Morgunblaðið - 19.07.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.07.1961, Blaðsíða 18
18 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. júlí 1961 og hið sjöunda jafnað Landskeppni Rússa og Bandankjamanna: Sex ný heimsmet Ein mesta frjálsiþróttakeppni íþróttasógunnar H1' N tvö stærstu stórveldi á íþróttasviðinu, Bandaríkin og Rússland, háð*u landskeppni í frjálsum íþróttum um helg- ina. Bandaríkjamenn sigruðu í greinum karla með nokkr- um yfirburðum, 124 stigum gegn 111, en rússnesku val- kyrjurnar báru ægishjálm yfir þær bandarísku, hlutu 68 stig gegn 39. — . + HEIMSMETIN Keppni landanna er „stríð“ sem lengi mun minnzt sem mestu landskeppni allra slíkra. Sex ný heimsmet voru sett, hið sjöunda jafnað og frábær árangur náðist í mörg um öðrum greinum. Nýju heimsmetin eru þessi: 4x100 m boðhlaup karla Bandaríkin 39.1 sek. 4x100 m boðhl. kvenna Bandaríkin 44.3 sek. Hástökk karla, Brummel, Rússl. 2.24 m. Langstökk karla, Boston, Bandar. 8.28 m. Langst. kvenna, Tjelka- nova, Rússl. 6,48 m. Kringlukast kvenna, Press, Rússl. 57.43 m. 100 m hlaup kvenna, Rud- olph, Bandar. 11.3 sek. Hið síðastnefnda er met- jöfnun. Keppnin var ákaflega hörð. Bandaríkin mættu öheppni í tveim greinum. Drayton var dæmdur úr leik í 200 m hlaupi fyrir að hlaupa inn á aðra braut í beygjunni. Hann kom annar í mark. f 400 m hlaupinu hélt hinn blakki hlaupari Plummer að um þjófstart hefði verið að ræða, stoppaði og tapaði minnst 3 metr um. Hann þaut svo af stað, en ætlaði sér of mikið. Vann bilið upp á fyrstu 100 metrunum en stífnaði upp á endasprettinum og varð 2. í mark. Hápunktur keppninnar var „einvígi" Bostons óg Ter-Ovan- sjan í langstökki og „einvígi" Brummels og Thomas í hástökki. Það kom í ljós að hinn hávaxni negri var Ovansjan mun sterkari og Brummel reyndist sterkari Thomas. Thömas var hónum þó fyllilega verðugur keppinautur. Brummel fór 2.24 m en Thomas ekki, átti þó mjög góða tilraun. A Glæsilegur sprettur Wilma Rudolph sýndi hvað mesta yfirburði. Hún sigraði með yfirburðum, létt og leik- andi í 100 m hlaupinu og jafn- aði heimsmetið. En í boðhlaup inu vann hún enn glæsilegri sigur. Hún tók við keflinu 3,5 m á eftir „endakonu" rúss- nesku sveitarinnar, en fræði Bandaríkjunum öruggan sigur og nýtt heimsmet. Tími sveit- anna var 44,3 og 44,5. Frétta- menn lýsa hlaupi Rudolph sem mesta spretti kvenmanns í íþróttasögunni. í boðhlaupi karla skiptu Bandaríkjamenn óvenju vel og bættu heimsmet sitt og Þjóðverja um 4/10 í 39,1. Það Danskt hand- knattleikslið í Hafnarfirði j í kvöld ’ Hér er nú statt á vegum Víkings danskt handknattleiks lið S. K. E. M. Það samanstend ur af liðsmönnum úr fjórum félögum og meðal þeirra er einn unglingalandsliðsmaður. 1 kvöld leikur þetta lið í Hafnarfirði og mætir jafnöldr um sínum /17 18 og 19 ára) úr FH. Leikurinn í kvöld fer fram á Hörðuvöllum og hefst kl. 8,15. Úr einu í annað TÍr BRODNIK, Júgóslavíu hefur sett landsmet í tugþraut. Hann náði 7466 stigum. ýk Argentínskt met hefur verið sett í kúluvarpi. Helf heitir methafinn og varpaði 17.76. Þjóðverjinn Drbach hefur sett þýzkt met í kúluvarpi-18.06 m. Lingnau landi hans hafði ný- bætt eldra met í 17.89. -jlf Stangarstökkvarar F i n n a keppa oft og ná góðum ár- angri. I Essbo stukku Ankio og Jonasson 4.40 m. 1 Funkalaiduu stökk Landström 4.41 og Nikula 4.30 m. Leino varpaði kúlunni 17.01 m. gefur meðaltíma undir 9,8 sek. Stórkostlegur sprettur. Bandaríkjamenn áttu svo sínar sterk-u greinar í stuttu hlaupun- um og stangarstökki. Rússarnir „áttu“ og sínar greinar þar sem Framh. á bls. 19 I ——----------------------------<s> Hinrik bakv. Fram varð það á að snerta knöttinn með lienúi. Það kostaði vítaspyrnu, sem KR misnotaði. KR og Fram brugðust en Heimir varði með tímanlegu úthlaupi, en varð þó að sjá af boltanum aftur til Guðmundar Óskarssonar, sem var í góðu færi innan vítateigs, en brenndi af heldur linu skoti. 11. mínútan færir Guðmundi annað færi, þá eftir allgóðan samleik, en enn brenndi Guðmundur af. Baldur Soheving reyndi á 20. mín. að skora af löngu færi, — gott skot en rétt utan hjá. Þóróllur skaut fallegu skoti frá vítateig, en einn ig það fór hárnákvæmt framhjá. A 40. mín. varði Geir hörkuskot Bllerts Scram. 2:0 fyrir gróf mistök. Er tæpar 4 mínútur voru til leiksloka og spenna á hámarki, þar eð Fram átti en tækifæri á að jafna, urðu mikil mistök í Fram-vörninni hjá Halldóri Lúð víkssyni, sem annars átti ágætan leik, og Þórólfur fékk leikið inn að markinu og skoraði framhjá Geir, 2:0. Og þannig lauk leiðin- legum leik, með sigri öllu skárra liðsins. Liðin brugðust sem sagt mjög illilega í þessum leik enda þótt segja megi að veðrið hafi gælt við leikmenn. Framlína KR var mjög slöpp og enginn framlínu- mannanna var svipur hjá sjón. Mörkin má þakka forsjóninni, —. og Halldóri Lúðvíkssyni. Tilraun- in með Helga Jónsson sem inn- herja fór að mestu út um þúfur, sömuleiðis með Gunnar Felixsson sem útherja. Sveinn og Garðar voru heldur ekki eins frískir og virkir og vanalega. Garðar er að vísu nýkominn aftur í liðið cftir meiðsli og eflaust á hann eftir að lyfta KR-liðinu mikið með endurnýjaðri þjálfun. Vörn KR stóð sig eftir atvikum, en annars þarf vörn ekki að vera sterk til að hindra árásum hinna veiku framherja Fram. í Framliðinu átti beztan leik þjálfari liðsins, Reynir Karlsson, æfingalaus að mestu. Baldur reyndi alltaf að leika og var dug legur að vanda. Hinrik var harð- ur og stöðvaði Þórólf og hélt hon um niðri að miklu leyti. Geir átti heldur slök úthlaup a. m. k. í ein 4 skipti og munaði litlu aS mark hlytist af. Dómari var Einar Hjartarson úr Val. Dæmdi hann með eindæm illa, dæmdi Oft lítið sem ekkert, það sem hann dæmdi. Það verð- ur þó að reikna honum gjalda- megin að sólin, sem var að setj- ast í vesturátt truflaði hann og leikmenn mikið, en vitaskuld hefði hann átt að geta haldið sig meira í vestanverðum vellinum, heldur en hann gerði og þannig haft sólina í bakið. — jbp. KR vann lélegan leik 2:0 í FYRRAKVÖLD léku KR og Fram í íslandsmóti 1. deildar á Laugardalsvellin- um. — Leiksins mun einna helzt minnzt fyrir það hve eindæma lé leg knattspyrna var þarna til sýn is í eindæma fögru sumajrveðri. Hvorugt liðið hefur sýnt svo gjör ómögulegan leik í sumar sem nú. Sendingar milli 2ja eða 3ja sam- milli tveggja eða þriggja sam- herja, að maður nú ekki tali um þaðan af fleiri, sáust vart. Slepjan og seinagangurinn í framlínum beggja gerði að verk um að marktækifærunin urðu fá og leikurinn fór fram að mestu á miðbiki vallarins, og á hlaupabrautunum umhverfis völlinn. Þórólfur eyðilagði „gjafa“- vítaspyrnu dómarans KR-ingar reyndust mun meira „grasserandi" í fyrri hálfleikn- um og á 15. mín. er þeir voru innan vítateigs Frams varð einn varnarmanna fyrir því óhappi að boltinn hoppaði upp í „dauða“ höndina. Dómarinn, Einar Hjart- arson, flautar: Vítaspyrna, enda þótt aðeins skuli dæmt á hendi að yfirlögðu ráði. Þórólfur Beck tók vítaspyrnuna og brenndi af hátt yfir markið. Skömmu síðar henti það sama innan vítateig^, er knötturinn hrökk í hönd Birgis bakvarð- ar Frams, en nú var ekkert dæmt, — réttilega. KR átti nú nokkra „pressu" að Frammarkinu en ekki er hægt að segja að hún hafi verið stórhættuleg, þó skall hurð nærri hælum, á 30. mín., er Geir hljóp út vitlaust, en þá var bjargað á marklínu. Ellert átti og jákvætt skot úr miðj- um vítateignum, en rétt fram- hjá. Garðar nærri að skora — en Gunnar fullkomnaði verkið Það var loks á 39. mínútu að markið kom og þá líkast þrumu úr heiðskíru lofti. Garðar Árna- son, sem lék nú aftur með eftir meiðsli, skaut þrumuskoti af ekki minna en 30 metra færi, en knötturinn lenti í þverslánni án þess að Geir hefðist að, lenti síðan fyrir framan fætur Gunn- ars Felixsonar rétt fyrir utan markteiginn og átti hann auð- velt með að skora í tómt mark- ið, því Geir var þá búinn að kasta sér — eftir skoti Garð- ars. Annars áttu Framarar svo sem líka marktækifæri, þó ekki væru sérlega góð né mörg. Guð- jón skaut laglega innan víta- teigs á 38. min. og hefði lík- lega skorað, ef knötturinn hefði ekki hrokkið í varnarmann KR. Rétt fyrir hálfleikslok átti Guð- mndur tækifæri á að jafna leik ana, en var of fljótur á sér. Seinni hálfleikurinn hófst með allsæmilegum tækifærum Gunn- ars Guðmannssonar á 2. og 4. mín, en í bæði skiptin klúðraði hann. Gullna tækifæcrið hjá Fram kom á 10. mín., þegar Hörður Felixsson brást illilega og Grétar möðherji komst inxi að markinu, Hér sjást sigurvegarar og Golfmeistarar á Akureyri. F. v.: Gunnar Konráðsson, Ak., Gunn ar Sólnes, Ak., Isl.meistari, Hafliði Guðmundsson, Ak., Jóhann Þorkelsson, Ak., Bragi Hjart arsson, Ak., Sævar Gunnarsson, Ak., Jóhann Guðmundsson, Ak., Stefán Árnason, Ak. (Ljósm. St. S. Sig.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.