Morgunblaðið - 23.07.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.07.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBL4Ð1Ð Sunnudagur 23. júlí 1961 Utg.: H.f Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Steíánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason fz-á Vigur. Matthías Johannesserv. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands í iausasölu kr. 3.00 eintakið. BARDAGARNIR í BIZERTA ■JI/IENN undrast að vonum,^ hvers vegna skyndilega skyldi draga til styrjaldar- átaka við flotahöfnina Biz- erta í Túnis. Bourgiba Tún- isforseti hefur lengi verið sá meðal stjórnmálaleiðtoga Arabaþjóðanna, sem fúsastur hefur verið til að setja nið- ur deilur og taka öfgalausa afstöðu. Hann hefur verið milligöngumaður um sættir milli Araba í Alsír og Frakka og hlynntur Vesturveldun- um. Án sérstaks tilefnis krefst Bourgiba forseti þess skyndi- lega, að Frakkar lofi að yfir- gefa flotahöfnina Bizerta og samþykki kröfur hans um hluta Sahara og gefurloks að eins sólarhrings frest til svars. Frakkar töldu sig ekki geta látið undan slíkum kröf- um, og er hörmulegt til þess að vita að til vopnaviðskipta skyldi draga og Frakkar leggja undir sig landsvæði í Túnis. Ekki er fullljóst, hvað valdið hefur þessari afstöðu Bourgiba forseta. Líklegt er þó, að hann vilji beina at- hyglinni að Bizerta til stuðn- ings við kröfur sínar um yfirráð í Sahara, sem upp- reisnarmenn í Alsír eru síð- ur en svo hrifnir af, þar sem þeir telja Sahara alsírskt land. Er það mjög athyglis- vert, að alsírskt^ uppreisnar- mennirnir skuli halda á- 'fram samningaviðræðum við Frakka meðan stríð geisar milli Túnismanna og Frakka. Er það nokkur vitnisburður tun, að grunnt muni vera á því góða milli Araba í Túnis og Alsír og sýnir Ijóslega hvern vanda de Gaulle á við að etja. Fram að þessu hefur honum þó furðu vel tekizt að greiða úr þeim flækjum, sem óleysanlegar virtust, og verður að treysta því, að stjórnvizka hans nægi til þess að komið verði í veg fyrir ófriðarbál við Miðjarð- arhaf, og fyrirætlanir hans um sjálfsákvörðunarrétt Al- sírsbúa nái fram að ganga, jafnframt því sem sjálfstæði Túnis verði styrkt. NÝTT AFREK BANDARÍKJAMENN hafa enn á ný skotið mönn- uðu geimfari og unnið stór- afrek fyrir opnum tjöldum. I kjölfar þessa afreks undir- ritaði Kennedy forseti lög, sem gera ráð fyrir nægileg- um fjárveitingum til að undirbúa ferð manna til tunglsins. Bandaríkjamenn gefa fyr- irfram út tilkynningar um geimskot sín og leyfa öllum að fylgjast með þeim, Rúss- ar aftur á móti hafa full- komna leynd yfir sínum til- raunum og haga þeim þann- ig, að jafnvel veldur efa, hvort þeir nokkru sinni hafi komið manni út í geiminn og lifandi til jarðar. Engar sann anir eru þannig fyrir því, að Juri sá Gagarín, sem einmitt kemur hingað í dag, hafi far- ið ferð þá, sem talin er fyrsta geimför manna. Mun það vafalítið um alla framtíð verða dregið mjög í efa vegna leyndar þeirrar, sem yfir geimskotum Rússa hef- ur verið. FRJÁLS MENNING OAMTÖKIN Frjáls menning ^ eru nú að hefja öfluga starfsemi hér á landi og hafa efnt til nýstárlegs happdrætt is til styrktar henni. Þessi samtök eru öflug meðal flestra frjálsra þjóða og ein- beita sér einkum að aðstoð við hin svokölluðu vanþró- uðu ríki í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Meðal þess, sem hin ís- lenzku samtök hyggjast beita sér fyrir, er menningarsam- band við Afríku- og Asíu- þjóðir. Telja menn að þessi nýju ríki mundu hafa áhuga á að kynnast því, hvernig hægt er að byggja upp sjálf- stætt og óháð ríki 170 þús. manna þjóðar, sem áður var | nýlenda. Jafnframt er þess að gæta, að nýju ríkin eru að vonum tortryggin í garð gömlu nýlenduveldanna. Er líklegt, að þau mundu betur treysta íslendingum, sem sjálfir hafa verið nýlenda. En auk þess fer varla á milli mála, að við munum betur skilja ýmis þeirra vanda- mál en þeir, sem ekki hafa átt við þau að stríða. Samtökin Frjáls menning eru mjög merkur félagsskap- ur, sem ástæða er til að ís- lendingar styrki. RÍKISÁBYRGÐ ? CÍLDARSALTENDUR hafa ^ farið fram á, að ríkis- ábyrgð verði veitt fyrir á- framhaldandi söltun, eftir að lokið er söltun upp í samn- inga. Við þessa ósk er ýmis- legt að athuga. í fyrsta lagi hafa söltunarstöðvar nú feng ið meiri síld en dæmi eru til um langt árabil, þannig að hagur þeirra ætti að vera Málverkum fyrír 80 millj. stoljö Interpol leitar listaverkaþjófa grenni, hefur skýrt frá því, að það hafi heyrt bifreið aka frá safninu um kl. þrjú. — Sögðu vitnin, að þau hefðu haldið, að hávaðinn væri frá fólki, sem verið hefði úti að skemmta sér. Þjófarnir vandlátir Athugun hefur leitt í Ijós, ' að þjófarnir höfðu aðeins á brott með sér dýrustu mál- verkin í safninu en skyldu eftir 134 myndir, sem voru eftir hina lítt kunnari mál- ara 19. og 20. aldarinnar. — UM SIÐUSTU helgi var framinn í bænum Saint Tropez á Riviera-strönd- inni listaverkaþjófnaður, sem talinn er vera sá mesti, síðan málverkinu af „Monu Lísu“ var stolið frá Louvre-safninu fyrir hálfri öld. Málverk þau, sem nú voru numin á brott, eru eftir ýmsa kunnustu mál- ara síðari tíma og verð- mæti þeirra áætlað um 80 milljónir íslenzkra króna. ★ Þjófarnir, sem enn hafa ekki fundizt, höfðu á brott með sér fimmtíu og sjö af 191 málverki, sem uppi hengu á safninu í Saint Tropez. Safnið var til húsa í gam- alli kapellu, sem endumýjuð hafði verið með það fyrir augum, að hýsa málverkin. En meðal stolnu listaverkanna voru málverk eftir Matisse, Utrillo, Vlaminck, Derain, Dufy og Bonnard. Þjófabjalla með haustinu Upplýstst hefur, að ekki var venjan að gæta safnsins að næturlagi. Og ennfremur, málverkin voru að vísu tryggð fyrir bruna, en-ekki þjófnaði. Höfðu forráðamenn safnsins í hyggju, að láta setja þar upp þjófabjöllu með haustinu. Töldu þeir raunar safnið óhult fyrir þjófum, þar sem það verk umlukið hárri járngirðingu, auk þess sem stálhurð og önnur innri hurð var fyrir safninu. — Safnstjórinn, André Dun- oyer de Sagonzac, sem sjálf- ur er kunnur málari, var staddur í Genf. allgóður. Ættu stöðvarnar því sjálfar að geta tekið nokkra áhættu. Ef saltendur telja síldina seljanlega, ættu þeir því að geta hætt á að salta hana. Ef þeir hins veg- ar telja að hún muni vera óseljanleg, er ástæðulaust að ríkið taki á sig áhættuna. Þegar óskin um ríkisá- byrgðina er sett fram, hafa síldarverksmiðjurnar ekki fengið helming af því magni, sem þær þurfa til að bera síldarverð það, sem ákveðið var, og loks er svo þess að gæta að einnig þarf að selja Faxasíldina, ef síldveiðar sunnanlands eiga ekki að leggjast niður. Að öllu samanlögðu virð- ist því krafa síldarsaltenda ósanngjöm Málverkið f Monu Lisu á Louvre-safninu er undir stöðugu eftirliti sérstaks gæzlumanns. Þegar því var stolið árið 1911, var veggurinn látinn standa auður, meðan leitað var að því. Og eftir næstum þrjú ár kom það fram í dagsljósið aftur og var afhent eigendum sínum. — Nú hefur annar stórbrotinn listaverkaþjófnaður verið framinn, og er honum lýst hér á síðunni. Fimmti þjófnaður á 18 Þeir höfðu m. a. á brott með mánuðum sér 4 málverk eftir Matisse Þetta var fimmti meiri og jafnmörg eftir Bonnard, háttar listaverkaþjófnaðurinn tvö eftir Dufy, 10 eftir Sign- við Riviera-ströndina á 18 ac, tvö eftir hvem þeirra Van mánuðum. Er lögreglan þeirr Dongen, Vlaminck og Vuill- ar skoðunar, að á bak við ard, en eitt eftir Utrillo. — stuldina standi þjófafélag. Loks má í þessu sambandi En þrátt fyrir, að í sumum geta þess, að þjófarnir sýndu tilfellum hafi tekizt að hafa de Segonaz þann sóma, að upp á þjófunum, hafa þeir taka með sér hans eigin mál- aldrei fengizt til að segja, verk. hvar myndirnar væru né að Þjófnaðurinn var uppgötv- afia nokkurra upplýsinga, aður kl. 6 næsta morgun, sem svipt gætu hulunni frá þegar frú Mary Olivares, þessum dularfullu þjófnuð- ræstingakona safnsins, kom um. Hafa frönsku sakamála- til vinnu sinnar. Gerði hún yfirvöldin leitað aðstoðar lögreglunni þe^ar aðvart. Interpol, alþjóða-leynilögregl Líklegt þykir, að þjófamir unnar, í viðleitni sinni til muni gera tilraun til að að leysa gátuna. Það eru smygla málverkunum úr ekki aðeins söfn heldur líka landi, svo sem títt er í slík- heimili listaverkasafnara, sem um tilfellum. Hefur einkum rænd hafa verið. verið borið niður í Eng- landi, Italíu eða Bandaríkj- Engir viðvaningar unum við sölu á stolnum Lögreglan segir, að þessi málverkum. síðasti þjófnaður hafi verið mjög listilega framinn og Safnið stofnað 1955 því engin ástæða til að ætla, Safnið, sem rænt var I að þarna hafi viðvaningur þetta skipti, var stofnsett ár- verið á ferðinni. Þjófarnir ið 1955, þegar Georges Gram komu að safninu um tvö- mont, milljónamæringur og leytið að nóttu, að því er listaverkasafnari, ánafnaði bezt verður vitað. Brutust Saint Tropez safn sitt af þeir í gegnum járngirðing- málverkum síðari tíma meist una, stálhurðina og dyrnar ara franskra, ásamt fjár- fyrir innan. Eftir það höfðu upphæð, til þess að endur- þeir greiðan aðgang að mál- nýja kapelluna á ströndinni verkunum, sem voru í sýn- og gera hana að safnhúsi. — ingarsölum á tveim hæðum. Hún hafði annars staðið ó- Telur lögreglan, að sjálfur notuð. þjófnaðurinn hafi tekið Meðal málverka, sem safn- skemmri tíma en klukku- ið gat státað af, var „Sígauna stund. mynd“ Matisse, en í heild Fólk, sem býr í næsta ná- FramJi. á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.