Morgunblaðið - 19.07.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.07.1961, Blaðsíða 1
20 síður Vtgttl&UfaÍb 48. árgangur 159. tbl. — Miðvikudagur 19. júlí 1961 Frentsmiðja Morgunblaðslng Herskipum Rússa fjölgar Korsör, Danmörku, 18. júlí — (Reuter) — RÚSSNESKT beitiskip og tveir tundurspillar sigldu í gær «m Stóra Belti á norðurleið. Sigldu herskipin milli Sjá- lands og Fjóns á leið út í Kattegat. Sömu leið sigldu eínnig þrjú skólaskip rússneska flotans undir fullum seglum. — Frá Osló slmar fréttaritari Mbl. flotaæfingar Bússa hafi vakið al- menna athygli í Noregi og ekki 6Íður hitt að rússneskir togarar leita nú óvenjuoft til hafna í Norður Noregi. Ekki hefur þetta þó ena orsakað almennar blaða- deilur. Flotaæfingarnar fóru þannig Skemmdorverkj í Grænlandi Kaupmannahöfn, 18. júlí (Keuter). KRISTELIGT Dagblad í Dan- mörku skýrði frá því í dag að tilraun 'hafi verið gerð til þess að vinna skemmdarverk \ á bandarískum herstöðvum í^ Grænlandi. En þarna eru rad- J arstöðvar, sem eru hlekkir í aðvörunarkerfi því er liggur frá Kanada um Grænland til íslands. Ekki gat blaðið um heimild- f ir' sínar fyrir fréttinni, en Isagði að fjórar radarstöðvar | hafi verið lokaðar öllum óvið- i komandi eftir tilraunirnar. Talsmaður bandaríska sendi | ráðsins í Kaupmannahöfn | sagði I dag að sendiráðinu væri ókunnugt um skemmdar- verk í Grænlandi, og varnar- 9 málaráðuneytið danska sagðist I ekkert (hafa um þau heyrt en i má lið væri í rannsókn . Ráoherrafundur i' Washington, 18. júlí (NTB— Reuter). — Tilkynnt var í Was- hington 1 kvöld að utanríkisráð- Iherrar Bandaríkjanna, Bretlands Frakklands ©g Vestur-Þýzka- iands muni koma saman til fund er í París í byrjun ágústmánað ar. Ráðherrarnir munu ræða Þýzkalandsmálin. 25 niillj. á dag IONDON, 18. júlí. — Viðgerðar- menn brezka flugfélagsins BOAC eru í verkfalli og hafa 42 af 75 flugvélum félagsins stöðvazt. Verkfallið kostar BOAC 250,000 eterlingspund á dag, eða 25 millj. ísl. króna. Verkfallið hefur staðið i 11 daga. BOAC hefur flutt nokkrar véla sinna yfir til Prest- wick, en meginhluti farþega fé- lagsins á Atlantshafsleiðum fer annars með TWA og Pan Ameri- can, helztu keppinautum BOAC. WASHINGTON, 18. júli (NTB— Reuter) — Tilkynnt var í Was- hington i dag að öryggisráð Bandaríkjanna kæmi saman til íundar á morgun undir forsæti Kennedys forseta til að ræða það bvort herstyrkur landsins sé nógu mikill miðað við ástandið í heimimun í dag. Verður skýrsla varnarmálaráðu neytisins uim varnir landsins lögð fram á fundinum. fram í aðalatriðum að flotadeild frá Murmansk lokaði siglinga- leiðum hjá Norður Noregi, Jan Mayen og Spitsbergen og átti að verja þessi svæði gegn árás flota- deildar úr Eystrasaltsflota Rússa. Einn af yfirmönnum sænska flotans segir í grein í Handels- tidningen í Gautaborg að fylgzt hafi verið nákvæmlega með rúss nesku skipunum frá Norður Noregi. Firðir Norður Noregs séu mjög heppilegir felustaðir fyrir rússneska kafbáta, sem þar gætu leynzt mun nær baráttusvæðum Atlanshafsins en ef þeir þyrftu að sigla frá heimahöfnum sínum. Geimskoti frestað vegna veðurs Kanaveralhöfða Florida, 18. júlí (NTB) — Ætlunin var að skjóta mönnuðu geimfari á loft frá Kanaveralhöfða í dag. En al- skýjað var og lágskýjað, svo á- kveðið var að fresta skotinu. Sérfrasðingar þeir, sem fyrir geimskotinu standa, segja að bú- izt sé við batnandi veðurskilyrð- um. Er jafnvel talið að unnt verði að skjóta geimfarinu á loft á morgun, miðvikudag. Veðurfræð ingarnir koma saman snemma í fyrramálið til að athuga veðrið á flugleiðinni. Ef skilyrðin leyfa, verður Virgil Grissom höfuðs- manni skotið á loft um kl. 13 — (ísl. tími). Vesturveldin svara Krúsjeff Standa fast á rétti í Berlín sinum Washington, London og París, 18. júlí — (NTB-Reuter) — SENDIHERRAR Breta, Bandaríkjanna og Frakk- lands í Moskvu afhentu í gær Andrei Gromyko utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna orð- sendingar ríkisstjórna sinna, og var efni þeirra birt í dag. — í orðsendingunum svara þríveldin orðsendingu þeirri varðandi Þýzkalands- málín, sem Krúsjeff forsæt- isráðherra afhenti Kennedy forseta á fundi þeirra í Vín í byrjun júní. Segír í orðsendingunum að þríveldin standi fast á rétti sínum í Berlín og sérhvertil raun Sovétríkjanna til að ræna þríveldin þessum rétti geti haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þá segjast þríveldin sam- mála Sovétrikjunum umþað að löngu hefði átt að vera lokið friðarsamningum við Þýzkaland, en lýsa því jafn- framt yfir að allar tilraunir vesturveldanna til að ráða fram úr Þýzkalandsmálunum hafi strandað á Sovétríkjun- um. Segir í orðsendingunum að þríveldin hafi ávallt ver- ið reiðubúin til samninga um Þýzkaland og lagt fram marg ar tillögur þar áð lútandi. Tekið er fram í orðsending- uiium að algjör eining ríki milli vesturveldanna í Þýzka Iandsmálinu. FREL.SI BERLÍNARBÚA í bandarísku orðsendingunni er sagt að réttindi Bandaríkjanna í Berlin séu óvéfengjanleg. Banda- ríkin haldi fast við þessi réttindi og muni vernda þau gegn sér- hverjum einhliða tilraunum til að afnema þau. Enda byggist frelsi' Berlínarbúa á þvi að þessi rétt- indi verði ekki afnumin. Þríveldin lýsa því yfir að þau séu ósammála þeirri skoðun So- vétríkjanna að vandræðaástand skapist í Evrópu ef ekki verður nú þegar gerður friðarsamningur við Þýzkaland. Segir í orðsend- Framh. á bls. 19. Sveinn Þormóðsson tók / þessa mynd við Félags-; heimili Ármanns í góða 1 veðrinu sl. laugardag en j þar fór fram íslandsmót kvenna í handknattleik ut an húss. Stúlkan fremst á myndinni er fegurðar- drottning íslands, Maria 1 Guðmundsdóttir, en hún j keppti í handbolta. Stúlk- an við hlið hennar er Anna Harðardóttir. Hún var kosin bezta ljósmynda fyrirsætan í síðustu feg- urðarkeppni. Þær hafa greinilega ennþá áhuga á handbolta. Harmleikur á Mont Blanc ' ENN EINN leiðang^ir hefur Bonatti og Gallieni og Frakk- gefizt upp við að klífa hæsta anum Pierre Mazeau. Höfðu tind Alpafjalla, Mont Blanc, þeir leitað skjóls í fjallakofa, sem er 4807 metra hár. Til- raunin kostaði f jóra menn líf- ið. Þyrla var send eftir þeim þremur leiðangursmönnum, sem enn voru á Iífi: ítölunum illa á sig komnir andlega og likamlega. Leiðangursmennirnir sjö áttoi aðeins 240 metra ófarna Frh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.