Morgunblaðið - 19.07.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.07.1961, Blaðsíða 8
 MORGVl\BLAÐlÐ MiðviEudagur 19. júlí 1961 Þar er ef til vill sönnust paradís á íslandi í BREKKUNNI, sem ligg- ur á milli Valhallar og Kárastaðaness við Þing- vallavatn, er e£ til vill sönn ust paradís á íslandi. Þar er skjól fyrir norðanátt- inni, þannig að á sólríkum sumardögum er 9 þar hiti sem í suðlægum löndum. Á aðra hönd er Hrútagjá, ilmandi blágresið og kjarr gróðurinn í brekkunni og á hina hönd Þingvalla- vatn í allri sinni dýrð. Það er því engin tilviljun, að á undanförnum áratugum hafa skotið þarna upp kollinum margir sumarbú- staðir, og þar dvelja eig- endurnir sér til hressingar og heilsubótar yfir sum- armánuðina. Við ákváðum því að heim- sækja eitthvað af því fólki, sem dvelst í þessari paradís, í síðustu® viku. Ekki var margt um manninn í bústöð- unum, enda mið vika, en í nokkrum þeirra mátti sjá fólk úti við að sóla sig. í Bröttuhlíð, sem liggur nánast miðsvæðis í brekk- unni, hittum við fyrir hjón- in Margit og Arna G. Ey- lands. Eins og nærri má geta er byrjað á því að ræða um bezta, sem völ er á til drykkj ar, þó maður vildi kannski ekki drekka það alveg uppi í Öxarárósum. Við fáum allt okkar vatn beint úb Þing- vallavatni. — Hvenær var bústaðurinn byggður? — Snemma á stríðsárunum, 1942 eða ’43, og við erum raunar enn að byggja hann. Þannig á það að vera með alla sumarbústaði, það þarf alltaf að vinna við þá. — Hafið þið verið lengi hér í sumar? — Við komum 26. maí frá Noregi, og höfum verið hér með annan fótinn síðan. — Og unnið? — Já, Árni er að mála, segir frú Margit, — en hann vantar bara málningu. Hann yrkir kvæði, skrifar í Mogg ann og norsk blöð, en þess á milli málar hann. — Ekki tala af þér kona, þetta gæti farið í revíuna, segir Árni. — Hérna liggja tveir gullpeningar, heldur hann áfram. — Það eru að vísu ekki þeir, sem stjórnin lét slá. Kannski er hættulegt að segja frá að þeir séu hér. Við nánari athugun kemur í ljós að gullpeningarnir eru tveir kvarnarsteinar í stétt- inni. — Hvaðan koma þeir þess- ir? spyrjum við. og kímir. — En svo að við förum út í hana, þá var einu sinni í Reykjavík Magnús Stephensen landhöfðingi, síð- astur manna með þann titil. „Lágur á velli og lotinn er lundur þundar bála.“ — Þetta segir um hann í Alþingisrímum, svo hann hef ur verið uppi fyrir þeirra tíð, Faðir hans var eftir því, sem ég man bezt, sýslumað- ur í Rangárvallasýslu, og mim hafa búið í Vatnsdal. Hann setti upp vatnsmyllu við bæ- inn og fékk steina frá Nor- egi. Ég keypti þá einhvern timann. — Og það fer vel um ykk- ur hér á sumrin? Húsfreyjan að Vatnagörðum, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir. — Fuglarnir borða allt úr eldhúsinu. (Ljósm. Mbl.: Markús) Skoðaður íslands fínasti garðstóll og bustýran að Vatnagorðum á ÞSatgvðUum heimsótt — Jú, jú, þetta er nógu gott fyrir okkur eins og mað- urinn sagði. Mig vantar bara flaggstöngina. Það sló eld- ingu niður í hana í fyrra. Náttúrunni breytt sem minnst Yfir kaffibolla inni í bú- staðnum höldum við áfram að spjalla um eitt og annað. — Er mikil veiði hjá ykk- ur? — Útgerðin er nú í ólagi. Okkur vantar bát. En það er mikið af smásilungi í vatn- inu. — Það er skrítið, segir frú Margit, — að þegar ég er í Noregi, þá langar mig alltaf hingað. Hér eru endur spáss- erandi, og ein kría kemur alltaf að fá sér í gogginn. Það er alltaf sama krían, og þegar ég er að gefa öndun- um, þá kemur hún og fær Séð út brekkuna í átt að Kárastaðanesi. Á sólríkum sumardögum er hér hiti sem í sólarlöndum suðursins. sinn skammt. Hér er líka Maríuerla, og þessar tvær eru beztu vinkonur mínar. Og ekki er dónaleg fjallasýn- in hér, Ármannsfell, Hengill, Skjaldbreiður, Árnafellið hans Matthíasar, Hrafnabjörg o. fl. — Við höfum reynt að breyta náttúrunni sem minnst, segir Arni. — Við tókum allt grjótið í grunn- inn úr vatninu því að við vildum ekki hreyfa við urð- inni í brekkunni. Það kann ekki góðri lukku að stýra að reyna að breyta landslaginu á Þingvöllum. En við höfum leyft okkur að planta nokkr- um hríslum hér í brekkunni. — Þetta er mjög prímitív- ur bústaður, heldur Árni á- fram, — en svona viljum við hafa hann. fslands fínasti garðstóll Við göngum aftur út í sól- ina. Það er sterkjuhiti og nánast logn. Árni kemur út með grænmálaða grind og sezt á hana. — Þetta er tslands fínasti garðstóll, segir hann, og bæt- ir við aðspurður: — Þetta er það sem þeir fyrir norð- an kalla mykjukláf. — Sjáið þið blöðin hérna? — Af og til, segir frú Margit. — Það var gott að sjá Morgunblaðið í gær. Ég var nefnilega að vinna svo- lítið í happdrættinu. Þið ber- ið náttúrlega ábyrgð á því að það sé rétt. Við göngum upp í brekk- una og skoðum flaggstöngina, sem eldingunni sló niður í í fyrrasumar. Það stendur ekk- ert eftir nema uppistaðan, en flísar má enn sjá umhverfis. I brekkunni vex blágresi, víð ir, birki, silfurreynir og ís- lenzk ösp, sem Árni fékk norðan frá Hofi í Vatnsdal. Bláberja- og hrútaberjalyng þekur eyðurnar á milli trjánna. — Hér er mikið af berjum, 1 veðurblíðuna, vallavatn. og síðan Þing- XJm gullpeninga o. fl. — Náttúran hefur hagað því svo, segir Árni, — að Þingvallavatn er eitthvað það — Báðir frá Selbu íNoregi. — Og voru fluttir þaðan hingað? — Jónas Jónsson segir að þið ungu mennirnir séuð ekki aftaka vel að ykkur í sögu seinni alda, segir Ami Við erum enn að byggja -i.rr'i— ^- —■ ■■■ ■ ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.