Morgunblaðið - 19.07.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.07.1961, Blaðsíða 2
2 MORCVTSBLÁÐIÐ Miðvik'udagur 19. júlí 1961 Stikker fer í dag DR. Dirk Stikker framkvæmda- stjóri NATO fer héðan í dag kl. 8 f.h. með flugvél Loftleiða áleiðis til Amsterdam, og lýkur þar með hinni opinberu heimsókn hans hingað. Bræðslusíldin nyrðra Á síldarkortinu í blaðinu í gær féllu niður tölur yfir bræðslusíldina á helztu stöð- unum fyrir norðan. Síldarverk smiðjur ríkisins og Rauðka á Siglufirði hafa nú alls tekið við 124 þús. málum af síld úr skipum, og auk þess 42 þús. málum af síldarúrgangi frá söltunarstöðvum. Síldarverk- smiðjur ríkisins á Raufarhöfn höfðu tekið við 93,857 málum úr skipum klukkan sex í fjrrra kvöld, og um 25 þús. málum af úrgangi. — Harmleikur Framihald af bls. 1. að tindinum, þegar hræðilegur stormur skall á. Stuttu seinna Iézt Frakkinn Antoine Vieille; við þann atburð greip vin hans, Guillaume, æði og lézt hann einnig. Óttaslegnir og vesaldárlegir fikruðu hinir fimm sig niður á við, en klukkustundar göngu frá fjallakofanum féll ítalinn Andrea Oggioni látinn niður. Og aðeins 40 metra frá kofan- um dó Pierre Kohlmann úr kulda. Þyrlan flutti hina hrjáðu menn, sem eftir lifðu, í sjúkra- hús, þar sem þeir fengu hina beztu aðhlynningu. Síldar- visur EFTTRFARANDI stökur bárust Mbl. frá Siglufirði í gærkvöldi. Eru þær gerðar í tilefni frétta frá fréttaritara blaðsins á staðn- um, þar sem skýrt var frá því að Kilj&n væri á Siglufirði klæddur peysu í sólinni og Karl Guð- mundsson, leikari, væri þar í síld. Fréttamennskan fær ei hvíld furðu margar sögur á götum. Kalli Guðmunds kominn á síld og Kiljan í peysufötum. í tilefni af frétt um að Demetz, ítalski söngkennarinn, væri síld- arkokkur á Ólafi Magnússyni: Óperur hjá aflakló ætli nokkur trúi því. Einhversstaðar úti á sjó eldar Demetz spaghetti. MBL. barst í gær eftirfarandi síldarvísa frá Raufarihöfn, eftir Sigurð Árnason: Þetta er auma ólukkans törnin allt er hér löðrandi í slori. En hver á að sjá um blessuð börnin, sem birtast á næsta vori? Þá gerði og kunnugur úr síld- inni nyrðra þessa vísu eftir að Ihafa lesið vísur frá Siglufirði, þar sem sagt var að ein og ein villist inn til Raufarhafnar (en um þetta leyti fór Hafsilfur á Raufarhöfn fram úr öllum sölt- unarstöðvum á landinu): Öfund svíður inn við bein. Illa er margur stæður. Það er síldin ein og ein, sem úrslitunum ræður. f gær fór dr. Stikker suður til Keflavíkurflugvallar, snæddi þar hádegisverð í boði Moore flota- foringja ásamt Bjarna Benedikts- syni dómsmálaráðherra, Guð- mundi f. Guðmundssyni utanríkis ráðherra og fleiri gestum. Síðan voru skoðuð mannvirkin á flug- vellinum. Áður en til Keflavíkur var farið, hafði dr. Stikker átt viðræður við dómsmálaráðherra Og utanríkisráðherra. í gærkvöldi hélt svo utan- ríkisráðherra boð fyrir dr. Stikk- er, þar sem mættir voru ráðherr- ar, embættismenn, sendiherrar annarra NATO-ríkja, fulltrúar ýmissa félagssamtaka og fleiri gestir. Marlene Schmidt. Myndin er tekin á járnbrautarstöð í Baden Baden, þegar hún kom þangað að keppa um titilinn „Ungfrú Þýzkaland“. ,Ungfm alheimur' er rafmagnsverkfræðingiir FYRIR nokkrum mánuð- Þýzkalands, ásamt móður um flýði Marlene Schmidt, sinni og systur. 24 ára gömul, frá Austur- Á sunnudaginn var hún Þýzkalandi til Vestur- kjörin „Ungfrú Alheimur“ í Miami í Florida. Ungfrú Schmidt var kjörin fegurðardrottning Vestur- Þýzkalands í Baden Baden í júnímánuði síðastl. Hún missti föður sinn í stríðinu og í fyrra ákvað móðir hennar að flýja yfir járntjaldið á- samt dætrum sínum, þegar Marlene hefði lokið prófi sínu við háskólann. Hún tók glæsilegt próf í rafmagns- verkfræði við háskólann í Jena og hefur síðan starfað sem nafnlaus verkfræðingur í Stuttgart. Önnur áhuga- mál hennar eru: klassiskar bókmenntir og músik, elda mat og kynna sér útvarps- tækni. Verðlaunin í Miami voru 500 dollarar, minkakápa og kvikmyndasamningur upp á 10 þúsund dollara. En Mar- lene neitaði að skrifa undir kvikmyndasamninginn. „Ekk- ert getur slitið mig frá starfi mínu“, er eftir henni haft. „Rafmagnstækni er það skemmtilegasta í heiminum.“ Marlene er ljóshærð, 172 cm há og vegur 59 kíló. Önnur mál eru: 93—58—92. ★ fslcnzki þátttakandinn í feg urðarsamkeppninni í Miami var Kristjana Magnúsdóttir, einnig há, grönn og ljóshærð. Hún komst í undanúrslit, þ. e. í tölu þeirra 15 stúlkna af 70, sem kepptu til úrslita, en varð hinsvegar ekki meðal 5 efstu. í öðru sæti var ungfrú Rose- marie Franklland frá Wales, og í þriðja sætinu Adriana Gardiazabal frá Argentínu. Vestfjarðaför AKRANESI* 18. júlí. — Kl. 8,30 einn laugardagsmorgun í þessutn mánuði lögðu 40 slysavarnarkon ur héðan af stað í Vestfjarða- för á glæsilegum nýtízku lang- ferðabíl. Fyrsta daginn var ekið í indælu veðri að Þingeyri viS Dýrafjörð með viðkomu í Bjark arlundi og á Hrafnseyri. Á Hrafnseyrarheiði kóm séra Sté- fán Eggertsson á móti þeim á- samt leiðsögumanni og fagnaði Akraneskonum vel. Sváfu þær um nóttina í félagsheimili Dýr- firðinga. Á sunnudaginn var fjörðurinn skoðaður, Núpsskóli og Skrúður. Næsti áfangastaður var Flateyri. Þá var kvöldverður snæddur á Suðureyri og ekið til ísafjarðar um kvÖldið. Brugðu þær sér út í Bolungarvík með m.s. Fagra- nesi, og að sjóferð lokinni borð- uðu þær kvöldverð í boði ís- firzkra slysavarnakvenna. Eftir notalega næturhvíld í húsmæðra skólanum héldu konumar klukk an 10,30 á þriðjudagsmorguninn suður yfir Breiðdalsheiði og gistu í Bjarkarlundi. Heim kömu þær hressar og glaðar klukkan sjö á miðvikudagskvöld. Bílstjóri var Þórður Þórðarson og fararstjóri frú Ásgerður Gísladóttir. — Eitt af ævintýrunum úr för kvennanna var að þær dönsuðu á þiljum Fagraness alla leiðina frá Bolungarvík inn til ísafjarð- ar. Logn var og sólskin. Þetta hefur verið faldafeykir í lagi, þvl að munnmælasaga hefur þegar myndazt um að þær hafi dansað kokkinn upp að hnjám. — Oddur — Sild Frh. af bls. 20. Fór síldin að mestu á hafnirnar sunnan Langaness. Eftirtalin skip komu tíl Siglu fjarðar og Raufarhafnar frá klukkan átta í gærmorgun með tunnur og mál: Höfrungur II 1500, Vonin II 850, Dofri 500, Jón Garðar 750, Sigurður Bjarnason 1400, Árni Geir 950, Ófeigur II 850, Vísir 650, Snæfell 1500, Þor- leifur Rögnvaldsson 700, Helgi Helgason 1500, Aðalbjörg 600, Pétur Jónsson 700, Skarðsvík 400, Baldvin Þorvaldsson 500, Heimir 600, Hilmir 950, Þorlák- ur 800, Vilborg 300, Keilir 850, Pétur Sigurðsson 800, Björgvin 400, Eldey 1800, Hrafn Svein- bjarnarson II 800, Rifsnes 800, Stapafell 900 og Hrönn II 1000. Norski flotinn heldur sig 50— 60 mílur út af Seyðisfjarðardýpi. Ekki er vitað um afla Norðmann anna né stærð flotans, en flug- veður hefur ekki verið lengi á síldarmiðunum. í gærkvöldi bjuggust menn við áframhald- andi þoku á miðunum. Fyrri sólarhring var saltað í alls 1109 tunnur á Seyðisfirði. Þangað kom Hamrafellið með ölíu beint frá Rússlandi og var henni dælt um borð í þrjú olíu- flutningaskip, Þyril, Kyndil og Litlafell, en skipin þrjú sigla síðan á hafnirnar fyrir norðan Og austan en olíulítið mun hafa verið orðið víða. í gær kom og tunnuskip til Fáskrúðsfjarðar, en þar var orðið algjörlega tunnulaust, og hafði söltun stöðvazt af þeim sökum. Klukkan 24 á sunnudagskvöld- ið var heildarsöltun á landinu orðin 267,894 tunnur. Fréttaritari blaðsins í Nes- kaupstað símaði í gægrkvöldi að skip hefðu verið að koma þar að landi í allan gærdag, flest drekk hlaðin, enda veður gott, sléttur sjór, og sjómenn gátu því fyllt skipin meira en ella ef heppnin var með. í gær lönduðu í Neskaupstað eftirtalin skip: Glófaxi 700 tunn ur, Bjarmi 800, Blíðfari 700, Frigg 600, Hringsjá 600. Mímir 800, Helga 700, Þorbjörn 950, Guð- björg 900, Gissur hvíti 500, Þor grímur 300, Þráinn 550, Keilir 870 tunnur og Sæfari 900 mál og Hagbarður 450 tunnur. Síldarverksmiðjan í Neskaup- stað hefur nú tekið við rúmlega 30 þús. málum og yfir 10 þús. mál biðu þar löndunar í gærkv. Til staðarins kom tunnuskipið í fyrrakvöld, og kvaðst skipstjóri þess hafa séð mikla og vaðandi síld um 50 mílur frá landi, svo sem fyrr greinir í fréttinni. í gær kom varðskipið Þór með bátinn Hringsjá til Neskaupstað ar, en báturinn hafði fengið nót í skrúfuna. Skömmu síðar kom Albert með Gulltopp frá Vest- mannaeyjum sem hafðj orðið fyr ir sama óhappi. Kafarar unnu að því að losa næturnar úr skrúf- unum í gærdag. — (svavar). Dælt úr bátahöfn AKRANESI, 18. júlí. — Dæluskip ið Leó frá Reykjavík er að dæla upp úr bátahöfninni á Akranesi. Gert er ráð fyrir, að það dæli um 2500 kúbiksmetrum af sandi og drasli, sem er í bátahöfninni. Sandinum er dælt í nýja uppfyll ingu í dokkinni. — Skipstjóri á — Varðberg Framh. af bls. 20. ins í öðrum vestrænum ríkjum. Eg vil nota þetta tækifæri, nú þegar ég er staddur i Reykjavík, til þess að fagna stofnun þessa félags. Það er vissulega hvatn- ing fyrir mann, sem undirritaði Atlantshafssáttmálann fyrir rúm- um tíu árum, að sjá nú yngri kynslóðina taka við hinu mikil- væga hlutverki að berjast fyrir frelsi og réttlæti. Eg á þá ósk heitasta, að marg- ir muni berjast við hlið ykkar fyrir hugsjónum frelsis og lýð- ræðis, nú þegar hinn vestræni heimur stendur frammi fyrir mjög alvarlegri ógnun einræðis. Dirk U. Stikker (sign) aðalritari Atlantshafsbandalags- ins. Fundarmenn fögnuðu boðskap Dr. Stikkers. Að lokum kvöddu sér hljóðs Sigurður Helgason, Jón Skaftason, alþm., Gunnar G. Schram, Lárus Jónsson, Jón Rafn, Unnar Stefánsson og að lokum fundarstjóri, sem var Jón Rafn, og fögnuðu þeir allir stofn- un félagsins og hvöttu fundar- menn til þess að starfa ötullega að baráttumálum þess. S V A R T : . Síldarverksmiðja ríkisins Raufarhöfn A B C E F G H ABCDEF GH H V f T T : Síldarverksmiðja ríkisins Siglufirði 2.... d7—d6 Kista, Magga og Thala Dan hafa að undanförnu verið í flutningum milli Reykjavíkur og austurstrandar Grænlands, flutt bæði fólk og varning. Kista Dan og Magga Dan hafa lokið þessum flutningum í bili og eru nú á leið til Danmerk- ur. Thala Dan á eina ferð ófarna, er á leið hingað frá Scoresbysund, fer héðan til þrigffja þorpa á ströndinni og síðan til Danmerkur. Skipið átti að vera hér um hclgina, en festist í is og tafð- ist. 1 gær hafði skipið svo losn að úr ísnumog var á leið til Reykjavikur með yfir 30 far- þega. Myndin er af Thala Dan 1 Grænlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.