Morgunblaðið - 19.07.1961, Side 9

Morgunblaðið - 19.07.1961, Side 9
Miðvikudagur 19. júlí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 9 segir írú Margit. — Ég fékk einu sinni 14 kíló af bláberj- um af lóðinni. Mér sýnist að það ætli að verða nóg af berjum hér í haust. Við kveðjum Bröttuhlíð fullvissir þess, að hér sé sannarlega paradís á jörðu. Skömmu eftir að við yfirgefum Árna G. Ey- lands og frú hittum við fyrir heimasætuna í ein- um sumarbústaðanna. — Hagnheiður Pála Ófeigs- dóttir heitir hún, níu ára gömul, og rekur umfangs- mikla búsýslu á vatns- bakkanum. í búinu eru öll þægindi tuttugustu ald arinnar, svo sem upp- þvottavél (gömul vatns- fata), eldavél (spýtukubb- ur), skápur og ruslafata. — Er þetta búið þitt, spyrjum við. —• Já, en kríurnar koma alltaf og borða allt upp úr því. Það er bara enginn frið- ur fyrir þeim. Þarna geymdi ég brauðið mitt, og þegar ég var að gefa öndunum, þá komu fuglarnir og átu allt úr eldhúsinu. — Er mikið af fuglum hérna? — Það er búið að drepa næstum allar endurnar. Mink urinn drap þær. — Hefurðu séð hann? — Bara einu sinni þegar ég var pínulítil. Þá sá ég hann þama í hleðslunni, seg ir Ragnhildur og bendir á grjóthleðslu við vatnsbakk- ann. — Hann átti heima þarna. Og þegar ég var enn- þá minni þá var ég næstum komin með höndina í minka- gildru. Eg fór inn með hönd- ina og tók í gulrófu og um leið og ég tók höndina út þá small gildran aftur. — Finnst þér gaman á Þing- völlum? — Voða gaman. — Hefurðu verið hér oft? — Síðan ég var níu mán- aða. — Hefurðu veitt nokkuð? — Nei ég kann það ekki, En það er samt til veiðistöng. — Ætlarðu að læra að veiða? — Já. — Hvað matbýrðu í eldhús inu? — Ég veit það ekki. Ég læt bara eins og ég sé orðin full- orðin. Ég hafði einu sinni harð fisk og þóttist sjóða hann, en svo hafðí ég hann bara fyrir steinbít af því að það var steinbítsriklingur. Þetta er ekkert hlægilegt, segir Ragn hildur síðan, þegar við skell um upp úr. — Hvað heitir búið? — Vatnagarðar, af því að það var hlaðið upp þar sem það er. Heimasætan gengur nú með okkur upp í brekkuna og sýn ir okkur laut, þar sem hún segist stunduim sóla sig. — Ég hafði einu sinni búið . mitt hérna, þegar ég var miklu minni. — Hvað hét það þá? — Það hét ekki neitt, því þá var ég svo pínu öbbo lítil. Inni í bústaðnum sjáum við ýmsa merka muni, rekka fyr- ir diska úr Dillonshúsi, sem Jónas hefur vafalaust notað á sínum tíma, dregla ofna í fangáhúsinu fyrir ca. 80 ár- Framhald á bls. 12. Margit og Arni G. Eylands í brekkunni við Bröttuhlíð. — Það kann ekki góðri Iukku 1 að stýra að breyta landslaginu á Þingvöllum. _ f NOTIÐ SJÚINN, SÖLSKINID OG SEA&SKI Heildsölubirgðir: * Islenzk-erlenda verzlunarfélagið h.f. Reykjavík. SEASKI SUNTAN CREAM Heimsþekkt nýung er komin til landsins SEASKI sólkremið eykur vellíðan og yndis- þokka. SEASKI SUNTANCREAM er í 'handhægum plast-umbúðum. NJótið sólar og útiveru notið SEA53ÍI sólkremiðhefirruttsértilrúmsvíða >IVl um lönd og er mest selda sólkremið SUNTANCREAM , í Ameríku. SEASKI sólkremið jafnt við sól og óblíðri veðrattu. ^ E Jt ^i#'* sólkremið ver húðina gegn sólbruna 5E#\^5íVI og flýtir fyrir myndun hins ekta brúna hörundslitar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.