Morgunblaðið - 23.07.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.07.1961, Blaðsíða 20
20 y MORGV N BLAÐIÐ Sunnudagur 23. júlí 1961 Skyndibrúðkaup Renée Shann: 33 eem eftir er. — Það efast ég um. Jafnvel þó að þau geti nú að lokum gift sig, þá eru þau alloftast að gera vitleysu. Og það mundi að minnstc kosti sú stúlka gera, sem giftist Clive. Hver svo sem hún er, og ég hef sagt honum, að einhver hljóti það að vera, þá á hún ekki annað en vonbrigði i vændum, ef hann hefur verið að telja henni trú um, að hann verði nokkurntíma frjáls að því að giftast henni. Sandra laut fram yfir diskinn. Hvað var þetta alltsaman? Dul- búin aðvörun, eða hvað? Hana Ingaði mest til að segja í reiði- tón: — Hættu þessu. Við skulum heldur tala samart af fullri hrein skilni. Ef þú veizt hver stúlk- an er, þá nefndu hana. Ég þolj ekki þennan kattar og músar eltinga leik .... — En það var bara alls ekki víst, að Margot vissi. hver stúlk- an var. Hún gat vel talað svona, jafnvel þótt hún hefði ekki minnsta grun um hana. Sandra minntist þess, að hún vissi ekkert um konu Clives nema það sára- litla, sem hann hafði sagt henni. Hún gat vel verið kona, sem sleppti sér af minnsta tilefni. Nú leit Margot á hana bros- andi og sagði: — Þér virðist ekki sýna matnum yðar mikinn sóma. Eruð þér kannske ekki svöng? Sandra svaraði blátt áfram, að hún borðaði aldrei mikið um hádegið. Kvöldverðurinn væri aðalmáltíðin hjá henni. — Eins er ég sjálf. Þér verðið einhverntíma að koma og borða kvöldverð með okkur Clive. Haf- íð þér ekki einhverntíma komið heim til okkar? — Jú, einstöku sinnum þegar ég hef átt erindi við Clive sambandi við verzlunina. — Ég ætla að tala um það við Ég kem til þess að segja mig úr Dýraverndunarfélaginu! hann, sagði Margot og brosti ill- kvittnislega. — Gallinn er bara sá, að hann er svo oft úti á kvöldin. Já, það getur svo sem eins vel verið, að það sé sjálfri mér að kenna, að ég á í þessum vandræðum með hann núna. Hingað til hef ég í hjónabandi okkar haldið því fram, að við ættum að vera sem frjálsust, en nú sé ég, að þar hefur mér skjátlazt. En þegar ég er búin að ná í hann aftur, ætla ég ekki að gefa honum eins lausan tauminn. — Þá gæti það verið gott ráð að vera ekki alltof lengi fjarver- andi. — Góða ungfrú Fairburn, fram vegis ætla ég alls ekki að hreyfa mig að heiman. Svo mikið hef ég lært af þessari Ástralíuferð minni. — Og hvers vegna voruð þér svona lengi burtu? — Ég veit varla. Fyrst var það þetta og svo var það hitt til þess að tefja fyrir heimförinni. Ég fór þangað fyrst og fremst í tilefni af andláti föður míns Ég er áströlsk að uppruna, skil- ið þér. Svo varð ég að hjálpa til að ráðstafa búinu. Nú, það gekk nú alltsaman prýðilega. Faðir minn arfleiddi mig að allveru- legri fjárupphæð. — Það hlýtur að vera gott fyr- ir yður. — Já, það er að ýmsu leyti þægilegt. Það er náttúrlega ófært, ef það vekur sundurlyndi milli hjóna, en mér finst nú alltaf, að kona, sem á eitthvað sjálf, standi ólíkt betur að vígi. — Það gerir hún sjálfsagt. — Og ekki sízt við mann eins og Clive. Hann leggur mikla á- herzlu á öll lífsþægindi. Þess- vegna er það að mér finnst það standa á tiltölulega litlu, hvort Brasted græðir eða tapar, því að ég mundi alltaf geta fleytt okk- ur, án þess að þurfa að treysta á verzlunina. Ég hef nú alls ekki sagt Clive, hvað ég erfði mikið heldur hef ég þvert á móti gefið honum í skyn, að það hafi ekki verið neitt verulegt. — Hvers vegna gerðuð þér það? — Ég vil vera við öllu búin. — Eigið þér við, til þess að ná honum til yðar aftur, ef þér yrðuð þess vör, að hann vildi yfirgefa yður? — Já, það er ekki fjarri sanni. — En þætti yður varið í að hann yrði kyrr hjá yður og ræki frá sér stúlkuna, sem þér eruð svo viss um, að hann hafi í takinu, eingöngu vegna þess, að hann veit, að þér'eruð efnuð? — Ég veit ekki. Ég vildi vitan- lega helzt hafa það hinn veginn og það er höfuðástæðan til þess að ég hef ekki sagt honum, hve efnuð ég er. En ég vil nú helzt alltaf halda mér við raunveru- leikann, ungfrú Fairburn. Hún leit nú á úrið sitt. — Ég þarf að fara eftir nokkrar mínútur .... hvar skyldi þessi þjónn vera? Ég vil fá reikninginn. Hún veif- aði hendinni í mótmælaskyni, þegar Sandra sagðist skyldu borga reikninginn. — Ekki að tala um. Ég borga þennan mat. Svo vænt þykir mér um, að þér skylduð hafa þolinmæði til að hlusta á allar þessar raunatölur mínar. Ég hefði nú víst átt að segja það fyrr .... en .... Hún brosti afsakandi .... — en þetta var nú komið út úr mér áður er ég vissi af. — Það er skiljanlegt. Sandra var hissa á sjálfri sér að geta svarað svona rólega. Hún var einhvernveginn furðanlega kærulaus nú; rétt eins og Mar- got Brasted hefði verið að tala um einhvern allt annan en Clive. Hún óskaði sér þess að geta allt- af verið í þessu skapi. Þær gengu saman út úr veit- ingahúsinu og út í sólskinið. Margot gaf leiguvagni, sem fór fram hjá, bendingu. — Verið þér nú sælar, ungfrú Fairburn. Og eins og er sagði rétt áðan, þá þakka ég yður fyrir að nenna að hlusta á mig. Og svo bætti hún við með þessu snögga og Ijómandi brosi: — Og við skulum láta verða af þess- um kvöldverði heima hjá okkur, eitthvert kvöldið. Ég ætla aðj biðja Clive að finna einhvern herra fyrir fjórðla mann. Kannske gætum við þá farið eitt hvað út að dansa á eftir, öll fjögur. Sandra horfði á hana stíga létti lega upp í vagninn og aka af stað. Þetta var einkennileg kona, hugsaði hún með sjálfri sér á leiðinni í búðina. Þessi síðasta, stutta skilnaðarræða kom eins og alveg af sjálfu sér og eins og, henni væri alvara. Fyrir örstuttri stundu hafði hún þótzt viss um, að hún sjálf væri stúlkan, sem hin nefði í huga sem hjákonu Clives, en nú þóttist hún hér um bil viss um, að Margot hefði ekki minnstu hugmynd um sam- band þeirra. En væri svo, hvers vegna var hún þá að setja allt þetta samtal þeirra svona vand- lega á svið? Kannske grunaði hana að Sandra vissi eitthvað um þjákonuna og ætlaði að komast eftir þeirri vitneskju með klók- indum? Hún gekk aftur fram hjá sömu ferðlnskrifstofunni og áður, og tók það snögglega í sig að líta þar inn. Ungur maður við af- greiðsluborðið innti eftir erindi hennar. — Ég ætlaði að spyrja um ferð til Suður-Afríku. — Sjálfsagt frú. Hvenær vild- uð þér fax'a? — Eins fljótt og hægt er. — Og til hvaða hafnar? — Það veit ég ekki svo gjörla. Ungi maðurinn var sýnilega hissa. Venjulega vissi ferðafólk hvert það ætlaði. — Höfðaborg kannske? spurði hann í tilraunaskyni. — Eða, ef þér ætlið bara snögga ferð, þá er Durban ágætis staður. — Nei, við skulum segja Höfða borg. Ungi maðurinn athugaði verð- skrár og ferðaáætlanir. Kvaðst svo ekki geta sagt henni þetta alveg ákveðið núna, þar sem hann yrði að spyrjast fyrir hjá ýmsum skipafélögum. Nema hún hefði kannske tíma til að bíða meðan hann hringdi. Ef ekki, skyldi hún láta sig hafa nafn og heimilisfang og svo skyldi hann láta hana vita eftir svo sem tvo daga. — Já, ég held, að það væri betra. — Mynduð þér vilja taka far báðar leiðir? — Ég býst ekki við því. Hún gekk út úr skrifstofunni og fannst sjálfri, að þarna hefði hún tekið fyrsta sporið í rétta átt. Þó vildi hún ekki hugsa um, hvað móðir hennar mundi segja. Auðvitað yrðu það aðallega tár When qawx bbeaks, the geese SET UP TMEIR ECHOING *KA-HONKS* ANO AS THE FIRST FLIGHTS BEGIN TO CLIMB THE AIRWAYS OUR YOUNG HONKER JCHNS ONE OF THEM MAN, LISTEN TO THAT RACKET/...GET SET, BOYS- ----LL BE COMING OVER IN A MOMENT/ u á Þegar sólin rennur upp bergmál- ar gæsagargið og þegar fyrsti 1 hópurinn hefur flugið til lands, '£D_ ~,DOf _______ 'SMS7S______ slæst steggurinn ungi í för með honum. — Hlustið bara á þennan háv- aða! .... Verið viðbúnir drengir .... Þær koma hér yfir eftir augnablik! Gæsastegeurinn ungi tekur sér stöðu aftast í hópnum og þenur vængina í morgunnepj- unni. ajtltvarpiö Sunnudagur 23. júlí 8:30 Létt morgunlög. 9:00 Fréttir. 9:10 Morguntónleikar: (10:10 Veðurfr.) a) Þættir úr „Stabat mater'* eft ir Haydn. — Anny Felbermay er, Sieglinde Wagner, Walde- mar Kmentt Otto Wiener og Akademíski kammerkórinn í Vínarborg syngja. Kammer- sveit úr sinfóníuhljómsveit Vínar lejkur. Við orgelið: Jo- han Nebois. Stjórnandi: Hans Gillesberger. b) Fiðlykonsert eftir Béla Bar- tók. — Dénes Kovács leikur með sinfóníuhljómsveit ung- verska útvarpsins. András Koródí stjórnar. 11:00 Messa í Hallgrímskirkju. Séra Oddur Thorarensen prestur á Hofi í Vopnafirði prédikar. — Organleikari: Páll Halldórsson. 12:15 Hádegisútvarp. ( j. 14:00 Miðdegistónleikar: * a) Josef Suk leikur létt fiðlu- lög. b) Atriði úr óperunnj „II trova- tore'4 eftir Verdi. — Henata Tebaldi, Giulietta Simionato, Mario del Monaco og Ugo Savarese og kór syngja með hljómsveit Stóra leikhússins í Géneve. Alberto Erede stjórn- ar. 15:30 Sunnudagslögjn. (16:30 Veðurfr.) 17:00 Færeysk gugsþjónusta (Hljóðrit uð í Þórshöfn). 17:30 Barnatími (Helga og Hulda Val- týsdætur). a) Framhaldsleikritið „Leyni- garðurinn" eftir Frances Burn ett; síðasti kafli. Leikstjóri: Hildur Kalman. b) Saga: „Þegar Frjðrik fékk tannpínuna". 18:30 Tónleikar: Fílharmoníuhljóm- sveitin í New York leikur létt hljómsveitarverk. André Koste- lanetz stjórnar. 19:00 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 „I kjölfar Kólumbusar'* — síð- ari dagskrá Benedikts Gröndals ritstjóra um Vestur-Indíur. Flytj endur auk hans: Baldur Pálma- son og Magnús Bjarnfreðsson. 20:35 Frá liðnum dögum; Skúlj Hansen tannlæknir og Guðmundur Jóns- son óperusöngvari spjalla saman um ítalska tenórsöngvarann Aur eliano Pertile og láta til hans heyra. ! 21:20 „Seint flýgur krummi á kvöld- in“ — frásaga um hrafninn — (Sigurður Bjarnason ritstjóri frá Vjgur). 21:40 Tónleikar í útvarpssal: Tadeusz Zmudzinski leikur á píanó: a) Polonaise í c-moll op. 40 eftir Chopin. b) Tilbrigði 1 b-moll eftir Szy- manovski. 22:00 Fréttir og veðurfregnjr. 22:05 Danslög. 23:30 Dagskrárlok. Mánudagur 24. júlí 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Krist ján Róbertsson. — 8:05 Tónleikar — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikart 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilk.). t 12:55 „Við vinnuna**: Tónleikar. 15:00 Míðdegisútvarp (Fréttir. — 15:0S Tónl«ikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:15 Tónl. — 16:30 Ve#- urfregnir). 18:30 Tónleikar: Lög úr kvikmyndum, 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Um daginn og veginn (I J|| Pálmadóttjr blaðamaður). 20:20 Einsöngur: Einar Kristjánsson syngur. 20:40 Erindi: Ferð til Jan Mayen (Frejp móður Jóhannsson listmálari). 21K)5 Tónleikar: Konsert fyrir tvöfald* strengjasveit eftir Michael Tjpp- ett. — Hljómsveitin Philharm- onia leikur. Walter Goehr stjórn ar. — 21:30 Utvarpssagan: „Vítahringur'* eft ir Sigurd Hoel; XXI. (Arnheiöur Sigurðardóttir). 22:00 Fréttir, veðurfregnir og sild- veiðiskýrsla. 22:20 Um fiskinn (Stefán. Jónsson fréttamaður). 22:35 Kammertónleikar: Ðlésarakvint- ett Lundúna leikur: a) Þrír stuttir þættir fyrir blás- arakvintett eftir Jacquea Ibert. b) „Aubade** eða morguntónlist fyrir flautu, óbó, klarinettu og fagott eftir Dinu LippattL 23:05 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.