirði, 15. júlí í GÆR kom hér þýzkur togari af miðunum og lagðist á ytri- höfnina. Erindið var að kaupa kartöflur, og voru keyptir tveir pokar, en kostnaður við útlendingaeftirlit, toll, og bát- inn, sem flutti kartöflupokana tvo út í togarann, var 2300 kr. Svo ekki sé minnzt á kostnað- inn, sem fylgir því að hætta veiðum og sigla til hafnar, þá verða þetta að teljast dýrar kartöflur. — Albert. Fréttamaður Mbl. var sl. fimmtudag staddur í flugvél er flaug yfir Stykkishólm. Tók hann þá þessa mynd af höfuðstað Snæfellsness. Jón Þorleiisson lótinn A FÖSTUDAGINN lézt í Reykja vík einn af þekktustu og mest metnu listamönnum landsins, Jón Þorleifsson, listmálari í Blá- túni. Jón Þorleifsson var fæddur 26. desember 1891 að Hólum í Horna firði. Voru foreldrar hans þau Sigurborg Sigurðardóttir og Þorleifur Jónsson, alþingismað- ur. Jón hóf ungur listnám og stundaði m. a. nám í Kaupmanna höfn og París. Jón hélt margar málverkasýningar á Norðurlönd- um, og tók m. a. þátt í mörgum sýningum á Charlottenborg. Einn ig hélt hann sjálfstæða sýningu í Kaupmannahöfn. Fyrstu sýningu sína í Reykja- vík hélt Jón 1921, en það ár hafði hann áður haldið sýningar á Seyðisfirði, Akureyri og ísafirði. Síðan hélt Jón fjölmargar sýn- ingar í Reykjavík og víðar. Jón Þorleifsson ritaði mikið um myndlist, og var myndlistar- gagnrýnandi Morgunblaðsins í mörg ár. Af helztu verkum Jóns má nefna í Norðurárdal, í hjásetu, Jónsmessunótt á Reykjavíkur- höfn og Veggdekoration í New York 1939. Búizt við minni síldveiði Norski flotinn fékk góðan afla í gær en ekki vitað hvar hann heldur sig ER MBL. hafði samband við síldarleitina á Raufarhöfn síðdegis í gær var veiðiútlit- ið á miðunum ekki gott. — Bræla var af norðaustan, 4 til 5 vindstig og lágskýjað. — Síldarleitarflugvélarnar gerðu báðar tilraun til flugs í fyrradag, en urðu að snúa við eftir stundarfjórðungs flug vegna lélegs skyggnis. Vegna þessara aðstæðna bjuggust merin við minni veiði í nótt. 1 gær var bræla fyrir sunnan Langanes, og veður lítt fallið til veiða. Fyrir norðan Langanes var hins vegar bjart veður, en þar hefur ekki orðið vart við síld. Góð veiði Norðmanna Á fjarritara Mbl. kom í gær frétt frá NTB þess efn- is, að norski síldarflotinn hefði aflað vel í gær og fyrri nótt, allt frá 6—800 hektó- lítrum og upp í 11500. Þar sem síldarleitarflugvélamar hafa ekki getað flogið, er ekki fyllilega vitað hvar norski flotinn heldur sig í augnablikinu, en á fimmtu- daginn var hann djúpt út af Seyðisfjarðardjúpi. Fullar þrær og löndunarbið Frá klukkan sjö á föstudags- kvöld til kl. sjö í gærmorgun til- kynntu sex skip síldarleitinni á Seyðisfirði afla sinn, samtals 4700 mál og tunnur. Síðdegis í gær biðu 14 skip löndunar á Seyðis- firði með samtals 7000 mál. Allar þrær eru fullar þar, Og brætt af kappi, en verksmiðjan annar 2500 málum á sólarhring. Til síldarleitarinnar á Raufar- höfn tilkynntu afla sinn á sama tíma 26 skip með 15,400 mál Og tunnur. Síðdegis í gær biðu þar nokkur skip með samtals 8000 mál. Löndun á Raufarhöfn hefur gengið vel frá því að hrotan hófst og verksmiðjan bræðir með full- um afköstum. Koma sér nú vel þrír nýir geymslutankar, sem byggðir voru í fyrra og rúma 37 þúsund mál. Verksmiðjan hefur nú tekið við 100 þúsund málum, en á sama tíma í fyrra hafði hún tekið við 60 þúsund málum. — Þrærnar á Raufarhöfn munu hafa fyllzt síðdegis í gærdag. Hafsilfur hefur nú saltað um 11 þúsund tunnur og tvær aðrar söltunarstöðvar, Óskarsstöð og Óðinn nálgast nú 10 þúsund tunnu markið óðum. Hvar er Kolbeinseyjarsíldin? Mönnum er það mikil ráðgáta Framh. á bls. 23. Ekki tekið við dragnótafiski , AKRANESI, 15. júlí. — Ekkl er tekið á móti dragnótafiski fyrr en á miðvikudag hjá Har- aldi Böðvarssyni & Co. Er ver- ið að koma færibandi í lag og hreinsa það. —. Oddur. Sumarferð Varðar Hringferð vallavatn fiall HIN árlega sumarferð Lands mélafélagsins Varðar verður farin n.k. sunnudag, 23. júlí. Að þessu sinni verður farið í hringferð um Þingvalla- vatn og Akrafjall. Lagt verð- ur af stað frá Sjálfstæðis- húsinu kl. 8 á sunudagsmorg un. Leiðsögumaður í förinni Verkfræðingar í verkfall Gera 9 17 þús. STÉTTARFÉLAG verkfræð- inga hefur boðað verkfall frá og með 24. júlí n. k. hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Tjáði Hinrik Guð mundsson framkvæmdastjóri Stéttarfélags verkfræðinga, blaðinu í gær, að verkfræð- ingar byggjust alveg eins við, að til verkfalls mundi koma, þar sem samningavið- ræðum hefði miðað mjög lít- ið fram að þessu og hefðu kr. lauitakrofut nánast aðeins verið á undir- búningsstigi. Kröfur verkfræðinga eru að- allega um hækkuð laun. Krefj- ast beir 9.000 kr. mánaðarlauna á 1. starfsári, 11.000 kr. á 2. ári, 12.000 kr. á 3. ári og þannig Síhækkandi þar til hámarkslaun- um, kr. 17.000, væri náð eftir 14 ára og lengri starfsaldur. Þá leggja verkfræðingar til, að öll yfirvinna, jafnt eftirvinna sem nætur- og helgidagavinna, verði greidd með álagi, sem svarar til 83% af dagvinnukaupi. Hinrik Guðmundsson sagði, að verkfræðingar miðuðu kröfur sínar við laun verkfræðinga annars staðar á Norðurlöndum. í Danmörku, sagði hann, að meðal byrjunarlaun verfcfræð- inga væru 10.000 kr., en hækk- uðu upp í allt að 30.000 kr. eftir 25 ára starfsaldur. í Svíþjóð væru verkfræðingar nokkru betur launaðir, en í Noregi væru laun þeirra aftur á móti lægri. Komi til verkfalls hjá verk- fræðingum tæki það til um 170 verkfræðinga, aðallega í Reykja- vík, sem starfandi eru hjá rík- inu, Reykjavíkurbæ, SÍS, ýms- um atvinnufyrirtækjum og á verkfræðiskrifstofum. um Þing- og Akra- verður Árni Óla ritstjór'. — Ferðalagið verður kvik- myndað. Svo sem kunnugt er, hafa skemmtiferðir Varðar notið mik- illa -vinsælda á undanförnum árum og ætíð verið mjög fjöl- mennar. Hjá fjölda fólks er Varðarferðin orðinn fastur lið- ur hvert sumar, og eiga marg- ir hinar ánægjulegustu endur- minningar frá fyrri ferðum fé- lagsins, svo sem ferðum um sögu* staði Njálu, vestursveitri Árnes- sýslu og í Fljótshlíðina, og á síðasta sumri var farið um land- nám Skallagríms. Eins og áður segir, verður lagt af stað frá Reykjavík kl. 8 á sunnudagsmorgun. Verður ekið sem leið liggur austur Mosfells* heiði, um Grafning og staðnæmzt fyrir ofan Hestvík. Síðan verður farið suður fyrir Nesjahraun að Hagavík og austur yfir Ölfus- vatnsheiði, að Ljósafossi og norð ur með Þingvallavatni að aust- an, framhjá Miðfelli að Þingvalla vatni að austan, framhjá Mið- felli að Þingvöllum. Þá verður ekið norður á Kaldadal að Kerl- ingu. Verður síðan ekið um Uxa hryggi vestur með Hafnarfjalli fyrir Leirárvog og hringinn f kringum Akrafjall um Hvalfjörð til Reykjavíkur. Farseðlar verða seldir í Sjálf- stæðishúsinu (uppi) og kosta kr. 225.00, en innifalið í verðinu er bæði hádegisve«ður kvöld- verður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.