Morgunblaðið - 25.07.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.07.1961, Blaðsíða 1
24 siður 48. árgangur 164. tbl. — Þriðjudagur 25. júlí 1965 Prentsmiðja Morgunblaðsins og vélbyssur gæta dyranna Bizerta, Túnis og New York, 24. júlí. ★ Dag Hanunarskjöld kom til Túnis í dag og gekk þegar á Cund Bourgíba. Bæddust þeir við í forsetahöllinni og var þar mjög strangur hervörður, m. a. voru vélbyssuhreiður við dyr á þaki hallarinnar. ★ Enn virðist ástandið ótryggt í Bizerta. Ekki hefur tekizt sam komulag um viðræður Frakka og Túnisnlanna og sífelldar ákærur og gagnákærur fara þeirra í milli. ★ Bourgíba yngri, ræddi við Dean Rusk í dag, svo og for- seta Öryggisráðsins og kynnti málstað þjóðar sinnar. Bæði í London og Washington hörm- uðu stjómmálaleiðtogar hvernig til hefði tekizt og lýstu yfir von um að skjótur endir yrði bund- inn á þennan ágreining. ■ár Ráð Arababandalagsins sam þykkti í dag að veita Túnis fullan stuðning og senda sjálf- boðaliða til Túnis. — ★ —• Frakkar hafa lýst algeru út- igöngubanni í þeim hluta Biz- erta, sem þeir ráða. Stjórnar- völdin í Túnis tilkynna hins vegar, að stöðugur straumur fólks sé frá Bizerta til Túnis, fólkið óttist ný átök. Segir stjórnin þann ótta ekki ástæðu- lausan þar sem Frakkar treysti enn aðstöðu sína og búist til nýrra átaka. — Þýzka frétta- stofan sagði. í dag, 'að Frakkar hefðu enn sett liðsauka á land, en Frakkar neituðu því. Borið var á Túnismenn. að þeir væru að búast til nýrra átaka. Því var og neitað, en formælandi þeirra sagði, að Túnismenn mundu verjast, ef ráðist yrði á þá öðru sinni. Frakkar fluttu í dag konur og börn manna sinna frá Túnis. — ★ — Hammarskjöld kom til Túnis £ dag samkvæmt boði Bourgíba. Hann vildi ekkert segja um álit sitt á atburðunum, en kvað sér bera skylda til að vera bjartsýnn og trúa því að hægt væri að leysa öll deilumál með samningum. — ★ — Bourgíba yngri hefur flutt mál lands síns mjög sköruglega Framh. á bÞ. 2. Kúbumenn rændu íarþetja véJ ú ilugi MIAMI, 24. júlí. — f dag „rændu" Kúbumenn bandarískri farþega- flugvél, sem var á leið frá Miami til Tampa á Florida. Þetta var vél frá Eastern Airlines, me8 32 farþega og 5 manna áhöfn. — ★ — Flugstjórinn tilkynntl, er vél- in var komin langt á leið, að 'hann hefði breytt um stefnu, færi til Kúbu. Sér væri ógnað með skambyssu, hann ætti engra annarra kosta völ en beygja sig fyrir ofbeldinu. Bandarískar orrustuþotur komu þegar á vettvang og fylgdust með flugvélinni þar til komið var að lofthelgi Kúbu. — Far- þegavélin lenti á Jose Marti flug vellinum á Kúbu, heilu og höldnu. — ★ — Bandaríska utanríkisráðuneyt- ið gerði þegar ráðstafanir til þess að endurheimta flugvélina fyrir flugfélagið. Engin stjórn- málasambönd eru milli Kúbu og Bandaríkjanna, en svissneska sendiráðið í Havana gætir hags- muna Bandaríkjanna á eyjunni. Krafðist svissneski sendiherrann þess þegar £ stað, að flugvélinni yrði skilað. Flugfélagið veltir nú vöngum yfir því hver farþeganna það Samþykkt WASHINGTON, 24. júli _ Ut- anríkismálanefnd öldungadeildar innar samþykkti í dag áætlun Kennedys um 4,5 millj. dollara aðstoð við erlend riki. :r, sem ,,rænt“ hefur þessu 3,5 ! nillj. dollara flugfari. Samtökum fólksins verði ekki beitt gegn vilja meirihlutans Einar Olgeirsson (lengst til vinstri í gráum rykfrakka, með hatt) veifar ásamt nokkr um öðrum til Gagaríns, skömmu áður en geimfarinn ’ kvaddi Keflavíkurflugvöll á sunnudag .Sjá frétt á 3. síðu blaðsins í dag og Vettvang miðsíðunni). r * — Anæcgjuleg Varðarferð VARÐABFERÐIN sl. ^unnudag var hin ánægjulegasta í hvívetna. Voru þátttakendur mjög margir og veður ágætt. í ferðinni hélt Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra ræðu, þar sem hann lagði m. a. áherzlu á nauðsyn þess, að tryggt verði með löggjöf, að samtökum fólksins verði ekki beitt gegn vilja meirihluta manna í samtökunum. Vakti hann athygli á, að atburðir síðustu ára hefur sýnt, hve þýðingarmikið það væri, að slík samtök séu í höndum fólksins sjálfs, en ekki óprúttinna ævintýramanna. ÞAÐ VAR ekki svo að sjá sem Varðarf élagar væru nein nein sér stök eftirlætisbörn veðurguð- anna, þegar hinn 400 manna hóp ur Xagði upp frá Sjálfstæðishús- inu kl. 8 á sunnudagsmorguninn. En Árni Óla lét það ekki á sig fá, spáði góðu veðri um daginn. Það fór líka svo, að fararstjórn Varðar fékk enn einn góðviðris- daginn í safnið sitt, og getur nú sem fyrr sagt með nokkru stolti: Það er alltaf gott veður í Varð- arferðum! Frá Reykjavík var haldið £11 stórum áætlunarbifreiðum, og var förinni heitið £ hringferð um Þingvallavatn og Akrafjall. Var ekið austur Þingvallaveginn og fyrst staðnæmzt við Hestvík, eina af víkum þeim sem ganga suður úr Þingvallavatni. Þar tóku menn til við árbítinn og röltu um kjarri vaxnar hlíðarnar. Uppi £ hömrum Svinahlíðarinnar glitti £ á með lamb sitt. Þær mæðgur voru sýnilega ekki eins Frh. á bls. 17. Bjarnri Benediktsson dómsmálaráðherra flytur ræðu. 1475 á sólarhring VESTUR-BERLÍN, 24. júlí _ Síðasta sólarhringinn komu 1475 flóttamenn yfir til V-Berlinar frá A-Berlin, helmingurinn undir 25 ára aldri. Síðustu viku var tala flóttamanna 9 þús. Blöðin i A- Þýðkalandi hvöttu í dag til auk- innar matvælaframleiðslu. Á- standið er víða orðið mjög slæmt vegna matarskorts, en kommún- istar hafa verið tregir á að við urkenna það opinberlega þar til Sæhir handrit Hemingways HAVANA, 24. júlí — Ekkja Ern- est Hemingsways kom í dag til Kúbu til þess að athuga mögu- leikana á því að gera búgarð hins látna rithöfundar á Kúbu að „Hemingway-safni“. Ekkjan mun einnig sækja mikið safn handrita, sem geymd eru í banka í Havana. Hammarskjöld ræðir við Bourgiba

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.