Morgunblaðið - 23.07.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.07.1961, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. júlí 196J —----- kafi, en ákaflega hægt. Fólki virtist þessi hlutur hreyfast af sjálfu sér, því að ekkert sjáan- legt samband var milli hans og lyftitækjanna á prömmunum. Eftir rúmlega hálftíma stóðu þó fáeinir þumlungar af dökk- um og hrufóttum viði upp úr vatnsyfirborðinu, og eftir 6 tíma mátti greina útlínur skipsskrokks ins og þverbitana fyrir ofan efra byssuþilfar. Erfiðar aðstæður. Á næstu dögum var flakinu lyft betur milli dráttarpramm- anna og dregið á grynnra vatn. Á sama tíma var dælum, sem sérstaklega höfðu verið gerðar af þessu tilefni, komið fyrir inni í skrokknum. Tekið var til við að dæla sjónum út. Það verk stóð yfir nótt með degi í tæplega viku, þar sem skipið var óþétt- ara, en búizt hafði verið við. sem aJV þeim voga — boga — toga — soga! En sumir geyma svíma í drauma rúmi, sofa ofurdofa í stofukofa. Konráð Gíslason hefur ort fremur kaldranaleg eftirmæli, þar sem þessar vísur eru: Á sjávarbotnl sitja tveir seggir í andarslitrum, aldrei komast aftur þeir upp úr hrognakytrum. Sjávarbylgjur belja oft, bragnar niðri hljóða, aldrei sjá þeir efra loft ellegar ljósið góða. Og Grímur Thomsen segir í Ólund: „djúpt í marar straumi /fölur meðal fiska ég sit“ og „liðinna volkast líkin bleik“. Steingrímur Thorsteinsson hef ttr lýst þessari tilfinningu mjög vel í kvæðinu ,,Efra og neðra“. Aleinn ræ eg út’ á djúpl, 6, sú sjónin skær! Sjórinn gullnum sólskinshjúpi sveipast fjær og nær. Sjór er gagnsær — grilli’ eg niður, gnötra eg við að sjá: hafskip sokkið! — helgrár bryður hákari hleikan ná. Áfram ræ eg, ei skal dvelja, áfram, hátur! svíf; yfir sólbros, undir helja, ó, þú falska líf! Þetta er nú orðinn nokkuð póesískur inngangur að frásögn um björgun „Vasa“, en auk þeirra ástæðna, er þegar hefur verið getið fyrir áhuga almenn- ings, má geta þess, að 90 fyrir- tækí í Svíþjóð leggja fram fé til björgunarinnar, og hafa þau vitaskuld kappkostað um að aug- lýsa hana — og sjálf sig um leið. , Álitshnekkir og fjárhagsáfall. „Vasa“ var flaggskip sænska flotans, sem konungurinn, Gústav Adolt II., batt miklar vonir við. Þær vonir urðu þó skjótt að engu, því að það var rétt í byrj- un jómfrúarferðar skipsins í ágúst 1628, sem það sökk undan Stokkhólmi. Missir skipsins var mikið áfall fyrir sænsku þjóðina. Það var ekki einungis álitshnekkir, held ur einnig mjög alvarlegt fjár- hagslegt áfall. Sænska þjóðin og sænska ríkið var fátækt á þess- um tíma. Það var ekki fyrr en síðar á 17. öld, sem grundvöllur var lagður undir efnahagslega velmegun þjóðarinnar. Þegar „Vasa“ sökk, voru aðeins um 10.000 íbúar í Stokkhólmi. Þeir bjuggu flestir í bjálkakofum með torfþaki, þar sem geitur þeirra voru tjóðraðar, og lifðu frum- stæðu lífi. Borgin, sem ,,Vasa“ lagði upp frá, hefur breytzt mik- ið á þessum 333 árum. Skipinu lyft. Hér fer á eftir lýsing á því, hvernig skipinu var lyft úr kafi. Geysilegur mannfjöldi hafði safnazt saman alls staðar þar sem nokkur von var til þess að sjá skipið rísa úr sæ. Fyrst hélt forseti bæjarráðsins í Stokkhólmi ræðu, þá var skotið fallbyssu- skotum, en síðan varð löng og eftirvæntingarfull bið eftir því, að eitthvað gerðist. Fólk teygði óþólinmótt úr hálsunum, en ekk- ert sást nema smávegis ólga í svörtu vatninu milli dráttar- prammanna Óðins og Friggjar og hins gríðarstóra krana- pramma Loðbrókar. Smám sam- an virtist eitthvað vera koma úr Kafarar urðu að taka aftur við að þétta skrokkinn, en löngu áður en farið var að lyfta skip inu, höfðu þeir neglt fallbyssu- götin og gert við skutinn, sem hafði skemmzt töluvert. Viðgerð- in var gerð af furðulegri ná- kvæmni, þegar þess er gætt, að hún var gerð á miklu dýpi og næstum því í algerðu myrkri. Menn verða að hafa í huga, að öll undirbúningsvinna fór fram í mjög köldum sjó og mikilli dimmu. Gera varð ganga undir skipið svo að koma mætti þar fyrir köðlum og vírum, og bjarga varð útskornum munum, sem losnað höfðu af skipinu og hálf- grafizt í leðjuna umhverfis. Sjórinn við Stokkhólm er mjö gruggugur og mengaður óhrein- indum, eins og sjórinn er yfir- leitt við stórborgir. Kafararnir gátu séð um tvo til þrjá metra frá sér með aðstoð skærustu lampa, en um leið og vinna hófst, þyrlaðist for og leðja upp, svo að þeir sáu ekki nokkurn skapað an hlut. Við slík skilyrði hefur orðið að ganga frá öllum undir- búningnum. T. d. þurfti að reka um 5000 trétappa í skrokkinn, til þess að gera hann vatnsþéttan. 30 kafarar hafa verið um 3000 stundir neðansjávar við vinnuna. og helmingi þess tíma eyddu þeir í að gera göngin undir skipið. Þau eru um metri á þykkt og 22 metrar á léngd. Þau vom gerð m. a. með vatnsbyssum og leðjusogdælum. Miklir fornieifafundir. Jafnvel áður en „Vasa“ hafði verið lyft, höfðu 3700 munir fund izt á hafsbotni, og þegar fyrstu vikuna eftir að skipið var sett i þurrkví, höfðu 1700 fundizt til viðbótar. Aðalsiglutréð mun hafa brotnað á sínum tíma á móts við efra þilfarið. Það fannst við hliðina á skipinu og hefur nú aftur litið dagsns Ijós. Stýrð hafði losnað, en er í góðu ásig- komulagi. „Vasa“ er nú sýnilegt í fyrsta skipti, frá því var hleypt af stokunum. Til allrar hamingju hefur skipsskrokkurinn varð- veitzt mjög vel. Það er því að þakka, að hann er ekki maðk- étinn, en skipamaðkurinn þrífst ekki í Eystrasalti. Fornleifafræðingar grafa nú sem óðast niður í skipið. Lík sjóliðanna og annarra, sem um borð voru, hylur mörg.hundruð tonna lag af ógeðslegri, slím- kenndri leðju. Enn er ekki vitað með vissu, hvers vegna „Vasa“ sökk, en skipið lagðist á hliðina við fyrsta vindgust. Menn hyggja, að skipið hafi verið „crank“. eins og sjómenn segja, þ. e. að því hafi verið hætt við að hvolfa, annað hvort vegna bess, að það hafi verið of mjótt í hlutfalli við jfe, Framhald á bls. 22. Hér sést aftan á og fram efthr VASA, eftir að skipiS var komið í þurrkví. Skipið er rúmlega 50 a. SJALDAN hefur fornleifafura ur dregið að sér jafn mikla athygl alls almennings og fundur sænska herskipsins Vasa, þar sem það lá á hafsbotni undan Stokkhólms, höfn. Þetta á þó sínar skýringar, eins og flest annan í heimi hér þegar vel er að gáð. Það var ekki fornfræðingur, sem fann skipið í ríkisstyrktum leiðangri, heldur áhugamaður um fornfræði með glöggt auga fyrir áhrifamætti blaða og sjónvarps. Hann er einnig naskur og fundvís á forna hluti af áhugamanni að vera, líkt og Schliemann forðum. Skáldskapur og auglýsingar Þá finnst fólki alltaf eitthvað ævintýralegt við það, þegar forn- minjar finnast á hafsbotni. Gaml- ar sagnir um sokknar borgir og horfin lönd rifjast upp í róm- antízku rökkri hugans. Við þessa tilfiningu bætist óhugnaðarkend þegar hugsað er um leik fiska innan um mannabeinahröngl o. s. frv. Þeirri kennd hafa mörg skáld lýst. Minna má á vísu Sneglu-Halla: Hrang es, þars hávan þöngul heldk of, síz fjör seldak, sýnt es, at ek sitk at Ránar, sumir eru í búð með humrum; ljóst es lýsu at gista, lönd ák út fyr ströndu, því sitk bleikr í brúki, blakir mér þari of hnakka, blakir mér þari of hnakka. (Gnýr er, þar sem ég held um háan þöngul, síðan ég lét lífið; það er sýnt, að ég bý hjá Rán; sumir eru í bústað hjá humrum; bjart er að gista hjá lýsu; ég á heima úti fyrir ströndu; því sit ég bleikur í þarabrúki; þari blak- ir um hnakka mér). Þá má og minna á hina ein- kennilegu visu, sem sumir eigna huldukonu, en aðrir Kolbeini skáldi undir Jökli: Hér f vörum heyrist bárusnarí, höld ber kaldan öldu vald á faldi. sveltu piltar söltum veltast byltum, á sólar bóli róla i njólu gjólu; öflgir tefla afl við skeflu-refla, Vosa Myna xeKin úr lofti, meðan verið var að draga VASA úr kafi. rís úr votri gröf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.