Morgunblaðið - 23.07.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.07.1961, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. júlí 1961 Þytur tær nýja vél IAUST FYRIR klukkan tvö í fyrrinótt lenti á Reykjavíkurflug velli ný flugvél, sem flugskólinn Þytur hefur keypt frá Bandaríkj unum. Varð vélin að snúa við á fimm'tudaginn og bíða í Græn- landi vegna óhagstæðra veðurskil yrða hér. Flugvélin er tveggja hreyfla af gerðinni Piper Apache. Var hún búin auka benzíngeymum til flugsins yfir Atlantshafið. Vélin er smíðuð 1956 og er búin hinum fullkomnustu öryggistækjum. Verður hún notuð til blindflugs- kennslu og leiguflugs ef svo ber undir. Vélin er í góðu ásigkomu- lagi, og hefur lítið verið flogið. Kaupverð er 20 þús. dollarar. Með komu þessarar vélar á f>yt ur nú 7 flugvélar, 2 áburðarvélar af gerðinni Super Cub eina Cessnavél og 3 Piper Cub vélar, Um næstu mánaðamót bætist nýr Piper Cub í hópinn, en flugflot- inn er endurnýjaður á hverju ári. Aðsókn að skólanum er mikil, og eru flugvélarnar í stöðugri notkun þegar veður leyfir, en það hefur verið fremur óhagstætt til flugkennslu það sem af er sumri. — Vasa ’ Framh. af bls 8 hæðina, eða að það hafi ekki haft næga kjölfestu til þess að geta borið full segl. Vitað er, að skipið þótti ein- staklega glæsilegt og vel búið á sínum tíma. Hinar mörgu tré- skurðarmyndir, sem fundust við skut og stefni þess, bera vitni um fornan glæsibrag. Myndirn- hús iyrir krónur Mjög nýtízkulegt fokhelt einbýlishús 128 fermetrar. Tvær stofur, br.íú svefn- herbergi, eldhús, bað, rúmgóð geymsla og þvottahús. Verðmæti 300.00,00 krónui Glæsilegur vinningur Húsið verður byggt fyrir vinningshafa hvar sem hann óskar, í byggð „Frjáls menning" er félag til verndar og eflingar frjálsri hugsun og frjálsri menn- ingarstarfsemi, óháð öllum stjórnmála- flokkum. Það vinnur gegn hvers konar einræðishyggju, ríkisofbeldi og skoðana- kúgun. — Ágóðanum af happdrættinu verður m.' a. varið til að koma á menn- ingartengslum við hin nýfrjálsu ríki Afríku og Asíu. Ef fjárhagur leyfir verð- ur mönnum þaðan boðið hingað til náms í læknisfræði við Háskólann. HÚSID VERDUR REIST FYRIR YDUR HVAR SEM ER I DYGGD __________ ar voru negldar fastar við skipið með jámnöglum. Þegar þeir ryðg- uðu, duttu myndirnar niður f leðjuna umhverfis, og þar hafa þær geymzt furðuvel. Þær sýna riddara í fullum herklæðum, persónur úr goðsögum og krist- inni trú, hafgúur, alls konar dýr og ófreskjur, sem ekki er vitað hvað tákna eigi, en handbragðið og symbólisminn er einkennandi fyrir barokktímann. Varðveizlan. Það er mikið vandamál, hvern ig varðveita á viðinn, sem geymzt hefur í leðjunni. Fyrst eru hlutirnir hreinasaðir, en til þess að geta þurrkað þá. án þess að þeir springi eða skreppi sam an, eru þeir fyrst látnir ofan f sérstaka upplausn. Efnið, sem f upplausninni er, þrengir vatn- inu út og fyllir upp í þær viðar- sellur, sem áður voru vatnsfyllt- ar. Meðal margra hluta, sem fund izt hafa, má nefna hluta af beina grindum, fallbyssustóla, fatnað, myntir, drykkjarker úr tré og pjátri smjör og kagga með ein- hverjum legi, sem ekki er enn vitað, hver hefur upprunalega verið. Ekki hefur enn verið endan- lega ákveðið, hvar „Vasa“ verð ur framvegis til húsa. Ef endur- reisa á minni siglutrén og festa bugspjótið á að nýju, myndi skipið þarfnast mjög stórs nausts, sem myndi kosta mikið fé að smíða. Kostnaðurinn hefur hing- að til verið greiddur með styrkj um frá ýmiss konar sjóðum, með framlögum ríkisins og framlög um 90 einkafyrirtækja í Svíþjóð. Nú standa vonir til þess, að hægt verði að afla nægilegs fjár til þess að reisa varanlegt safnhús fyrir skipið. Nú er áætlað að geyma skipið j sérstakri þurr- kví næstu árin, og reisa þar til bráðabirgða fyrirlestrasal og hús fyrir safnverði og annað starfs lið. Þar verða skrifstofur (Sví- þjóð er eitt mesta skrifstofu- mannaveldi í heimi) og veitinga- stofa. Búizt er við, að smíði þessa bráðabirgðahúsnæðis verði lokið í haust. Nú þegar er farið að sýna almenningi vissa hluti skipsins. Hraðinn, sem einkennl hefur gllar þessar framkvæmd' ir, sýnir bezt áhugann, sem Sví- ar hafa sýnt á björgun skipsins. Úr ýmsum áttum Framh. af bls. 12. sinni var það álitið eitt allra bezta safn í Frakklandi af verkum þess tímabils, sem það náði yfir. Uögreglan bjartsýn Lögreglan er bjartsýn á, að upp á þjófunum hafist og höndum verði komið yfir málverkin aftur. í því sam- bandi minnir hún á, að ein- ungis sjö málverk eru ó- fundin af 60 ,málverkum sem stolið hefur verið á Rivi eraströndinni um 2ja ára skeið, áður en þessi þjófn- aður kom til sögunnar. Nokk ur þeirra fundust í vöru- geymslu jámbrautarstöðvar í Marseilles og önnur voru til sölu á listaverkasafni í Genua. ★ Þess má að lokum geta, að Saint Tropez er lítill bær, sem ekki vekur mikla athygli að jafnaði. Hann hækkaði hins vegar mjög í áliti fyrir fá- um árum, þegar Brigitte Bar dot, sem stolið hefur hjört- um margra kvikmyndahúsa- gesta, tók upp á að bregða sér þangað í sumarleyfi. Það er svo aftur nú, sem bær- inn hefur komizt á allra var- ir, vegna listaverkaþjófnað- arins sem hér hefur verið rakinn. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.