Morgunblaðið - 19.07.1961, Síða 10

Morgunblaðið - 19.07.1961, Síða 10
10 MORGVNBLAÐ1Ð Miðvilcudagur 19. júlí 196i. Utg.: H.f. Arvakur ReykjavUk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesser. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. NATTURUVERND OG SKÓGRÆKT CJKILNINGUR íslenzks al-' ^ mennings á gildi skóg- ræktar hefur mjög farið í vöxt síðustu áratugi. íslend- ingum er orð*ið það ljóst, að með því að hagnýta sér þekk ingu og reynslu annarra þjóða geta þeir auðveldlega bætt og fegrað land sitt með því að gróðursetja þar skóga. Það er nú sannað, að marg- ar trjátegundir dafna hér prýðilega og geta náð hér svipuðum þroska og annars staðar. Með skógræktinni er einnig hægt að forða heilum landssvæðum frá því að verða auðn og uppblæstri að bráð. Þegar á allt þetta er litið, sætir það eigi lítilli furðu að á allra síðustu árum hafa risið upp einstakir menn og hreinlega ráðist gegn skóg- ræktinni. Til dæmis hefur einn af starfsmönnum sjálfra bændasamtakanna lýst því yfir, að frá „sínu sjónarmiði væri skógræktin okkar falleg ur barnaskapur, en lítið meira en barnaskapur og að- allega fyrir kaupstaðabörn“! Þetta er svo fáránlegur skelggjudómur að orðum er ekki að honum eyðandi. ★ Það er einnig fráleitt, sem haldið hefur verið fram af einstökum mönnum, að með gróðursetningu barrskóga á Islandi sé verið að vinna spjöll gegn fegurð landsins og náttúru þess. Steindór Steindórsson, menntaskólakennari á Akur- eyri, hefur svarað þessari kenningu í ágætri tímarits- grein. Kemst hann þar m.a. að orði á þessa leið: „Skógræktin hefur flutt inn allmargar tegundir í til- raunaskyni. Vöxtur þeirra gefur góðar vonir um að ýmsar þeirra vinni sér, áður en langt um líður, fullan borgararétt í gróðurríki ís- lands. Vel má svo fara, að sú kynslóð íslendinga, sem fæðist um næstu aldamót hafi gleymt því að barrskóg- arnir á íslandi séu ekki einu sinni aldar gamlir, en líti á þá sem jafnsjálfsagðan hlut í náttúru landsins og vér lít- um nú á birkiskógana. Náttúruvernd og skógrækt eiga sama mark, að skila landinu fegurra og betra til komandi kynslóða. Þessum aðilum ber því að styðja hvor annan og varast að veikja aðstöðu hins aðilans með deilum um smámuni.“ Þetta er vissulega rétt. Náttúruvernd, skógrækt og sandgræðsla vinna að sama marki, að betra og fegra landið og skila því frjósam- ara og fegurra í hendur kom andi kynslóða. I baráttunni að því takmarki ber öllum ræktunarmönnum, hvar sem þeir eru á vegi staddir, hvort sem þeir búa í sveit eða við sjó að sameina krafta sína. VIÐ BERJUMST FYRIR FRIÐI VIÐ viljum frið, trúið því. Við berjumst fyrir friði, umfram allt fyrir friði.“ Þetta voru ummæli dr. Dirk Stikkers, framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalags- ins á fundi með íslenzkum blaðamönnum í fyrradag. í þeim er mótaður kjarni þeirrar stefnu, sem varnar- bandalag vestrænna lýðræð- isþjóða berst fyrir. Samtökin voru stofnuð árið 1949 vegna ofbeldisaðgerða Rússa í Aust ur- og Mið-Evrópu. Þeir höfðu látið sinn Rauða her hjálpa fámennum klíkum kommúnista í þessum lönd- um til þess að hrifsa öll völd í sínar hendur, afnema frelsi og mannréttindi og læsa tug- ir milljóna manna niðri í þrælakistu hin kommúniska einræðis. Þegar þannig var komið, sameinuðust þjóðir Vestur- Evrópu og tóku höndum sam an við þjóðir Norður-Amer- íku, Bandaríkjamenn og Kanadamenn og mynduðu Atlantshafsbandalagið. Þessi samtök eru aðeins rúmlega 12 ára gömul. En þau hafa unnið mikið og merkilegt starf í þágu heims- friðarins. Þau hafa stöð>vað sókn kommúnismans í Vest- ur-Evrópu. Þau hafa komið í veg fyrir að fleiri þjóðir yrðu ofbeldis- og útþenslu- stefnu kommúnismans að bráð. Allur hinn lýðræðis- sinnaði heimur stendur í mikilli þakklætisskuld við At lantshafsbandalagið. Dr. Stikker lýsti því yfir á fyrrgreindum blaðamanna- fundi, að NATO vildi vinna að því að fremsta megni að koma í veg fyrir átök vegna Berlínardeilunnar. Því er þó ekki að neita, að hótanir Rússa um sérfrið við Austur- Þjóðverja og riftingu sam- komulags stórveldanna um Berlín, hefur haft í för með sér mjög aukið öryggisleysi og hættu á að til hernaðar- legra átaka kunni að draga. Margt bendir þó til þess að fullkomin eining þjóða At- lantshafsbandalagsins og Byltingin a ÞANNIG hljóðaði tilkynn- ingin, sem ýmsir hershöfð- ingjar Spánar fengu fyrir 25 árum. Hinn 17. júlí 1936 átti að hefjast bylting hersins. En afleiðing þeirr- ar byltingar var borgara- styrjöld og síðar einræðis- stjórn Francos. EL PRONUNCIAMIENTO Spánskir herforingjar höfðu í margar vikur og með mik- illi leynd unnið að undirbún- ingi byltingarinnar gegn lýð- veldisstjórninni. E1 pronunc- iamiento (byltingin) átti að hefjast í Norð u r-Marokkó, sem bá var spánskt verndar- svæði, því þar gátu herfor- ingjamir reitt sig á takmarka lausa hlýðni hermanna sinna. Strax á eftir átti að gera bylt ingu í heimalandinu. Hinn 13. júlí 1936 var leið- togi þingflokks hægrimanna, Calvo Sotelo, myrtur í Ma- drid og varð morðið til þess að byltingunni var flýtt og dagurinn ákveðinn. Tilkynn- ingin var send út: Hinn 17. kl. 17,00. Byltingin átti að bera skjót an árangur. Aðal hvatamenn hennar voru níu háttsettir herforingjar. Þeirra á meðal var Francisoo Franco, sem þá var 43 ára og yngsti hers- höfðinginn í her Spánar. Sam kvæmt áætlun skiptu herfor- ingjarnir með sér verkum sem hér segir: JOSÉ Sanjurjo hershöfð- ingi: Snrúa heim til Spánar úr útlegð í Portúgal og taka við yfirstjórn byltingarinnar. EMILIO Mola hershöfðingi, yfirmaður hersins í Navarra og talinn sá sem mest vann að skipulagwingu byltingar- innar: Reyna að ná yfirráð- um í norðurhéruðunum. muni leiða til þess að þeir láti sitja við status quo í Berlín. íslendingar bjóða dr. Stikk er velkominn til lands síns. Þessi reyndi og glæsilegi hol lenzki stjórnmálamaður gegn ir nú því virðulega og vanda sama hlutverki að vera fram kvæmdastjóri varnarsamtaka vestrænna þjóða, sem hafa það höfuðtakmark að varð- veita frið og mannhelgi, ekki aðeins í Evrópu heldur og um heim allan. RÆNA ÞJÓÐIN MINNSTA NOR- ITM þessar mundir er hér stödd færeysk sendi- nefnd, sem komin er hingað til þess að ræða um mögu- leika á handfæraveiðum Færeyinga innan íslenzkrar landhelgi. Skal ekkert á þessu stigi málsins fullyrt um, hver erindislok hennar festa gegn hótunum Rússa verða. En íslendingar líta á Færeyinga sem nána frænd- ur og vini. Það er rétt sem Peter Mohr Dam, lögmaður Færeyja, segir í samtali hér í blaðinu í gær, að íslend- ingar og Færeyingar eiga margt sameiginlegt. Báðar hafa þessar litlu eyþjóðirháð harða baráttu við Ægi og byggja afkomu sína að veru- legu leyti á sjávarafla. Tunga Færeyinga er skyldari ís- lenzku en nokkurt annað mál. Mikill fjöldi færeyskra sjómanna hefur stundað störf á íslenzka fiskiskipaflotanum og stór hluti færeyska fiski- skipaflotans hefur sótt á ís- landsmið um langan aldur. íslenzka þjóðin vill vissu- lega rækja góðan frændskap og vináttu við Færeyinga. Þeir eru minnsta norræna þjóðin. Einnig þeir eiga. merkilega og sérstæða menn- ingu, sem er hluti af menningararfleifð norrænna manna. Örlög þeirra og okk- ar eru á marga vegu samofin. Franco hershöfðingi 1936 FRANCISCO Franco hers- höfðingi og herstjóri á Kanaríeyjum: Fljúga til Spánska Marokkó og stjórna byltingunni þar. CONZALO Quiepo de Llano hershöfðingi, yfirmaður her- sveita í Sevilla-héraði: Ná héraðinu á sitt vald. MANUEL Goded hershöfð- ingi, herstjóri á Baleareyjum: Fara flugieiðis til Valencia og stjórna byltingunni þar. MIGUEL Cabanellas hers- höfðingi, yfirmaður hersins í Zaragoza: Taka borgina og halda henni. ALFREDO Kindelan hers- höfðingi í flughernum: Ganga í lið með sveitum byltingar- manna í Marokkó og taka við yfirstjórnr flughersins. ANTONIO Aranda ofursti, yfirmaður hersins í Oviedo: Taka Astoriuhérað. JUAN Vague ofursti: Hefja uppreisnina í Marókkó og bíða komu Francos og Kindel- ans. Þannig leit áætlunin út. En hvernig varð hún fram- kvæmd? Og hvernig gekk þessum níu mönnum sem stóðu fyrir byltingunni? I>etta gerðist: UPPHAFIÐ Ætlunin var að hefja bylt- inguna í Marokkó hinn 17. júlí kl. 17,00 á svæði nálægt Riff-fjöllunum, sem nefnist Llano Amarillo (Gula slétt- an), en þar var meirihluti hersins saman kominn til æf- inga. En það kvisaðist út í setuliðsborginni Melilla að eitthvað væri á seyði og lög- reglan tók að athuga málið. Yague ofursti ákvað því að bíða ekkj lengur. Og bylting in hófst í Melilla í stað Llano Amarillo hinn 17. júlí kl. 16,10 í stað kl. 17,00. Franeo hershöfðingj kom til Marokkó með leiguflugvél morguninn 19. júlí. Vélinni flaug brezkur flugmaður. Nokkrum dögum áður hafði Franco sent fjölskyldu sina með skipi til Frakklands. Kom Franco á tilsettum tíma til Marokkó. En Sanjurjo hershöfðingi, sem átti að hafa yfirstjórn byltingarinnar, var|| ekki jafn lánsamur. Hann ætl aði með lítillj flugvél til Spánar, en vélin hrapaði í flugtaki og fórst Sanjurjo með henni. Flugmaðurinn, Juan Ansaldo, bjargaðist. VIÐHAFNAR- BÚNINGURINN Ansaldo skýrði frá því á eftir að Sanjurjo hafj mætt á flugvellinum, sem var smá grasvöllur í nánd við Lissa- bon, með geysimikla ferða- kistu. Ansaldo mótmælti og sagði að vélinn værj of lítil til að flytja bæði hershöfð- ingjann og farangur hans. En Sanjurjo heimtaði að fá kist- una sína með, því — eins og hann sagði: — í henni er við hafnarbúningur minn og það er ekki hægt að ætlast til þess að ég haldi innreið mína í/ Madrid án hans. Vélin var* því yfirhlaðin og mistókst flugtakið. En byltingarmenn misstu manninn, sem átti að l stjórna byltingunni . Goded hershöfðingi fór á tilsettum degi flugleiðis frá Palma de Mallorka, en lenti í Barcelona í stað Valencia, vegna þess að áætluninni var breytt á síðustu stundu. Var hann handtekinn við kom- una og skotinn skömmu síð- ar. Gabanellas hershöfðingja tókst að ná Zaragoza á sitt vald og de Llano náði yfir- ráðum í Sevilla. Aranda ofursti beitti her- bragði til að ná borginni Oviedo. Hinn 18. júlí, daginn sem byltingin hófst á spánskri jörð, lýsti hann yfir fylgi sínu við lýðveldisstjórnina. Hann vopnaði verkamenn og námu menn og sendi þá með sérstök um járnbrautarlestum til Madrid til að verja höfuð- borgina. En þegar lestimar Framhald á bls. 12. |

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.