Morgunblaðið - 23.07.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.07.1961, Blaðsíða 3
f Sunnudagur 23. júlí 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 „C’est la vie“ Nú í vikunni hurfu fjórir belgískir fjallgöngumenn fyr- ir björg í Grænlandi, eins og skýrt hefur verið frá í fréttum. Hér er síðasta mynd- in af tveimur þeirra sem fór- ust, unga parinu Jean Alzetta og Nadine Simandl, tekin í Grænlandi, þegar þau voru að leggja af stað frá Umanak til að klífa Nerdleritfjall. Samferðamaður þeirra á bátn um ,,Julius Thomsen“ á leið- inni norður til Umanak frá Egedesminde, segir að þetta hafi verið ákaflega lífsglaður hópur. Þessa tvo sólarhringa á bátnum notuðu Belgirnir til að skrifa á 1500 póstkort til vina og fjallamannaklúbba og frímerkja þau. Á kortunum var loftmynd af Nerdlerit- fjalli, og áttu kortin að til- kynna fólki um allan heim um sigur þeirra yfir fjallinu, sem aldrei hefur verið klifið áður. Einkum voru þessi tvö yngstu kát og lífsglöð og Nadine, einasta stúlkan í hópnum, lét óspart í ljós hrifn ingu sína i hvert skipti sem hún sá eitthvað nýtt. — C’est la vie (þetta er nú lífið), sagði hún alltaf, án þess að gruna að dauðinn beið henn- ar og piltsins hennar á fjall- inu ósigrandi. Eyjólfur reynir við Djúp iVleiri tekjur af 70 |uís. Banda- ríkjsiMuum en 1 milSjón 8via Spjallað við aðalrœðismann Norðmanna í New York Isafirði. 21. júlí EYJÓLFUR Jónsson súndkappi gerði í morgun tilraun til að 6ynda yfir ísafjarðardjúp. Lagð- jst hann til sunds frá Snæfjöllum é Snæfjallaströnd um kl. hálfátta í morgun. í fylgd með Eyjólfi voru Guðmundur Marzeliusson á vélbáti sínum Björgu, og einnig fylgdi með árabátur, sem í voru Eyjólfur Snæbjörnsson, Reykja- vík Hreinn Jónsson ísafirði og Gísli Kristjánsson sundhallarfor- stjóri ísafiröi. Veður var ágætt, sólarlaust en logn. Sjávarhiti 10 stig. Sóttist Eyjólfi sundið vel, tók 30—31 sundtök á mínútu, en er hann hafði verið á sundi í tæpa tvo tíma, fékk hann sinadrátt. Hægði hann þá sundið og hvíldist og reyndi að fá úr sér sinadráttinn, en er það tókst ekki hættj hann sundinu og var tekinn inn í bát- inn. Er Eyjólfur hætti sundinu, hafði hann farið um fjórðung leiðarinnar, sem er um 15 km löng. í sambandi við þetta sund Eyj- ólfs hefur rifjazt upp gömul sögn af þrælunum Vébirni, sem var íhjá bónaanum í Súðavík. Unnust dóttir bónda og Vébjörn þræll Ihugástum. Eitt sinn hittust þau hjónaleysin á Brúðarhamri á fíúðavíkurhlíð. Fékk bóndi vitn- eskju um fund þeirra og fór með íhúskörlum sínum á báti að ná Vébimi, en er hann varð þeirra var, stakk hann sér til sunds og synti norður yfir Djúp til Snæ- fjallastrandar. Kom hann í land í Súrnadal, en húskarlar Súðavík- Undanfarna daga hefur dval- izt hér í Reykjavík, aðalræðis- maður Norðmanna í New York, Knut Thommessen. Hairn mun halda héðan til Noregs í dag ásamt konu sinni og þrem börn- um, þar sem hann hyggst sér- staklega ferðast milli ferða- mannahótelanna og kynna sér starfsemi þeirra. í samtali við Morgunblaðið í gær rómaði hr. Thommessen mjög samstarf sitt við skrif- stofu Loftleiða í New York. Greindi hann frá þvi, að ræðis- mannasskrifstofan þyrfti á ári hverju að annast sendingu mik- ils fjölda norskra sjómanna frá Bandaríkjunum heim tii Noregs, t. d. hefði skrifstofan á s. 1. ári greitt fyrir 1205 sjómönn- um, sem sendir hefðu verið heim af ýmsum ástæðum, svo urbónda voru rétt S hæla hans. Tókst Vébirni að, komast upp í fjallið og lá við sjálft, að hann slyppi úr höndum fjenda sinna, en með því að þeir voru 6 um 1, sumir segja 10 um 1, gátu þeir umkringt hann og unnið á hon- um. Heitir þar síðan Vébjarnar- núpur, nú almennt kallaður Bjarnarnúpur. — A.K.S. sem vegna veikinda o. s. frv. Af þessum rúmlega 1200 mönn- um hefðu 366 farið með vélum Loftleiða. Sagði hr. Thommes- sen, að þjónusta Loftleiða væri slík, að á betra yrði naumast kosið. Áður en Knut Thommessen réðist til New York hafði hann starfað á vegum norsku stjórnar „Horfðu reiður um oxl“ Norðfirði, 20. júlí ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sýndi hér í gær leikritið Horfðu reiður um öxl. Ekki var alveg húsfyllir, vegna anna við síldina, en leikn- um var mjög vel tekið og flestir hrifnir af þessu umdeilda leik- riti, svo Og meðferð leikaranna. Aðstaða til leiksýningar er slæm, svo Þjóðleikhúsið á þakkir skyld ar fyrir að gefa Norðfirðingum kost á að sjá þetta leikrit. Nýtt félagsheimili er í smíðum, en verður ekki tekið í notkun fyrr en á næsta ári. — Svavar. Sr. Jón Auðuns dámpröfastur: Á bjargi — eða á sandi GUÐSPJALLIÐ um húsin tvö fær kirkjan oss til hugleiðingar í dag. í friðsælum dal standa tvö bændabýli. Þau blasa við sól og brosa við heimafólki og gestum. Saklausir lækir vefja silfurlind- um hlíðina, en neðar bylgjast kornstrangamóðan og skiptir lit- um við engi og tún. Hér er frið- ur. Og hér er kyrrð. Vel hafa traustu hús. Þar búa öruggir bændumir tveir byggt sín menn. En kyrrðin er rofin. Eins og flóðgáttir himins hafa opnazt, steypist regnið niður, og storm- urinn hvín. Lækir, áður silfrað- ir, saklausir, flæða kolmórauðir, ógnandi yfir bakkana. Eins og flakandi sár verða fagrar akur- reinar, og engin fögru eins og aurslóð. Vatnsborðið hækkar, skelfing grípur bændurna tvo. Fá húsin staðizt þessa storma þetta steypiflóð? Nóttin hellir myrkri yfir dalinn. í morgunsárið blasir við öm- urleg sjón. Annað húsanna hef- ir hrunið, en í miðri auðninni stendur hitt húsið óhaggað. Og nú sjást afleiðngar þess, að hús- ið þetta hafði bóndinn byggt á bjargi, en á sandi sem flóðið hafði sópað burt, hafði hinn bónd inn byggt hús sitt. Er trú þín, lífsskoðun þín á því bjargi byggð, að þú þolir það, að örlagalækirnir snúist í belj- andi röst og þú lendir í steypi- flóði stórrar lífsreynslu? Knut Tommesen innar í Englandi, Þýzkalandi, Kanada og Póllandi, en s. 1. 2% ár héfur hann starfað sem aðal- ræðismaður Norðmanna í New York. Sagði hann, að auk ýmiss- ar fyrirgreiðslu, sem skrifstofan annaðist fyrir Norðmenn stadda x Bandaríkjunum, þá væri eitt aðalverkefni hennar að auka straum bandarískra ferðamanna til Noregs. Bandaríkjamenn væru í Noregi, eins og annars staðar í heiminum, mjög eftirsóttir ferðamenn, og þá ekki sízt vegna hinna miklu tekna af þeim. Á s. 1. sagði hr. Thommessen, að 60—70.000 bandarískir ferðamenn hefðu eytt meiru í Noregi en 1 milljón Svía, svo að það væri ekki að furða, þótt þeir vaeru eftirsóttir. Hr. Thommessen hefur ferðazt nokkuð um landið þessa daga, sem hann hefur dvalizt hér, m. a. farið til Þingvalla. Gullfoss og Geysis, og var Geysir m. a. s. svo gestrisinn að gjósa 10—15 m háu gosi fyrir hann. Meðan sólin skein og lognið var í djúpum dal, stóðu húsin tvö á föstum grunni. Svo er einn ig um húsið þitt. Meðan allt leik ur þér í lyndi og ekki er við ann að að etja en smávægilegar hvers dagsáhyggjur, er húsi þínu óhætt. En lífsreynslan kemur, lækim- ir saklausu snúast í beljandi röst. Þá kann að verða þér dýrkeypt að hafa byggt á sandi en ekki á fastri klöpp. Byggir þú á bjargi? Það er erfitt að dæma, meðan allt leik- ur þér í lyndi. Missir þú sálar- jafnvægi þitt, eða varðveitir þú rósemina, þegar örlögin verða þér andstæð? Hvenær kemur að þeirri stund? „Varið ykkur blómstrá á bakkanum föst bráðum snýst sá lækur í beljandi röst“, — segir séra Matthías í hinu óvið- jafnanlega ljóði um bömin frá Hvammskoti, sem drukknuðu í læk hér í nágrenninu á heim- leið frá kirkju. Tvö börnin fór- ust, eitt bjargaðist, lítil stúlka sem lifði það, að verða háöldruð kona. Hana þekkti ég og jarð- söng hana, þegar ég var staddur vestur á ísafirði fyrir rúmurn 20 árum. Margsinnis hafði lækur- inn snúizt í beljandi röst á löng um lífsvegi þeirrar konu. Slysa- dauði vitjaði fjölskyldu hennar, eiginmanns og sona, þótt lækur- inn næði ekki henni, þegar hún horfði á systkin sín tvö drukkha. Og allt stóð hún af sér, þessi margreynda kona, fínbyggð sjálf eins og blóm. Hennar hús var á bjargi byggt. Byggjum vér á kjargi? Reisum vér hús vort þar sem því er ó- hætt, þótt allra veðra sé von? Það getur orðið of seint að gæta að undirstöðunum, þegar húsið er hrunið. Guð sér leiðir, þótt ég sjái þær ekki, en ískyggilegt þykir mér, hve nútímakynslóðin virðist skeytingarlaus um það bjarg, sem aldirnar hafa sýnt að hagg- ast ekki. Stormar koma, steypi- regn skella á, óveðrin umflýr engin kynslóð til lengdar. En hvernig stendur hennar hús, ef ekki er þess gætt, að byggja á bjargi aldanna, kristinni trú, kristinni lífsskoðun? Ég þykist ekki bölsýnn. Mér er tíðum brugðið um hitt, að vena bjartsýim um of og trúaður um of á það, að þrátt fyrir gönu- hlaupin, þrátt fyrir hirðuleysið um Guð og helga dóma muni mannssálin að Iokum finna leið- ina heim, þótt hún fari langt að heiman og lengi sér leiðina, Guð einn veit hve mjög. En lífið kref- ur á sínum tíma alla menn um átök. Þá hristist hús manna oig nötrar í storminum, en fær það staðizt, hafði gleymzt að byggja það á bjargi? „Sporin hræða", sögðu Rómverjarnir forðnu. Dæmi ófarnaðai-ins eru allt of mörg til þess að þau megi gleywi ast. Fyrir röskum áratug flutti Bradley, forseti herráðs Banda- ríkjamanna ræðu og mælti: „Vér eigum of marga vísindamenn og of fáa guðsmenn. Vér höfum á valdi voru leyndardóm atómork- unnar en gleymum Fjallræðunni. Líkamlega erum vér risar en and lega erum vér börn.“ Þessum manni gagnkunnugum heimspólitíkinni, leyndardóm- um hernaðarmálanna og risa- vöxnum milliríkjavandamálum, er ljóst, að ráð mannkyns er reik- ult, hús þess á foksandi byggt, meðan ekki er byggt á bjarginu, kenningu Krists, eins og hún krystallast í Fjallræðunni, sem hann l«uk með líkingunni atf húsunum tveir-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.